Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 8
Volæði Manchesíer United á enda LEIKMENN Manchester United gátu tekið gleði sina á ný, eftir að volæði þeirra var á enda - þeir fögnuðu sigri á Arsenal á Old Trafford, 1:0. Arsenal færði United markið á silfurfati, Nigel Winterburn skoraði sjálfsmark eftir herfileg mistök Davids Sea- mans, markvarðar Arsenal. Markið var skorað'á 63. mín., eftir að varnarmaðurinn Martin Keown ætlaði að senda knöttinn aftur fyrir endamörk, þeg- ar leikmenn United sóttu að marki Arsenal. David Seaman hljóp út úr markinu til að koma í veg fyrir horn- spyrnuna, hann spyrnti klaufalega í knöttinn sem fór til Nickys Butts - hann sendi knöttinn fyrir mark Arsenal, þar sem Winterburn reyndi að koma honum frá marki, heppnin var ekki með honum - hann sendi knöttinn í eigið mark með brjóst- kassanum. Það munaði ekki miklu að Arsen- al næði að jafna metin undir lokin þegar Ian Wright komst einn á auð- an sjó fyrir framan mark United, heppnin var ekki með honum - hann spyrnti knettinum beint á Peter Schmeichel, markvörð United. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var ekki yfir sig ánægður með tapið á Old Trafford. „Við lékum vel en vorum óheppnir að tapa. Það var sárt að tapa leik á marki eins og við fengum á okkur. Stundum verður maður að hrósa leikmönnum sínum þó svo að þeir tapi. Ég mun óska mínum mönnum til hamingju með góðan leik,“ sagði Wenger. Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United, var ánægður með að sigur Reuter IAN Wright, miðherji Arsenal, sækir að marki United, Ronny Johnsen (t.h.) er til varnar. Wright hefur ekki skorað mark fyrir Arsenal í deildarleik gegn Manchester United. með yfirvegun í leik okkar. Við höf- um saknað hans lengi.“ Newcastle varð fyrir blóðtöku Newcastle varð að sætta sig við jafntefli gegn West Ham á heima- velli, 1:1. Peter Beardsley skoraði jöfnunarmarkið átta mín. fyrir leikslok, sitt 200. deildarmark. Keith Rowland skoraði mark West Ham í fyrri hálfleik. Newcastle varð fyrir blóðtöku í leiknum þegar Les Ferdinand varð að fara af leikvelli með brotið kinn- bein rétt fyrir leikhlé. Kevin Keeg- an, knattspyrnustjóri Newcastle, sagði eftir leikinn að Ferdinand yrði frá keppni í sex vikur. New- castle leikur því á ensku landslið- smiðherjana Alans Shearers og Ferdinands næstu vikurnar. Liverpool fagnaði sigri á Elland Road í Leeds, 0:2. Neil Ruddock, sem lék sinn annan leik í byijunar- liði Liverpool, þakkaði kattspyrnu- stjóranum Roy Evans traustið og skoraði sitt fyrsta mark í vetur á 13. mín. Steve McManaman bætti öðru marki við á síðustu mín. leiks- ins, senndi knöttinn fram hjá Nigel Martin markverði. Wimbledon varð að sætta sig við jafntefli gegn Coventry heima, 2:2, eftir að hafa skorað tvö fyrstu mörk leiksins. Gary Speed skoraði þtjú mörk fyrir Everton, sem vann stórsigur á Southampton, 7:1. Rússinn An- drei Kanchelskis skoraði tvö mörk. kæmi eftir slæmt tap að undanfömu og hann hrósaði Ryan Giggs, sem lék að nýju með eftir að hafa misst úr sjö leiki. „Giggs var frábær, kom Urslit / D6 Staðan/D6 „Þakka ykkur meistarar" Juventus og AC Milan gerðu markalaust jafntefli í stórleik ítölsku knattspyrnunnar á sunnu- daginn og náðu því ekki að saxa á forskot Inter sem er I efsta sæti deildarinnar sem fyrr. Leik- urinn þótti frábær og einn besti leikur tímabilsins. „Þakka ykkur meistarar“ skrifaði ítalska blaðið Gazzetta dello Spot m.a. um leik- inn. „0:0 en engu að síður frábær- ir taktar." Bæði liðin fengu þó sín færi í Ieiknum en það voru góðir mark- verðir, Angelo Peruzzi og Sebast- iano Rossi, sem komu í veg fyrir að skorað væri og eins iék Franco Beresi frábærlega í vörn AC Milan og Roberto Baggio virðist vera kominn í góða æfingu. Vara- maðurinn Michele Padovano komst næst því að skora fyrir Juve á 60. mínútu er hann átti skot í stöng. Milan fékk tvö ágæt færi á lokamínútunum; fyrst Kró- atinn Zvonimir Boban sem lyfti boltanum hárfínt yfir markið úr góðu færi og síðan náði Peruzzi að bjarga á síðustu stundu frá Marco Simone. Úrslitin voru von- brigði fyrir bæði liðin. Juve er í þriðja til fjórða sæti og Milan í sjöunda sæti. Enski landsliðsmaðurinn Paul Ince bjargaði toppliði Inter frá tapi með því að jafna 2:2 á móti Fiorentina á lokamínútum leiks- ins sem fram fór á laugardag. Luis Oliveira kom Fiorentina