Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 1
LÍFEYRISSJÓÐIR 32 eiga fyrir skuld- bindingum/6 ORKUMÁL Rafmögnuö sam- keppni?/8 JRttrguiiMiitoife HLUTABRÉF Lognið á undan storminum?/12 Sveitarfélög Halli sveitarfélaga landsins nam 1,9 milljörðum króna á síðasta ári sem er 15 prósentustiga minni halli en á fyrra ári. Skuld- ir sveitarfélaganna námu alls 38 milljörðum króna í árslok 1995 sem er um 91% af heildar- tekjum þeirra á árinu. /2 Rekstrarleiga Rekstrarleiga bifreiða á al- mennum markaði er ný þjón- usta hjá bifreiðaumboði Ingvars Helgasonar og Bíiheima. Leigu- greiðslur af litlum og meðal- stórum virðisaukaskattsbílum geta numið 20-23 þúsundum króna á mánuði./ 2 Áfengi Samkeppnisráð hefur komist að þeirri niðurstöðu að skilmálar ATVR sem skylda innlenda birgja til þess að ákveða verð vöru sinnar i íslenskum krónum en veita erlendum birgjum svig- rúm til þess að ákvarða verð sitt í erlendum gjaldmiðlum hafi skaðleg áhrif á samkeppni í skilningi samkeppnislaga./ 2 SÖLUGENGI DOLLARS Heililarvelta S IClI í verslunargreinum janúar til ágúst 1995 og 1996 (imillj.kr.,ánvsk.,áverðlagihversárs) _. . jan.-ágúst Veltu- Heildsöludreifing áfengis 1995 1996 breyting og tóbaks, smásala áfengis 6.649,4 6.220,5 H-6,5% Heildsölu- og smásöludreifing á bensíni og olíum 15.305,8 18.207,2 19,0% Byggingavöruverslun 6.463,5 7.165,4 10,9% Sala á bílum og bílavörum 11.410,0 14.242,1 24,8% Önnur heildverslun 53.943,6 59.757,8 10,8% Heildverslun samtals: 93.772,2 105.592,9 12,6% Fiskverslun 537,2 605,0 12,6% Kjöt- og nýlenduvöruverslun, mjólkur- og brauðsala 19.671,0 20.316,8 3,3% Sala tóbaks, sælgætis og gosdrykkja 5.631,0 5.655,0 0,4% Blómaverslun 985,8 1.061,5 7,7% Sala vefnaðar- og fatavöru 3.377,3 3.715,3 10,0% Skófatnaður 472,3 480,5 11,7% p Bækur og ritföng 1.798,6 2.027,1 12,7% . Lyf og hjúkrunarvara 2.700,3 3.005,1 11,3% | Búsáhöld, heimilis- | tæki, húsgögn 5.867,9 6.564,1 111,9% | Úr, skartgripir, Ijós- | myndavörur, sjóntæki 695,0 751,9 8,2% 1 Snyrti- og hreinlætisvörur 361,1 404,9 .12,1% lÖnnursérverslun, s.s. sportvörur, | leikföng, minjagripir, frímerki o. fl. 2.474,4 2.507,5 1,3% 1 Blönduð verslun 20.779,8 21.764,4 l4 7% Smásöluverslun samtals: 65.351,7 68.859,1 [] 5,4% VERSLUN SAMTALS: 159.123,9 174.452,0 M 9,6% Jákvæð umskipti í rekstri Flugleiða hf. í septembermánuði Rekstrarbati nam tæplega 200 milljónum HAGNAÐUR Flugleiða hf. af reglu- legri starfsemi nam alls um 835 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins, en var á sama tíma í fyrra um 713 milljónir. Afkoman af reglu- legri starfsemi hefur því batnað um 122 milljónir milli ára á tímabilinu og í septembermánuði var afkoman tæpum 200 milljónum betri en í sama mánuði í fyrra. Heildarhagnaður Flugleiða á þessu tímabili varð um 661 milljónir en var í fyrra 1.056 milljónir. Þennan mun má m.a. rekja til þess að félag- ið seldi og leigði aftur eina Boeing 