Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 5
4 C FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT HAIMDKNATTLEIKUR Handknattleikur Fram-FH 34:15 Framhúsið, íslandsmótið í handknattleik 1. deild karla, 9. umferð miðvikudaginn 20. nóvember 1996. Gangur leiksins: 1:0, 2:3, 5:4, 12:6, 17.10, 21:10, 21:11, 24:12, 29:13, 34:15. Mörk Fram: Oleg Titov 6, Magnús Arnar Arngrímsson 6, Sigurpáll Árni Aðalsteins- son 6/1, Daði Hafþórsson 3, Sigurður Guð- jónsson 3, Guðmundur Helgi Pálsson 2, Ámiann Þór Sigurvinsson 1, Halldór Magn- ússon 1. Varin skot: Reynir Þór Reynisson 15/2 (þaraf 4 tii mótheija). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk FH: Guðjón Ámason 4, Guðmundur Petersen 4/1, Knútur Sigurðsson 4/1, Hálf- dán Þórðarson 1, Lárus Long 1, Valur Am- arson 1. Varin Kot: Suk Hyung Lee 3 (þaraf 1 til móthetja), Jónas Stefánsson 2 (þaraf 1 til mótheija). Utan vailar: 2 mínútur. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur Haraldsson. Áhorfendur: 100. Haukar-ÍBV 26:23 íþróttahúsið Strandgötu: Gangur leiksins: 1:0, 1:2, 3:6, 7:8, 10:12, 13:13, 14:14, 15:14, 15:16, 17:16, 17:18, 20:20, 23:22, 26:23. Mörk Hauka: Petr Baumruk 10/5, Gústaf Bjarnason 4, Aron Kristjánsson 4, Rúnar Sigtryggsson 3, Þorkell Magnússon 2, Ósk- ar Sigurðsson 2, Jón Freyr Egilsson 1. Varin skot: Magnús Sigmundson 6 (þar af eitt til mótheija), Bjarni Frostason 2. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk ÍBV: Zoltan Belany 9/7, Svavar Vignisson 3, Sigurður Friðriksson 3, Davíð Hallgrímsson 2, Guðfinnur Kristmannsson 2, Erlingur Richardsson 2, Gunnar B. Vikt- orsson 2. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 18 (þar af sjö til mótheija). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Rögnvald Erlingsson og Stefán Arnaldsson voru mjög góðir, höfðu góð tök og létu leikinn ganga. Áhorfendur: Tæplega 300. ÍR - UMFA 23:25 íþróttahvs Seljaskóla: Gangur leiksins: 0:1, 3:1, 5:5, 8:7, 10:10, 10:14, 11:14, 11:15, 14.T5, 14:17, 16:20, 19:21, 23:25. Mörk ÍR: Ragnar Óskarsson 7/3, Ólafur Siguijónsson 5, Magnús Már Þórðarson 4, Jóhann Ásgeirsson 4, Matthías Matthíasson 2, Frosti Guðaiugsson 1. Varin skot: Hrafn Margeirsson 23 (þar af 8 til mótheija). Utan vallar: 8 mín. Mörk Aftureldingar: Bjarki Sigurðsson 6/2, Einar Gunnar Sigurðsson 4, Ingimund- ur Helgason 4, Páll Þórólfsson 4, Gunnar Andrésson 2, Lárus Sigvaldason 2. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 19 (þar af 5 til mótheija). Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Mjög slakir. Áhorfendur: 120. Grótta - Valur 25:22 íþróttahúsið Seltjarnarnesi: Gangur leiksins: 1:2, 2:5, 5:5, 7:7, 9:9, 11:11, 11:13. 12:14, 14:14, 17:15, 19:16, 21:18, 23:21, 25:22. Mörk Gróttu: Juri Sadovski 11/5, Róbert Rafnsson 3, Guðjón Valur Sigurðsson 3, Davíð Gíslason 3, Jens Gunnarsson 3, Haf- steinn Guðmundsson 1, Jón Örvar Kristins- son 1. Varin skot: Sigtryggur Albertsson 21/1 (þar af 8 til mótheija). