Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 8
8 C ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Lafði Lasarus á íslensku Bökmenntir Ljóðaþýðing ARIEL OG ÖNNUR LJÓÐ eftir Sylviu Plath. Hallberg Hall- mundsson sneri á íslensku. Prentun Stensill. Brú 1996 — 109 síður SYLVIA Plath endaði ævi sína kijúpandi fyrir framan opinn gasofn í íbúð sinni í London í byrjun árs 1963. Hún var þá þrítug áð aldri og á hátindi óvenjulegs sköpunarferils, en margs konar erfiðleikar steðjuðu að, ekki síst eftir slit örðugs hjóna- bands hennar og skáldsins Ted Hug- hes sem nú ber titilinn lárviðarskáld Breta. Margir geta tekið undir með Hallberg Hallmundssyni að Sylvia Plath hafi verið eitt merkasta skáld Bandaríkjanna á þessari öld. Eins og verk fleiri meiriháttar skálda eru ljóð Sylviu Plath erfið viðureignar fyrir þýðendur. Nokkrir hafa þó sýnt lofsverða viðleitni. Hall- berg Hallmundsson, skáld og þýð- andi í New York, skortir ekki kjark eins og fyrri þýðingasöfn hans sanna: Svartir riddarar eftir Stephen Crane og 100 kvæði eftir Emily Dickinson. Ég hygg að Hallberg sé einna minnst háttbundinn í þýðingu sinni á Plath, hann er að mestu trúr fijálslegum ljóðstíl skáldsins. í ljóðum þar sem mikið reynir á hljóm og hnitmiðun koma alltaf fram vafaatriði. Islenskan er hefð- bundin og farangur fortíðarinnar, öðru nafni „samhengi bókmennt- anna“ aldrei langt undan. Sylvia yrkir í Death & Co.: / do not stir. The frost makes a flower, The dew makes a star, The dead bell, The dead bell. Somebody’s done for. í Dauðanum og kompaníi, þýð- ingu Hallbergs, stendur þetta: Ég hreyS mig ekki. Hrímið myndar blóm, döggin myndar stjörnu, Líkaböng slær, Líkaböng slær. Einhver er feigur. Ljóðlínurnar kunnu úr Lady Lazarus: „Out of the ash/ I rise with my red hair/ And I eat men like air“ eru þannig hjá Hallberg í Lafði Lazarus: „Ég rísa mun úr öskunni/ rauð á hár senn,/ og ég svelgi menn.“ Frumtextinn er ein- faldari, hinn er eilítið hátíðlegur og rímið (senn/menn) rímsins vegna. Að deyja lætur mér Lafði Lasarus verður að teljast með eftirminnilegustu ljóðum Sylviu Plath. Það er hið dæmigerða játningaljóð eins og fleiri ljóð hennar. Sjálf sagði hún um Lafði Lasarus: „Ljóðmælandinn er kona, sem er þeirri mikiu og ógnþrungnu gáfu gædd að verða endurborin. Eini hnökrinn er að hún verður fyrst að deyja. Hún er Fönixinn, andi frelsisins, eða hvað sem það kallast." í samræmi við þetta hefst ljóðið á orðunum: „Ég hef gert það á ný./ Mér tekst það svona tíunda hvert ár-“. í fyrstu var um fálm og slys að ræða. / annað skiftið ætlaði ég víst a enda að fara leiðina alla. Ég small í lás líkt og skel. Þeir urðu að æpa og kalla og kroppa af mér maðkana eins og klístrugar perlur. Að deyja er íþrótt sem annað flest. Það lætur mér alveg listavel. í mörgum ljóða sinna er Syivia Plath altekin af dauðanum og líka af ofbeldi og kvalalosta; rætur eru kannski í föðurljóðinu þar sem hún dregur upp mynd af „skíthælnum", þýskættuðum nasista sem var kvæntur konu (móður Sylviu) sem var að hluta gyðingur. Að sögn skáldsins er „Elektruduld" í þessu ljóði, en í fleiri ljóðum eru vísanir til Grikkja sem voru með hugann við flækjur sálarlífsins og breyttu þeim í sígildan skáldskap. Þunglyndi og geðræn vandamál sem hijáðu Sylviu Plath og lögðust mjög þungt á hana á tímabilum skjóta víða rótum í ljóðunum, stundum í djarflegum SYLVIA stytti sér aldur á hátindi sköpunarferils