Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA |lb*0iiiiMbiMfr 1996 HANDKNATTLEIKUR FIMMTUDAGUR21. NOVEMBER BLAÐ c Morgunblaðið/Kristinn Theódór velur Finnlandsfara TTheodór Guðfinnsson, landsliðsþjálfari kvenna- ¦ liðsins í handknattleik, hefur valið sinn fyrsta landsliðshðp, sem mun taka þátt í fjðgurra þjóða móti í Finnlandi 27, til 29. desember. Auk heimamanna og íslendinga verða Belgar með og annaðhvort landslið Hvita-Rússlands eða ítalfu. Landsiiðshópurinn er þannig skipaður: Fanney Kúnarsdóttii', Stjöniunni, og Helga Torfadóttir, Víkingi, markverðir. Aðrir leikmenn: Björk Ægis- dóttir, FH, Þórunn Garðarsdóttir, Fram, Auður Hermannsdóttir og Hulda Bjarnadóttir, Haukum, Anna Blöndai, ÍBA, Brynja Steinsen, KR, Nína Bjönisdóttir, Stiörnunni, Guðmunda Kristiáns- dóttir, Víkingi, Halia María Helgadóttir, Sola, Noregi, Svava Sigurðar dðttir, Eslö v, S víþjóð, og Ingibjörg Jónsdóttir, ÍBV. Fjórar stúlkur verða valdar til viðbótar í hóp- inn, eftir forleik landsliðsins gegn úrvai sliði - fyrir landsleik íslands og Danmörkur i HM karla, miðvikudaginn 27. nóvember. Tvær af leikreyndustu handknattleiksstúlkum iandsins, Guðný Gunnsteinsdóttir, fyrirliði Stiörn- unnar og Herdfs Sigurbergsdóttir, lciksf jórnandi liðsins, gefa ekki kost á sér í landsliðið. KA hafnaði boði FotexVeszprém FORRÁÐ AMENN ungverska liðsins Fotex V eszprém sendu KA-mönnum simbréf f gær og buðu þeim að leika báða lcikina í Evrópukeppni bikarhafa í Ungverjalandi. KA-menn eru ekki á þeiin buxunum og hafa ákveðið að bjóða Ungverj- unum að leika báða leikina á Akureyri. Vilja ekki dómar- annísturtu ENSKUR knattspyrnudómari, hin 41 árs gamla Janet Freweings, er ekki vinsæl meðal eigin- kvenna leikmanna. Það er engin nýlunda að dóm- arar séu ekki vinsælir en ástæða óvinsælda Frew- eings er að hún skellti sér á dögunum f sturtu með leikmðnnunum eftir leik i Excter. Konur leikmanna eru óánægðar með þetta og talsmenn enska knattspyrnufélagsins segjast vita af þvf að búningsaðstaða sé ekki ails staðar til fyrirmyndar en benda á að það sé dómaranna og aðstoðar- manna þeirra að gera ráðstafanir til að komast f sturtu eftir leiki. FH-ingar biðu skip- brot í Safa- mýri FRAM komst í annað sæti 1. deildar karla í gærkvöldi eftir stórsigur á FH á heimavelli, 34:15. Eins og tölurnar gefa til kynna léku Framarar við hvurn sinn fíngur á sama tima og leik- menn FH vissu vart hvort þeir voru að koma eða fara. Að loknum leikjum kvöldsins er Afturelding í efsta sæti með 16 stig eftir 25:23 sigur á ÍR í Seljaskóla. Haukar lögðu ÍBV í hörkuleik í Hafnarfirði 26:23 og Grótta lagði Val á Nesinu 25:22. HK vann sinn annan leik á tíma- bilinu, tók Seifoss 27:23. A myndinni að ofan er Fram- arinn Daði Hafþórsson að sækja inn í vörn FH í leiknum í gær- kvöldi en Guðjón, Hálfdán og Sigurjón reyna að varna honum vegar. ¦ Leikirnir/C4-C5 TENNIS Agassi stóð ekki undir vænf ingum og hætti í HM Andre Agassi fékk góðar mót- tökur hjá áhorfendum á heimsmeistaramótinu í tennis í Hannover í Þýskalandi í gær en ánægja viðstaddra breyttist fljótt í óánægju og undir lok viður- eignarinnar við Pete Sampras var púað á kappann. Leikurinn stóð aðeins yfir í 48 mínútur en Sampras vann 6-2, 6-1. Skömmu síðar tilkynntu mótshaldarar að Agassi hefði dregið sig úr keppni vegna veik- inda og tæki Svíinn Thomas Enq- vist stöðu hans. Hann mætir Rúss- anum Yevgeny Kafelnikov í dag en Þjóðverjinn Boris Becker, sem á titil að verja, spilar við Sampras. „Ég var slappur og ekki tilbúinn að keppa," sagði Agassi, sem hef- ur verið magaveikur og með flensu undanfarna daga. „Það var ekki gaman að standa í þessu og áður en mótið hófst var ég að hugsa um að draga mig úr keppni." Um viðbrögð 12.000 áhorfenda sagði Agassi: „Ég get ekki ásakað þá. Eg lék ekki vel og mér leið verr en þeim." Michael Chang tapaði fyrir Ric- hard Krajicek í fyrstu umferð og varð að sætta sig við álíka úrslit í gær en þá vann Thomas Muster 6-4, 6-3. Tveir efstu úr hvorum riðli fara áfram í undanúrslit og varð Goran Ivanisevic frá Króatíu fyrstur til að tryggja sér þar sæti. Hann sigr- aði Thomas Muster í fyrrakvöld og tók Richard Krajicek 6-4 6-7 7-6 í gærkvöldi. ANDRE Agassl eftlr ófarirnar í gœrkvöldl. Reuter KNATTSPYRNA: LOKS SIGUR HJÁ RANGERS í MEISTARADEILDINNI / C8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.