Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C tvguuHafeife STOFNAÐ 1913 269. TBL. 84. ARG. LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Chile hafn- ar Rokke STJÓRNVÖLD í Chile hafa neitað norska stórútgerðarmanninum Kjell Inge Rekke um veiðileyfi fyrir verk- smiðjuskipið American Monarch en það var smíðað sérstaklega með veið- ar Jsar í huga. I Chile hefur verið mikil og vax- andi andstaða við fyrirhugaðar veið- ar American Monarch en það er stærsta verksmiðjuskip í heimi og getur unnið úr 1.000 tonnum á dag. Pesquera Yalcho, samstarfsfyrirtæki Rokkes eða RGI, Resource Group International, í Chile bauðst til að úrelda þrjú skip til að greiða fyrir leyfisveitingu til American Monarch en að sögn .Reuters-fréttastofunnar var því hafnað. Sjómenn frá Chile, sem sækja á grunnslóð, halda því fram, að stóru verksmiðjuskipin séu að eyðileggja miðin við landið og græningjar hafa barist hart gegn American Monarch, sem þeir segja, að muni fara eins og logi yfir akur á miðunum. ? ? » Noregur úrlWC? Ósló. Morgunblaðið. NORÐMENN hafa varað Alþjóða- hvalveiðiráðið, IWC, við því að verði reynt frekar á þeim vettvangi að auka baráttuna gegn hvalveiðum muni þeir ef til vill segja sig úr ráð- inu. Gefið hefur verið í skyn að á árs- fundi IWC 1998 verði m.a. fjailað um framtíðarstefnu og verslun með hvalafurðir en ekkert hefur verið minnst á að ræða hvernig stjórna skuli nýtingu hvala sem auðlindar. Eru Norðmenn mjög ósáttir við þess- ar áhersíur, að sögn Káre Bryn, sem fer með hvalveiðimál fyrir ríkis- stjórnina. Verði ekki teknar ákvarðanir um nýtingu er ljóst að ekki verður hægt að uthluta Norðmönnum eða öðrum þjóðum veiðikvótum. Reuter Constantinescu tekur við Deilur harðna enn í Hvíta-Rússlandi Þingið hafnar samningi við Lúkasjenko Lúkasjenko RUMENSKA þingið var sett í gær í risastórri glæsihöll, sem Nicoleau Ceausescu, fyrrverandi einræðisherra, lét byggja í mið- borg Búkarest. Fulltrúadeildin mun siija þar og síðar er gert ráð fyrir að öldungadeildin flytji einnig í húsið, sem er 66.000 fer- metrar og í því um 3.000 salir, sumir á stærð við knattspyrnu- völl. Á fyrsta fundi fulltrúadeild- arinnar var kjör Emils Constanti- nescu sem forseta staðfest. Petre Roman, fyrrverandi forsætisráð- herra, verður forseti öldunga- deildarinnar og þar með næstur Constantinescu að völdum. For- sætisráðherra nýrrar ríkissljórn- ar verður Victor Ciorbea, vin- sæll borgarstjóri Búkarest. Moskvu, Mínsk. Reuter. ÞING Hvíta-Rúss- lands hafnaði í gær málamiðlun sem rússneskir ráða- menn höfðu fengið fulltrúa þess og forseta landsins, Alexander Lúkasj- enko, til að sættast á í deilum um þjóð- aratkvæði. Forset- inn hyggst biðja þjóðina um að kjör- tímabil hans verði framlengt og völd- in aukin. Lúkasjenko tjáði frétta- mönnum að hann myndi ráðfæra sig við Moskvustjórnina áður en hann ákvæði í dag frekari viðbrögð. Ákveðið var í samningnum að niðurstaða þjóðaratkvæðisins á morgun, sunnudag, yrði eingöngu ráðgefandi. Lúkasjenko hótaði þingmönnum að hann myndi neita að standa við samkomulagið ef þingið samþykkti það ekki sam- stundis og með minnst tveim þriðju- hlutum atkvæða. Fjórum sinnum var gengið til atkvæða, mikill hiti var í mönnum og um hríð slegist um hljóðnemann. Færri en 100 af 199 þingfulltrúum greiddu atkvæði með málamiðlun- inni sem var gagnrýnd harkalega og sögð tryggja sigur Lúkasjenkos er myndi geta mistúlkað hana til að hrifsa til sín enn meiri völd. Margir vildu láta einfaldan meiri- hluta duga, ella myndi forsetinn geta notað samþykktina sem rök- semd fyrir auknum forsetavöldum. Lúkasjenko fær full yfirráð nýrrar nefndar um stjórnarskrármál sem samkomulagið ¦ frá í gærmorgun kveður á um. Á hún að semja drög að nýrri stjórnarskrá. Kjarnorkuflaugar á brott Víktor