Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ H VIÐSKIPTI Tillögur komnar fram um aðskilnað fjögurra höfuðþátta raforkukerfisins og frelsi í orkuvinnslu Rafmögnuð sam- NEFNDIN var skipuð af viðskipta- og iðnaðarráðherra síðastliðið vor til að koma með tillögur um helstu atriði sem hún teldi að ættu að liggja til grundvallar við endur- skoðun raforkustefnu. Nítján manns áttu sæti í nefndinni en hún skilaði áliti í síðasta mánuði. I skýrslu nefndarinnar segir að núverandi skipan raforkumála hafi um margt reynst vel. Raforkukerf- ið standi á traustum grunni, sé tæknilega mjög gott og notendur búi við mikið afhendingaröryggi. Hins vegar hafi talsmenn sumra greina atvinnulífsins haldið því fram að ósveigjanleiki ríki í gjald- skrárstefnu orkufyrirtækja, jafnt í heildsölu sem smásölu. Gagnrýni hafí komið fram hjá rafveitum um heildsöluviðskipti með rafmangn. Einnig hafi því verið haldið fram að skýrari skil ættu að vera á milli stóriðju og almennra not- enda. Þá hafí verið staðhæft að verðlagning raforku sé ekki í sam- ræmi við framleiðslukostnað og að um offjárfestingu og óhag- kvæman rekstur sé að ræða í orku- geiranum. Nefndin álítur að mikilvægt sé að móta framtíðarskipan raforku- mála hérlendis á grunni þess, sem vel hafi tekist á þessu sviði um leið og sjálfsagt sé að notfæra sér reynslu og rannsóknir annarra þjóða í þessum efnum. Er þá ---------- einkum átt við framfarir í öðrum löndum, sem hafa falið það í sér að markaðsöflin hafa verið virkjuð í því skyni að _____ auka hagkvæmni í raf- orkubúskapnum. Nefndin telur að Ráðgjafanefnd um framtíðarskipan orkumála telur að virkja þurfí markaðsöflin í því skyni að auka hagkvæmni í raforkubúskapnum hérlendis. Hún álítur aðskilnað vinnslu, fiutn- ings, dreifíngar og sölu á rafmagni vera nauð- synlega forsendu þess að samkeppni verði komið á í raforkumálum. Kjartan Magnús- son kynnti sér hugmyndir nefndarinnar og ræddi við Þórð Friðjónsson, formann hennar. Hann telur að markaðsvæðing í orkubúskap muni skila sér í lægra raforkuverði til not- enda í framtíðinni. Góð reynsla grannþjóða af markaðs- væðingu þessar markaðsumbætur eigi eink- um að snúast um þrennt: 1. Skipulagsumbætur. 2. Breytingar á eignarhaldi og starfsskilyrðum. 3. Eftirlit með gæðum og verð- lagningu. í skýrslunni er lagt til að raf- orkubúskapurinn verði endur- skipulagður á núverandi grunni með markaðssjónarmið að leiðar- ljósi í vinnslu og sölu raforku. Höfuðatriði sé að aðskilja vinnslu, flutning, dreifingu og sölu ork- unnar ásamt því að gefa vinnslu raforku og sölu fijálsa í áföngum. _______ „í tengslum við slíkar skipulagsbreytingar mælir jafnframt margt með því að hlutafélags- formið taki við af núver- andi rekstrarformi. Þannig yrði meðal ann- dregið úr áhættu hins opin- ars bera af fjárfestingu í orkuvinnslu vegna stóriðju. Jafnframt minnk- aði áhætta heimila og almenns atvinnurekstrar vegna slíkra fjár- festinga,“ segir m.a. í skýrslunni. Handhægar litlar Ijósrltunarvélar 12 eintök á mínútu Verö trá: 77.000 aco Elsta tölvufyrírtæki á Islantli Markaðskerfi betra en miðstýring Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, var formaður nefndarinnar. Hann segir að nefndarmenn hafí í aðalatriðum verið sammála um þær meginlínur í framtíðarskipun orkumála, sem lýst er í skýrslunni, þótt áherslu- munur hafí verið á milli þeirra um útfærsluatriði. „Niðurstaða nefnd- arinnar byggist á þeirri skoðun að markaðsskipulag leiði að öllu jöfnu til meiri hagkvæmni en mið- stýring. Orkubúskapurinn hér á íslandi ætti ekki að vera nein und- antekning en það er staðreynd að markaðssjónarmið hafa átt erfitt uppdráttar innan hans,“ segir Þórður. Hann minnir á að á síðastliðnum árum hafi verið gerðar margvís- legar umbætur í íslenskum þjóð- arbúskap, sem miðað hafí að því að auka samkeppni og styrkja grunn markaðsbúskapar. I því sambandi nægi að benda á mark- aðsákvörðun vaxta og gengis, fijálsa fjármagnsflutninga, hluta- bréfamarkaði og fískmarkaði. „Það er athyglisvert að íslending- ar voru í flestum tilvikum áratug eða jafnvel áratugum á eftir öðrum þróuðum Evrópuríkjum að hrinda þessum umbótum í framkvæmd, umbótum sem hafa falið í sér stór- felldar bætur á hagkerfinu. Mark- aðsvæðing raforkubúskaparins er þó skammt á veg komin í ýmsum Evrópulöndum og þar hafa íslend- ingar tækifæri til að vera samstiga öðrum þjóðum eða skömmu á eft- ir.