Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Fjárhagsstaða lífeyrissjóða á almennum markaði hefur breyst til batnaðar á undanförnum árum 32 af 38 sjóð- um eiga fyrir réttíndum Grundvallarbreyting hefur orðið á íjárhags- stöðu lífeyrissjóða á almennum markaði á undanfömum árum og nú er svo komið að flestir þeirra eiga fyrir skuldbindingum og vel það. Allt öðm máli gegnir hins vegar um lífeyrissjóði með ábyrgð ríkis og sveitar- félaga, þar sem milljarðatugi vantar upp á að sjóðirnir eigi fyrír skuldbindingum, eins og fram kemur í umfjöllun Hjálmars Jóns- sonar um flárhagsstöðu lífeyrissjóðanna. UMSKIPTI til hins betra hafa orðið á fjárhagsstöðu lífeyrissjóða á almennum markaði og má rekja þau til þess að á síðustu árum hefur verið unnið að því með markvissum hætti að tryggja að eignir sjóðanna stæðu undir skuldbindingum þeirra, enda sjóð- irnir Iegið undir áralangri gagn- rýni fyrir það að gefa sjóðfélögum sínum fyrirheit um réttindi sem engin leið væri að standa við. Staða þessara sjóða er enda gjöró- lík stöðu sjóða opinberra starfs- manna, þar sem ríki eða sveitarfé- lög ábyrgjast það sem upp á vant- ar að eignir mæti skuldbinding- um. Hjá sameignarsjóðum á al- mennum markaði er ekkert til tryggingar þeim lífeyrisréttindum sem sjóðfélagar eiga annað en þær eignir sem til eru í sjóðunum og því bar brýna nauðsyn til að grípa til aðgerða þegar trygg- ingafræðilegar úttektir sýndu halla á sjóðunum svo nam tugum prósenta í sumum tilvikum. Ekki er hægt annað en segja að vel hafi tekist til í þessum efn- um í það heila tekið, þó markmið- inu hafi að hluta til verið náð með því að skerða þau réttindi sem áður höfðu verið gefín fyrirheit um. í öllu falli sýna tryggingafræðilegar út- tektir nú að flestir sjóð- anna eiga fyrir skuld- bindingum sínum, hvort sem litið er til áfallinna skuldbindinga, þ.e. þeirra skuldbindinga sem sjóðfé- lagar hafa þegar áunnið sér með greiðslu iðgjalda, eða heildar- skuldbindinga, þ.e. þeirra skuld- bindinga sem stofnast með áfram- haldandi greiðslu iðgjalda. Sumir sjóðanna virðast meira að segja eiga verulegar eignir umfram skuldbindingar, einkum þegar tillit hefur verið tekið til endurmats á verðbréfaeign þeirra, þ.e.a.s þeirr- ar ávöxtunar sem þegar hefur verið tryggð á næstu árum og er verulega umfram það sem gengið er út frá við gerð tryggingarfræði- legra úttekta á stöðu sjóðanna. Um nokkra sjóði, suma stóra, gegnir samt sem áður að þeir eiga enn ekki fyrir skuldbindingum þó verðbréfaeign þeirra hafi verið endurmetin. Það gildir þó um þá eins og aðra sameignarsjóði á al- mennum markaði að fjárhagsstaða þeirra hefur breyst til batnaðar á síðustu árum. Halli á sex sjóðum Um þetta er fjallað í október- hefti Hagtalna mánaðarins. Þar segir að staða lífeyrissjóða á al- mennum markaði hafi batnað á síðustu árum bæði vegna breyt- inga á réttindum og góðrar ávöxt- unar og segja megi nú að flestir þeirra eigi fyrir skuldbindingum hvort sem um sé að ræða heildar- skuldbindingar eða áfallnar skuldbindingar þegar höfuðstóll þeirra hefur verið end- urmetin. Af 38 