Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Samanlagður halli sveitarfélaganna 1,9 milljarðar króna á árinu 1995 Hallinn minnkar uni 15 prósentustig milli ára HALLI sveitarfélaga landsins nam 1,9 milljörð- um króna árið 1995 sem svarar til 4,6% af heild- artekjum þeirra en var 19,4% árið 1994. Reikn- að á hvern íbúa var halli sveitarfélaga um 7 þúsund krónur að landsmeðaltali árið 1995 en hann var mestur hjá sveitarfélögum á höfuðborg- arsvæðinu, 10 þúsund krónur á hvern íbúa. í Sveitarsjóðareikningum 1995 sem Hagstofa Islands gefur út er að finna upplýsingar úr árs- reikningum sveitarfélaga landsins. Þar kemur fram að skuldir sveitarsjóða námu alls 38 millj- örðum króna í árslok 1995 eða um 91% af heild- artekjum þeirra á árinu og er það sama hlutfall og árið áður. Skuldir á hvern íbúa voru að lands- meðaltali 143 þúsund krónur, en þær voru hæst- ar á Vestijörðum, 224 þúsund krónur, og á Reykjanesi, 194 þúsund krónur á íbúa. Skuldirn- ar voru lægstar á Norðurlandi eystra eða 91 þúsund krónur á íbúa. Auknar skuldir vegna félagslegra íbúða Skuldir sjálfstæðra fyrirtækja sveitarfélaga námu alls 20 milljörðum króna árið 1995. Þar af voru skuldir vegna félagslegra íbúða rúmir 8 milljarðar og höfðu hækkað um 51% frá fyrra ári en skuldir sveitarsjóðanna jukust um 10% á milli ára. Peningaleg staða sveitarfélaga, sem er mis- munur á peningaeign og skuldum, versnaði um 2 milljarða í heild á árinu 1995 og var neikvæð í árslok um 24 milljarða. Peningaleg staða sveit- arfélaganna á hvern íbúa var neikvæð um 89 þúsund krónur sem er sjö þúsund króna hækkun frá fyrra ári. Sveitarfélög veittu rúmlega sex þúsund heim- ilum Ijárhagsaðstoð árið 1995 sem er íjölgun um 11% frá fyrra ári en þá hafði heimilum, sem fengu aðstoð, ljölgað um 13% frá árinu 1993. Útgjöld sveitarfélaga til ijárhagsaðstoðar námu nær 900 milljónum sem er 26% aukning frá árinu 1994 en það ár hafði aukningin numið 26% frá árinu 1993. 0,2% hækkun bygging- arvísitölu HAGSTOFA íslands hefur reiknað vísitölu byggingar- kostnaðar eftir verðlagi um miðjan nóvember 1996. Vísi- talan reyndist vera 217,8 stig og hafði hækkað um 0,2% frá októbermánuði. Þessi vísitala gildir fyrir desember 1996. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 6,2%. Undanfarna þijá mánuði hef- ur vísitala byggingarkostnað- ar hækkað um 0,2%, sem jafn- gildir 0,7% verðbólgu á ári. Bílaumboð Ingvars Helgasonar og Bílheimar * Samkeppnisstofnun um skilmála ATVR Morgunblaðið/Ásdís FYRSTA bifreiðin með rekstrarleigukjörum hefur þegar verið afhent og sýnir myndin Jóhann Egilsson og Jón Ólafsson, aðstoðar- framkvæmdastjóra hjá Pharmaco, fyrir framan bifreiðina Skaðleg áhrif á samkeppni Boðið upp á rekstrar- leigu bifreiða SVONEFND rekstrarleiga bif- reiða á almennum markaði er ný þjónusta hér á Iandi sem bifreið- aumboð Ingvars Helgasonar og Bílheimar hafa ákveðið að bjóða upp á, en þessi viðskiptamáti hef- ur rutt sér mjög til rúms á er- lendri grundu að undanförnu. Fyrsta bifreiðin samkvæmt þess- um skiimálum hefur þegar verið afhent, en rekstrarleiga