Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 4
4 D ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996 ÍÞRÓTTIR Tindastóll sigraði Njarð- víkinga í framlengdum leik MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996 D 5 ÍÞRÓTTIR in, Eiríkur skoraði grimmt og ekki bætti úr skák fyrir ÍA að Bayless fékk 4. villuna og gat lítið beitt sér. Heimamenn voru ekki á þeim buxunum að gefast upp og með mikilli baráttu náðu þeir tólf stiga forystu um miðjan hálfleikinn. Á þessum kafla fór Dagur Þórisson hamförum fyrir ÍA, tróð tvívegis með tilþrifum, hirti hvert frákastið af öðru og skoraði mikið. IR-ingar áttu ekkert svar og heimamenn unnu góðan sigur. Bayless var frábær í fyrri hálf- leik en þurfti að hafa hægt um sig eftir að hann fékk fjórðu vill- una. Dagur.tók við af honum í síðari hálfleik og lék mjög vel ásamt þjálfaranum Ermolinskij. Allur leikur IR-inga byggðist á Baker, Eggerti og Eiríki og léku þeir allir prýðilega en félagar þeirra voru sem áhorfendur. Létt hjá Keflvíkingum Keflvíkingar áttu alls kostar við slaka Þórsara í Keflavík á sunnudaginn og sigruðu örugglega, 110:76. I hálfleik var staðan 57:33 og Biöndai kom Htil mótspyma skrifar frá gestanna nokkuð á Keflavik óvart í ljósi þess að þeir höfðu nokkmm dögum áður unnið sætan sigur á toppliði Hauka. Þórsarar virtust hafa gleymt keppnisskapinu heima að þessu sinni því alla baráttu vantaði í leik þeirra og Keflvíkingar hreinlega rúlluðu gestunum upp. „Það var sama hveijir vom inni á - allir léku vel í dag. Fleira er ekki um leikinn segja, nema hvað það kom mér á óvart hversu baráttulausir Þórsarar vom,“ sagði Sigurður Ingimundar- son, þjálfari Keflvíkinga, eftir leik- inn. Sigurður skipti ört inn á í leiknum og segja má að allir hafi leikið vel hjá heimamönnum en þó enginn eins vel og Damon Johnson sem er trúlega einn besti erlendi leikmað- urinn sem leikið hefur með Keflavík lengi. Bandaríkjamaðurinn Fred Williams var sá eini í liði Þórs sem hafði eitthvað að segja í viðureign- inni við Keflvíkinga að þessu sinni. Skotæfing í Kópavogi Leikur Breiðabliks og Grinda- víkur var eins og illa skipulögð skotæfing. Sóknir liðanna stóðu sjaldan lengur en SkuHUnnar «u sekúndur og Sveinsson þær voru fjölmarg- skrifar ar sem varla náðu fimm sekúndum. Lyktir viðureignarinnar urðu 103:91 sigur Grindavíkinga. Blikar náðu að halda í við Grindvíkinga, sem léku illa, mest- allan tímann en í upphafi síðari hálfleiks náðu gestirnir 25 stiga forystu en náðu ekki að halda henni hvað þá að auka en sigurinn var aldrei í hættu. Andre Bovain var allt í öllu en það verður að segjast eins og er að leikmönnum Breiðabliks getur varla farið mikið fram við að horfa á hann rekja boltann um völlinn og skjóta. Það eru nokkrir þokka- legir leikmenn í Breiðabliki. Einar Hannesson lék vel og Erlingur átti ágæta spretti. Eggert Bald- vinsson er tvítugur strákur sem sýndi góð tilþrif þann stutta tíma sem hann fékk að reyna sig. Hjá Grindvíkingum var Páll í stuði framan af en lék lítið í síð- ari hálfleiknum. Myers var sterk- ur og Helgi Jónas hitti vel á kafla. og Haukar fóru á toppinn „ÞETTA var afar kærkominn sigur eftir þrjá tapleiki í röð þar sem við vorum að tapa með minnsta mun. Leikað- ferð okkar gegn Njarðvíking- um gekk upp og ég hafði alltaf trú á sigri