Morgunblaðið - 20.11.1996, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 39
FRÉTTIR
Málþing um
lækninga-
mátt
líkamans
NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAG
Reykjavíkur efnir til málþings í
Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld,
miðvikudaginn 20. nóvember, þar
sem fjallað verður um lækninga-
mátt líkamans og spurninguna um
það hvort innan heilbrigðiskerfisins
sé of mikið fjallað um sjúkdóma og
of lítið um heilbrigði.
Á þessu málþingi verða kynntar
kenningar bandaríska læknisins dr.
Andrews Weils en hann hefur hald-
ið því fram að nútíma læknisfræði
sé um of háð tæknilegum framför-
um og að hún leggi of mikla áherslu
á að kveða niður sjúkdómseinkenni
án þess jað leita að rótum vandans.
Hann telur einnig að læknisfræði
Vesturlanda hafi of lítið sinnt og
lært af læknisfræði Austurlanda.
Kjarninn í kenningum dr. Wiels er
sá að á Vesturlöndum hafi lækning-
armætti líkamans ekki verið nægi-
lega sinnt, né því að efla varnir lík-
amans gegn sjúkdómum.
Dr. Andrew Weil hlaut læknis-
menntun sína í Harvard-háskóla.
Hann var um tíma yfirmaður Nat-
ional Institute of Mental Health.
Hann starfaði um árabil að ýmsum
læknisfræðilegum rannsóknum og
kynnti sér margvíslegar læknis-
fræðilegar aðferðir og lækningalyf,
hefðbundin og óhefðbundin. I dag
veitir hann forstöðu læknadeild
háskólanas í Tucson í Arizona. Dr.
Weil skrifar mikið um kenningar
sínar í blöð og tímarit. Hann er
eftirsóttur fyrirlesari og hefur sína
eigin sjónvarpsþætti. Hann hefur
skrifað nokkrar bækur sem flestar
hafa orðið metsölubækur og sú síð-
asta „Spontaneous Healing“ er nú
komin út á íslensku undir heitinu
Lækningamáttur líkamans.
Á málþinginu á miðvikudag les
Gunnar Eyjólfsson leikari kafla úr
bókinni, Þorsteinn Njálsson læknir
kynnir dr. Weil og síðan verða pall-
borðsumræður undir stjóm Árna
Gunnarssonar, framkvæmdastjóra
Heilsustofnunar NLFÍ. Þátttakend-
ur verða m.a. Gunnhildur Valdi-
marsdóttir hjúkrunarforstjóri,
Laufey Steingrímsdóttir, næringar-
fræðingur og forstöðumaður Mann-
eldisráðs íslands, Sigurbjörn Birgis-
son, lyflæknir og sérfræðingur í
meltingarsjúkdómum, Sigríður
Guðmunsdóttir, sérfræðingur í
smitsjúkdómum, og Þórarinn
Sveinsson, yfiriæknir krabbameins-
deildar Landspítalans.
Guðmundur Björnsson yfirlæknir
stjórnar málþinginu. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimill.
íðorð í
iðjuþjálfun
Á DEGI íslenskrar tungu þann 16.
nóvember sl. hélt Iðjuþjálfafélag
íslands námkeið um íðorð í fræði-
greininni. Nýlega var _ gefið út á
vegum félagsins ritið íðorð í iðju-
þjálfun en það nær yfir flokkun og
skilgreiningar á ýmsum hugtökum
og fræðiorðum er varða iðjuþjálfun
á íslandi.
Að þessu verkefni hefur staðið
vinnuhópur skipaður Guðrúnu
Pálmadóttur, Kristjönu Fenger,
Rósu Hauksdóttur, Sigrúnu Garð-
arsdóttur, Spæfríði Þ. Egilson og
Þóru Leósdóttur sem allar eru starf-
andi iðjuþjálfar. Tilgangur verksins,
sem fór af stað 1992, var í raun
tvíþættur. íslenskir iðjuþjálfar hafa
allir þurft að stunda nám erlendis
þar sem ekki er til námsbraut við
Háskóla íslands. Þetta hefur m.a.
í för með sér mismunandi skilning
á ýmsum grundvallahugtökum sem
notuð eru í daglegu starfí og skrif-
um iðjuþjálfa. Annað meginmark-
mið þess að ráðast í þetta mikil-
væga verk var sú þörf að flokka
Ný herrafataverslun í Kringlunni
FYRIR nokkru opnuðu þeir Sig-
uqón Þórsson og Hákon Hákon-
arson verslunina Herrana í
Kringlunni. Þetta er önnur
verslunin sem þeir opna undir
nafninu Herrarnir og er hin
ennþá að Austurstræti 3. Versl-
unin í Kringlunni er mun stærri
og er um 120 fm verslun. Allar
innréttingar voru hannaðar af
Pétri Hafsteini Birgissyni inn-
anhúsarkitekt og framleiddar
af Innréttingasmiðju Magnúsar
í Kópavogi og Ofnasmiðjunni.
