Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR * Halldór Asgrímsson á flokksþingi Framsóknarflokksins Aukínn kaupmáttur verði nýttur til meiri spamaðar HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í yfirlits- ræðu sinni á þingi flokksins í gær að sparnaður þjóðarinnar væri of lít- ill og hann þyrfti að auka. Óhjá- kvæmilegt væri að gera ráðstafanir til að draga úr þjóðarútgjöldum með því að draga úr eyðslu og stuðla að spamaði í hagkerfinu. „Hlutur spamaðar af þjóðartekjum er nú um það bil 17% sem er of lítið. Árlega þarf að veija til fjárfestinga um 20% af þjóðartekjum til að bera uppi hagvöxt og standa undir nauð- synlegri endumýjun framleiðslutækja þjóðarinnar. Ef þetta á að geta gerst án þess að stofna til aukins viðskipta- halla þarf spamaður þjóðarinnar að vera a.m.k. jafn árlegri fjárfestingu," sagði Halldór og bætti við, að skyn- samlegt væri að nota hluta af auknum kaupmætti til að auka lífeyrisspam- að, draga þannig úr þenslu og styrkja um leið lífeyrissjóðina til að greiða hærri lífeyri síðar. Þá sagði Halldór að leita yrði nýrra leiða til að auka skilvirkni velferðar- kerfisins og ein þeirra væri sú að á ákveðnu tímabili yfirtaki lífeyrissjóð- skerfíð í vaxandi mæli hlutverk al- mannatryggingakerfisins og að hlut- verk ríkisrekna tryggingakerfisins verði fyrst og fremst að auka velferð öryrkja og annarra þeirra sem ekki eru færir um að sjá sér farborða. Þetta krefðist hins vegar aukins líf- eyrissparnaðar. Ekkert ofurverk 24. flokksþing Framsóknarflokks- ins hófst í gær á Hótel Sögu í Reykja- vík undir yfirskriftinni Framsókn í 80 ár, en flokkurinn á 80 ára afmæi á þessu ári. Halldór Ásgrímsson flutti yfirlitsræðu í gær og kom víða við. Hann íjallaði m.a. um heilbrigð- iskerfíð og sagði að hagkvæmt skipu- lag og rekstur heilbrigðisþjónustu í 260 þúsund manna þjóðfélagi ætti ekki að vera neitt ofurverk. Hann skoraði á alla sem að þeim málum koma að taka saman höndum og leita leiða til úrbóta í málum heilbrigði- skerfisins með þjóðarhag að leiðar- ljósi. Þá sagði Halldór brýnasta við- fangsefni á innlendum ij'ármála- markaði væri að treysta framtíðar- stöðu innlendra fjármálastofnana sem gætu veitt íslensku atvinnulífi alhliða banka- og fjármálaþjónustu á samkeppnisfæru verði. „Þetta þýð- ir með öðrum orðum minni vaxtamun og þar með lægri vexti en við búum við. Eins og skipulag þessara mála er nú, á að vera svigrúm til að byggja upp mun hagkvæmari einingar en raunin er. Að gera ríkisbankana að hlutafélögum er rökrétt skref í þessa átt, sem verður að hraða,“ sagði Halldór. Þá sagði hann óhjákvæmilegt að semja lög um starfsemi lífeyrissjóða sem þyrfti að miða að því að tryggja sem best öryggi í starfsemi þeirra, hagkvæmni í rekstri og samkeppni milli sjóðanna. Hafa yrði að leiðar- ljósi hagsmuni lífeyrisþega og eigenda sjóðanna og kveða á um grunntrygg- ingavemd sjóðfélaga. Skýr ákvæði yrði að setja um val, hæfni og ábyrgð stjómenda og lögin yrðu að setja ramma um fjárfestingarstarfsemi líf- eyrissjóðanna én gera jafnframt ráð Morgunblaðið/Árni Sæberg INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra í pontu. Guðmund- ur Bjarnason varaformaður flokksins og Halldór Ásgrímsson, formaður, hlýða á. ÍSÓLFUR Gylfi