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Vals: Skúli Gunnsteinsson 4, Jón Kristjánsson 4, Sveinn Sigfmnsson 4, Miho- ubi Áziz 2, Valgarð Thoroddsen 2, Daníel Snær Ragnarsson 2, Ari Allansson 1, Ingi Rafn Jónsson 1, Einar Örn Jónsson 1, The- ódór H. Valsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 8/1 (þar af 3 til mótheija), Örvar Rúdolfsson 5 (þar af 1 til mótheija). Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson voru harðir í horn að taka, en gerðu mistök eins og aðrir. Áhorfendur: Um 400. HK - Selfoss 27:23 Digranes Gangur leiksins: 0:1, 2:2, 8:4, 11:7, 14:11, 16:12, 21:14, 23:17, 23:20, 26:21, 27:23. Mörk HK: Sigurður Sveinsson 7/1, Guðjón Hauksson 6, Gunnleifur Gunnleifsson 4, Hjálmar Vilhjálmsson 4, Jón Bersi Ellings- son 3, Már Þórarinsson 2, Óskar Elvar Óskarsson 1. Varin skot: Hlynur Jóhannesson 18 (þar af 4 til mótheija). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Selfoss: Alexei Demidov 7, Björgvin Rúnarsson 6/3, Hjörtur Pétursson 4, Erling- ur Klemensson 3, Einar Guðmundsson 2, Sigfús Sigurðsson 1. Varin skot:Hallgnmur Jónasson 7 (þar af 1 til mótheija). Gísli Guðmundsson 2 (þar af 1 til mótheija). Utan vallar:4 mínútur. DómaranEgiil Már Markússon og Örn Markússon. Dæmdu prýðilega. ÁhorfendunUm 150. Fj. ieikja U J T Mörk Stig UMFA 9 8 0 1 241: 223 16 FRAM 9 5 1 3 212: 197 11 KA 7 5 0 2 198: 181 10 HAUKAR 8 4 2 2 199: 193 10 ÍBV 9 5 0 4 216: 211 10 STJARNAN 7 4 0 3 185: 173 8 FH 9 4 0 5 211: 237 8 SELFOSS 9 3 1 5 236: 250 7 GRÓTTA 8 2 2 4 188: 187 6 VALUR 9 2 2 5 198: 208 6 ÍR 9 2 1 6 216: 224 5 HK 9 2 1 6 204: 220 5 1. deild kvenna Haukar-Valur 30:18 íþróttahúsið Strandgötu, íslandsmótið - 1. deild kvenna, miðvikudaginn 20. nóvember 1996. Gangur leiksins: 3:1, 7:6, 9:6, 12:8, 13:9, 18:10, 23:12, 29:17, 30:18. Mörk Hauka: Hulda Bjarnadóttir 11, Thelma Ámadóttir 4, Auður Hermannsdótt- ir 4, Kristín Konráðsdóttir 3, Judit Eszterg- al 2, Harpa Melsted 2/1, Unnur L. Karls- dóttir 2/1, Hanna G. Stefánsdóttir 2/1. Varin skot: Sara Frostadóttir 10/1 (þar af 2 til mótheija). Vigdis Sigurðardóttir 4/1 (þar af 2 til mótheija). Utan vallar: 2 min. Mörk Vals: Sigurlaug Rúnarsdóttir 5/2, Sonja Jónsdóttir 4, Eivor Blöndal 4/2, Gerð- ur B. Jóhannsdóttir 3, Lilja Valdimarsdóttir 1, Dagný Pétursdóttir 1. Varin skot: Vaiva Drilingaite 18/2 (þar af 5 til mótheija). Utan vallar: 2 mín. Áhorfendur: 60. Dómari: Valgeir Ómarsson og Bjarni Viggósson. Fj. leikja U J T Mörk Stig HAUKAR 8 7 1 0 209: 132 15 STJARNAN 8 6 0 2 196: 145 12 VÍKINGUR 8 5 1 2 146: 133 11 FH 8 4 2 2 158: 150 10 KR 7 4 1 2 130: 137 9 FRAM 7 2 2 3 120: 122 6 l'BV 8 3 0 5 154: 178 6 IBA 9 2 2 5 169: 208 6 VALUR 8 1 1 6 125: 150 3 FYLKIR 7 0 0 7 127: 179 0 Bikarkeppni