Morgunblaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 8
FOLK SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER1996 Erfðafræðin varpi ljósi á skyldleika karfategnnda ÞESS er vænst að erfða- Verkefnið nýtur mikils velvilia haffsmunaaðila "n<JanAa 1 Norður-Atiants " 43 hafi. I fyrra var gerð rann- sóknaráætlun og hafist handa við erfðafræðirannsóknir karfastofna sem tengj- ast rannsóknum dr. Jakobs Magnússonar á karfastofnum. Einnig er um erlent samstarf að ræða sem gera skipti og samanburð á sýnum frá hafsvæðum við Noreg, ísland, Grænland og Kanada möguleg. „Þetta er mjög spennandi verkefni og hefur það notið mikils velvilja hags- munaaðila. Við höfum fengið aðstöðu til sýnatöku um borð í togurunum Sigli SI, Hoffelli SU og Engey RE og Tjaldi SH. Sýnum hefur einnig verið safnað í rannsóknarleiðöngrum Bjarna Sæmundssonar og sýni hafa fengist frá togurunum Heinaste og Vidunas. Þrír starfsmenn Hafrann- sóknastofnunar vinna nú að úrvinnslu þeirra auk verkefnisstjóra,“ segir dr. Anna Kristín Daníelsdóttir, stofn- erfðafræðingur. Stefnt er að því að verkefnið standi í þrjú til fimm ár og er það styrkt af flestum útgerðum skipa, sem eru með karfakvóta á íslandsmiðum, Rann- sóknaráði ríkisins og Hafrannsókna- stofnun. Um það bil 500 sýni eru nú í prótein- og DNA-greiningu og er vonast til að einhveijar vísbendingar um skyldleika úthafs- og djúpkarfa í Grænlandshafi og við ísland fáist að ári. Anna Kristín segir að erfðarann- sóknir á hvölum hafi verið stundaðar hér á landi allmörg undanfarin ár með góðum árangri. Niðurstöður þeirra rannsókna væru alþjóðlega viður- kenndar og varpi þær nýju ljósi á út- breiðslu hinna ýmsu hvalastofna innan hverrar tegundar. „Karfinn er dæmi um fisktegund þar sem erfðafræði- rannsóknir geta komið að mjög miklum notum við rannsóknir á stofngerð karf- ans, ekki síst vegna þess að ekki hefur reynst unnt að beita hefðbundnum rannsóknaaðferðum, eins og t.d. merk- ingum, á karfann. Mikilvægt er að rannsaka skyldleika fiskstofna við ísland og annarra svæða í Norður-Atlantshafi í þeim tilgangi að fá upplýsingar um hvort tegundirn- ar greinast í erfðafræðilega aðgreinda stofna. Nýlega hafa orðið miklar framfarir í þeirri tækni sem er notuð til erfðarannsókna og hafa breskir og norskir vísindamenn þróað nýjar að- ferðir og náð talsverðum árangri í að- greiningu, t.d. þorskstofna í Norður- Atlantshafi," segir Anna Kristín. Útgerðarþjónusta Olíuverzlun [slands ehl. Hóöinsgötu 10. Sími: 515 1000 Fax: 5151010 Intemet: http://www/mmedia.is/olis Útgerðarþjónusta Olís er útgerðaraðilum alltaf til reiðu með alhliða þjónustu um land allt, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Eldsneyti, smurolíur og hreinsiefni af öllum toga fyrir útgerðina. Útgerðarþjónusta Olís er einnig til staðar í erlendum höfnum og á úthafsmiðum með fjölbreytta og áreiðanlega þjónustu. Olís, þjónar þér! í fiski og vélvirkjun • GRANDI hf. kynnir að venju tvo starfsmenn í nýjasta fréttabréfi sínu. Þar eru kvödd til sögunnar þau Ragn- ar Árnason og Sigríður María Sigmarsdóttir. Hann er verkstjóri á vélaverkstæði fýrirtækisins. Hún er í fiskin- um og hefur verið í um það bil 25 ár. Sigríður María Sigmars- dóttir er fædd á Seyðisfirði. Um fermingu bytjaði hún að vinna í fiski og síld á Seyðis- firði og gegndi þeim störfum jöfnum höndum til tvítugs. Þá fluttist Sigríður til Reykjavíkur. Árið 1972 hóf hún störf hjá Isbirninum og hefur hún starfað þar og hjá Granda síðan við fiskvinnslu. Ástæða þess að Sigríður hóf störf hjá ísbirninum var sú að dóttur hennar vantaði vinnu og var Sigríður að leita að vinnu fyrir hana er henni var sjálfri boðin vinna í þtjá mánuði. Þessir þrír mánuðir eru orðnir nokkuð