felst i því að gegn ákveðinni mánaðarlegri upphæð hefur maður nýja bifreið til fullra afnota. Allt viðhald bif- reiðarinnar er innifalið í leigunni og rekstrargjöld önnur en elds- neyti, bifreiðagjöld og tryggingar og að tveimur árum liðnum tekur umboðið síðan við bílnum aftur. „Með rekstrarleigu er hugsunin sú að þeir sem eru að velja sér bíl geti komið inn án þess að borga krónu þegar bílinn er tek- inn, en ákveðnar mánaðarlegar greiðslur sem endurspegla notk- unina koma í staðinn," sagði Jó- hann Egilsson, sem undirbúið hef- ur upptöku rekstrarleignnnar í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að helsti ávinning- urinn af rekstrarleigunni til við- bótar væri að fjármagn væri ekki bundið í bifreiðinni, en fjár- magnskostnaður vegna bifreiða- kaupa á einu ári gæti numið 250-300 þúsund krónum á ári. Þá væri endursöluáhætta ekki til staðar, en afföll af tveggja ára bifreið gætu numið 300-350 þús- und krónum. Þá væri venjubundið viðhald og þjónusta á þessum tveimur árum innifalið „þannig að það er eftir miklu að slægjast að geta fengið ódýrari bíl án þess að taka nokkra áhættu," sagði Jóhann. Hann sagði að rekstrarleiga gæti hentað fyrirtækjum mjög vel. Hún auðveldaði alla áætlana- gerð og regluleg endurnýjun bif- reiða væri möguleg. Þá væru leigugreiðslur með virðisauka- skatti frádráttarbærar gagnvart tekjuskatti hjá rekstraraðilum og virðisaukaskattur fengist end- urgreiddur þegar um virðisauka- skattsbifreiðar væri að ræða. Leigugreiðslur niður í 20-23 þúsund krónur Jóhann sagði að leigugreiðslur af litlum og meðalstórum virðis- aukaskattsbílum gætu numið 20 til 23 þúsund krónum á mánuði að meðtöldu öllu viðhaldi og þjón- ustu. Það miðaðist við 20-25 þús- und kílómetra akstur á ári og innifalið væri til dæmis smurning, vetrardekk, umfelganir og annað sem tengdist rekstri bifreiðar. Hann sagði að rekstrarleigan væri nýjung hér á landi. Þetta form hefði hins vegar víða rutt sér til rúms í Evrópu og væri mikið notað og í Ameríku væru 37% af öllum bílum seld með þess- um hætti. SAMKEPPNISRÁÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu að skilmálar Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis- ins sem skylda innlenda birgja til þess að ákvarða verð vöru sinnar í íslenskum krónum en veita er- lendum birgjum svigrúm til þess að ákvarða verð sitt í erlendum gjaldmiðlum hafi skaðleg áhrif á samkeppni í skilningi samkeppnis- laga. Því beinir samkeppnisráð þeim fyrirmælum til ÁTVR að gætt sé jafnræðis milli innlendra og erlendra áfengisbirgja í skilmál- um verslunarinnar. Samkeppnisstofnun barst erindi sl. sumar frá Vínlandi ehf. Þar er kvartað yfir því að innlendir birgj- ar séu skyldaðir til að tilgreina verð í íslenskum krónum þegar þeir gera samning við ÁTVR um sölu áfengis. Erlendir birgjar geti hins vegar tilgreint verð í al- mennri útflutningsmynt síns lands. í síðara tilvikinu taki ÁTVR á sig áhættuna af gengisbreytingum en í því fyrra þurfi birgjarnir sjálfir að taka áhættuna í allt að 14 mánuði ef vín fer í reynslusölu og síðan í kjarna. Af hálfu