Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 MORGUNBI-AÐIÐ Kaupmenn - Innkaupastjórar VIÐSKIPTI Umbúðapappfr! Fjölbreytt úrval umbúðapappírs í mörgum breiddum. Stoðir fyrir umbúóapappír o.fl. Nánari upplýsingar í síma 540 2040. £giU OuttcrmMcn heildverólun Söludeild: Hallarmúla 2-4 • Sími 540 2040 Lager: Fosshálsi 5-7 • Sími 587 8976 Höfuð fjúka ífranskri deilu um sölu ríkiseigna París. Reuter. FRANSKA stjórnin hefur hvatt yfir- mann ríkistryggingafélagsins GAN að láta af störfum í framhaldi af því að stjórnin hætti við við tilraun til að einkavæða dótturfyrirtæki GAN, svæðisbankahópinn CIC. Stjórnin hefur átalið stjórnarfor- menn fyrirtækjanna fyrir að láta hjá iíða að kynna söluna. Svo mjög gremst stjórninni að einkavæðingunni hefur verið klúðrað að hún vill fórna bæði stjórnarform- anni GAN, Jean-Jacques Bonnaud og Bernard Yoncourt, formanni stjórnar hins arðsama svæðisbanka- hóps Crédit Industriel et Commercial (CIC). Tilmæli ríkisstjórnarinnar marka þáttaskil í deilu ríkisstjórnarinnar og GAN; sem hófst þegar Alain Juppé forsætisráðherra reyndi fyrr í ár að skipa náinn ráðgjafa, Pierre- Mathieu Duhamel, yfírmann CIC. Hann hætti við það vegna fjaðrafoks í fjölmiðlum og Yoncourt var skipað- ur í staðinn. Samkvæmt góðum heimildum mun nýr stjórnarformaður GAN, sem heitir fullu nafni Groupe des Assurances Nationales, skipa nýjan yfirmann CIC í næstu viku. Aðrar heimildir herma að ákvörð- un um eftirmann verði að bíða þar til Jean Arthuis fjármálaráðherra komi heim frá Japan í næstu viku. „Óþolandi framkoma" Yoncourt reitti Arthuis til reiði í október þegar hann sagði í sjónvarpi að riðið gæti CIC að fullu ef félagið yrði selt stórum frönskum banka. Arthuis sagði á sínum tíma að hann mundi „draga ályktanir“ af „óþolandi" framkomu Yoncourts og tók fram í síðustu viku þegar hann dró útboð CIC til baka að Bonnaud væri einnig í skotlínunni. Aðeins tvö tilboð bárust í CIC, sem 11 velstæðir svæðisbankar standa að og eru viðskiptaaðilar aðallega stór og meðalstór fyrirtæki. Bjóð- endur voru Banque Nationale de Paris (BNP) og Societé Générale. Franska einkavæðingarnefndin hafnaði tilboði Societé Générale á þeirri forsendu að það fullnægði ekki skilyrðum sem stjórnin setti, en þeirra helzt var sérhver kaupandi yrði að varðveita svæðiseinkenni bankahópsins. Arthuis kvaðst ráðinn í að einka- væða bankann, en aflýsti útboðinu þar sem aðeins eitt tilboð hefði bor- izt og hann vildi fá meira næði til að hugsa. Verkföll og mótmæli Starfsmenn og verkalýðsfélög létu í ljós andúð á sölunni með verk- föllum og mótmælum af ótta við uppsagnir, en stjórnmálamenn á svæðinu óttast hugsanlega upplausn bankans. Stjórnin virðist hafa um tvær leið- ir að velja. Hún getur auglýst eftir nýjum tilboðum og þá gæti sparisjóð- akeðjan Caisse d’Epargne einnig gert tilboð. Einnig kemur til greina einhvers konar samræmd yfirtaka á hveijum hinna 11 banka fyrir sig á þann hátt að samband þeirra verði varðveitt. CIC er að verðmæti um 14 millj- arðar franka samkvæmt reiknings- haldi GAN. Það mundi samsvara um 9.4 milljörðum franka fyrir þau 67%, sem stjórnin hafði boðið til sölu. Illll 12 5010 6152 0008 tnarmenn sjáJfvirk skráning i Við bjóðum strikamerkjalausnir fyrir: talningu • vörumóttöku • pantanir • EDI ofl. Mikið úrval strikamerkjaprentara, lesara og handtölva. Hagstætt verð 10 ára reynsla Hafðu vakandi auga með þínum verðmætum. Sjálfvirkt! J RAFHÖNNUN VBH !