Morgunblaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG c PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR20. NOVEMBER 1996 BLAÐ EFIUI Ráðstefnur 3 Gæði, vald, mark- aðir, hótanir og möguleikar Aflabrögð 4 Af layf irlit og staðsetning fiskiskipa Markaðsmál 0 Sérhæfð fram- leiðsla vænleg leiðfyrir minni fyrirtækin Greinar 7 Samúel Guðmundsson *¦ *> A LINU A LONSBUGT • SKIPVERJARNIRáSærunu HF 4 voni að fá góðan þorsk á l í ntina úti á Lónsbugt á dogunum og ein og ein ýsa slæddist með. Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirason Það er skipstjórinn Valdimar S. Hal ldórsson, sem er hér með sýn- ishorn af aflanum. Útflutningur á ýsu hefur aukízt ferskri um 56% UTFLUTNINGUR á ferskrí ýsu á fiskmarkaðina í Bret- landi hefur aukizt um 56% á fyrstu 10 mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Útflutningur á ferskum þorski í lágmarki Verðið hefur hins vegar lækkað um 2%. Á sama tíma hefur sala á ýsu á innlend- I um mörkuðum aukizt um 8% og verðið lækkað um 8%. Útflutningur á þorski á sömu markaði er nú 6% meiri en á sama tíma í fyrra en verðið hið sama. Sala á þorski á innlendum mörkuðum hefur aukizt um 9% en verð lækkað um 4%. Alls fóru um 7.450 tonn af ísaðri ýsu utan á þessa markaði til loka októ- bermánaðar, en 4.670 á sama tíma í fyrra. Alla mánuði þessa árs hefur farið meira utan en í sömu mánuðum í fyrra að undanskildum maí og októ- ber. Oftast hefur verðið verið lægra en í fyrra, en meðalverð nú er 108 krónur. Ljóst virðist að eftirspurn ytra sé tæpast næg til að taka við auknu framboði héðan, en þess verður einnig að geta að framboð á ferskri ýsu frá öðrum löndum, svo sem Færeyjum, hefur einnig aukizt mikið. Fyrstu 10 mánuði þessa árs voru seld rúmlega 12.000 tonn af ýsu á innlendu fiskmörkuðunum, um 900 tonnum meira en í fyrra. Meðalverð var 81 króna og hafði lækkað um 8% miðað við sama tímabil í fyrra. Aukning og verðlækkun innan lands Útflutningur á ferskum þorski á brezku uppboðsmarkaðina hefur verið í lágmarki síðustu árin eftir mikinn samdrátt. Fyrstu 10 mánuði ársins fóru aðeins tæp 1.600 tonn á þessa markaði sem er tæpum 90 tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Þar ríð- ur baggamuninn 300 tonna útflutning- ur í október nú á móti 90 tonnum í Ysa á f iskmörkuðum Jan.-okt. 1995 og 1996 ENGLAND ISLAND 12.057 .2% 11J801— 110 — m.W8 Mg kr/kg 7.447 4.761 1995 1996 1995 1996 fyrra. Meðalverð nú er 129 krónur, hið sama og í fyrra. Sala þorsks á innlendu mörkuðunum er nú nærri 30.000 tonn á móti 27.500 í fyrra. Meðalverð er 92 krónur og hefur lækkað um 3 krónur. Fréttir Loðnukvótinn 1600 þús. tonn • HAFRANNSÓKNA- STOFNUN leggur til að heildarloðnukvóti á vertíð- inni 1996/1997 verði 1.600 þúsund tonn sem er í sam- ræmi við fyrri spár um stofnstærð og aflamark í loðnu./2 Úrelding fiskiskipa • STYRKIR til úreldingar fiskiskipa, sem veittir hafa verið úr Þróunarsjóði sjáv- arútvegsins frá stofnun hans fyrir tveimur árum, nema nú þegar rúmum tveimur og hálfum millj- arði króna. Þessum styrkj- um hefur verið varið til úreldingar 366 fiski- skipa./2 Vöruvottun er mikilvæg • UMHVERFISMERKING vöru, vottun, þar sem fram kemur uppruni hennar og meðhöndlun er stórmál í framleiðslu fyrir nútíma neytendur, sem vilja vita hvort tekið sé tillit til um- hverfisins eða ekki. Þetta gildir jafnt um fisk sem og aðra vöru./3 Hætta á hruni í Norðursjó • ÞORSKSTOFNINN í Norðursjó er að hrynja og sóknin í hann er meiri en í þorskstofnana á Mikla- banka við Nýfundnaland áður en þeir hrundu 1992. Kemur þetta fram í yfirlýs- ingu sérstakrar vísinda- nef ndar Evrópusambands- ins sem hefur verið ráðgef- andi varðandi fiskveiði- stjórnunina./3 Skyldleiki karfastofna • ÞESS er vænst að erfða- fræðirannsóknir geti varp- að nýju ljósi á stofngerð karfategundanna í Norður- Atlantshafi. í fyrra var gerð nokkurra ára rann- sóknaráætlun og hafist handa við erfðafræðirann- sóknir karfastofna sem not- ið hefur mikils velvilja hagsmunaaðila./8 Markaðir SIF með 50-55% útflutningsins • MARKMIÐIÐ með stofn- unSÍFáriðl932varað bregðast við verðlækkunum á saltf iski og undirboðum á mðrkuðum erlendis í kjölfar heimskreppunnar miklu. SÍF hafði sérleyfi til útflutn- ings á saltfiski frá íslandi í 60 ár, frá 1932-1992, og þá var opnað fyrir samkeppni í saltfiskútflutningi. Veru- legar breytingar urðu á starfseminni árið 1993 þeg- ar útflutningur á saltfiski var gefinn frjáls og SÍF breytt í hlutafélag. Nú eru útflytjendur saltfisks um 20 að tölu og hefur SÍF hf. með höndum 50-55% af salt- í'iskútflulningi frá íslandi. Ss Mark-aoiir Útflutningur á helstu markaöi Tonn Aæti. 1994 1995 1996 Portúgal Spánn ítalía 3.097 4.133 4.500 4.990 3.374 4.410 3.669 3.283 4.042 Grikkland Frakkland 1.054 722 797 7.368 5.797 6.810 Þýskaland Kanada 578 680 660 5.414 4.334 4.32Ú Annar SAMTALS: 2.976 3.455 4.014 29.146 25.778 29.553 Stærstir í saltf iski Velta 1991-1995 Milljónir ísl. króna 11.889 I 1 8.250 6.346 8.034 7.397 1991 1992 1993 1994 1995 • SÍF hf. og dótturfélög eru stærstu seljendur á saltfiski í heiminum. Heildarmark- aðurinn fyrir saltfisk er áætiaður um 240 þús. tonn, en hlutur SÍF hf. og dóttur- félaga er um 30 þús. tonn. Markaðshlutdeild SÍF-sam- steypunnar telst þannig vera um 12-13% af heildar- siilu saltfisks í heiminum. Þetta graf sýnir veltutölur SÍF í ísl. krónum frá 1991./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.