Herrarnir er verslun sem legg-
ur áherslu á herrafatnað í vand-
aðri kantinum en á sama tíma
á góðu verði, segir í fréttatil-
kynningu. Helsta merki versl-
unarinnar er frá Kenzo sem er
þekktur japanskur tískuhönn-
uður. Hann starfar í París og
fer öll framleiðsla fram í Frakk-
landi.
Jólakort Bamaheilla
ÚT eru komin jólakort Barna-
heilla í samvinnu við prentsmiðj-
una Odda. Kostar hvert kort 100
kr. og er umslag innifalið.
Félagsfólk og aðrir stuðnings-
menn BarnaheiIIa fá send fimm
kort með blaðinu nú sem fyrr
og segir í tilkynningu að vonandi
verði vel tekið í erindið enda
mikilvægt fyrir samtökin að efla
fjárhag sinn til frekari verkefna
í þágfu barna í samfélaginu.
Fyrirtæki í landinu geta pant-
að kort og valið um áritun innan
í þau. Starfsmenn Prentsmiðj-
unnar Odda taka á móti pöntun-
um og hafa veg og vanda af
prentun og útsendingu. Einnig
er veittur afsláttur ef keypt er
stórt upplag af kortum.
200 þátttak-
endum í get-
raun boðið í
Stjömubíó
KVIKMYNDIN Matthildur, sem
byggð er á samnefndri barnabók
eftir Roald Dahl, verður meðal
jólamynda Stjörnubíós í ár. Bók-
in um Matthildi kom fyrst út í
íslenskri þýðingu árið 1944 og
hefur verið vinsæl meðal barna
hér á landi, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Söguhetjan hennar, Matthild-
ur, hefur mikia ást á bókum og
veit fátt skemmtilegra en að
ferðast um í huganum með hjálp
einnar slíkrar. I samvinnu við
Stjörnubíó mun Borgarbókasafn
bjóða heppnum hópi af yngri lán-
þegum sínum á sérstaka forsýn-
ingu myndarinnar 7. desember
kl. 15.
Til þess að eiga von um bíó-
miða þurfa börn á aldrinum 8-12
ára að svara léttri bókmennta-
getraun sem liggur frammi á
öllum útibúum Borgarbókasafns
og nokkrum skólabókasöfnum.
Dregið verður úr innsendum
lausnum 2. desember nk. og fá
200 heppnir lánþegar 2 miða á
forsýninguna. Hringt verður í
vinningshafa dagana 3.-5. des-
ember.
hugtök á kerfisbundinn hátt, segir
í fréttatilkynningu.
Námskeiðið sóttu 40 iðjuþjálfar
en það er rúmlega helmingur starf-
andi iðjuþjálfa á íslandi. Ritið íðorð
í iðjuþjálfun er selt á vegum Iðju-
þjálfafélags íslands og í Bóksölu
stúdenta.
Ráðstefna
um árangur
og markmið
í ríkisrekstri
HALDIN verður ráðstefna 26. nóv-
ember nk. um árangur og markmið
í ríkisrekstrinum til aldamóta. Ráð-
stefnan er liður í umfjöllun um
nýskipan í ríkisrekstri.
Á ráðstefnunni verður einkum
fjallað um fjóra efnisþætti. Starfs-
mannamál og ýmis atriði sem
tengjast þeim koma fyrst til um-
ræðu. Því næst verður fjallað um
opinber innkaup, einkavæðingu og
tilflutning verkefna. Að því loknu
verða tillögur nefndar um árang-
ursstjórnun í ríkisrekstrinum
kynntar og notkun árangursstjórn-
unar í ríkjum OECD rakin. Ráð-
stefnunni lýkur með umræðum um
framtíðarsýn í opinber rekstri. Á
milli efnisþátta verður tími fyrir
fyrirspurnir og svör.
Ráðstefnan hefst kl. 9 og henni
lýkur kl. 16.30. Hún er haldin í
Súlnasal Hótel Sögu. Þátttökugjald
er 1000 kr. Þátttöku þarf að til-
kynna í síma 560 9200 og eru allir
velkomnir.
Hæfileika-
keppni
grunnskóla
HÆFILEIKAKEPPNI grunnskóla
verður haldin fimmtudaginn 21.
nóvember kl. 15 í Laugardalshöll
en þetta er í sjöunda sinn sem
keppnin er haldin.