“ En hvað knýr ísl jndinga til þess að breyta raforkustefnu sinni nú? .Tölvukjör Tolvur verslun heimilannd keppm framundan? Morgunblaðið/Golli „ERLENDIS hefur reynslan sýnt að samkeppni getur dregið verulega úr framleiðslukostnaði og sá sparnaður skilar sér á endanum til neytenda," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar og formaður ráðgjafanefndar um framtíðarskipan orkumála. Þórður segir engan vafa leika á því að tími sé kominn til breytinga frá miðstýringu til markaðar í raf- orkubúskapnum hér á landi. Innan nefndarinnar hafi menn verið sam- mála um þetta grundvallaratriði en skiptar skoðanir séu hins vegar um hversu hratt eigi að virkja markaðsöflin. „Rökin fyrir skipu- lagsumbótum eru margþætt en þau helstu eru ef til vill að mark- aðsskipulag hefur reynst betur en miðstýring enda hafa aðrar þjóðir góða reynslu af því að mark- aðsvæða raforkukerfið. Þá má benda á að um þessar mundir er orku- verð hærra en langtímajaðar- ur. Nefndin leggur til að þessum aðskilnaði verði komið á sem fyrst og a.m.k. ætti að skilja bókhalds- lega á milli þessara þátta um næstu áramót. Einkavæðing raforkufyrirtækja Orkuverð hærra á ís- landi en það þyrfti að vera Þórður segir að auk skipulags- breytinganna þurfí að kveða nánar á um eignarhald fyrirtækjanna og _________ starfsskilyrði greinar- innar. „Það er varla skynsamlegt framtíðar- fyrirkomulag að sami aðili eigi bæði flutnings- fyrirtækið og móti starf- skilyrði greinarinnar. kostnaður en af því má álykta að orkuverð sé hærra en það þyrfti að vera. Þessar breytingar ættu því ekki síst að snúast um að stuðla að hagræðingu og lækka raforkukostnað til notenda." - Hvaða breytingar þarf að gera að þínu áliti? „Mikilvægast er að hefja skipu- lagsumbætur innan raforkukerfis- ins með það að markmiði að koma á samkeppni innan þess. Forsenda slíkrar samkeppni er að skilja að fjóra höfuðþætti þess; vinnslu, flutning, dreifingu og sölu. Ástæð- an er sú að samkeppni verður ein- göngu komið á í vinnslu og sölu. A hinum tveimur sviðunum, flutn- ingi og dreifingu, ríkir náttúruleg einkasala og þar verður ekki hægt að koma við samkeppni í fyrirsjá- anlegri framtíð. Ef eðlileg sam- keppni á að ríkja verður að koma í veg fyrir að tilfærslur eigi sér stað milli þeirra sviða, sem sam- keppni mun ríkja á og þeirra sviða þar sem náttúruleg einokun ræð- Hagsmunir eigandans og neytand- ans eða þjóðarinnar þurfa ekki alltaf að fara saman. Ég tel að skynsamlegt væri að hlutur ríkis- ins í raforkufyrirtækjum yrði einkavæddur, þ.e. í Landsvirkjun og Rafmagnsveitum ríkisins. Með slíkum breytingum væri einnig hægt að ná því fram að ráðist yrði í virkjanaframkvæmdir vegna stóriðju á markaðsgrunni en ekki með ábyrgð opinberra aðila. Skýr stefna nauðsynleg Þórður segir að miklu máli skipti að framkvæma umræddar breytingar í skýrum áföngum. Stjórnvöld þurfi að taka á þessu máli með ákveðnum hætti og semja markvissa áætlun. „Um leið og tekin yrði ákvörðun um mark- aðsvæðingu raforkukerfisins þyrfti að kynna hana fyrir fram- leiðendum orku þannig að þeir gætu lagað sig að breyttum að- stæðum tímanlega. Lítil og óhag- kvæm fyrirtæki, sem framleiða dýra orku, yrðu t.d. að búa sig Tralla, la, la, li - je: Clónlistarkvöld í Tölvukjörum f (oll firnmtudagskvóld Fræðsláx & fjör í Tölvukjör / |f frá klnklun sjö til tío Við bjóðum þér að taka þátt í spennandi nýjung sem við köllum „Fræðsla & fjör í Tölvukjör". Verslunin verður opin til kl. 22:00 öll fimmtudagskvöld í vetur og ætlum við stöðugt að brydda uppá nýjungum og fræðsluefni fyrir áhugasama tölvunotendur. Láttu þig ekki vanta í fjörið! IKVÖLD! ( Bjarki Jónsson tónlistamaður kynnir öfluga tækni í tölvustuddri tónlist (Kynning á 'midi' hugbúnaði (^Fræðslá um allt sem snýr að 'midi' tónlist (Hljóðkort á tilboðsverði (Kynning á 'Cakewalk-studio' tónlistarhugbúnaði Faxafeni5 108 Reykjavík Sími 533 2323 Fax 533 2329 tolvukjor@itn.is Fræðsla & fjör í Tölvukjör - öll fimmtudagskvöld til kl. 22:00 Opið virka daga 12:00-18:30 fimmtudaga 12:00-22:00 og laugardaga 10:00-16:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.