karla, 32-liða úrslit: KA - Víkinp-ur-h 31:16 ÍBV-b - Ármann 27:25 Þýskaland Massenheim - Schutterwáld 25:20 Hameln - Lemgo 24:26 Kiel - Dormagen 33:17 Flensburg - Magdeburg 25:19 Rheinhausen - Nettelstedt 20:20 • Lemgo er efst með 16 stig en síðan koma Flensburg, Kiel og Massenheim með 12 stig. Körfuknattleikur 1. deild kvenna UMFN- KR.....................50:66 KEFLAVIK- UMFG..............91:53 Fj. leikja U J T Mörk Stig KEFLAVÍK 5 5 0 0 441: 242 10 KR 5 4 0 1 344: 248 8 ls 5 4 0 1 309: 217 8 UMFG 5 2 0 3 346: 333 4 UMFN 5 2 0 3 263: 318 4 ÍR 6 1 0 5 254: 514 2 BREIÐABLIK 5 0 0 5 260: 345 0 NBA-deildin: Toronto - Seattle..............98:106 Cleveland - Atlanta.............73:63 Orlando - New York..............88:92 Houston - Minnesota............122:93 Milwaukee - Dallas.............100:97 Denver- Miami..................86:104 Portland - Sacramento...........92:90 ■Eftir framlengingu. Golden State - IA. Lakers......109:112 Evrópukeppnin C-RIÐILL Lyon, Frakklandi: Villeurbanne - Panathinaikos.....74:80 Delaney Rudd 27, Jim Bilba 15 - Frangis- kos Alvertis 25, John Amaechi 23, Nikos Ekonomou 15. Barcelona, Spáni: Barcelona - Ljubljana (Slóveniu).70:71 Knattspyrna Meistardeild Evrópu A-RIÐILL Glasgow, Skotlandi: Glasgow Rangers - Grasshoppers..2:1 (Ally McCoist 66. - vsp., 72. ) - (Jan Ber- ger 76.). 30.000. Amsterdam, Hollandi: Ajax - Auxerre..................1:2 ( Tijani Babangida 44.) - (Bernard Diomede 11., Steve Marlet 56.). 48.000. Staðan Grasshopper..........5 3 0 2 8:4 9 Ajax.................5 3 0 2 7:4 9 Auxerre................5 3 0 2 6:6 9 Glasgow Rangers........5 1 0 4 4:11 3 B-RIÐILL Búkarest, Rúmeníu: Steaua Búkarest - Atletico Madrid..1:1 (Sabin Ilie 51.) - (Milinko Pantic 23.). 8.000. Lodz, Póllandi: Widzew Lodz - Dortmund.............2:2 (Jacek Dembinski 15., 19.) - (Paul Lambert 13., Juergen Kohler 62.). 18.000. Staðan Atletico Madrid.......5 3 11 11:4 10 Borussia Dortmund.......5 3 1 1 9:5 10 WidzewLodz..............5 1 1 3 6:9 4 Steaua Búkarest........5 113 2:10 4 C-RIÐILL Manchester, Englandi: Manchester United - Juventus.......0:1 - (Alessandro del Piero 35. - vsp.). 53.529. Istanbul, Tyrklandi: Fenerbahce - Rapid Vín.............1:0 (Jes Hogh 75.). Staðan Juventus................5 4 1 0 9:1 13 Fenerbahce..............5 2 1 2 3:4 7 Man. United ...........5 2 0 3 4:3 6 RapidVín................5 0 2 3 2:10 2 D-RIÐILL Oporto, Portúgal: Porto - AC Milan...................1:1 (Edmilson Pimenta 70.) - (Edgar Davids 55.). 50.000. Þrándheimur, Noregi: Rosenborg - IFK Gautaborg..........1:0 (Bent Skammelsrud 66. - vsp.). 19.000. Staðan Porto.................5 4 1 0 10:4 13 ACMilan...............5 2 1 2 12:9 7 Rosenborg...............5 2 0 3 5:10 6 IFK Gautaborg...........5 1 0 4 7:11 3 England Úrvalsdeild: Liverpool - Everton................1:1 (Robbie Fowier 30.) - (Gary Speed 82.). 