ÁTVR, en erindi Vín- lands var borið undir hana, kemur fram að það sé mat ÁTVR að starfsreglur fyrirtækisins séu byggðar á málefnalegum sjónar- miðum auk þess sem viðskipta- hættir á borð við þá sem fyrirtæk- ið stundi séu almennt tíðkaðir hér á landi. Ekkert sé því óeðlilegt við það að ÁTVR skyldi innlenda birgja til að gefa upp verð í íslensk- um krónum í samningum og tilboð- um um sölu áfengis. Þá telur ÁTVR sig ekki geta fylgst með því frá hvaða landi vara komi né í hvaða gjaldmiðli hún sé greidd og því sé ekki hægt að kaupa af innlendum birgjum í öðrum gjaldmiðli en islenskum krónum. ÁTVR í samkeppni við aðra innflytjendur í niðurstöðu _ samkeppnisráðs kemur fram að ÁTVR hafi einka- rétt á smásölu áfengis en verslunin sé jafnframt innflytjandi, í sam- keppni við aðra innflytjendur áfengis. Vegna þess verður að gæta þess að jafnræði gildi gagn- vart öllum áfengisbirgjum. Með því að skylda innlenda birgja til þess að ákvarða verð vöru sinnar í ís- lenskum krónum og taka þar með áhættu af gengisbreytingum í allt að 14 mánuði, en veita erlendum birgjum svigrúm til þess að ákvarða verð sitt í erlendum gjaldmiðli, sé því jafnræði sem gilda skal milli áfengisbirgja rask- að. Atvinnuleysi í ágúst, sept. og okt. 1996 LANDS- BYGGÐIN NORÐUR- LAND EYSTRA VEST- FIRÐIR AUSTUR- LAND LANDIÐALLT Hlutfall atvinnulausra af heildarvinnuafli Á höfuðborgarsvæðinu standa 3.409 atvinnulausir á bak við töluna4,4% í októberog hafði f jölgað um 245 frá því i september. Alls voru 4.946 atvinnulausir á landinu öllu I október og hafði fjölgað um 444 frá því í september. NORÐUR LAND VESTRA VESTURLAND HÖFUÐBO SVÆÐIÐ SUÐURLAND SUÐURNES v:;V Atvinnuleysi 3,7% í októbermánuði SKRÁÐUM atvinnuleysisdögum fjölgaði um tæplega tíu þúsund frá september til október, eða um 9,8%, samkvæmt upplýsingum frá Vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðuneyt- isins. Aftur á móti hefur atvinnuleys- isdögum í október 1996 fækkað um tæplega 17 þúsund frá sama tíma- bili á síðasta ári. Atvinnuleysisdagar í október sl. jafngilda því að 4.946 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysis- skrá í mánuðinum. Þar af eru 1.857 karlar og 3.089 konur. Þessar tölur jafngilda 3,7% af áætluðum mann- afla á vinnumarkaði skv. spá Þjóð- hagsstofnunar, eða 2,4% hjá körlum og 5,6% hjá konum. Að meðaltali eru um 444 fleiri atvinnulausir en í sept- ember en um 334 færri en í október í fyrra. Síðastliðna 12 mánuði voru um 5.870 manns að meðaltali atvinnu- lausir eða um 4,4%, en árið 1995 voru um 6.538 manns að meðaltali atvinnulausir eða um 5%. Minna framboð af lausum störfum Atvinnuástandið versnar í október á nær öllum atvinnusvæðum frá því í september nema á Norðurlandi vestra og á Austurlandi. Hlutfallsleg fjölgun atvinnulausra er mest á Suð- urnesjum. Hlutfallslegt atvinnuleysi er enn mest á höfuðborgarsvæðinu og minnst á Vestfjörðum. Framboð af lausum störfum hjá vinnumiðlunum í lok október hefur minnkað talsvert frá mánuðinum á undan og voru 64 störf laus í iok október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.