þó leikurinn færi íframlengingu," sagði Augoston Negy, þjálfari Tindastóls, eftir að lið hans hafði unnið óvæntan sigur á Njarðvíkingum, 86:82, í Ljónagryfjunni í Njarðvík á sunnudagskvöldið í fram- lengdum leik. í hálfleik var staðan 39:31 fyrir Tindastól og eftir venjulegan leiktíma var staðan 76:76. Njarðvíkingar voru afar slakir í þessum leik svo ekki sé meira sagt og kann að vera að þeir hafi talið norðanmenn auð- velda bráð. En ann- Björn að kom á daginn Blöndai því það voru gest- skrifar frá jrnjr sem höfðu Njarövik keppnisskapið og trúna á sjálfa sig. Njarðvíkingar náðu aldrei að stilla saman strengi sína og leika eins og liðsheild og ekki stóð á refsingunni. Lið Tindastóls hafði forystuna nánast frá upphafi en undir lokin mátti litlu muna og sigurinn gat þess vegna lent hvorum megin sem var. „Þetta virðist vera orðið fastur liður hjá okkur, að tapa fyrir þeim, og trúlega komum við of sigurvissir til leiks,“ sagði Hrann- ar Hólm, þjálfari Njarðvíkinga. „Byijunin hjá þeim var mjög góð og setti okkur raunar úr jafnvægi og við hreinlega komumst aldrei í gang,“ sagði Hrannar ennfrem- ur. Njarðvíkingar voru með 5 sóknarfráköst í öllum leiknum og þar af var eitt í fyrri hálfleik, 2 í síðari hálfeik og 2 í framlenging- unni sem segir nokkra sögu. Bestu menn hjá Njarðvík voru þeir Torrey John og Friðrik Ragn- arsson sem voru þeir einu sem léku af eðlilegri getu. Bestu menn Tindastóls voru Jeffrey Johnson, Arnar Kárason og Lárus Dagur Pálsson sem saman settu 75 stig. Létt hjá Haukum Haukar áttu ekki í minnstu vandræðum með slakt lið Skallagríms í íþróttahúsinu við Strandgötu á sunnudagskvöld og sigruðu, 81:69. Haukar komu ákveðnir til leiks og völtruðu yfir gestina þannig að um miðjan fyrri hálfleik var staðan 30:4. Segja má að eftir þessa slæmu byijun hafi Skalla- grímsmenn aldrei séð til sólar. Á upphafskaflanum var sóknarleik- ur þeirra ákaflega hikandi og til- viljanakenndur og vörnin var svo hriplek að ætla mátti að þeir væru að hugsa um eitthvað allt annað. Þjálfari þeirra kaus þó að skipta ekki inn á fyrr en 12 mínút- ur voru liðnar af leiknum og hvorki gekk né rak. Við það skán- aði leikur liðsins, mistökum fækk- aði og þeir fóru að skora meira. Haukar héldu sínu striki á meðan á þessu basli Skallagríms stóð og í hálfleik var staðan 44:26. í síðari hálfleik klóruðu Skalla- grímsmenn í bakkann þó aldrei væri sigur Hauka í hættu. Hjá Haukunum áttu Sigfús Gizurar- Halldór Bachmann skritar Morgunblaðið/Bjami HAUKAR mættu ákveðnir til leiks gegn Skallagrími eins og sjá má á svlp Sigurðar Jónssonar sem hér kemst framhjá Sigmarl Eglissyni. Skúli Unnar Sveinsson skrifar son og Bergur Eðvarðsson góðan leik og Shawn Smith var traust- ur. Hjá Skallagrími var Curtis Reymond bestur en Tómas Holton hefur oft leikið betur. Bragi H. Magnússon kom til í síðari hálf- leik eftir slaka byijun. KR í hörðum slag KFf lét KR hafa fyrir hlutunum er liðin mættust á Seltjarnar- nesinu á sunnudaginn. ísfirðingar komust reyndar ekki nema einu sinni yfir í leiknum, 67:68, en það vant- aði sáralítið upp á að þeir næðu að hafa betur, en KR-ingar voru sterkari í lokin og sigruðu með tíu stiga mun, 93:83. KR hafði undirtökin í framan af fyrri hálfleik en gestirnir voru þó aldrei langt undan og þegar staðan var 33:30 tóku