40.750. Staða efstu liða: Newcastle...........13 9 1 3 24:14 28 Liverpool...........13 8 3 2 23:12 27 Arsenal.............13 7 4 2 24:11 25 Wimbledon...........13 7 3 3 24:15 24 Chelsea.............13 6 5 2 22:18 23 Man. United.........13 6 4 3 24:19 22 Everton.............13 5 5 3 20:14 20 Tottenham...........13 6 2 5 14:11 20 1. deild: Charlton - Birmingham................2:1 Stoke - Wolves...................frestað Keila íslandsmótið 8. umferð: Fjórir leikir voru í 1. deild karla og sex leikir í 1. deiid kvenna. Óvæntustu úrslit kvöldsins voru þegar Þröstur sigraði Keiiu- landssveitina 6-2. Þrestirnir byijuðu mjög vel og í fyrsta leik léku þeir 850 á móti 707 pinnum keilulandssveitarinnar. Hæsta leik kvöldsins átti Halldór Ásgeirsson í Stormsveitinni, 257 og hann átti einnig hæstu seríu, 657 stig. Hæsta leik kvenna átti Karitas Sigurvinsdóttir, 223 í Keilu- systrum frá KFS. 1. deild karla: Keiluböðlar, PLS 4:4 Keilulandssveitin, Þröstur 2:6 Keilugarpar, Stormsveitin 2:6 Keflavík-a, ET 8:0 1. deild kvenna: Afturgöngurnar, Bomburnar 8:0 Flakkarar, Tryggðatröll 8:0 Keiluálfar, Keilusystur 2:6 2. deild karla: Spiiabræður, Keflavík-b 2:6 Sveigur, HK 0:8 Gammarnir, Stórskotaliðið 8:0 JP-Kast, Keiluvinir 8:0 Toppsveitin, Lávarðamir 0:8 Sveitamenn, Egilsliðið 6:2 2. deild kvenna: Ernir, Keilurnar 2:6 Kr, Skutlurnar 2:6 Íshokkí NHL-deildin: Ottawa - New Jersey..................1:2 Pittsburgh - St Louis................4:2 Tampa Bay - Los Angeles..............3:0 Toronto - Buffalo....................4:3 Washington - Boston..................2:2 Edmonton - Chicago...................4:4 Vancouver - Dallas...................2:0 íkvöld Körfuknattleikur Undanúrslit Lengjubikarsins Höllin: KR - Grindavík.....19 Höllin: UMFN- Keflavík.....21 1. deild karla: Kennaraháskóiinn: ÍS-Þór...20 Undankeppni bikarsins: Borgam.: Stafh.tung. - Snæfell.20 FELAGSLIF Herrakvöld Víkings Herrakvöld Víkings verður annað kvöld, föstudagskvöld, í félagsheimilinu Víkinni kl. 19.30. Bjarni Guðnason er veislustjóri. Ræðumaður kvöldsins er Þórarinn Eldjárn. Rósa Ingólfsson verður með gamanmál. Aðalfundur GOB Golfklúbbur Bakkakots, GOB, heldur aðal- fund sinn sunnudaginn 24. nóvemver kl. 14 í golfskála GOB. Félagsmenn eru hvattir til að mæta, léttar veitingar í fundarlok. Kærkominn HK sigur HK vann kærkomin sigur á Sel- fossi 27:23. Þetta var annar sigur liðsins í deildinni. Heimámenn í HK réðu lögum og **■■■■ lofum nánast allan Hörður leikinn og verð- Magnússon skulduðu sigurinn. Strákarnir hans Sigga Sveins hafa verið á mikilli uppleið að undanförnu og eru í raun mjög óheppnir að vera ekki með fleiri stig. HK gerði út um leikinn í byrjun síðari hálfleiks eftir að leitt í leikhléi 14:11. Staðan breyttist fljótlega í 21:14 og þrátt fyrir að gestirnir löguðu stöðuna í lokin var HK sigur