Pálmason alþingismaður ræðir við Vilhjálm Hjálmarsson frá Brekku, fyrrverandi þingmann og ráðherra. Drífa Sigfúsdóttir, forseti bæjarsljórnar Reykjanesbæjar, og Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður, hafa einnig margt að ræða. fyrir vaxandi þátttöku þeirra í fjár- mögnun íslensks atvinnulífs. Gott stjórnarsamstarf Halldór ijallaði um ríkisstjórnina og stjórnarsamstarfið við Sjálfstæð- isflokkinn og sagði það hafa verið eðlilegt og í samræmi við úrslit kosn- inga. Hann sagði trúnað hafa ríkt innan ríkisstjórnar í öllum störfum þannig að samstarf innan hennar væri með besta móti og það skapaði stöðugleika og traust á störfum hennar. Hann sagði að þingmenn og ráð- herrar Framsóknarflokksins gætu verið stoltir af árangrinum sem náðst hefði í stjórnarsamstarfinu. Ástand í efnahagsmálum þjóðarinnar væri með besta móti, gert væri ráð fyrir 3.000 nýjum störfum á þessu ári og útlit fyrir að markmið flokksins um 12.000 ný störf fyrir aldamót gæti náðs. Takist okkur jafnframt að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu á næstu árum má gera ráð fyrir að kaupmáttur fjölskyldna geti aukist að meðaltali um 15-16% fram til ársins 2000,“ sagði Halldór. Ný tálsýn vinstri flokka Formaður Framsóknarflokksins fjallaði einnig um sameiningarvið- ræður vinstri flokka, sem hann sagði að mætti líkja við stefnumót við for- tíðina í ijósi sögu þessara flokka. Þeir ættu það sameiginlegt, að Kvennalista undanskildum, að hafa barist fyrr á tíð fyrir hugmynda- fræði sósíalisma og kommúnisma en hugsjón þeirra hefði reynst tálsýn og hugmyndafræðin rökleysa. Flokkarnir hefðu síðan, misfljótt þó, breytt um stefnu og málflutning þó enn eimi eftir af vissum kreddum og fordómum og í mörgum málum væri grundvallarágreiningur milli flokkanna. „í Ijósi fortíðar þeirra og ríkjandi ágreinings þeirra í milli er sameiningarhugmynd þeirra dæmd til að mistakast. Þeir munu því aldr- ei verða nýtt afl í íslenskum stjórn- málum. Það er aðeins ný tálsýn," sagði Halldór Ásgrímsson. Halldór Asgrímsson fjallaði ítarlega um sjávarútvegsmál á flokksþingi Framsóknarfiokksins Handhafar aflaheimilda geta ekki treyst því að fá alla aukningu í sinn hlut „UMRÆÐA um sjávarútvegsmál hefur verið mikil í þjóðfélaginu á síð- ustu misserum. Það er mikilvægt að landsmenn ræði þessi rnál með opnum huga og af ábyrgð. Island er eyja í víðáttumiklu úthafi og auðlindir út- hafsins hafa löngum og munu um alla framtíð ráðandi um afkomu okk- ar þjóðar. Umgengni um auðlindirnar okkar, nýting þeirra verðmæta sem þær gefa af sér og stjóm okkar á þeim mun sennilega ráða mestu um afkomu barna okkar og barnabarna. Með sama hætti er og verður afkoma sjávarútvegsins afgerandi fyrir stöðu efnahagslífsins á hveijum tíma. Vegna þessara miklu áhrifa og hinna náttúrulegu sveiflna sem fylgja sjáv- arútveginum verður hagstjórn okkar óhjákvæmilega að taka mið af þess- um aðstæðum. Eftir endurtekna erf- iðleika í sjávarútvegi sem einkennd- ust af stækkandi flota og minnkandi afla, þá gripum við til þess ráðs að taka upp svokallað kvótakerfi með opinberri ráðstöfun aflaheimilda úr takmarkaðri auðlind. Ég fullyrði að þetta varð íslenskum sjávarútvegi til bjargar enda var til þess gripið með hagsmuni þjóðfélagsheildarinnar