Tsjernomýrdín, forsætis- ráðherra Rússlands, kom sam- komulaginu í kring snemma í gær- morgun eftir langa og stranga samninganótt í Mínsk. Lýsti Borís Jeltsín forseti mikilli ánægju með að Rússum skyldi takast aðsætta deiluaðila í grannríkinu. „Ég tel þetta mikinn sigur," sagði hann og taldi að hætta hefði verið á átökum vegna málsins. Síðdegis skýrði hvít- rússneskur embættismaður einnig frá því að síðustu kjarnaflaugar úr forðabúrum Sovétríkjanna gömlu hefðu verið fluttar til Rússlands, eins og kveðið er á um í alþjóðlegum afvopnunarsáttmálum. Margir hafa haft áhyggjur af því að kjarnavopn væru í höndum ráðamanna á borð við Lúkasjenko sem þykir óútreikn- anlegur stjórnmálaleiðtogi. Sendiherra Bandaríkjanna í Mínsk, Kenneth Yalowitz, sagði Ör- yggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÓSE, efast um lögmæti þjóðarat- kvæðisins. „Það sem hefur valdið okkur miklum áhyggjum er að stjórnarandstaðan hefur ekki fengið aðgang að fjölmiðlum og fundafrelsi hefur ekki verið virt," sagði hann. ¦ Vilja að Tsjúbajs/20 Afdráttarlaus yfirlýsing Helmuts Kohls Þýskalandskanslara Segir póli- tísk örlög sín velta á EMU Prankfurt. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, sagði á fundi bankamanna í Frankfurt í gær að pólitísk framtíð hans væri háð því að áætlanir Evr- ópusambandsins um einn gjaldmiðil næðu fram að ganga. Theo Waigel fjármálaráðherra sagði á flokksþingi CSU, systurflokks kristilegra demó- krata Kohls, í Munchen að stefnt væri að því að „marka leiðina fram á næstu öld með Helmut Kohl í broddi fylkingar". Þessar yfírlýsingar þykja bera því vitni hversu staðráðin stjórnmálafor- usta Þýskalands er í að tryggja að Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) komist á samkvæmt áætlun árið 1999. „Ég mun spyrða mín pólitísku örlög við stofnun evrópsks mynt- bandalags," sagði Kohl á Evrópu- þingi bankamanna. Kohl hefur löngum sagt að sam- eining Þýskalands og Evrópu „væru tvær hliðar á sömu mynt". Kristi- legir demókratar nota nú þetta orðalag þegar þeir tala um þýska markið og evró, hina fyrirhugðu Evrópumynt. Kohl sagði að Þjóðverjar mættu ekki verða eftirbátar annarra í að uppfylla skilyrðin fyrir EMU. Þeir Reuter KOHL er gagnrýndur fyrir aðhald í velferðarmálum til að Þjóð- verjar verði gjaldgengir í EMU. Hér sjást bankastarfsmenn í Frankfurt mótmæla fyrirhuguðum niðurskurði á launum vegna veikinda í gær. yrðu að ráðast á fjárlagahallann og rífa niður úrelt skipulag á vinnu- markaði. Stéttarfélög hafa gagnrýnt Kohl fyrir að mælast til aðhalds í velferðarkerfinu í því skyni að upp- fylla skilyrðin fyrir Efnahags- og myntbandalaginu. Kohl var spurður hvort áætlunin um EMU gæfi of lítið svigrúm, þrýsti á ríkisstjórnir að sýna of mikið að- hald í fjármálum og stefndi hag- vexti í hættu. Kanslarinn vísaði slíku tali á bug og sagði að umrædd ríki hefðu þurft að gi'ípa til þessara aðgerða burtséð frá áætlunum um að ganga í EMU. Geislavirkt efni hverfur Smyglað um Svíþjóð Stokkhólmi. Reuter. LÖGREGLAN í Stokkhólmi rann- sakar nú hvað hafi orðið af rúmu tonni af geislavirku efni, beryllium, sem hvarf úr vöruhúsi á Arlanda- flugvelli fyrir ári. Efnið kom að iík- indum frá Rússlandi um Eistland. Hægt er að nota beryllium til að búa til kjarnorkuvopn. Athugull vörubílstjóri kom sænsku lögregl- unni á sporið og sagði talsmaður hennar að haft væri samstarf við Interpol í málinu. Fundist hafa leifar af beiyllium á vörubretti þar sem tunnurnar með efninu voru geymdar. Þær áttu að fara til fyrirtækis í New Jersey í Bandaríkjunum með flugi, sam- kvæmt farmskjölum, en ekki er vit- að hvar þær höfnuðu. Talið er að einræðisherrar í þriðja heiminum reyni að komast yfir efni af þessu tagi til vopnagerðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.