aldrei í hættu. Nýi landsliðsmarkvörðurinn Hlynur Jóhannesson átti frábæran leik í marki HK, lokaði markinu oft á tíðum, reyndar má hann laga hjá sér sendingarnar en þær misfórust nokkrar. Sigurður Sveinsson hinn aldni þjálfari og leikmaður HK átti góðan dag, þó svo að snerpan hafi minnkað þá er leikskilningurinn enn á sínum stað og það er einmitt það sem marga unga leikmenn vantar í dag. Guðjón Hauksson átti góðan leik í horninu og Gunnleifur tók við sér í síðari hálfleik. Selfyssingar vilja eflaust gleyma þessum leik sem fyrst, leikur liðs- ins var í molum, engin leikgleði og efast má um að nokkur leikmað- ur hafi þurft að fara í sturtu eftir leikinn. Guðmundur Karlsson, þjálfari Selfyssinga hefur örugg- lega haft sitthvað að segja við sína menn eftir leikinn. Því með svona frammistöðu fer liðið beina leið niður. Einstefnu- aksturí Safamýri „ÉG veit ekki hvað ég að segja eftir svona lagað,“ sagði Guð- mundur Guðmundsson, þjálfari Fram, eftirað hans menn höfðu gjörsamlega kafsiglt FH í íþróttahúsi Fram við Safamýri, 34:15, og var það síst of lítill sigur. Er til efs að FH-ingar hafi fengið jaf n hryliilega útreið í 1. deiid karla, en þeir áttu sér ekki við- reisnar von í leiknum og hin sígilda líking við leik kattarins að músinni er ekki nógu sterk, slíkir voru yfirburðir drengjanna hans Guðmundar. Ivar Benediktsson skrifar Það var rétt á fyrstu mínútnum sem FH-ingar héldu í við Framara. Eftir það skelltu Fram- arar í lás í vörninni og létu kné fylgja kviði í sókninni. FH féll bókastaflega allur ketill í eld. Ekkert gekk í bitlausri sókninni þar sem Guðjón Árnason var eini maðurinn framan af sem reyndi að klóra í bakkann en mátti ekki við margnum. í þau skipti sem Framvörnin brást tók við traustur markvörður liðsins, Reynir Þór Reynisson, við. Stöðugt jókst mun- urinn á liðunum og ráðlausir leik- menn FH virtust oft og tíðum ekki vita hvort þeir voru að koma eða fara eða þá hvað þeir ættu til bragðs að taka. Er flautað var til hálfleiks var staðan 17:10 Hafi einhver gert sér vonir um að FH-ingum rénaði sóttin í sfðari hálfleik þá skjátlaðist þeim sama. Leikur þeirra versnaði ef eitthvað var og lengst af var um einstefnu að ræða þar sem virtist að eitt lið væri á vellinum. Fyrsta mark FH í síðari hálfleik kom eftir rúmar átta mínútur, annað eftir hálfa fjórtándu og það þriðja eftir 24 mínútur. Sóknarleik þeirra má frekar líkja við skrípaleik þar sem hann átti fátt skylt við handknatt- leik. Leikmenn gátu vart gripið né sent boltann frá sér skamm- laust og ekki bætti úr skák um miðjan hálfleikinn að Guðjón meiddist og kom ekki meira við sögu. Sóknarnýtingin í síðari hálf- leik var 18%. Varnarleikurinn var ijúkandi rústir einar og gilti einu hvaða afbrigðum var beitt, 6-0, 3-2-1 eða 5+1. Framarar voru ekkert á því að lina tökin og stigu þeir fast á bensíngjöfina allt til