fullstarf- andi lífeyrissjóðum án ábyrgðar annarra eigi 32 fyrir áætluðum áföllnum skuldbinding- um samanlagt að upp- hæð 158 milljarðar króna í árslok 1995. Sex lífeyrissjóðir með áætl- aðar áfallnar skuldbindingar að upphæð 57 milljarðar króna eiga 51 milljarð króna upp í þær skuld- Endurmat eykur eignir lífeyrissjóð- anna verulega Tryggingafræðilegar úttektir á helstu lífeyrissjóðum* Lífeyrissjóðir án ábyrgðar launagreiðenda á skuldbindingum • • Unnhæðir í Niðurstöður án endurmats Niðurstöður m.v. endurmat milljónum kr. B H Höfuðst. Höfuðst. Heildar- Jöfnuður Áfallin Jöfnuður Jöfnuður Jöfn. % af Jöfnuður í árslok + framt. skuld- heildar- skuld- áfallinna heildar- heildar- áfallinna Miðað er við 3,5% vexti 1995 iðgjöld binding skuldb. binding skuldb. skuldb. skuldb. skuldb. L. verslunarmanna 39.595 73.248 72.290 958 35.887 3.708 L. sjómanna 22.370 42.022 52.669 -10.647 27.935 -5.565 -7.046 -13% -1.964 Sameinaði lífeyrissj. 17.650 24.041 25.734 -1.693 18.104 -454 1.568 6% 2.807 L. Dagsbr. og Frams. 11.827 19.977 21.008 -1.031 11.952 -125 682 3% 1.588 Söfnunarsj. lífeyrisr. 10.107 13.178 11.398 1.780 3.923 2.817 L. Norðurlands 9.492 18.969 20.440 -1.471 10.384 -892 27 0% 606 Samvinnulífeyrissj. 8.847 14.512 16.826 -2.314 12.181 -3.334 -704 -4% -1.724 L. bænda 7.415 10.563 13.100 -2.537 8.476 -1.737 -1.839 -14% -1.039 L. Austurlands 7.139 15.287 15.731 -444 6.092 73 L. Vestfirðinga 6.738 13.445 14.272 -827 6.410 328 -153 -1% 1.002 L. rafiðnaðarmanna 5.737 11.725 11.603 122 4.749 988 1.372 12% 2.238 L. Suðurnesja 5.637 10.332 12.647 -2.315 5.645 -629 L. lækna 5.358 7.632 7.823 -191 3.218 857 L. Vestmannaeyinga 5.330 10.111 12.745 -2.634 4.914 -154 L. Sóknar 4.873 8.379 9.469 -1.090 5.288 -431 -303 -3% 356 L. Verkfræðingaf. ísl. 4.297 4.174 79 E.sj. Fél. ísl. atvinnufl. 3.897 5.409 5.197 212 3.427 470 602 12% 860 L. Vesturlands 3.765 7.921 8.608 -687 4.496 -731 -101 -1% -145 L. verksmiðjufólks 3.518 5.582 6.219 -637 3.934 -416 -90 -1% 131 L. Hlífar og Framt. 3.484 5.376 5.664 -288 3.461 23 13 0% 324 L. verkstjóra 3.427 5.483 6.837 -1.354 3.664 -444 L. verkalýðsf. á Suðurl. 2.658 5.508 6.428 -920 2.677 -19 L. K.E.A. 1.911 2.872 2.802 70 1.712 -129 L. verkaf. á N. vestra 1.830 3.965 4.260 -295 1.794 27 Lífeyrissj. Hlíf 1.379 2.176 2.472 -296 1.436 -57 Alm. 1. iðnaðarmanna 1.328 2.274 1.865 409 1.105 215 613 33% 419 L. Flugvirkjaf. ísl. 1.258 1.843 2.160 -317 1.612 -354 -155 -7% -192 L. Fél. st. í veitingah. 1.220 3.086 3.133 -47 1.286 -66 128 4% 109 L. Bolungarvíkur 1.212 1.978 2.324 -346 825 26 L. matreiðslumanna 1.114 1.920 1.888 32 603 239 L. Rangæinga 989 1.494 1.669 -175 688 -12 E.sj. Slökkv.lm. Kef.flv. 880 1.200 1.232 -32 645 -79 L. blaðamanna 864 1.534 1.467 67 703 161 L. Mjólkursamsöl. 775 1.538 2.110 -572 1.235 -618 L. verkaf. í Grindavík 592 1.223 1.476 -253 592 -67 E.sj. stm. Olíuv. ísl. 498 696 787 -91 557 -90 L. bygg.iðn.m. í Hafnarf. 