Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR / UNDANKEPPNI HM Danir eru búnir að velja landsliðshópinn sem mætir Islendingum í HM Jörgensen kemur ekki til íslands SÖREN Haagen, landsllðsmarkvörður Dana, sést hér fagna eftlr að llð hans GOG hafðl lagt Virum-Sorgenfrí að velli, 26:19, á dögunum. Haagen lokaðl markinu fyrstu átta mín. lelksins og helmamenn skoruðu fyrstu fimm mörkin, 5:0. Þrír frá FRÍ dæma erlendis ULF Schefvert, landsliðsþjálf- ari Dana, er búinn að velja þá sextán leikmenn sem hann mun tefla fram gegn íslending- um f undankeppni HM, í Reykjavík 27. nóvember og í Álaborg 1. desember. Við verðum að fá minnst tvö stig út úr viðureignum okkar við íslendinga, til að gull- tryggja okkur rétt til að leika í heimsmeistarakeppninni í Japan á næsta ári. Það er mjög gott að eiga seinni ieikinn heima, fyrir hann vitum við hvar við stöndum og hvað við þurfum að gera, eftir að hafa leikið í Reykjavík," sagði Schefvert. Frank Jörgensen, sem leikur með Santander á Spáni, er kominn á ný í landsliðshóp Dana - var ekki í liðinu í leikjunum gegn Eist- landi og Grikklandi. Hann mun þó ekki geta leikið í Reykjavík, þar sem hann er að leika á sama tíma með liði sínu gegn Barcelona á Spáni. Þá valdi Schefvert Kasper Hvidt, markvörð Ajax, í landsliðs- hóp sinn þar sem Peter Nörklit, markvörður Virum-Sorgenfri, hef- ur verið meiddur og óvíst hvort hann verði orðinn klár fyrir leikina gegn Islendingum. Það eru því þrír markverðir í landsliðshóp Dana. Það getur farið svo að Kim Kell- er Christensen, sem er byijaður að leika með Virum-Sorgenfri á ný, eftir að hafa verið í herbúðum þýska 2. deildar liðsins HSG Nord- horn, komi með liðinu til íslands í stað Frank Jörgensen. „Kim Keller hefur verið meiddur á hendi, ef hann verður búinn að ná sér, mun ég teka hann með til íslands," sagði Schefvert. Sex leikmenn, sem eru í Iands- liðshópnum, leika með þýskum lið- um - einn er í hópnum, þó að hann hafí ekki leikið leik með Nett- elstedt. Það er Thomas Steen. „Ég hef not fyrir krafta Steens," sagði Sehefvert. Fimm leikmenn koma frá danska liðinu Virum-Sorgenfri, en annars er sextán manna landsl- iðshópur Dana skipaður þessum leikmönnum: Markverðir: Kasper Hvidt, Ajax, Sören Haagen Andreasen, GOG, Peter Nörklit, Virum-Sorgefri. Aðrir leikmenn: Nikolaj Jacob- sen, GOG, Lars Christiansen og Christian Hjermind, Flensburg, Ian Fog, Jeppe Sigfusson, Klavs Bruun Jörgensen og Mads Storgaard, allir Virum-Sorgenfri, Thomas Steen, Nettelstedt, Frank Jörgensen, Sant- ander, Claus Jacob Jensen, Dormag- en, Kasper Nielsen, Helsingör, Jan Paulsen, Gummersvach, Morten Bjerre, Hameln. Þess má geta að Ulf Schefvert hefur ákveðið að tefla eingöngu fram leikmönnum sem leika í Dan- mörku, á fjögurra þjóða móti sem verður í Svíþjóð í byijun janúar, þar sem auk Dana leika landslið Sví- þjóðar, Póllands og Egyptalands. ÞRÍR forystumenn Frjálsíþrótta- sambands íslands hafa verið skip- aðir í alþjóðleg dómarastörf erlend- is. Knútur Óskarsson, fram- kvæmdastjóri FRÍ ríður á vaðið; verður í yfirdómnefnd Evrópu- meistaramótsins í víðavangshlaup- um í Charleroi í Belgíu 15. desem- ber. Þorsteinn Þorsteinsson, gjaldkeri FRÍ, verður í yfirdómnefnd B-riðiis 1. deildar Evrópukeppninnar í byij- un júní á næsta ári, og þá verður Birgir Guðjónsson, formaður Laga- og tækninefndar FRÍ, dómari í Evrópubikarkeppni í íjölþraut, úr- vals- og 1. deild, í Oulu í Finnlandi 28. og 29. júní. Birgir hefur einnig verið útnefndur dómari við Miðjarð- arhafsleikana 14. til 17. júní og lyijaeftirlitsfulltrúi við úrvalsdeild Evrópubikarkeppninnar 