enda og niðurlæging FH-inga var algjör. ÍÞRÚm FOLK ■ HALLDÓR Ingólfsson úr Haukum lék ekki með gegn liði sínu gegn ÍBV í gærkvöldi vegna meiðsla. Líklega er liðþófi rifinn og það gæti að hann verði frá keppni í þrjár vikur. ■ ARNAR Pétursson, leikstjórn- andi ÍBV, lék heldur ekki með sínu liði gegn Haukum. Hann hefur misst úr tvo leiki vegna meiðsla en segist verða með í næsta leik enda „er erfiðara að horfa á en leika með,“ að hans sögn. ■ HAUKAR treystu ekki betur en svo á stuðningsmenn sína að þeir notuðu þijár trommur í leiknum gegn ÍBV í gærkvöldi. Það er við- tekin regla að hvert lið megi aðeins notast við eina trommu en sú regla gilti ekki í íþróttahúsinu við Strandgötu að þessu sinni. ■ LEIKMENN FH skoruðu ekki nema tvö mörk úr fyrstu tuttugu upphlaupum sínum í síðari hálfleik í gærkvöldi í viðureigninni við Fram, en alls skoruðu Hafnfirðing- ar fimm mörk í hálfleiknum úr tutt- ugu og sjö tilraunum. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 C 5 HAIMDKIMATTLEIKUR Morgunblaðið/Árni Sæberg ALEXANDER Arnarsson, leikmaður HK, stekkur hér inn af línunni í leiknum á móti Selfyssingum í gær. Hann náði reyndar ekki að skora í leiknum en liðið hans sigraði 27:23 og var þetta annar sigur HK í deildinni. Afturelding tryggði stöðu sína á toppnum Afturelding tryggði enn frekar stöðu sína á toppi 1. deildar karla í handknattleik í gærkvöldi með 25:23 sigri á ÍR ■■■■■ í Seljaskóla. Leikur- Skúli Unnar inn var æsispenn- Sveinsson an(jj 0g skemmtileg- skrífar ur> sérstaklega var gaman að fylgjast með markvörð- um liðanna sem voru í miklu stuði. En leikurinn hefði getað orðið enn skemmtilegri og jafnari ef dómar- arnir hefðu ekki haldið með öðru liðinu. ÍR-ingar byijuðu betur en gest- irnir náðu þó fljótlega yfirhöndinni en munurinn var aldrei mikill fyrr en undir lok fyrri hálfleiks. Þá gerðu Mosfellingar fiögur mörk í röð og komust í 14:10 og 15:11 í upphafi síðari hálfleiks. Fyrsta markið eftir hlé kom ekki fyrr en eftir sex mínútna leik. Heimamenn gerðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í eitt mark, 15:14, og fór um stuðningsmenn UMFA. Þá tóku dómararnir til sinna ráða. Þeir dæmdu eins og þeir hefðu aidrei séð íþróttina, aukaköst og vítaköst er IR-ingar önduðu í vörninni en sáu síðan ekk- ert athugavert hinum megin á vell- inum þó menn væru rifnir niður fram og til baka og stundum farið harkalega í andlit leikmanna ÍR. Aftureldingu tókst á þessum kafla að komast \ 20:16 og við þann munn réðu ÍR-ingar ekki. Vonandi geta þessir ungu dómar- ar lært af mistökum sínum í gær- kvöldi og staðið sig betur í framtíð- inni. Morgunblaðið/Kristinn ÞESSI mynd segir meira en mörg orð um stemmninguna í FH-liðlnu í síðari hálfleik gegn Fram í gærkvötdi. Gunnar Beinteinsson, þjálfarl FH, sat á hækjum sér og talaði fyrir daufum eyrum enda staðan löngu töpuð. Hart