Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR21. NÓVEMBER 1996 B 7 ugt. Þannig eykst rekstrarkostn- aður lífeyrissjóðakerfisins í heild um tæpar 40 milljónir króna milli áranna 1994 og 1995 í 691 milljón króna á sama tíma og kostnaður sem hlutfall af eignum lækkar úr 0,29% í 0,28%. Eins og fyrr var nefnt var einn- ig gripið til þess ráðs að skerða þau réttindi sem gefin höfðu verið fyrirheit um. Skerðingar voru mis- munandi eftir sjóðum, en algengt var að makalífeyrir væri skertur, þannig að hann væri í aðalatriðum bundinn því að eftirlifandi maki hefði börn á framfæri. Þá var elli- lífeyrisaldur í sumum tilvikum hækkaður, auk þess sem hætt var að miða lífeyrisgreiðslur við laun og þær verðtryggðar í staðinn miðað við lánskjaravísitölu. Þar sem laun hækka meira en verðlag þegar til lengri tíma er litið lækk- uðu skuldbindingar sjóðanna vegna þessarar breytingar. Þá hefur fjárstreymi til sjóð- anna aukist mikið á síðastliðnum áratug. Fram til ársins 1987 var einungis greitt til sjóðanna af dag- vinnulaunum og það er ekki fyrr en árið 1990 að farið er að greiða af öllum launum til lífeyrissjóð- anna, en eins og kunnugt er er verulegur hluti tekna launafólks á íslandi af yfirvinnu. Loks má nefna að eignir sjóðanna voru van: metnar og eru það raunar enn. í tryggingafræðilegum úttektum er ekki miðað við að ávöxtun eigna til langs tíma sé meiri en 3,5%, þó ljóst sé að sjóðirnir hafi tryggt sér mun hærri ávöxtun en það næstu ár og áratugi. Staðan batnar við endurmat Nærtækt er að taka dæmi um bætta stöðu lífeyrissjóðanna úr nýútkominni skýrslu bankaeftirlits Seðlabanka íslands um rekstur líf- eyrissjóðanna á árinu 1995. Ef fyrst eru skoðaðir þeir sjóðir þar sem enn vantar talsvert upp á að eignir standi undir skuldbinding- um og litið til stærstu sjóðanna er hallinn mestur á Lífeyrissjóði sjómanna, Lífeyrissjóði bænda og Samvinnulífeyrissjóðnum. Jöfnuð- ur í prósentum af áföllnum skuld- bindingum er neikvæður um 27% hjá Samvinnulífeyrissjóðnum og 20% hjá lífeyrissjóðum bænda og sjómanna. Þessar niðurstöður eru samkvæmt tryggingafræðilegum úttektum sem gerðar eru árin 1994 og 1995 og miðast við 3,5% ávöxtunarkröfu á eignum sjóð- anna. Þegar verðbréfaeignin hefur verið endurmetin, vegna þess að verðbréfaeign sjóðanna ber í reynd talsvert hærri vexti en 3,5% til langs tíma, minnkar þessi halli og jöfnuðurinn verður neikvæður um 14% hjá Samvinnulífeyrissjóðnum, 12% hjá Lífeyrissjóði bænda og 7% hjá Lífeyrissjóði sjómanna. Fram kemur í skýrslunni varð- andi Lífeyrissjóð bænda að tekið hefur verið tillit til áætlaðra tapa á kröfum vegna Emerald Air sem mynduðust á árinu 1995 og á hlut- afé í Activa hf. sem keypt voru 1994, saintals að upphæð 106 milljónir króna. Þá kemur til dæmis fram að stærsti sjóðurinn, Lífeyrissjóður verslunarmanna, á samkvæmt tryggingarfræðilegu mati, sem gert var í fyrra, rúma 3,7 millj- arða króna umfram áfallnar skuld- bindingar og tæpan einn milljarð króna umfram heildarskuldbind- ingar sem er um 1% af heildar- skuldbindingum. Verðbréfaeign þessa sjóðs hefur ekki verið endur- metin. Ef við lítum hins vegar til Sameinaða lífeyrissjóðsins sem um síðustu áramót var fjórði stærsti sjóðurinn með eignir upp á tæpa 17,7 milljarða er hallinn á honum 7% miðað við heildarskuldbinding- ar. Þegar höfuðstóll sjóðsins hefur verið endurmetin snýst hins vegar dæmið við og sjóðurinn á 1,5 millj- arða umfram heildarskuldbinding- ar