þrítug að aldri, Sylvia Hallberg Plath Hallmundsson myndlíkingum eins og í Ariel þar sem hún verður ör, „dögg sem flýr/ í sjálfs sín dauða, samsömuð för/ inn í hið rauða// auga, soðketil morgunsins." Játningar, raddir úr djúpum, myndmál. Hið síðastnefnda lyftir Ijóðunum og ölvar lesandann. Stundum er skáldið mælskt eins og í Býjastefnunni og ekki síst ljóðinu Þijár konur — Ljóð í þrem röddum (þar sem sviðið er fæðingardeild og allt um kring). Þetta Ijóð hefur verið flutt í Ríkisútvarpinu, enda þýðing þess vel fallin til slíks flutnings. Ævi og ljóð Ótal bækur hafa verið 'ritaðar um Sylviu Plath og samband hennar og Ted Hughes. Ævi hennar og ljóð renna saman í eitt. Hún verður ekki bara fræg fyrir sjálfsmorðið og það að hafa verið kona lárviðarskáldsins sem þrátt fyrir heldur dapurlegan titil er eitt helsta skáld Breta. Bestu ljóð hennar eru endingargóð og að minnsta kosti nokkur þeirra eru líkleg til að teljast meðal þess helsta sem bandarísk skáld ortu á sjötta og sjöunda áratugnum. Sjálfsævisöguleg skáldsaga hennar, The Bell Jar (Glerhjálmurinn), kemur út í nýjum útgáfum og hefur verið þýdd á fjölda mála. Áhugi á Sylviu Plath og verkum hennar dofnar ekki. Ofsinn í þeim, lífsnautnin og eyðingarhvötin í senn, höfðar til samtímans. Hallberg Hallmundsson hefur sleppt þýðingum sem hann taldi að ekki ættu brýnt erindi við íslenska lesendur. Þetta eru „sum persónulega hatrömmustu ljóð hennar“ eins og hann kallar þau í eftirmála. í bréfi sem Sylvia skrifaði til móður sinnar, einu af mörgum, í apríl 1956 kemst hún þannig að orði: „Ég er svo full af gleði og ást að ég get varla stillt mig eina mínútu um að dansa, yrkja, búa til mat og Iifa.“ Náttúran er að vakna til lífsins fyrir utan gluggann og skáldið kveðst hafa ort sjö bestu ljóð sín. Ted les þau upphátt og er besti gagnrýnandi konu sinnar og hún hans. Sú reynsla að hafa verið fyrir handan eins og Lasarus fæðir vissuna um að lífið geti orðið samfelldur söngur og ást. Jóhann Hjálmarsson Nýjar bækur • GA UTI vinur minn er bamabók eftir Vigdísi Grímsdóttur. Vigdís hefur áður sent frá sér Ijóðabækur, smásögur og fimm skáldsögur. Hér fetar hún nýjar slóðir og skrifar í fýrsta sinn fyrir börn. Bókin er prýdd fjölda teikninga eft- ir Brian Pilking- ton. Þetta er sagan af Gauta og Beggu vinkonu hans sem segir sög- una af þeim og ævintýrum þeirra. „Gauti vinur minn er falleg og ógleymanleg saga sem hrífur full- orðna jafnt og börn, skrifuð af ein- stöku listfengi og næmi á mál og tilfinningar," segir í kynningu. Útgefandi erlðunn. Bókin er 94 bls., prentuð í Steinholti. Verð 1.980 kr. • FYRIK eina rödd eftir Susannn Tamoro í þýðingu Ólafs Gíslasonar er komin út. í fyrra kom út fyrsta bókin eftir þessa ungu ítölsku skáld- konu, Lát hjartað ráða för, bók sem hvarvetna hlaut frábærar móttökur. Þessi nýja bók segir sögur úr samfélagi allsnægta, dagbæk- ur, samtöl og eintöl þeirra sem lifa und- ir fargi útskúfunar í samtíma okkar. „Kaunsæjar frásagnir, skrifaðar af dirfsku og miklu hugmyndaflugi," segir í kynningu. Útgefandi er Setberg. Bókin er 160 bls. ogkostar 1.980 kr. • SKÁLDSAGAN Brot úr dagbók sjómanns eftir Guðjón Sveinsson er komin út. í henni segir af skip- stjóra sem flettir tveimur gömlum skipsdagbókum á víxl og rifjar upp tvær ferðir sínar til Kristjánssunds í Noregi. í kynningu seg- ir: „Guðjón Sveinsson segir hér óvenjulega ástarsögu af Is- lendingi í erlendri