«► Ármúla 17 - Sími 588 3600 - Fax 588 3611 - vbh@centrum.is - kjarni málsins! Exxon fær Vald- ez-slysið tryggt New York. Reuter. EXXON fyrirtækið hefur skýrt frá því að vátryggjendur hafí samþykkt að greiða 480 milljónir dollara til að tryggja samkomulag um lausn á hluta af bótakröfum vegna lekans úr olíuflutningaskipinu Exxon Valdez 1989. Greiðslan bætist við eldri tak- markaða greiðslu upp á 300 milljón- ir dollara að sögn fyrirtækisins. Þar með hafa Exxon og tæplega 170 tryggjendur fyrirtækisins, þar á meðal vissir aðilar Lloyds í London, náð samkomulagi um endanlega lausn allra krafna vegna Valdez slyssins að sögn Exxons. „Exxon fagnar því að þessar kröf- ur hafa verið endanlega leystar,“ sagði stjórnarformaður Exxon, Lee R. Raymond. „Með þessari lausn lýkur öðrum kafla í sögu þessa slyss.“ Kröfurnar eiga rætur að rekja til þess að olíuflutningaskipið Exxon Valdez strandaði 1989 og úr því lak sem svarar 260.000 tunnum af hrá- olíu í Prince William Sound við Al- aska. Lloyd’s nær gjaldþrota Olíulekinn olli Lloyd’s rúmlega 8 milljarða punda tjóni og munaði minnstu að fyrirtækið yrði gjald- þrota. í síðasta mánuði lagði Lloyd’s síð- ustu hönd á björgunaráætlun sem gerir ráð fýrir endurtryggingu allra skulda fyrirtækisins með stofnun nýs fyrirtækis, Equitas. Equitas ber að greiða megnið af Valdez kröfunni og er fyrirtækinu ætlað að nota 14 milljarða punda sem dælt var í það til að greiða akuldir þess. Talsmaður Lloyd’s vildi ekki til- greina hve mikið Equitas bæri að greiða. f----------------------------------N Taktu frá þriðjudaginn 3. desember kl. 14-17 ^SPÁSTEFNA STJÓRNUNARFÉLAGSINSj Efni: Mannauður- Fyrirtækjaspá - Niðurstöður úr starfsvitundarkönnun Stjórnunarfélags íslands. Sími 562 1066. Stjórnunarfélag Islands Pantanir aukast um 16% hjá HP Palo Alto, Kaliforníu. HEWLETT-PACKARD fyrirtækið hefur skýrt frá því að pantanir hafí aukizt um 15% og tekjur um 12%, en hreinn hagnaður minnkað um 4% á þremur mánuðum til okt- óberloka. Á fjárhagsári fyrirtækis- ins í heild jókst hreinn hagnaður þess um 6% og tekjur jukust um 22% Hreinn hagnaður á ársfjórðungn- um nam 648 milljónum dollara, eða 62 sentum á hlutabréf, samanborið við 64 sent á hlutabréf á sama tíma í fyrra. Hreinar tekjur á fjórðungnum námu 10.1 milljarði dollara saman- borið við 9.0 milljarða dollara fyrir ári. Þar af námu tekjur í Bandaríkj- unum 4.7 milljörðum dollara, sem er 10% aukning miðað við sama tíma í fyrra, en tekjur utan Banda- ríkjanna jukust um 14% í 5.4 millj- arða dollara. Forstjóri HP, Lewis W.Platt, lét í ljós ánægju með auknar pantanir á síðasta ársfjórðungi, en kvað hagnaðinn valda nokkrum von- brigðum. Þó drægi úr vonbrigðun- um að um erfiðan samanburð væri að ræða, því að tekjur hefðu aukizt verulega á sama tíma í fyrra. Al- mennt séð væru menn ánægðir með það að verulega hefði dregið úr rekstrarkostnaði. Pantanir á ársfjórðungnum námu sem svarar 10 milljörðum dollara, sem er 16% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Pantanir í Banda- ríkjunum jukust um 10% í 4.7 millj- arða dollara, en pantanir utan Bandaríkjanna jukust um 20% í 5.3 milljarða dollara. A tölvusviði fyrirtækisins jukust pantanir um 20% og nam verðmæti þeirra 8.2 milljörðum dollara. H-Laun FULLBÚID FDAMTÍDiffgEfíFi í DAG! LAUNAKERFI röLVumiÐUin Grensásvegi 8 • 108 Reykjavík • Sími: 568-8882 • Heimasíða: www.tm.is • Netfang: tm@tm.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.