barist í Hafnarfírði H ART var barist í Haf narfirði í gærkvöldi þegar Haukarfengu Vestmannaeyinga í heimsókn. Leikurinn varð þó aldrei mjög grófur en nóg var af spennu og baráttu því jafnt var á nærri öllum tölum fram á síðustu mínútu en þá sigu Haukar framúr og unnu 26:23. Eyjamenn byijuðu betur og höfðu með ærinni fyrirhöfn nauma forystu allan fyrri hálfleikinn enda vantaði í liðið leik- stjómanda þeirra, Arnar Pétursson, sem er meiddur. Hauka vantaði Halldór Ingólfsson og áttu þeir oft í vandræðum með að klára sóknir sínar en það var oftast Petr Baumruk, sem tók það að sér. Vestmannaeyingar höfðu möguleika á að ná þriggja marka Stefán Stefánsson skrifar forskoti rétt fyrir leikhlé en með því að klúðra tveimur hraðaupp- hlaupum hvarf sú von og í leikhléi var staðan 14:14. Eftir hlé varð hlutskipti Eyja- manna að elta því Haukar náðu forystunni eftir sviptingar í byijun. Baráttan var mikil og Vestmanna- eyingar fengu tvö góð tækifæri til að komast yfir á ný en í óðagotinu fórust þeir möguleikar fyrir og Haukar komust í 25:23 þegar rúm mínúta var eftir. Það var því annaðhvort eða fyrir Vestmanna- eyinga en á síðustu mínútu innsigl- uðu Haukarnir sigurinn. „Við lékum ekki okkar besta leik og þetta var erfitt en gaman,“ sagði Gústaf Bjarnason línumaður Hauka eftir leikinn en Eyjamenn áttu í mesta basli með að halda honum. „Það var greinilegt að síð- ustu leikir sitja í okkur því við höfum spilað fjóra erfiða leiki á siðustu tveimur vikum en það tíma- bil er nú liðið.“ Vörn Hauka stóðst ágætlega, sóknarleikurinn var stundum langdreginn en Baumruk og Aron Kristjánsson tóku oftast af skarið. Sem fyrr segir hélt Gú- staf vörn ÍBV við efnið og í lokin skoraði Rúnar Sigtryggsson mikil- væg mörk. Vestmannaeyingar áttu góðan baráttuleik en klaufaskapur í nokkrum sóknum varð þeim dýr- keyptur. Baráttan var góð, skyn- semin yfirleitt í lagi, vömin vel á verði og í markinu átti Sigmar Þröstur stórleik með 18 skot varin. Það var hinsvegar greinilegt að liðið saknaði Arnars en Guðfinnur Kristmannsson leysti hlutverk hans oft ágætlega. Baráttujaxlinn Svavar Vignisson lét sem fyrr finna rækilega fýrir sér á línunni og var dijúgur fyrir liðið. Zoltan Belany var góður á vítalínunni. Kærkominn sigur Gróttumanna Gróttumenn stigu sigurdans á Sel- tjarnarnesi í gærkvöldi í takt við nýtt Gróttulag eftir sigur á Val, 25:22. Edwin Rögnvaldsson skrífar Seltirningar fóru sér hægt í upphafi, en sigldu framúr gestun- um í síðari hálfleik og sigruðu næsta örugg- •ega. Valsmenn skoruðu fyrsta mark leiksins og höfðu forystuna nær allan fyrri hálfleikinn með nokkrum hléum. Hornamenn Vals, þeir Valgarð Thor- oddsen og Sveinn Sigfinnsson, voru atkvæðamestir fyrstu mínúturnar þeg- ar gestirnir náðu þægilegri þriggja marka forystu. Gróttumenn tóku þá leikhlé og minnkuðu muninn hægt og bítandi. Valsmenn höfðu