431 776 952 -176 469 -74 -86 -9% 16 L. framreiðslumanna 340 692 787 -95 228 -15 L. Arkitektaf. ísl. 242 430 475 -45 273 -31 Lífeyrissjóðir með ábv rgð launagreiðenda á skuldbindingum Miðað er við 2% vexti L. starfsm. ríkisins 22.191 45.643 185.939 -140.296 123.111 -100.920 -137.818 -74% -98.442 L. hjúkrunarkvenna 3.473 6.313 24.375 -18.062 13.359 -9.886 -17.536 -72% -9.360 L. stm. Reykjavíkurb. 1.798 4.014 20.555 -16.541 14.614 -12.816 L. stm. Kópavogsk. 762 1.151 2.405 -1.254 1.165 -488 E.sj. Hafnarfjarðark. 654 708 2.032 -1.324 998 -692 L. stm Akureyrarb. 652 1.022 3.403 -2.381 2.246 -1.642 L. Akraneskaupst. 516 654 1.682 -1.028 971 -536 *Flestar úttektirnar voru gerðar 1994 og 1995 en nokkrar eru frá 1992 og 1993.______________________HEIMILD: Skýrsla bankaeftirlits Seðlabankans um lifeyrissjóði 1995 bindingar. Áætlaður halli nemur þannig sex milljörðum króna eða rúmlega 10% af áætluðum áfölin- um skuldbindingum þessara sex lífeyrissjóða. Ragnar Hafliðason, aðstoðar- forstöðumaður bankaeftirlits Seðlabanka Islands, segir að staða lífeyrissjóða á almennum markaði hafi tekið stakkaskiptum á síðustu árum. Þessi halli sem enn sé á fáum sjóðum sé ekki mikill þegar litið sé til þeirra heildareigna sem um sé að tefla. Almennt séð sé staða sjóðanna góð, þó fjárhags- staða einstaka sjóðs kunni að þurfa nánari athugunar við. Hins vegar séu útreikningar á á fjár- hagsstöðu lífeyrissjóða flóknir og háðir mörgum fyrirvörum og staða þeirra getur því breyst talsvert frá einni tryggingafræðilegri úttekt til annarar. Ýmsum aðferðum beitt Sjóðir á almennum markaði hafa beitt ýmsum aðferðum til þess að bæta stöðuna, auk þess sem segja má að of mik- ið hafí verið gert úr erf- iðri stöðu þeirra fyrr á árum að ýmsu leyti. Sjóð- unum hefur fækkað og þeir stækkað að sama skapi, en fækkunin tekur nær eingöngu til sameignarsjóða á almennum markaði. Þannig hef- ur þeim fækkað úr 56 í 44 frá árinu 1991 til 1995 og fyrirsjáan- leg er fækkun um níu til viðbótar í ár og á næsta ári. Sjóðirnir verða þá 35 talsins, þar af 29 fullstarf- andi, sem er 40% fækkun á þessu árabili. Með þessu móti hefur ver- ið reynt að draga úr rekstrarkostn- aði sjóðanna og ná fram stærðar- hagkvæmni, auk þess sem breytt- ar aðstæður á fjármagnsmarkaði hér á landi hafa kallað á aukna sérfræðiþekk- ingu á fjárfestingum sem meiri líkur eru á að skapa aðstæður fyrir hjá stórum sjóði en litl- um. Enn má þó sjá dæmi um háan rekstrarkostnað sem hlutfall af árlega greiddum iðgjöldum, þótt rekstrarkostnaður lækki sem hlutfall af eignum, þar sem eignir sjóðanna aukast stöð- Hallinn 80% á Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins Navision Financials með því Microsoft* Windows’95 í Navision Financials, bókhalds- og upplýsingakerfinu, getur þú m.a. hannað eigin skjámynd og með auðveldum hætti sniðið það að þörfum fyrirtækis þíns. Navision Financials - reiknar með þér! Navision Flnancials er fýrsta viöskiptakerfið í heiminum sem viðurkennt er fyrir Windows 95 og hlaut gullverðlaun PC User. Allar nánari upplýsingar velta sdlumenn okkar. Umboðs- og dreifingaraöili: STRENGUR ÁRMÚLA7 . 105 REYKJAVÍK SÍMI 550 9000 • FAX 550 9010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.