heimamenn leikhlé og í kjölfarið var spilað meira upp á skytturnar með þeim árangri að KR gerði 14 stig gegn fjórum stigum KFÍ. Annar góður kafli KR kom um miðjan síðari hálfleik er liðið gerði 10 stig gegn engu á 90 sekúndum, breytti stöð- unni úr 67:68 í 77:68. Liðin léku ágætlega en þó komu kaflar þar sem menn gerðu of mörg mistök. Ingvar hitti vel fyrir KR og Jónatan Bow var gríðarlega sterkur og mikilvægur liðinu. Þá gerði Edwards ágæta hluti og fell- ur stöðungt betur að liðinu. Oskar lék vel í vörninni en það var skarð fyrir skildi hjá KR að Hermann meiddist um miðjan fyrri hálfleik- Johannes Haröarson skritar Hjá ísfirðingum var Bryant sterkur og Vallejo er einnig ágæt- ur leikmaður, sérstaklega í hlut- verki leikstjórnanda. Friðrik var mjög sterkur, tók meðal annars 20 fráköst og greinilegt að þar er á ferðinni framtíðarmiðheiji lands- liðsins. Hann er samt ennþá dálít- ið óheflaður en það ætti að vera hægur vandi að laga slíkt. Strákur hefur mikla hæfileika. Fimmti sigur ÍA í röð Skagamenn unnu sinn fimmta sigur í röð, sem er met hjá félaginu, er þeir fengu ÍR-inga í heimsókn á sunnu- daginn. Leikurinn var jafn og spenn- andi lengst af en um miðjan síðari hálfleik áttu heimamenn góðan leikkafla og tryggðu sér sigur. Lokatölur 85:71, en í hálfleik var staðan 40:31. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en IA þó alltaf skrefinu á undan með Ronald Bayless í broddi fylk- ingar. Hann átti sannkallaðan stórleik fyrir hlé ásamt Ermol- inskij en þeir félagar gerðu 36 af 40 stigum ÍA. Auk þess lék Bay- less frábæra vörn gegn Tito Baker sem komst lítt áleiðis. Félagar Bakers, Eggert Garðarsson og Eiríkur Önundarson, héldu þó uppi merki ÍR og héldu í við Skaga- menn þar til tvær mínútur voru til hlés. Þá áttu heimamenn góða rispu og gerðu síðustu tíu stig hálfleiksins. í upphafi síðari hálfleiks var sem ÍR-ingar ætluðu að taka völd- Haukar sigruðu Víking 18:14 í 1. deild kvenna í handknatt- leik í Víkinni á sunnudagskvöldið og komust þar með Stefán í toppsæti deildar- Stefánsson 'nnar. Með sigri skrifar hefðu Víkingsstúlk- ar hins vegar orðið efstar en þær héldu ekki haus í lokin. Lið ÍBA frá Akureyri kom suður yfír heiðar og lék tvívegis, tapaði fyrir KR á laugardag en gerði jafntefli við Val daginn eftir. Þá gerðu FH og Fram jafntefli. „Óánægður þrátt fyrir sigur" „Þetta var ekki slæmt hjá okkur fyrir utan kortér í fyrri hálfleik," sagði Theódór Guðfinnsson þjálfari Víkinga eftir 14:18 tap fyrir Hauk- um. „Við byijuðum mjög vel en síð- an stressaðist liðið upp og það má segja að við höfum tapað þessu í fýrri hálfleik. Þó við vöknuðum upp eftir hlé héldum við ekki haus í lok- in. Höfðum möguleika í stöðunni 12:14 en þá gera þær þijú mörk í röð.“ Víkingsstúlkur náðu ekki að fylgja eftir góðri byijun en sýndu styrk er þær fóru langt með að vinna upp forskot Hauka eftir hlé. Helga Torfadóttir markvörður stóð sig mjög vel með 21 varið skot. „Þrátt fyrir sigur er ég mjög óánægður. Þetta var þetta mjög lélegt hjá okkur og sóknarleikurinn var í rnolurn," sagði Magnús Teits- son þjálfari Haukastúlkna eftir leik- inn. Samt sem áður fær liðið hrós fyrir góðan vamarleik lengst af, til dæmis skoruðu Víkingar 3 mörk á 29 fyrstu mínútunum á meðan Vig- dís Sigurðardóttir í markinu varði sjö skot og það