Morgunblaðið - 20.11.1996, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 20.11.1996, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Schubert-hátíð í Garðabæ TÓNLEIKARÖÐ með verkum Schu- berts er fyrirhuguð í Garðabæ í tilefni af því, að 31. janúar nk. eru 200 ár liðin frá því tónskáldið Franz Schubert fæddist. Um allan heim verður afmælisins minnst, og tónleikar haldnir með verkum hans eingöngu. í Garðabæ verða fyrstu tónleikarnir haldnir 18. janúar í Kirkjuhvoli kl. 17. Þá verða tónleikar 1. og 15. febrúar, 1. og 22. mars, 12. apríl, 3. og 17. maí. Aðalhvatamaðurinn og list- rænn stjórnandi á hátíðinni í Garðabæ er hollenski píanó- leikarinn og hljómsveitarstjór- inn Gerrit Schuil, sem hefur verið búsettur hér á landi síðan 1992. Meðal þeirra listamanna sem fram koma á Schumbert-hátíð- inni í Garðabæ eru: Rannveig Fríða Bragadóttir, Signý Sæmundsdóttir, Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Jón Þor- steinsson, Hans Zomer, Robert Holl, Jónas Ingi- mundarson, Bernadelkvartett- inn, Caput-hópur- inn, Gerrit Schuil o.fl. í tengslum við hátíðina mun söngkonan Elly Ameling vera með námskeið fyrir söngvara. Sala áskriftarkorta að öllum tónleikunum hefjast 15. desember í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, og í Tónastöðinni við Skipholt, gegnt Tónlistarskólanum í Reykjavík. Franz Schubert Vilja íslendinga til að selja Stone Free upp í London BRESKIR framleiðendur hafa lýst yfir áhuga á að fá listræna stjórn- endur uppfærslu Leikfélags íslands á Stone Free eftir Jim Cartwright til að setja verkið upp í Lundúnum. Standa samningaviðræður nú yfir. Magnús Geir Þórðarson leikstjóri segir að bresku framleiðendurnir hafi haft frumkvæði að viðræðun- um í kjölfar heimsóknar Jims Cartwrights til íslands í síðasta mánuði og hafi nú í höndunum efni frá sýningunni, myndband, tónlist- arupptökur og þess háttar. „Við- ræðurnar snúast um það að héðan fari einhverjir listrænir stjórnendur og setji Stone Free upp í samvinnu við þessa aðila. Reyndar var málið fyrst rætt á þeim grunni að Leikfé- lag íslands framleiddi sýninguna en hún kemur til með að verða svo stór í sniðum að sú hugmynd er ekki inni í myndinni lengur.“ Að sögn Magnúsar Geirs leggur Leikfélag íslands áherslu á að sem flestir listrænir stjórnendur fari utan, ef af samstarfinu verður. Nefnir hann í því samhengi leik- stjóra, leikmyndar- og búninga- hönnuð, ljósahönnuð og tónlistar- stjóra. „Það er mikil viðurkenning fyrir okkur að þessir aðilar séu að bera víurnar í okkur og það yrði óneitan- lega spennandi að fá tækifæri til að setja verkið upp í Lundúnum. Það á hins vegar eftir að koma í Ijós hvað verður og við sitjum róleg- ir ennþá.“ Magnús Geir segir að mikil undir- búningsvinna fylgi uppfærslu af þessari stærðargráðu og takist samningar gerir hann ekki ráð fyr- ir að frumsýnt verði fyrr en í fyrsta lagi eftir ár, sennilega ekki fyrir en 1998. Jóhann Smári Sævarsson bassasöngv- ari við Kölnaróperuna Fór með tvö hlut- verk í sama atriðinu JÓHANN Smári Sævarsson, bassasöngvari við Kölnaróperuna, komst í hann krappan á dögunum þegar hann varð að fara með tvö hlutverk í sama atriði sýningar á Töfraflautunni eftir Mozart, vegna skyndilegra forfalla annars söngvara. Röddinni þurfti söngv- arinn ekki að beita nema í öðru hlutverkinu. Jóhann Smári fer með hlutverk brynjumanns í uppfærslunni, sem