samt sem áður forystu í leikhléi, 13:11. Juri Sadovski var afkastamikill í fyrri hálfleik, en þá skoraði hann sex mörk og hélt liði sínu uppi þegar sóknarleik- ur þess dofnaði. Sigtryggur Albertsson var traustur á milli stanganna og Guð- jón Valur Sigurðsson lét að sér kveða í hraðaupphlaupum. Skúli Gunnsteins- son vann vel á línunni fyrir Valsmenn og skoraði þijú mikilvæg mörk í fyrri hálfleik. Tvö þeirra skoraði hann þegar heimamenn gerðu sig líklega til að taka völdin og átti hann mikinn þátt í forskoti Vals í leikhléi. Sadovski fór geyst í upphafi síðari hálfleiks og Grótta jafnaði metin snemma. Þeir tóku síðar forystuna og höfðu tveggja til þriggja marka forskot allt til leiksloka. Valsmenn fóru illa með sóknir sínar - gerðu töluvert mik- ið af mistökum og Sigtryggur varði mjög vel. Þeir töpuðu leiknum fyrst og fremst á fyrstu sjö mínútum síðari hálfleiks þegar þeir skoruðu aðeins eitt mark. Þeir reyndu ýmist að taka Sadovski úr umferð eða hafa sérstak- lega auga með honum, en það dugði skammt. Davíð Gíslason og Róbert Rafnsson léku vel í síðari hálfleik ásamt línumanninum Jens Gunnarssyni og skoruðu mikilvæg mörk þegar Sadovski var upptekinn við að hrista varnarmenn Vals af sér. Sigtryggur Aibertsson, markvörður Gróttu, varði 21 skot og átti stóran þátt í sigrinum. „Það var kominn tími til að sigra því við erum búnir að tapa mörgum leikjum. Við fengum vænan skammt af skömmum í leikhléi og hann dugði ágætlega í þetta sinn(“ sagði Sigtryggur í leikslok. Létthjá Haukastúlkum Stefán Stefánsson skrífar Valsstúlkum tókst að þrauka fram í síðari hálfleik er þær heimsóttu topplið Hauka í íþrótta- húsið við Strand- götu í gærkvöldi. Eftir hlé tóku Hafn- firðingar leikinn í sínar hendur og unnu 30:18. Haukastúlkum tókst ekki að stinga unga og spræka gesti sína af og staðan í leikhléi var 13:9 en þó hafði Valur klúðrað þremur hraðaupphlaupum. Eftir hlé tóku Haukar Gerði B. Jóhannesdóttur, besta leikmann Vals, úr umferð og þar með var ballið búið. Hauk- ar tóku öll völd á vellinum og skor- uðu 16 mörk á móti 5 fyrstu tutt- ugu mínúturnar. Haukastúlkur voru lengi í gang en sýndu svo mátt sinn. Hulda Bjarnadóttir úr Haukum var í miklum ham og gerði ellefu mörk með góðum stuðningi félaga sinna. Sara Frostadóttir kom í markið eftir hlé og varði ágætlega og Judith Esztergal, Thelma Árna- dóttir og Kristín Konráðsdóttir gerðu góða hluti. Valsstúlkur börðust vel framan af en áttu við ofurefli að etja. Vaiva Drilingaite markvörður stóð sig best en hún varði 18 skot, þar af tvö vítaskot. Gerður var góð á meðan hún lék lausum hala og‘ Sonja Jónsdóttir og Sigurlaug Rún- arsdóttir voru ágætar. Minna sást til Eivor Pálu Blöndal í línunni, enda í strangri gæslu. Það var at- hyglisvert að Haukar skoruðu 30 mörk og markvörðurinn varði 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.