höfn. Hún er meitlaður óður um tregann sem býr í bijósti allra þeirra sem eiga sér bæði líf og dána drauma. Brot úr dagbók sjó- manns er sérstæð og eftirminnileg saga, í senn hugljúf og Ijóðræn, spennandi og áhrifarík." Útgefandi er Æskan. Bókin er 127 bls., prentuð hjá Ásprenti/Pob á Akureyri. Pétur Behrens hann- aði kápu, Guðmundur Ingólfsson Ijósmyndaði hana. Tolkien myndskreyttur BOKMENNTIR Myndabók HUGARLENDUR TOLKIENS eftir ýmsa myndlistarmenn og J.R.R. Tolkien í íslenskri þýðingu Þorsteins Thorarensen. Fjölvaútgáfan 1996. ÓHÆTT er að fullyrða að Fjölva- útgáfan í Reykjavík hafi tekið til óspilltra málanna í útgáfu á verkum enska rithöfundarins J.R.R. Tolkiens (1892-1973). Fyrir þremur árum kom út í íslenskri þýð- ingu Þorsteins Thorar- ensens fyrsta bindi Hringadróttinssögu og í kjölfarið fylgdu annað og þriðja bindi verksins með jöfnu millibili. Fyrr á þessu ári birtist í einni bók úrval ljóða Tolkiens úr Hringadróttinssögu í þýðingu Geirs Kristjáns- sonar og nú hefur útgáf- án bætt um betur og sent frá sér bókina Hug- arlendur Tolkiens í sam- starfi við bókaútgáfu Harper Collins í London. Hugarlendur Tolkiens mætti kalla sýnisbók valinna mynd- skreytinga við sögur eftir skáldið. Þetta er glæsileg bók í stóru broti sem inniheldur fimmtíu og átta lit- prentaðar myndir eftir sextán mynd- listarmenn af ýmsu þjóðerni. Fremst í bókinni er að finna stutt æviágrip Tolkiens og stóra ljósmynd af honum brosandi með pípu. Aftast í bókinni eru greinargerðir um listamennina þar sem ferill þeirra er rakinn í stuttu máli og þeir lýsa hver með sínum hætti hvað það er sem heillar þá við þessar sögur. Margir þessara lista- manna hafa hlotið ýmsar viðurkenn- ingar fyrir myndskreytingar oghald- ið sérstakar sýningar á þeim. í máli þeirra allra kemur fram sú skoðun að heimsmynd þessara sagna sé með ólíkind- um, margslungin og heillandi. Bókin er sérstök að því leyti að í henni gegnir myndskreyting- in stærra og veiga- meira hlutverki en frá- sögnin sem er að vissu marki sett til hliðar og aðeins höfð til uppfyll- ingar í útskornum og gamaldags ramma. Til samanburðar hverri mynd fylgir lítið texta- brot úr ýmsum sögum Tolkiens en einkum þó Hringadróttinssögu. Með þessum hætti er hægt að segja að lesandinn fái að sjá það sem fyrir augu ber og þannig skapast svigrúm hjá hon- um til að máta sína eigin mynd við túlkanir þessara listamanna. Það kallar á innbyrðis samræðu myndar og texta sem í felstum tilfellum er bæði gefandi og heillandi. Myndskreytingar hollenska mál- arans Cor Bloks vekja sérstaka at- hygli í þessari bók, einkum fyrir þær sakir hversu einfaldar og barnslegar þær eru. Þær draga úr hefðbundinni og staðlaðri hetjutúlkun þessara sagna en ýta að sama skapi undir frelsi ímyndunaraflsins og fantasíu með einföldum pensildráttum. Af öðrum listamönnum mætti nefna Ted Nsmith sem framkallar með góðum árangri „raunsæi" þessara verka, Alan Lee sem að öðrum ólöstuðum dregur fram dulúðina og hrollinn og Timothy Ide sem með nákvæmum dráttum skýrir hvert smáatriði í sviðsmyndinni. Gildi þessarar bókar er til jafns fólgið í útliti hennar og innihaldi enda er hún bæði falleg og innihalds- rík. Hún hlýtur að vekja athygli á sögum Tolkiens og í sjálfu sér mætti túlka hana sem einlæga þakkargjörð til skáldsins frá myndlistarmönnum og útgefanda. Jón Özur Snorrason J.R.R. Tolkien 1 * é.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.