Morgunblaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA %totgMM$faib 1996 TENNIS MIÐVIKUDAGUR20. NÓVEMBER BLAÐ D Reuter Sprettharðasti maður heims fær 102 millj. kr. EINS og Morgunblaðið greindi frá í liðinni viku reyna Kanadamaðurinn Donovan Bailey og Bandaríkjamaður i nn Michael Johnson með sér i 150 metra hlaupi í maí á næsta ári en í gær var tilkynnt að sigurvegarúm fengi 1,5 miUj. dollara (um 102 millj. kr.) í sinn hlut en hinn 34 miUj. kr. „Þetta verður gott tækifæri fyrir mig til að geta sagt með sanni að titillinn sprettharðasti maður heims sé minn," sagði Johnson, sem setti heimsmet í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikunum i Atlanta i Bandaríkjunum í sumar, 19,66 sek. Bailey, sem Mjóp 100 metrana á heimsmeti, 9,84 sek. í Atlanta, var að sjálfsögðu á öndverðum meiði. „Ég mæti ekki með þvi hugarfari að ég geri ráð fyrir að tapa fyrir neinum," sagði Kanadamaðurinn. „Þetta kemur allt í Ijós í mai og ég hlakka til," svaraði Johnson. Heimir eftirsóttur HEIMIR Guðjónsson, landsliðsmaður úr KR, virð- ist vera mjög eftirsóttur hjá liðunum í 1. deild- inni um þessar mundir. Fjögur önnur lið en KR hafa sett sig i samband við miðvallarleikmanninn og vuja fá hann í raðir sínar fyrir næsta keppnis- tímabil. Þessi lið eru í A, Leiftur, ÍBV og Grinda- vik. Samningur Heimis við KR rann út i haust og þrátt fyrir ítrekaðar tílraunir forráðamanna KR-inga til að fá Heimi til að skrifa undir nýjan samning hefur það ekki tekist. „Ég er að skoða þetta í rólegheitunum þessa dagana og ætla ekki að ákveða mig fyrr en um næstu mánaðamót. Ég hafði hugsað mér að semja við KR en það hefur orðið bið á því. Það má því segja að það sér biðstaða í málinu," sagði Heimir. Sundlandsliðið til Rostock ÍSLENSKA A-landsliðið í sundi tekur þátt í Evr- ópumótinu í 25 metra laug sem fram fer í Rostock í Þýskalandi um miðjan næsta mánuð. í landsliðs- hópnum eru: Elín Sigurðardóttir, SH, Eydís Konr- áðsdóttir, Keflavík og Hjalti Guðmundsson, SH. Landsliðsmennirnir Magnús Konráðsson úr Kefla- vík og Logi Jes Kristíánsson úr ÍBV fara ekki til Þýskaiands. Magnús fær ekki frí vegna náms og Logi er við æfingar í Baudarík, junum. Góð byrjun hjá Becker ÞJÓÐVERJINN Boris Becker, sem á titil að verja í heimsmeist- aramótinu í tennis, byrjaði á því að sigra Rússann Yevgeny Kaf- elnokov, sigurvegarann á Opna franska, 6-4, 7-5 í fyrstu umferð í_Hannover í Þýskalandi í gær. Á mótinu keppa átta efstu tennisspilararnir á heimsaf- rekalistanum og eru Banda- ríkjamennirnir Pete Sampras og Andre Agassi með tvímenn- ingunum í riðli, en þeir mætast í dag. I hinum riðlinum vann Hol- lendingurinn Richard Krajicek Bandaríkjamanninn Michael Chang 6-4,6-4 og Króatinn Goran Ivanisevic sigraði Aust- urríkismanninn Thomas Muster með sama mun. Myndin sýnir Ivanisevic ein- beittan á svip í viðureign gær- kvöldsins, en þetta er síðasta stórmót ársins í tennis. KNATTSPYRNA Venables þjálfari Astralíu Terry Venables staðfesti í gær að hann hefði undirritað samning við Knattspyrnusamband Ástralíu varðandi landsliðsþjálfarastarf þess sem hann gegnir frá 1. janúar nk. Hann gerði samning til 19 mánaða og fær 200.000 pund á ári sem er þriðjungi meira en hann fékk þegar hann var landsliðsþjálfari Englands. Venables hefur stjórnað knatt- spyrnumálum hjá Portsmouth að undanförnu en verður nú formaður 1. deildar félagsins. Venables, sem hefur þjálfað Ciyst- al Palace, QPR, Barcelona og Totten- ham verður um það bil fjóra mánuði á ári í Ástralíu en fylgist með ástr- ölskum leikmönnum í Evrópu hinn hluta ársins. Ástralir leggja mikla áherslu á að komast í úrslitakeppni HM í Frakklandi 1998 og sagði Venables að hann hefði trú á að það tækist. „Ég vona það innilega og hefði ekki tekið starfið að mér ef ég héldi að það tækist ekki. Það hlýtur að vera markmiðið og ég þarf að finna út hvernig á að ná því. Það er starf mitt." Ástralía, sem er í riðli með Ta- hiti, Nýja-Sjálandi og Salómonseyj- um, hefur einu sinni átt lið í úrslitum HM, 1974, en þarf að ná efsta sæti í riðlinum og hafa síðan betur á móti fjórða liði í Asíuriðli til að kom- ast í úrslitakeppnina 1998. Venables hefur fengið mörg tilboð um að stjórna félagsliðum síðan hann hætti með enska landsliðið eftir Evr- ópukeppnina í sumar, m.a. frá Black- burn, en hafnað þeim öllum. „Ég hafði áhuga á að halda áfram í al- þjóðaknattspyrnunni," sagði hann. Eg var landsliðsþjálfari Englands í tvö og hálft ár og það var ánægjuleg- ur tími. Ég sé ekki eftir ákvörðuninni sem ég tók eftir viðræður við Knatt- spyrnusamband Englands en ég var ekki ánægður og hefði viljað ljúka starfinu á meira viðeigandi hátt - eftir Heimsmeistarakeppnina. Nú á ég möguleika á að komast þangað og ég geri það sem ég get til þess." TERRY Venables David Hill, formaður Knattspyrnu- sambands Ástralíu, leyndi ekki gleði sinni eftir að samningurinn hafði verið undirritaður en Venables var efstur á lista og síðan komu Johan Cruyff, Howard Wilkinson og Jack Charlton. „Þetta er mikil fjárfesting fyrir okkur," sagði Hill. „Að komast í úrslitakeppni HM hefur algjöran forgang hjá okkur og til að það ger- ist verðum við að tefla fram eins sterku liði og við getum, besta þjálf- aranum og bestu stjórninni. Terry Venables er sá besti sem við gátum fengið og þetta á eftir að verða mik- ið ævintýri fyrir hann og knattspyrn- una í Ástralíu." Jack Reilly, fyrrum markvörður landsliðsins, sagði að ráðningin væri sem köld vatnsgusa framan í inn- fædda en Hill var á öðru máli. „Við- brögðin hafa almennt verið mjög já- kvæð. Menn verða að hafa í huga að við höfum aldrei haft ástralskan landslíðsþjálfara. Terry tekur við af Eddie Thomson sem er frá Aberdeen í Skotlandi. Hafi hlutirnir gengið upp með Eddie hef ég ekki trú á að vandamál komi upp i samskiptum við Teny. Ég ræddi við marga leik- menn í síma og þeir voru mjög spenntir." KNATTSPYRNA: IIMTER í GÓÐRISTÖÐUIEVROPUKEPPIMIFÉLAGSLIÐA / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.