eða sem nemur 6%. Með sama hætti á lífeyrissjóður rafiðnaðar- manna 12% umfram heildarskuld- bindingar þegar höfuðstóll hefur verið endurmetinn og sama gildir um Eftirlaunasjóð Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna. Sú spurning vaknar hvort eign- ir einhverra þessara sjóða séu svo miklar umfram skuldbindingar að ástæða sé til að auka réttindi sjóð- félaga frá því sem nú er, en ákvæði þar að lútandi er að finna í nýjum samningi Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambands ís- lands um lífeyrismál. Þar segir að leiði tryggingafræðileg athugun, sem gera ber árlega, í ljós að eign- ir sjóðsins séu umfram skuldbind- ingar miðað við viðurkenndar tryggingafræðilegar forsendur og að teknu tilliti til eðlilegra varúðar- sjónarmiða skuli stjóm sjóðsins, að höfðu samráði við tryggingar- fræðing, gera tillögur til ársfundar um hækkun lífeyrisréttinda. Með sama hætti er skylt að skerða líf- eyrisréttindin leiði trygginga- fræðileg úttekt í ljós að eignir standi ekki undir skuldbindingum. Hallinn 131 milljarður króna Niðurstaða er hins vegar allt önnur þegar litið er til fjárhags- stöðu lífeyrissjóða opinberra starfsmanna og nemur hallinn á annað hundrað milljörðum króna samkvæmt fyrrnefndri grein í Hagtölum mánaðarins. Þar segir að áætlaðar áfallnar skuldbind- ingar 14 lífeyrissjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga nemi 166 milljörðum króna miðað við 2% ávöxtunarkröfu. Á móti koma áætlaðar endurmetnar eignir að upphæð 35 milljarðar króna og nemur hallinn því 131 milljarði króna eða 79% af áföllnum skuld- bindingum að meðaltali hjá þess- um 14 sjóðum. Svo dæmi séu tekin úr skýrslu bankaeftirlitsins um lífeyrissjóðina nemur hallinn á áföllnum skuld- bindingum 80% á Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og 70% á Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna þegar höfuðstóll hefur verið end- urmetin. Hallinn í prósentum af heildarskuldbindingum er 80% hjá Lífeyrissjóði starfsmanna Reykja- víkurborgar og 70% hjá Lífeyris- sjóði starfsmanna Akureyrarbæjar þegar litið er til lífeyrissjóða bæjarstarfsmanna. Þarna er í reynd um að ræða kröfu á ábyrgðaraðilann, annaðhvort rík- issjóð eða viðkomandi bæjarfélög sem standa þarf skil á þegar þess- ar lífeyrisskuldbindingar falla til. Nokkur dæmi um notendur Útvarðar | Morgunblaðið S Mjólkursamsalan I HardRockCafé > Síldarvinnslan í Neskaupstað z Vírnet, Borgarnesi KEA Kaupfélag Eyfirðinga Hafið samband og leitið tilboða hjá okkur HUGUR Hamraborg 12, 200 Kópavogur, sími 564-1230, fax 554-4498 heimasíða: www.hugur.is, netfang: tilbod@hugur.is Tölvustýrð tímaskráning ✓ Sjálfvirkur útreikningur á vinnutímum (dagvinna, yfirvinna o. s. frv.) ✓ Sveigjanlegar skýrslur yfir vinnutíma og Qarvistir ✓ Skráning meö strikamerktu korti eöa bankakorti ✓ Skráning skilaboða og fjarvista ✓ Verkskráning og vaktaskráning ✓ Bein tenging viö launa- og verkbókhald ✓ Fjölbreyttir möguleikar, t.d. dyraopnun og bjöllustýring Miaosoft midowi Þau fylgjast með timanum og nota Útvörð „Með notkun Útvarðar fæst gott yfirlit yfir mætingar og fjarvistir, sem auðveldar allan launaútreikning. Kerfið er einfalt í notkun og skilar þeim upplýsingum, sem við óskum eftir. Þess vegna var engin spurning um að bæta við Útverði í nýju verslunina okkar í Kringlunni." - Helga Þóra Árnadóttir, skrifstofustjóri, versluninni Sautján

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.