Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA WttocgmMifáb 1996 HANDKNATTLEIKUR FÖSTUDAGUR22. NÓVEMBER BLAÐ C Tilbúnir í slaginn Morgunblaðið/Kristinn ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari f handknattlelk, og Örn Magnússon, framkvæmdastjóri HSÍ, vonast eft- Ir góðum úrslltum í nœstu viku. „Við verðum að slgra f þessum leik og ná öðru stlginu úr síðarl leiknum ef við ætlum okkur efsta saetlð," sagðl Þorbjörn. „Þetta er stórlelkur og slgur í honum sklptlr skðpum. Vlð þurfum því á stuðnlngl áhorfenda að halda og vonandl nium vlð að fylla Höllina," sagðl Örn. Heimir skrifaði undir samning til þriggja ára við KR-inga HEIMIll Guðjónsson, landsl- iðsmaður úr KR, skrifaði í gæv undir samning til þriggja ára við KR-inga. „ Já, ég er búinn að semja við KR og verð hjá félagimi næstu þrjú árin. Reyndar er endur- skoðunarákvæði í samningn- um eftír tvð ár. Nú erþetta loksins í höfn og þungu fargi af mér lélt," sagði Heimir við Morgunblaðið i gær- kvöldi. „KR-hjartað slær enn i brjósti mér og ég hef metnað tfl að vera þátttakandi í því þegar KR hampar Islands bi karnum og vonandi gerist það á samningstunanum. KR hefur alia burði tíl að verða meistari enda margir góðir Ieikmenn í herbúðum félagsins. Við misstum af meistaratitl- inutu á siðustu stundu f haust og vonandi látum við það okkur að kenningu verða næsta sum- ar," sagði Heúnir. Breiðablik á móti bikarhöfum KA DREGIÐ var f 16-Iiða úrsiit bikarkeppni HSÍ í gær. Eftírtalin lið drógust saman og fær það Iið heimaleik sem fyrr er talið upp: Breiðablik - KA, ÍBV-b - FH, KR - Þór, Akur- eyri, Gr6tta-b - IR, KS/Stiarnan - Valur-b/KA-b, Selfoss - Valur, Grótta - Fram og Haukar - HK. Leikirnir f 16-liða úrslitum eiga að fara fram 29. desember. Suðurnesjamenn í 12. sæti á EM EVRÓPUKEPPNI félagsliða f golfi hófst f Alg- arve i Portúgal f gær og er Golfklúbbur Suður- nesja, sem er fullti-úi íslands, i 12. sæti af 22 ltð- um á 154 höggum en félagið f 4. sæti fór á 150 höggum. Frakkar eru efstir á 144 hðggum. Helgi Þórisson fór á 76 höggum, Örn Æ. Hjartarson á 78 höggum og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson á 85 hðggum. Mótinu lýkur um helgina en árang- ur tveggja efstu telur. íslendingar og Danir leika fyrri leik sinn í undankeppni HM í næstu viku Úrslitasætið í Japan í húfi ÍSLENSKA handboltalandsliöið mætir Dönum ífyrri leik liðanna íundankeppni HM íLaugardalshöll nk. miðviku- dagskvöld. Leikurinn er mjög þýðingarmikill fyrir bæði lið- in sem berjast um efsta sætið sem tryggir sæti á HM í Japan á næsta ári. íslendingar verða að vinna ætli þeir sér ef sta sætið í riðlinum því Danir haf a 8 stig og íslend- ingar 7. „Það er nánast allt f húfi fþessum leik og við gerum okkur fulla grein fyrir því. Við verðum að sigra í þessum leik og ná öðru stiginu úr síðari leiknum ef við ætlum okkur efsta sætið," sagði Þorbjörn Jensson, landsl- iðsþjálfari. Síðari leikur liðanna fer sfðan fram íÁlaborg annan sunnudag. Þorbjörn gerði eina breytingu á hópnum frá því í leikjunum á móti Eistlandi. Róbert Julian Duranona úr KA kemur inn fyrir Jason Ólafsson. „Það má segja að Duranona verði okkar leyni- vopn. Danir hafa ekki séð mikið til hans í leik. Ég hef fulla trú á því að við getum unnið Dani. Ég hlakka til leiksins, enda alltaf gaman að leika á móti Dönum," sagði Þorbjörn. Þorbjörn sagði að Danir væru með gott lið og væru m.a. sex leikmenn liðsins sem leika í Þýskalandi. Þar fer fremstur í flokki Claus Jacob Jensen, sem leikur með Dormagen, en hann er þriðji markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar. Hann hefur gert 48 mörk í sjö leikjum og ekkert þeirra úr vítaköstum. „Ég er búinn að skoða marga leiki Dana á myndbandi að und- anförnu og tel mig þekkja liðið og leikskipulag þess nokkuð vel. Það er ljóst að við þurfum að ná fram okkar besta leik ætlum við okkur sigur," sagði landsliðs- þjálfarinn. íslendingar hafa haft góð tök á Dðnum undanfarin ár. í síðustu 14 leikjum frá 1990 til 1996 hefur ísland unnið sjö, þrisvar sinnum hefur orðið jafntefli og fjórir leikir hafa tapast. Síðast mættust liðin í febrúar á þessu ári, í Lotto-keppninni í Noregi, og þá vann Danmörk 29:28. Fs- lenska liðið hefur ekki tapað fyr- ir Dönum í Laugardalshöll síðan 1985. Örn Magnússon, framkvæmda- stjóri HSÍ, sagði að leikurinn við Dani væri upp á líf og dauða fyr- ir HSÍ. „Þetta er stórleikur og sigur í honum skiptir okkur sköp- um. Við þurfum því á stuðningi áhorfenda að halda og vonandi náum við að fylla Höllina," sagði Örn. Forsala aðgöngumiða á leikinn verður í versluninni Útilífi í Glæsibæ og á skrifstofu HSÍ í dag og verður haldið áfram á verslun- arti'ma fram til kl. 17.00 á mið- vikudag. Verði ekki uppselt flyst forsalan eftir það fram að leik sem hefst kl. 20.40 í Laugardalshöll. Miðaverð er 1.000 kr. fyrir full- orðna og 300 kr. fyrir börn 14 ára og yngri. Landsíids- hópurinn Markverðin Bergsveinn Bergsveinsson, UMFA (115) Guðmundur Hrafnkelsson, Val (246) Hlynur Jóhannesson, HK (0) Aðrír leikmenn: Konráð Olavson, Stjörnunni (136) Björgvin Björgvinsson, KA (13) Gústaf Bjarnason, Haukum (60) Geir Sveinsson, Montpellier (291) Dagur Sigurðsson, Wuppertal (64) Gunnar Berg Viktorsson, ÍBV (7) Júltus Jónasson, TV Suhr (228) Ólafur Stefánsson, Wuppertal (51) Bjarki Sigurðsson, UMFA (173) Ingi Rafn Jónsson, Val (9) Róbert Julian Duranona, KA (4) Patrekur Jóhannesson, Essen (117) Valdimar Grímsson, Stjörnunni (206) ¦ Geir Sveinsson hefur leikið alls 300 leiki í landsliðsbúningnum, þar af eru níu leikir sem ekki fást skráðir sem A-landsleikir. KÖRFUKNATTLEIKUR: KR OG KEFLAVÍK í ÚRSLIT /C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.