að leiðarljósi. Kvótakerfið hefur gerbylt sjávarútvegi Nú er það óumdeiit að þetta svo- kallaða kvótakerfi hefur gjörbylt ís- lenskum sjávarútvegi með því að stór- auka afköst og framleiðni í greininni og gert henni kleift að standa undir batnandi lífskjörum. En engin mann- anna verk eru þó þannig að ekki megi fínna á þeim einhveija galla. Svo er einnig með aflaheimildakerfið. Tvennt hefur verið fyrirferðamest í umræðunni. í fyrsta lagi gagnrýni á framsal aflaheimilda gegn greiðslu þar sem handhafar kvótanna hafa fengið slíkar greiðslur beint til sinna fyrirtækja og útgerðar. í öðru lagi hefur verið til umræðu krafa um að veiðileyfagjald verði tekið upp fyrir aðgang að auðlind sem er sameign okkar allra, sameign þjóðarinnar. Umræðan um þessi mál hefur ver- ið heit en ekki að sama skapi mjög markviss. Ég vil byija á því að benda á að í raun má aðskilja þessi tvö mál, því veiðileyfagjald er algerlega óháð því hvort hér er kvótakerfi eða ekki. Þá er það sjónarmið réttilega áberandi innan sjávarútvegsins að þetta sama veiðileyfagjald sé ný skattheimta á sjávarútveginn án til- lits til afkomu hans. Þegar aflamarkskerfíð var tekið í notkun á sínum tíma, var framsal aflaheimilda algjör forsenda þess. Menn reyndu þá samhliða svokallað sóknarmarkskerfi sem reyndist illa og Ijóst er að með því skipulagi hefði aldrei verið hægt að ná þeim árangri sem nú hefur náðst. Framsóknar- flokkurinn hafði forystu um það á sínum tíma í samvinnu við aðra stjórnmálaflokka og hagsmunaaðila að gera veigamiklar breytingar á skipulagi sjávarútvegsins. Nú eru gerðar til okkar þær kröfur, sem við verðum að standa undir, að veija það skipulag sem við bárum mikla ábyrgð á að komið var á. En það eru líka gerðar til okkar kröfur um að hafa forystu um breytingar á núverandi skipan svo betri sátt geti ríkt um starfsemi þessarar mikilvægu at- vinnugreinar. En við megum aldrei gera breyt- ingar breytinganna vegna og megum aldrei undir nokkrum kringumstæð- um bijóta niður skipulag sem reynst hefur vel og hefur grundvallarþýð- ingu fyrir hagsæld og velferð allra landsmanna. Greiðslur fyrir aflaheimildir allt of háar Ég get samt verið sammála því að greiðslur fyrir aflaheimildir eru ailt of háar. Þær eru mun hærri en nokkurn gat órað fyrir í upphafi og ég hafði hugmyndaflug til að ímynda mér. Ef farið væri út í að banna þessi viðskipti, þ.e. framsal veiði- heimilda, væri það skref afturábak og hefði mjög alvarlegar afleiðingar fyrir sjávarútveginn og raunar þjóð- félagið í heild. Eg hef engar fullmót- aðar hugmyndir til úrbóta en ég tel samt að það séu nokkur atriði sem nauðsynlegt er að ræða. í því sam- bandi vil ég nefna einkum þijú. í fyrsta lagi hafa verið settar tak- markanir á úthlutun á aflaheimildum til þeirra aðila sem ekki nýta sér rétt sinn ár eftir ár. Það er að mínu mati nauðsynlegt að endurmeta þessi ákvæði í ljósi reynslunnar og leita leiða til úrbóta. í öðru lagi er skattaleg meðferð viðskipta með aflaheimildir fremur óljós. Ég tel að setja þurfi skýrari reglur um söluhagnað og afskriftir, þannig að eðlilegur tekjuskattur sé greiddur vegna þessara viðskipta í sameiginlegn sjóð. Varðandi önnur atriði þarf að leggja til grundvallar að auðlindir hafsins eru sameign