segir sína sögu um vörnina. I sókninni brá oft fyrir skemmtilegum töktum, sem opnuðu vöm Víkinga. KR sigraði ÍBA Sigurgöngu ÍBA lauk með 22:20 tapi fyrir KR-stúlkum í slökum leik á Seltjarnarnesinu á laugardaginn. Akureyringar höfðu unnið tvo leiki í röð sem vom reyndar fyrstu sigur- leikir þeirra í tvö ár. Sókn Akur- eyringa var afar þunglamaleg fyrir hlé og Vesturbæingar náðu strax forskoti. Það var ekki fyrr en um miðjan síðari hálfleik að ÍBA-stúlk- ur tóku Brynju Steinsen og Eddu Kristinsdóttur úr umferð og komust þá inn í leikinn. Sjálfstraustið kom líka og norðanstúlkur þorðu loks að gera atlögur að marki KR en það var of seint. KR var betra liðið, vörnin sterk og oft brá fyrir góðum kerfum í sóknarleiknum, sem Brynja Stein- sen stjórnaði af röggsemi. Brynja, Selma Grétarsdóttir og Edda Krist- insdóttir voru bestar. Dapur sóknarleikur í fyrri hálf- leik varð ÍBA að falli því vömin var yfirleitt vel á verði. Ánna Bryndís Blöndal, Gunilla Almquist, Þómnn Sigurðardóttir og Katrín Harðar- dóttir voru bestar. Markverðir í aðalhlutverkum Markverðir FH og Fram, Alda H. Jóhannsdóttir og Hugrún Þor- steinsdóttir, sáu til þess, með góðri frammistöðu, að áhorfendur í Kaplakrika á laugardaginn fengu eitthvað fyrir aurana sína. Að öðru leyti var leikurinn lítt fyrir augað, jafnt á langflestum tölum en eina spennan myndaðist síðustu mínút- una þegar FH var yfir en Svanhild- ur Þengilsdóttir jafnaði fyrir Fram, 16:16, þegar sekúnda var eftir af leiknum. „Okkur gengur ekkert í sóknar- leiknum þó að við séum að fá færi. Við höfum yfirleitt verið yfir en töpum svo í lokin. Okkur virðist vanta sjálfstraust enda ungar að árum,“ sagði Alda, markvörður FH, eftir leikinn en hún varði Í5 skot, þar af 6 eftir hraðaupphlaup og eitt víti. Að öðru leyti hélt Hrafnhildur Skúladóttir uppi leik FH. Guðrún Hólmgeirsdóttir, sext- án ára hornamaður, sýndi þó góða takta. „Við vorum heppnar að ná jafn- tefli þó við værum yfir svo til allan leikinn. Við ætlum að gera svo marga hluti í einu en ráðum ekki við það,“ sagði Hugrún, markvörð- ur Fram, eftir leikinn en hún varði 14 skot, þar af 3 eftir hraðaupp- hlaup og eitt vítakast. ÍBA skorti þolinmæði Akureyringum tókst ekki að fylgja eftir góðri byijun og Vals- stúlkur náðu að jafna, 18:18, á síðustu mínútu þegar liðin mættust á Hlíðarenda á sunnudaginn. „Við vorum of óþolinmóðar þegar við vorum yfir en þegar við höfum haft þolinmæði í heilan leik höfum við unnið," sagði Dóra Sif Sig- tryggsdóttir, fyrirliði ÍBA, eftir leikinn. „Annars erum við að gera góða hluti, verðum sífellt betri og' sigurinn á ÍBV og FH um daginn jók baráttuna og sjálfstraustið." ÍBA-stúlkur byrjuðu vel og kom- ust í 1:4 þrátt fyrir að klúðra þrem- ur hraðaupphlaupum og grimma vörn Valsstúlkna sem náðu foryst- unni og höfðu yfir, 9:8 í leikhléinu. Eftir hlé kom annar snarpur kafli Akureyringa en sem fyrr tókst þeim ekki að láta kné fylgja kviði. Hjá Val áttu markvörðurinn Vaiva Drilingaite, Gerður B. Jó- hannssdóttir, Sonja Jónsdóttir, Sigurlaug Rúnarsdóttir og Eivor Pála Blöndal góðan leik en hjá ÍBA voru Dóra Sif, Þórunn Sigurðar- dóttir, Anna Bryndís Blöndal og Gunilla Almquist atkvæðamestar. Fyrsta tap Herberts Herbert Arnarson, körfu- knattleiksmaður með Donar í hollensku 1. deildinni, tapaði sínum fyrsta leik um helgina þegar lið hans heim- sótti meistarana frá því í fyrra, Den Bosch. Heimamenn sigr- uðu, 104:86. „Við steinlágum í lokin, en vorum inni í leiknum lengst af. Staðan var 61:64 þegar þeir náðu að gera 15 stig í röð og þar með var þetta búið,“ sagði Herbert í samtali við Morgunblaðið. Hann gerði 20 stig í leiknum og var ánægður með sinn hlut. Donar missti þar með af efsta sæt- inu, en tvö lið eru á toppnum með 18 stig og Donar og ann- að lið koma næst með 16 stig. Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson AUÐUR Hermannsdóttlr úr Haukum, sem hér brýst framhjé Víkingunum Önnu Kristínu Árna- dóttur og Heiðu Erllngsdóttur, skoraði þrjú mörk í sigri Hauka. Leikurlnn áttl að vera á laugar- deginum en var færður fram á sunnudagskvöld þrátt fyrir harðorð mótmæli Vlklnga. KORFUKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Golli ÞAÐ skín einbeitni úr andliti Árna Þórs á þessari mynd sem tekln var í úrslitaleiknum í tvíliðaleik þar sem hann og Broddi lögðu Svíana að velli á sannfærandi hátt. Ámi og Broddi lögðu Svíana ÁRNI Þór Hallgrímsson og Broddi Kristjánsson, TBR, sýndu styrk sinn ítvíliðaleik á „lceland International", alþjóðlegu badminton- móti sem fram fór íTBR-húsinu um helgina. Til úrslita ítvíliða- leik karla léku þeir gegn næststerkasta pari Svía, Rasmus Weng- berg og Frederik Bergström, og lögðu þá örugglega að velli í þremur lotum, 15:9, 8:15,15:11. „Eg er ánægður með leikinn því við höfum ekki leikið gegn sterkum badmintonmönnum síðan í apríl og því erfitt að segja í hvaða sporum við stóðum," sagði Árni Þór að leik loknum. tvar Benediktsson skrifar Við vissum að við þyrftum að ná að byija hveija Iotu vel til þess að eiga möguleika og þannig geta leik- ið afslappaðri en ella og það tókst," sagði Broddi. „Ég er sáttur við leikinn í heild þrátt fyrir að ég renndi nokk- uð blint í sjóinn eftir að hafa verið mikið frá æfingum síðasta mánuðinn vegna meiðsla." Árni og Broddi hófu fyrstu lotu af krafti og skoruðu sex fyrstu punktana áður en Wengberg og Bergström náðu að komast á blað. Þeim tókst aldrei að rétta sinn hlut verulega í lotunni. í annarri lotu voru það Svíarnir sem byijuðu mun betur og komust í 7:1 áður en Árni og Broddi tóku við sér og minnkuðu muninn í 12:8 en lengra komust þeir ekki. Bergström og Wen- berg byijuðu oddalotuna en náðu ekki að sækja punkta og Árni og Broddi tóku við og náðu frumkvæðinu og gáfu aldrei eftir. Komust í 5:1 og 9:5 áður en Svíarnir bitu frá sér um stund og minnkuðu forystuna niður í einn punkt, 11:10, en þá spýttu Árni og Broddi í lófana á ný og sigruðu, 15:11. Sóknarleikur Árna og Brodda var allan tímann góður, það var helst að gloppur kæmu í varnarleik þeirra og stuttar sendingar Svíanna settu þá í vanda. Svíarnir léku til úrslita í einliðaleik karla og sýndu þá svo ekki varð um villst að þeir eru mjög góðir á sínu sviði. Leikur þeirra endaði í oddalotu og tók 80 mínútur. Bergström sem sigraði Tryggva í oddalotu í undanúr- slitum, hafði betur í fyrstu lotu, 15:8, og lék hörkuvel í annarri lotu en varð að gefa eftir í lokin og tapaði, 18:13. Wengberg er sterkari í einliðaleiknum og undirstrikaði það í oddalotu með 15:10 sigri. Wengberg hafði áður sigr- að Árna auðveldlega í undanúrslitum. í einliðaleik kvenna mættust þær Elsa