þykir giska óvenjuleg, ásamt ten- órsöngvara nokkrum og er um- talsverður látbragðsleikur fólginn í hlutverkinu. A umræddri sýn- ingu gekk sá síðarnefndi hins veg- ar úr skaftinu í hléi eftir að hafa veikst heiftarlega af matareitrun. „Fólk fraus hreinlega þegar ljóst var að hann væri úr leik enda seinni hluti sýningarinnar hafinn og ekki nema fimm mínútur þar til við áttum að fara á svið aftur til að syngja dúett,“ segir bassa- söngvarinn. „Mér tókst hins vegar að telja annan tenórsöngvara, sem syngur annað hlutverk í sýningunni, á að taka að sér hlutverkið sem hann hafði aldrei sungið áður,“ heldur hann áfram. „Þar með var hins vegar ekki nema hálfur sigur unn- inn þar sem hann gat vitaskuld ekki farið inn á sviðið með nóturn- ar í höndunum og varð því að koma sér fyrir í vængjunum. Það var því ekki nema um eitt að ræða: Ég varð að leika bæði hlutverkin." Jóhann Smári segir að hljóm- sveitarsljórinn hafi rekið upp stór augu þegar hann hafi séð sig koma einan fram á sviðið til að syngja dúettinn. „Hinir söngvararnir vissu ekki af þessu heldur, þannig að allur samleikur var talsvert skrýtinn. Ég spann bara eftir bestu getu og það virðist hafa dugað en hljómsveitin reis sér- staklega úr sætum og hyllti mig að sýningu lokinni. Þá var tenór- söngvaranum, sem hljóp í skarðið, jafnframt klappað lof í lófa.“ JÓHANN Smári Sævarsson Eitt skipti nægir Jóhann Smári segir að þessi óvænta uppákoma hafi óneitanlega verið krydd í tilveruna og eigi vafalaust eftir að líða honum seint úr minni. Ógjarnan vildi hann þó endurtaka leikinn. „Það er nóg að gera svona lagað einu sinni." Þess má geta að þetta er ekki eina óvænta uppákoman sem sett hefur svip sinn á sýningar á Töfra- flautunni í Köln en nýverið kom upp eldur að tjaldabaki út frá ljósi og þótt greiðlega hafi gengið að ráða niðurlögum hans varð að gera hlé á sýningunni. „Þegar hún hófst aftur með dúettinum okkar hlógu áhorfendur hins vegar dátt, þar sem eld ber strax á góma í textan- um.“ Jóhann Smári kveðst kunna vel við sig í Köln og nýverið fram- lengdi hann samning sinn við húsið um eitt ár, til vorsins 1998. Hefur söngvarinn í ýmsu að snúast þessa dagana og nýverið söng hann til að mynda nokkrar sýningar á Seldu brúðinni eftir Smetana ásamt Kristni Sigmundssyni barit- onsöngvara. Þá hefur hann verið að syngja í barnaóperunni Næt- urgalanum, þar sem Erlingur Vig- fússon kemur jafnframt við sögu. Framundan eru síðan frumsýning- ar á þremur óperum á næstu mánuðum, auk tónleika á vegum Styrktarfélags íslensku óperunnar á heimaslóð í apríl 1997. Þungur og dökkmjúkur Brahms TONLIST Listasafn íslands KAMMERTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Johannes Brahms; horn tríó í Es-dúr, op. 40, tvö sönglög op. 91 og kvintett í F- dúr, op. 88. Mánudagurinn 18. nóv- ember, 1996. Á NÆSTA ári eru liðin 100 ár frá láti .Johannesar Brahms. Þrátt fyrir ýmislegt andstreymi, sem að- allega stafaði af óvild starfsbræðra hans, var hann farsælt tónskáld. Hann var skammaður fyrir að vera gamaldags, stæla Beethoven og J.S. Bach og leggja meira upp úr flóknu raddferli en túlkun tilfínn- inga. Þetta með tilfinningaleysið eiga menn erfitt með að skilja í dag og nú hafa þeir vikið af vettvangi er þótti lítið til um tónlist hans því hann er nú viðurkenndur einn af mestu tónsmiðum sögunnar. Það sem helst vísar til eldri tónlistar er einkum