langir því Sigríður er enn að. Áhugamál Sigríðar eru fjölskyldan, heimilið og handavinna. Sig- ríður segist kunna vel við sig Sigríður María Ragnar Sigmarsdóttir Árnason í starfi sínu enda búin að starfa hjá Granda í tuttugu og fjögur ár. Starfsgleði sína þakkar hún helst góðum fé- lagsskap í vinnunni. Ragnar Árnason fæddist í Reykjavík og ólst þar upp til átta ára aldurs en fluttist þá í Mosfellssveit. Um tvítugt hóf Ragnar nám í vélvirkjun við Iðnskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan árið 1975. Árið 1978 varð Ragnar svo meistari í vélvirkjun. Ragnar hóf nám í Vélskóla íslands og útskrifaðist þaðan 1984 sem vélfræðingur. Árið 1990 hóf hann störf hjá skipa- verkstæði Granda hf. og fór m.a. einn túr með Snorra Sturlusyni. Eftir það varð hann verkstjóri vélaverkstæð- is í Norðurgarði og starfar þar enn. Ragnar annast allt reglulegt og fyrirbyggjandi viðhald á tækjum sem tilheyra fiskvinnslunni í Norðurgarði. Áhugamál Ragnars ogkonu hans eru fjailaferðir og veiði- ferðir. Þau halda m.a. upp á Jökulsárgljúfrin, Oskju og Herðubreiðarlindir. Arthur áfram formaður LS • ARTHUR Bogason var kjörinn formaður Landssam- bands smábátaeigenda með lófataki á tólfta aðalfundi sambandsins sem lauk sl. föstudag, en Arthur hefur verið formaður allt frá stofn- un LS árið 1985. Auk hans voru fimmtán trillukarlar vítt og breitt af landinu kjörnir í aðalstjórn, þar af voru þrír kjörnir nýir inn í stjórn. Guð- mundur Lúðvíksson frá Raufarhöfn kom í stað Har- aldar Sigurðssonar frá Kópaskeri. Gunnar Hjalta- son frá Reyðarfirði í stað Birgis Albertssonar frá Stöðvarfirði og Þórður Ás- geirsson í stað Heimis Bessasonar, en báðir eru þeir frá Húsavík. Endurkjörnir í stjórn LS voru: Aðalbjörn Sigurlaugs- son frá ÓI- afsfirði, Arnar Barðason frá Suðureyri, Bergur Garðarsson frá Grundar- firði, Birgir Guðjónsson frá Garðabæ, Bjarni Elíasson frá Drangs- nesi, Eðvald Eðvaldsson frá Hafnarfirði, Hilmar Sigur- björnsson frá Vestmanna- eyjum, Hilmar Zophanias- son frá Siglufirði, Jónas Jakobsson frá Keflavík, Leif Halldórsson frá Pat- reksfirði, Skarphéðinn Árnason frá Akranesi og Þorvaldur Garðarsson frá Þorlákshöfn. Arthur Bogason Hrár saltfiskur FISKUR á föstunni. Þegar jóiafastan nálgast er ekki úr vegi að huga að fiskréttum, þó trú flestra íslendinga banni ekki kjötneyzlu á þeim tima. Salt- KiíiyiUifcilUl fiskurinn er vinsæll í Suður-Evrópu á föstunni, bæði fyrir jól og páska, og gera þessar þjóðir margvíslegar kræsingar úr þessu góðmeti, sem jafnan þykir bezt sé það keypt frá Islandi. Þessi suðræna salt- fískmatreiðsla er byrjuð að skjóta nokkrum rótum hér heima og þeir, sem á annað borð hafa gaman að af reyna eitthvað nýtt og þykir saltfiskur góður, hafa þar úr miklu að moða. Nú leitar Verið eftir uppskrift í bók- ina Suðrænir saltfiskréttir, sem gefin er út af SÍF, en aðalhöfundar uppskriftanna eru Spánverjamir Jordi og Maite Busquets. Þenna rétt kalla þau Saltfisk tartar og er hann ætlaður fjórum eða fleiri, sé hann notaður sem forréttur. í réttinn þarf: 750 gr saltfiskur af hnakkastykkinu 100 gr svartar ólífur 3 sýrðar gúrkur 1 lítinn lauk 2 harðsoðin egg 2 msk kapers ntæjones bragðbætt með hvitlauk nokkrar sneiðar af franskbrauði Útvatnið saltfiskinn, þerrið og saxið mjög smátt. (At- hugið að hægt er að fá saltfiskinn útvatnaðan í neytend- aumbúðum, en þá er óvíst að um hnakkastykki sé að ræða). Saxið einnig allt annað hráefni, ólífur, gúrkur, laukinn og eggið, hvítu og rauðu hvora í sínu lagi, n\jög smátt. Berið öll hráefnin fram sér og hafíð hvítlauksmæ- jones með. Hver og einn blandar þeim siðan saman fyr- ir sig. Með réttinum er gott að hafa ristað brauð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.