737-400 vél á síðasta ári með 325 milljóna hagnaði. í annan stað nemur reiknaður tekjuskattur um 203 millj- ónum í níu mánaða reikningsskilum ársins 1996, en var 48 milljónir í fyrra. Nýir áfangastaðir bæta afkomuna Fram kemur í frétt frá Flugleiðum að bati á afkomu af reglulegri starf- semi félagsins skýrist fyrst og fremst af auknum flutningum og batnandi afkomu ýmissa eininga á borð við Flugleiðahótelin og bílaleigu Flug- leiða. Rekstur innanlandsflugs fer einnig batnandi. Einar Sigurðsson, aðstoðarmaður forstjóra, sagði í samtali við Morgun- blaðið að aukna flutninga mætti að miklu leyti rekja til hinna nýju áfangastaða félagsins, Boston og Halifax. Tekjur af þeim leiðum hefðu komið inn í reksturinn um mitt þetta ár, en þeim hefði ekki verið til að dreifa á síðasta ári. Einar segir að niðurstaðan um rekstur félagsins í október liggi ekki fyrir, en flutningar hafi verið sam- kvæmt áætlun. Hins vegar hafi með- alfargjald verið lægra en gert hafi verið ráð fyrir, en félagið bætt sér það upp með öðrum tekjuliðum. Horfurnar um reksturinn í október séu því þokkalegar. Handbært fé frá rekstri á fyrstu níu mánuðum ársins nam alls um 2,3 milljörðum en var 2,2 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Eigið fé í lok september var 6,1 milljarður, en var 5,7 milljarðar í fyrra. Flugleiðir tóku í síðasta mánuði ákvörðun um að selja og leigja aftur af kaupanda eina Boeing 757 þotu. Tíu tilboð hafa borist i vélina og er nú verið að meta þau. Félagið gerir ráð fyrir að verulegur hagnaður verði af sölu þotunnar á þessu ári. Velta Flugleiða nam alls um 14 milljörðum króna fyrstu níu mánuð- ina og hafði aukist um liðlega 15% milli ára. Rekstrarkostnaður 'jókst um 16% en fjármagnsgjöld lækkuðu um tæp 5%. Fyrstu níu mánuði ársins flutti félagið um 992 þúsund farþega sam- tals eða um 13% fleiri en á sama tímabili í fyrra. Þar af voru 746 þúsund í áætlunarflugi milli landa, 217 þúsund innanlands og tæplega 29 þúsund í leiguflugi. i! í lí Peningabréf - fyrsti peningamarkaðssjóðurinn Nafnávöxtun sl. 10 daga 7,15% Nafnávöxtun sl. 30 daga 7,37% Nafnávöxtun frá 1. nóv. 6,83% Peningabréf eru kjörin leið fyrir þá sem vilja festa fé til skamms tíma, s.s. fyrirtæki, sjóði, sveitarfélög, tryggingarfélög og einstaklinga. Sjóðurinn fjárfestir einungis í traustustu tegundum verðbréfa á markaðnum, einkum skammtímaverðbréfum ríkissjóðs og bankastofnana. Peningabréf eru laus til útborgunar án kostnaðar þegar 3 dagar eru liðnir frá kaupunum. Hvenær sem er eftir það er hægt að leysa bréfin út samdægurs með einu símtali. LANDSBRÉF HF. Hringdu eða komdu... og nýttu þér ráðgjafaþjónustu okkar og umboðsmanna okkar í öllum útibúum Landsbanka íslands. I* ffltlhí - l(/hx-fihh Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. SUÐURLANDSBRAUT 2 4, 108 REYKJAVIK, SIMI 588 9200, BREFASIMI 588 8598

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.