formskipan verkanna en á sviði sónötuformsins bætir hann engu við. Rithátturinn er mjög skrúðmikill og að því leyti til rómantískur en á móti kemur að hann styðst mjög við miðlægju V. sætis (Dominant), svo sem heyra má einkum í fyrri verkum hans. Túlkun hans var sprottin upp af tilfinningu fyrir fegurð tónanna en tónlistin var ekki notuð til að út- mála ytri hegðunarform tilfinninga. Hann var ekki opinskár en mjög gefinn fyrir að hugleiða hin dýpri sannindin, var trúaður, mjög al- vörugefinn og allt þetta má heyra í tónlist þessa mikla meistara. Tríó í Es-dúr fyrir píanó, fiðlu og horn, er mikill skáldskapur og hefst á hægum þætti í eins konar rapsódíu- eða litlu rondóformi þar sem aðalstefið er þrítekið en á milli eru nokkuð tilþrifamiklir millikafl- ar. Þessi fallegi kafli var mjög vel leikinn og sérstakleg var leikur Rutar Ingólfsdóttur fallegur í upp- hafi kaflans á lágsviði fiðlunnar. Sama má segja um flutninginn á skersóinu sem er þunglyndislegt og fallegt. í tríói kaflans getur að heyra eitt af snilldartónstefjum meistarans og þar glampaði á horn- einleikinn hjá Joseph Ognibene. Þriðji þátturinn er sorgaróður og þar getur að heyra einhveijar til- finningaþrungnustu tónhendingar meistarans. Þar hefði píanóið mátt vera aðeins mýkra hjá Peter Maté. Brahms-hljómurinn má ekki vera harður, heldur þungur og dökk- mjúkur. Síðasti kaflinn var háska- lega hraður, svo nærri lá við að hann riðlaðist. Allt komst þó „heilt til hafnar“ og í heild var verkið mjög vel leikið. Tvö sönglög op. 91, fyrir altrödd, víólu og píanó voru næst á efnis- skránni. Sönglögin eftir Brahms eru meðal mestu dýrgripa tónlistarsög- unnar. Hann átti til lagauðgi er skipar honum á bekk með Schu- bert, t.d. í Wiegenlied og í Die Mainacht, er hann á sömu slóðum og Schumann. Það er í sönglögunum sem sterkustu skapgerðareinkennin koma fram, djúp alvara en þó bregð- ur hann til gamanláta í einstaka Iögum, sem mörg hver eru alþýðleg að gerð og svipuð raddsetningum hans á þýskum þjóðlögum, sem mörg eru björt af gleði, fínleg og leikandi skemmtileg. Bæði sönglög- in (op. 91) eru vögguvísur og það síðara byggt á þýsku þjóðlagi. Fyrra lagið, In goldnen Abendschein, er byggt á tveimur stefjum. Það fyrra birtist í Iágfiðlunni og myndar kontrapunkt á móti sönglínunni og að frádregnum smámillikafla er söngverkið byggt á samleik þessara steija. Þjóðlagið í seinni vögguvís- unni er Josef, lieber Josef mein, er aðeins leikið af lágfiðlunni. Söng- línan er sjálfstæð og i millikaflanum er þjóðlagið nærri horfið en undir lokin birtist það sem eftirspil. Sigríð- ur Ella Magnúsdóttir söng þessi lög mjög fallega, sérstaklega seinna lagið, og lyfti því fallega á flug í ....stillet die Wipfel“, sem er þrí- tekið, með smábreytingun á texta og er í raun hápunktur lagsins. Junah Chung lék á víóluna og gat þar oft að heyra mjög fallegan leik. Peter Maté lék á píanóið og var helst til hljóðlátur. Hann er frábær píanisti, mikill tæknimaður, sem kom sérlega vel fram í fyrsta verk- inu. Lokaverkið var strengjakvintett- inn í F-dúr op. 88. Þessi kvintett er stundum kallaður „Vorið" enda ríkir sterk vorstemmning, sérstak- lega í fyrsta kaflanum. Annar kaflinn er samsettur. Þar sem skipt- ast á hægur þáttur og hraðir milli- þættir. Síðasti kaflinn er í sónötu formi og þar fer Brahms á flug. Þátturinn hefst á fúgato rithætti (ekki fúgu, eins