Nielsen og íslandsmeistarinn Vig- dís Ásgeirsdóttir. Elsa byijaði vel í fyrstu lotu og komst í 8:0. „Þetta er ótrúlegt,“ kallaði Vigdís er áttundi punktur Elsu var í höfn. Hún bætti leik sinn og náði að minnka forskotið en lotan var Elsu, 11:6. í annarri lotu virtist það sama ætla að vera upp á teningum. Elsa komst í 5:0 áður en Vigdís vaknaði og það gerði hún held- ur betur. Gerði 11 punkta í röð og knúði fram oddalotu. Framan af henni hafði Vigdís frumkvæðið, m.a. 10:7, en ónákvæmur leikur varð þess vald- andi að hún tapaði, 12:10, og Elsa hrósaði sigri. „Þetta var venjulegur leikur hjá okkur með miklum sveiflum. Eftir að hafa byijað vel í tveimur fyrstu lotunum missti ég einbeitinguna og það hafði nærri kostað mig sigurinn," sagði Elsa glaðbeitt að lokum. „Ég lék af mikilli ónákvæmni í oddalotunni og það kostaði mig sigurinn," sagði Vig- dís niðurlút að leik loknum. „Ég var líka alltof lengi í gang og það kostaði mikla orku að vinna það upp.“ í tvenndarleik báru Vigdís og Ámi Þór öruggan sigur úr býtum í leik sem tók mjög fljótt af. Þau sigruðu systkin- in EIsu og Tryggva auðveldlega í tveimur lotum, 15:2, 15:5. „Það gekk allt upp hjá okkur Vigdísi og við rúll- uðum þeim hreinlega upp,“ sagði Árni. Elsa og Vigdís léku smann í tvíliða- leik gegn þeim Brynju Pétursdóttur og Erlu Hafsteinsdóttur. Var það leik- ur kattarins að músinni þar Elsa og Vigdís sigruðu í tveimur lotum, 15.5, 15:2. KORFUKNATTLEIKUR / NBA Chicago á fleygiferd |eistarar Chicago virðist gjör- samlega óstöðvandi og hefur liðið sigrað í fyrstu tíu leikjum sínum. Á sama tíma hefur allt gengið á aftur- fótunum hjá liði Phoenix Suns sem hefur leikið níu leiki og ekki unnið einn einasta. Danny Ainge var ráðinn þjálfari um helgina en varð að sætta sig við tap gegn Lakers í fyrsta leik sínum með liðið. O’Neal gerði 16 stig og tók 13 fráköst og hinn 18 ára gamli Bryant var einnig með 16 stig, en hann fékk að leika í 14 mínútur. Micheal Jordan gerði 25 stig þegar Bulls vann Atlanta og þar með tíunda leikinn í röð. Það sem ef til vill sýnir yfirburði Chicago er að liðið hefur sigrað í þessum leikjum með 19,8 stigum að meðaltali. „Þetta á eftir að verða erfiðara síðar í vetur,“ sagði Jordan. Grant Hill var í miklu stuði þegar Detroit heimsótti Cleveland, gerði 27 stig og leiddi lið sitt til sigurs og hefur Pistons ekki byijað eins vel síð- an árið 1988. Þetta var fyrsti sigur liðsins í Cleveland í rúm fimm ár. Clyde Drexler gerði 33 stig og Olajuwon 23 er Houston vann Golden State. Charles Barkley gerði 10 stig og tók auk þess 18 fráköst, en kapp- inn er í mikilli baráttu við Dennis Rodman um að taka flest fráköst í vetur. Rex Walters gerði þriggja stiga körfu þegar 33 sekúndur voru eftir af leik Miami og 76ers og dugði það gestunum til sigurs gegn Pat Riley og félgöum. Jerry Stackhouse var stigahæstur gestanna með 33 stig. I New Jersey gerði Kendall Gill 32 stig, og hefur ekki gert þau fleiri í vetur, er Nets vann Nuggets, en þetta var fyrsti sigur hins nýja þjálfara, Johns Caliparis. Nets tapaði fyrstu fimm leikjunum í vetur og hafði ekki tekist að komast yfir 100 stigin fyrr en um helgina. BADMINTON HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KVENNA Víkingar héldu ekki haus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.