yfir rétt fyrir hálfleik og skoraði síðan annað mark á 65. mínútu eftir að Maurizio Ganz hafði jafnað fyrir Inter á 50. mínútu. Argentínu- maðurinn Gabriel Batistuta lagði upp bæði mörkin fyrir Oliveira. Það var síðan Paul Ince sem jafn- aði sjö mínútum fyrir leikslok. Inter lék án tveggja lykilmanna; Ivan Zamorano og Marco Branca, sem eru meiddir, og síðan fór franski leikmaðurinn Yori Djorkaeff út af meiddur þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Inter hefur nú eins stigs for- skot á Vicenza, sem gerði 2:2 jafn- tefli við Verona. Bologna, sem er í þriðja til fjórða sæti, sigraði Reggiana 3:1. Svíinn Kenneth Andersson, Michele Paramatti og Igor Kolyvanov gerðu öll þijú mörkin í síðari hálfleik. Inter mætir AC Milan um næstu helgi. Stuttgart heldur sæti sfnu Stuttgart heldur efsta sætinu í Þýskalandi, eftir að hafa lagt Bochum að velli í Stuttgart, 3:1. Bay- ern Múnchen varð aftur á móti að sætta sig við markalaust jafntefli við Freiburg. Leikmenn Stuttgart gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik með mörkum frá Giovane Elber, Matthias Hagner og Gerhard Poschner. Þórður Guðjónsson kom inná sem varamaður hjá Bochum á 62. mín. Bayer Leverkusen komst í annað sæti með sigri á Hamburger SV, 2:0. Ulf Kirsten skoraði bæði mörk Le- verkusen, á 52. og 82. mínútu. Arang- ur Leverkusen undir stjóm þjálfarans Christoph Daum er frábær, liðið var ekki nema nokkrum mín. frá falli sl. keppnistímabil. Borussia Dortmund gerði jafntefli við Karlsruhe heima, 1:1. Karlheinz Riedle lék á ný með Dortmund, eftir ellefu vikna fjarveru vegna meiðsla. Þá kom Matthias Sammer inná sem varamaður í seinni hálfleik, lék sinn fyrsta leik í átta vikur. Leikmenn Dortmund áttu í erfiðleikum með að finna leiðina að marki, en aftur á móti skoraði Suður-Afríkumaðurinn Sean Dundee mark fyrir gestina á 25. mín. Knut Reinhardt náði að jafna fyrir heimamenn með skoti úr þröngri stöðu. „Þessi úrslit ollu mér vonbrigð- um. Við fengum mörg tækifæri til að gera út um leikinn í fyrri hálfleik, en nýttum þau ekki,“ sagði Ottmar Hitzfeld, þjálfari Dortmund. Franz Beckenbauer, forseti Bayem Múnchen, sagði um helgina að hann gæti ekki annað séð en Dortmund myndi ná að veija meistaratitl sinn. „Liðið er með í toppbaráttunni þrátt fyrir að margir af bestu leikmönnum liðsins hafi verið meiddir lengi. Það sýnir styrk liðsins." verið með kappann á varamanna- bekknum í síðustu leikjum liðsins. ■ JEAN-Pierre Papin skoraði tvö mörk fyrir Bordeaux, sem skellti París St. Germain, 5:3. 30 þús. áhorfendur sáu leikinn og hefur Papin nú skorað átta mörk í Frakkladi. ■ RICARDO, þjálfari Parísar- liðsins, sagði að leikurinn hefði verið skemmtilegur. „Við náðum að jafna metin tvisvar en leikmenn Bordeaux voru of sterkir fyrir okk- ur.“ ■ PARÍSARLIÐIÐ hefur nú þriggja stiga forskot á Mónakó, sem vann Caen, 1:0. Það var tán- ingurinn Thierry Henry sem skor- aði mark Mónakó tveimur mín. fyrir leikslok. ■ BEBETO var nálægt því að skora í sínum fyrsta leik með Sevilla fljótlega í leiknum gegn Real Madrid á Spáni, honum brást bogalistin. Predrag Mijatovic skoraði aftur á móti tvö mörk fyrir Real, sem vann 3:1. Davor Suker, sem lék í fimm ár með Sevilla, skoraði þriðja markið. Emerson er kominn til Middles- borough BRASILÍSKI landsliðs- maðurinn Emerson kom til Englands á laugardaginn, þremur dögum seinna en hann átti að mæta eftir að hafa fengið leyfi til að fara til Brasilíu. Emerson kom án unnustu sinnar og sagði við fréttamenn á Heathrow-flug- vellinum að kona hans næði ekki að aðlaga sig lífinu í Middlesborough. „Hún kann ekki við matinn, á erfitt með tuugumálið og er einmana þegar ég ferðast," sagði Emerson sem lék ekki með Middlesbrough gegn Derby á sunnudaginn þar sem hann er að taka út þriggja leikja keppnisbann. Forráðamenn Middles- borough ætla að reyna allt sem þeir geta til að aðstoða Emerson og unnustu hans, þannig að líðan þeirra verið betri í Middlesborough. KARL-Helnz Riedle (t.v.) lék á baráttu við Thomas Reuter ný með Dortmund og er hér í Rltter hjá Karlsruhe. wJrw%M/Æ£w£\ KNATTSPYRNA FOLK ■ BÚLGARSKI landsliðsmaður- inn Yordan Lechkov er kominn á sölulista hjá Marseille. Þjálfarinn Gerard Gili hefur ekki einu sinni ENGLAND: 1X1 2X2 1 X X 1X1X ITALIA/SVISS: 1X1 221 X X 1 X X X 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.