Innan skólanna hafa verið haldn-
ar forkeppnir og bestu atriðin frá
hveijum skóla taka þátt í loka-
keppninni. Þátttakan er góð, 14
skólar verða með atriði í keppn-
inni. Dómnefnd er skipuð lista-
mönnum og unglingum úr skólum,
sem ekki taka þátt í keppninni.
Verðlaunastyttan Skrekkur
verður afhent sigurvegurum í lok
keppninnar. Miðasala verður í skól-
unum dagana fyrir keppnina.
Vilja hefja
hrefnuveiðar
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi:
„Aðalfundur Félags hrefnuveiði-
manna skorar á stjórnvöld að leyfð-
ar verði hrefnuveiðar nú þegar eða
eigi síðar en á komandi vori.
Ekkert er í veginum frá vísinda-
legu sjónarmiði að þær geti hafist.
Fundurinn telur að markaðir fyrir
aðrar afurðir okkar íslendinga
muni ekki skaðast þegar til lengri
tíma er litið, samanber reynsla
Norðmanna. Þvert á móti gæti sú
auglýsing sem fælist í veiðunum
aukið t.d. ferðamannastraum til
landsins eins og gerst hefur þar.
Það er krafa okkar að við getum
nýtt auðlindir hafsins sjálfbærri
nýtingu eins og alþjóðasamþykktir
hafa verið gerðar um. Við hrefnu-
veiðimenn teljum okkur eiga óskor-
aðan rétt til veiðanna byggðan á
reynslu fyrri ára eins og fiskveiði-
stjórnunarlög gera ráð fyrir um
aðrar veiðar.
Vegna frétta af hvalaskoðun og
umfangi þeirra þykir okkur rétt
að taka fram að þessi nýja atvinnu-
grein geti haldið áfram að vaxa
og dafna við hlið hrefnuveiðanna
en ekki að stilla greinunum upp á
móti hvor annarri eins og eigendur
sumra þessara atvinnufyrirtækja
hafa gert. Fundurinn vill jafnframt
minna á að hrefnuveiðar tilheyra
menningu þjóðarinnar.
Nú hefur komið í ljós að sá ótti
sem hrefnuveiðimenn hafa haft
undanfarin ár varðandi „svokall-
aða umhverfisverndarsinna“ sem
barist hafa gegn hvalaveiðum er
nú í æ ríkari mæli að beinast gegn
almennum fískveiðum íslendinga.
Vill fundurinn hvetja almenning
og stjórnvöld til að snúast til vam-
ar í tíma svo ekki hljótist af óbæt-
anlegur skaði.“
Kjörganga
og heimsókn
RÖÐ stuttra heimsókna í kvöld-
göngu Hafnargönguhópsins hefst
miðvikudagskvöldið 19. nóvember.
Þessar heimsóknir munu tengjast
sjónum, sjávarbúum og starfsemi
tengdri sjónum og verða í lok
gönguferðanna. Þetta gefur þeim
sem ekki fara í gönguferðirnar
kost á að taka þátt í heimsóknun-
um. Ferðir Hafnargönguhópsins
eru öllum opnar og ókeypis.
Á miðvikudagskvöldið verður
farið frá Hafnarhúsinu kl. 20 og
gengið inn með ströndinni í hópum
þannig að allir eiga að geta fundið
gönguhraða við sitt hæfi. Hóparnir
koma til baka niður á Miðbakka
kl. 21.30 og fara um borð í rækju-
togarann Pétur Jónsson. Þar verð-
ur skipið kynnt og rækjuveiðarnar.
Uppeldis-
námskeið
Barnaheilla
SAMTÖKIN Barnaheill standa fyr-
ir námskeiði fyrir uppalendur
barna fimmtudagskvöldið 21. nóv-
ember kl. 20 að Grand Hótel.
Leiðbeinendur eru sálfræðing-
arnir Margrét Halldórsdóttir og
Þórkatla Aðalsteinsdóttir og er við-
fangsefnið agi og uppeldi barna.
Þær Margrét og Þórkatla hafa
staðið fyrir ráðgjöf til aðstandenda
barna og unglinga í gegnum For-
eldralínuna en það er ókeypis upp-
eldis- og lögfræðiráðgjöf sem
Barnaheill hafa staðið fyrir nú
undanfarin misseri.
Skráning og frekari upplýsingar
fást á skrifstofu Barnaheilla. Fjöldi
þátttakenda er takmarkaður.
Leiðréttingar
Nafn féll niður
Í formála minningargreina um
Huldu Jóhannesdóttur í Morgun-
blaðinu á sunnudag féll niður í upp-
talningu nafn eins af systkinum
hennar, sem eftir lifa. Þau eru fjög-
ur: Einar, f. 1915, Páll, f. 1917,
Lára, f. 1923, og Gissur, f. 1928.