1998. Mm FOLK ■ ÓSKAR Pétursson, sem leikið hefur með úrvalsdeildarliði Hauka í körfuknattleik er genginn til liðs við Breiðablik. Óskar er tvítugur tveggja metra hár og hefur aðallega leikið sem framheiji hjá Haukum. ■ FRANK de Boer, varnarmaður Ajax, verður frá keppni fram í jan- úar, eftir hann meiddist á ökkla á æfingu á þriðjudag. De Boer hefur verið fyrirliði liðsins í fjarveru Danny Blind, sem er meiddur. ■ ROY Hodgson, þjálfari Inter frá Mílanó, hafnaði boði um að gerast knattspyrnustjóri Black- burn en gerði þess í stað nýjan samning við Inter, sem gildir til 30. júní 1999. ■ HODGSON hefur verið að gera mjög góða hluti hjá Inter, sem er í efsta sæti á Italíu, hefur gengið vel í bikarkeppninni þar í landi og UEFA-keppninni. Hann var samn- ingsbundinn Inter til júní 1997. ■ TERRY Fenwick, knattspyrnu- stjóri Portsmouth, hugsar gott til glóðarinnar að tæknilegur ráðgjafi liðsins, Terry Venables sé orðinn landsliðsþjálfari Astralíu. ■ FENWICK telur að Venables geti bennt Portsmouth á ástralska leikmenn, sem liðið hefur not fyrir í framtíðinni. Skotar vilja ekki leika á Kýpur KNATTSPYRNUSAMBAND Skotlands hafnaði í gær til- lögu Knattspyrnusambands Eistlands um að landslið þjóð- anna mættust á Kýpur í und- ankeppni HM 11. febrúar. Leikurinn var settur á í Tall- inn 9. október sl. en var flaut- aður af og Skotum dæmdur 3:0 sigur þar sem heimamenn mættu ekki til leiks því tima- setningu hafði verið breytt á síðustu stundu. FIFA ógilti fyrri úrskurð og ákvað að flautað yrði til leiks á ný en vegna aðstæðna er ekki hægt að leika í Eistlandi í febrúar. Skotar sögðu að of Iangt flug væri til Kýpur og töldu ráðlegt að leikurinn yrði í Suður-Frakklandi, Portúgal, á Spáni eða Italíu en Eistlend- ingar völdu Azerbaijan sem annan valkost. Glímdu við spámenhina ENGLAND Árangur á heimavelli frá 1984 Ásgeir Logi m Þín spá 23. nóvember úrslit 1 Chelsea - Newcastle 5 3 2 14:10 1 1 2 x 2 T xl 2 2 Liverpool - Wimbledon 3 4 3 17:15 1 1 X 1 X 3 Middlesbro - Manch. Utd. 1 3 2 4:8 J 2 2 i 4 Leicester - Everton 2 13 8:8 X 2 1 x" 2 1 x" 2 5 Coventry - Aston Villa 5 1 4 13:11 2 1 2 1 6 West Ham - Derby 1 3 0 6:4 1 x 1 7 Sunderiand - Sheffield Wed. 0 10 0:0 X T 1 T 8 Southampton - Leeds 3 2 4 12:14 1 X 2 1 1 9 Crystal Palace - Wolves 2 3 1 8:7 1 2 i i :x 10 Manch. City - Tranmere 0 0 0 0:0 1 X 2 T 11 Reading - Q.P.R 0 0 0 0:0 1 X 2 1 x 1 12 Ipswich - Port Vale 4 0 0 13:4 1 1 1 X 13 Oldham - Oxford 3 1 0 10:1 Jll 2 1 L Hvers u margir réttir síðast:' >ft sigurvegari (vikur): ð marga rétta í heild: ðalskor eftir 11 vikur. VT-1 1 9 f /Yy~/x\ Hve c 1 5 | I 3 I I 6 I 1 Slagur spámannanna: Hva Ásgeir - Logi 8:7 fjfe | 89 \ | 82 | I 91 | 1 8,0 \ I 7,4 | % ÍTALÍA Árangur á heimavelli frá 1988 Ásgeir Logi 2* Þín spá 24. nóvember úrslit 1 AC Milan - Inter 2 2 4 6:9 1 X 2 1 X 2 1 X 2 2 Parma - Roma 4 1 1 10:6 1 2 1 1 3 Lazio - Sampdoria 4 2 2 15:12 1 X 1 X 2 1 4 Bologna - Atalanta 0 3 0 2:2 T 1 T 5 Cagliari - Napoli 2 2 2 5:4 1 2 X 2 1 X 2 6 Fiorentina - Piacenza 1 0 0 2:1 i 1 i 7 Perugia - Verona 10 1 6:6 1 1 1 X 8 Vicenza - Reggiana 0 0 0 0:0 1 1 1 9 Lecce - Ravenna 0 0 0 0:0 1 1 1 10 Foggia - Torino 12 1 2:3 1 X 1 X ‘1 X 11 Salernitana - Bari 0 0 0 0:0 1 X X 2 1 X 12 Brescia - Padova 10 1 2:3 1 1 1 13 Genoa - Chievo 1 0 0 3:1 1 1 x 1 x Hversu margir réttir siðast: nöi 1 9 f 1 9 | Hve oft sigurvegari (vikur): I 7 l I 4 | 1 2 1 ■ Slagur spámannanna: | Ásgeir - Logi 7:5 Hvað marga rétta i heild: I 99 | I 94 | 1 93 1 Meðalskor eftir 11 vikur: I 9;0 I l S,6j 1-gtlJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.