Morgunblaðið - 20.11.1996, Side 1

Morgunblaðið - 20.11.1996, Side 1
| BRAIMDARAR \ Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGANS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 20. NOVEMBER 1996 BLAD Pennavinir Hæ, hæ, Myndasögur Moggans! Eg er 12 ára stelpa úr Reykjavík og mig langar að eignast pennavini á aldrinum 11-13 ára, það mega vera strákar og stelpur. Áhugamál mín eru fótbolti, diskótek og góð tónlist. P.S. Mynd fylgi fyrsta bréfí ef hægt er. Hugrún Óskarsdóttir Keilufelli 15 111 Reykjavík Kæri Moggi! Gætuð þið nokkuð út- vegað mér íslenska penna- vini í útlöndum? Þeir eiga að vera á aldrinum 10-12 ára. Ég reyni að svara sem flestum bréfum. Ég er 11 ára og hef áhuga á að semja, lesa og vera á skið- um. Kveðja, Kristín Tómasdóttir Reynimel 24 107 Reykjavík fjvE-lAfM &HÍAVAIY3 Hæstu hæðir - í flugvél ÓÐINN, 7 ára, Kambahrauni 32,810 Hvera- gerði, gerði þessa fjölhreyfla þotu, sem er á hraðferð í austurátt í fluglagi 330. Flugvélar fljúga í svokölluðum fluglögum þegar þær eru komnar í meira en 7.000 feta hæð. Undir 7.000 fetunum er flogið í flughæðum. Fluglag 330 er 33.000 fet í svokölluðu mállofti, sem er ekki til umræðu hér. Annað dæmi, fluglag 250 er í 25.000 feta hæð yfir jörðu. Jááá, það er margt og mikið í kringum flugið, krakkar - alla leið upp í hæstu hæðir! Óðinn minn, hafðu þakkir fyrir. FRÁ SKÁLDUM LJÓÐ eru orð - og eitthvað miklu meira. Myndasögur Moggans bjóða ykkur, kæru lesendur, til ljóða- kynningar hér á forsíðu barna- blaðsins viku/hálfsmánaðarlega næstu mánuði. Okkur berast þó nokkur ljóð - stundum er eins og börnum finnist að Ijóð eigi bara að vera orðaruna sem svona flæð- ir niður síðurnar. Ef til vill er það raunin - ef til vill allt annað. Sumir dagar - Sumirdagareruhús sem viúlæsum vandlega áðuren viðkveðjum oghverfum útá vettváng áranna en efviðsíðarförum þarhjá aftilviljun sjáum viðallardyropnar- böm dvelja þaraðleik og það sem mest er um vert: sólin skín ótrúlegaglattá húsið. Kæru börn, kynnið ykkur hvernig öndvegis skáld fara með orð. Fyrstur skálda er Þorsteinn frá Hamri (f. 1938). (Úr Jórvik, 1967) MUCUS HVER er Majór Mucus? Því get ég svarað. Ég heiti Sveinn og nú get ég sagt ykkur hver Majór Mucus er. Hann er úr Earthworm Jim. Maður á að keppa við hann í einskonar teygju- stökki, en maður á að klessa hon- um upp við veggi sem eru á staðn- um þar sem maður keppir við hann. Neðst niðri er vatn með skrímsli, sem bítur mann í tvennt. Aðalmarkmiðið er að slíta teygj- una hjá hvor öðrum, ef maður slítur hans teygju vinnur maður, en ef hann vinnur dettur maður ofan í vatnið. Þessi á myndinni er bara venju- legur hvolpur en þegar eitthvað kemur fyrir hann, breytist hann í skrímslahund, sem er örugglega góður varðhundur. Hann er úr Earthworm Jim. Sveinn Birkir Björnsson, 11 ára, Svalbaarði 3, 220 Hafnar- fjörður. Við þökkum Sveini Birki fyrir greinargóðar upplýsingar og myndina af venjulega (!) hundin- um. Krakkar, svona er hægt að notfæra sér Myndasögurnar og miðla upplýsingum. Við spurðum hver hann væri þessi Mucus maj- ór, og svarið er komið um hæl, eins og sagt er þegar eitthvað gerist snöggt. Notið ykkur þjón- ustulund Myndasagna Moggans. Spyijið og svarið í Myndasögum Moggans!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.