og stendur í efnis- skrá), eins konar fúgu framsögu, sem síðan gufar upp í sónötuformi kaflans. Flutningurinn í heild var góður, þó aðeins við grófari mörkin í sterku köflunum, sérstaklega und- ir það síðasta, en langbestur og á köflum mjög góður i fyrsta kaflan- um sem er ævintýrlega fögur tón- smíð. Þeir sem léku í kvintettinum voru Unnur María Ingólfsdóttir, Rut Ingólfsdóttir, Junah Chung, Herdís Jónsdóttir og Inga Rós Ingólfsdóttir. Jón Ásgeirsson Nýjar plötur • ÚT ER komin geislaplata með píanóleik Nínu Margrétar Grímsdóttur. Hún leikur einleiks- verk eftir Mozart og Mend- elssohn sónata í B-dúr K 333 og 12 tilbrigði K 265 byggð á franska barnalaginu „Ah, vous dirai-je Maman“, betur þekkt sem „ABCD-tilbrigðin“, eftir Mozart og „ Va.riations sérieuses “ og „Rondó capriccioso “ eftir Mend- | elssohn. I bæklingi disksins stendur m.a.: „Margt er lík með Mozart og Mendelssohn, bæði ævisöguleg atriði og sá tónlistarlegi jarðvegur sem tónlist þeirra er sprottin úr. Öll píanóverkin á þesari hljóðritun eiga það sameiginlegt að hafa verið hluti þeirrar efnisskrár sem tónskáldin fluttu hvað oftast sem | starfandi píanóleikarar og nutu því mikilla vinsælda strax frá upp- " hafi.“ Þetta er fyrsta geislaplata Nínu Margrétar. Hún var hljóðrituð í Digraneskirkju í Kópavogi í ágústmánuði síðastliðnum og sá Halldór Víkingsson um upptöku og hljóðvinnslu. Nína lék þar á Bösendorfer-flygil Listasafns Kópavogs. Á forhlið disksins er listaverkið „Kona með slör“ eftir Rut Rebekku. | Útgefandi er Skref, en Japis sér um dreifingu. Verð 1.299 kr. • RÖKKURKÓRINN í Skaga- firði hefur sent frá sér sinn fyrsta geisladisk sem nefnist Söngurinn minn og eru á honum sextán lög og textar, öll eftir eldri og yngri skagfirska höfunda. Meðal eldri lagahöfunda eru Eyþór Stefáns- son, Péturs Sigurðsson og Jón Björnsson, en af hinum yngri má nefna Geirmund Valtýsson, Hörð G. Ólafsson og Kristján frá Gilhaga. Rökkurkórinn fylgir eftir útkomu geisladisksins með tónleikum, þeim fyrstu í Ólafs- firði laugardaginn 23. nóvember og að kvöldi sama dags í Hlíðarbæ við Akureyri. Þá verður kórinn með tónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 29. nóvember ogtekur þann sama dag þátt í norðlensku skemmtikvöldi á Hótel íslandi. I Stjórnandi kórsins er Sveinn Arnason. -------» ♦ »----- Egils saga á þýsku | EGILS saga hefur verið gefin út í þýskri þýðingu Kurt Schier hjá forlaginu Diederichs. Útgáfan er með kaflaheitum, ítarlegum orða- skýringum og eftirmála þar sem fjallað er um söguna, handritasögu hennar og einkenni. Einnig eru í henni nafnaskrár, ættartöflur og nokkur kort af söguslóðum. Kurt Schier annaðist útgáfuna. Hjá sama forlagi er komin út bók með þýðingum á íslenskum ■ gerðum Trójumanna sagna, Breta * sagna og Alexanders sögu. Stef- anie Wiirth þýddi og annaðist út- gáfuna. Útgáfan er með ítarlegum orðskýringum, orðaskrá og eftir- mála. Guðrún Lára í t Listgalleríi j NÚ stendur yfir sýning Guðrúnar Láru Halldórsdóttur í Listgalleríi, Listhúsinu Laugardal. Verk sín vinnur hún ýmist með vatns- eða olíulitum. „Sérstaða hennar felst ekki hvað síst í túlkun hennar á kon- unni og tilfinningum hennar og þema kynningarinnar er „Ljóð konunnar“ eða með orðum Guð- rúnar: Ljóð konunnar um betri j! heim“, segir í kynningu. Sýningunni lýkur 28. nóvember.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.