þjóðarinnar sem eigendur fiskiskipa hafa til afnota í umboði þjóðarinnar. Því hlýtur ríkis- valdið ávallt að áskilja sér rétt til að hafa áhrif á skipan mála og endur- meta stöðuna í ljósi reynslunnar. Það verður ekki hjá því komist að ræða hvernig við getum haft áhrif á hið háa markaðsverð veiðiheimilda. Þar kann að vera nauðsynlegt að gefa það ótvírætt til kynna að hand- hafar þeirra geti ekki treyst því um alla framtíð að fá alla aukningu afla- réttinda í sinn hlut og það má vel hugsa sér að ríkisvaldið leigi hluta þeirra á sama markaði og útvegs- menn versla á. I þessu sambandi má nefna hluta af þeim aflaheimildum sem koma til úthlutunar úr norsk- íslenska síldarstofninum og ekki er sérstök veiðireynsla fyrir, mjög aukna rækju- og loðnuveiði og é.t.v. hluta af aukningu bolfiskafla síðar meir þegar við náum fiskistofnunum upp. Eg vil taka það skýrt fram að um það er full samstaða í stjórnarsam- starfinu, að standa vörð um grund- vallaratriði núverandi fiskveiðistefnu. En við erum jafnframt sammála um að það er nauðsynlegt að opin um- ræða fari fram og um kosti og galla þessa skipulags og leíðir til úrbóta. Svigrúm sjávarútvegs fer vaxandi Ég lít á það sem skyldu þeirra sem starfa í stjórnmálum að reyna að finna leiðir, í samvinnu við sjávarút- veginn, sem geta skapað meiri sátt um aflamarkskerfið og þar með tryggt framtíð þess. Eg geri mér grein fyrir því að margir útvegsmenn eru andvígir þeim hugmyndum sem hér eru viðraðar enda hafa þær sína galla. Hins vegar er ljóst að svigrúm sjávarútvegsins til að skila meiru til samfélagsins fer vaxandi. Sú mik'ia hagi'æðing sem þar hefur átt sér stað er að skila sér. Þann efnahagsbata þarf fyrst og fremst að nýta til að styrkja stöðu sjávarútvegsins og þar með bæta kjör fólksins í landinu. Með aukinni alþjóðavæðingu sjávarút- vegsins er hann að ná mjög miklum árangri á erlendri grund og jarðvegur er fyrir enn meiri sókn á því sviði. Þess vegna er afar mikilvægt að at- vinnugreinin hafi styrk til áframhald- ( andi sóknar. Framhjá þeirri umræðu og undir- ) öldu sem er í þjóðfélaginu í þessu j máli verður samt ekki litið og því tel ég skylt að ræða þessi mál opnum huga á flokksþinginu. Minnug þess að við búum í lýðræðisþjóðfélagi þar sem sérhver einstaklingur hefur mik- il áhrif. Við sem erum í forystu verð- um oft fyrir harðri gagnrýni frá sam- ferðamönnum okkar vegna þeirra ákvarðana sem við tökum. Við því er lítið að segja svo lengi sem við I trúum á það sem við erum að gera. | Ég er ekki í nokkmm vafa um að í i öllum meginatriðum hafa réttar ’ ákvarðanir verið teknar um fiskveiði- stjórnina á síðustu árum þótt lengi megi bæta um betur. Framvinda þessa máls mun að sjálfsögðu ráðast af frekari umræð- um og vinnu á vettvangi stjórnmála og hagsmunaaðiia í sjávarútvegi sem hafa haft mikil áhrif og eiga að hafa mikið áhrif á framvindu málsins. ) Stjórnarflokkarnir báðir hafa ábyrga i stefnu í málinu og það er full sam- staða milli flokkanna um meginsjón- ? armið. Ég tel enga ástæðu nú til að ræða um hugsanlega ráðstöfun tekna sem gætu komið af leigu ríkisvaldsins á veiðiheimildum. En ég vil í því sam- bandi benda á, að sveiflujöfnunar- sjóður í fiskveiðihagkerfi eins og okk- ar, er afar mikilvægur, til að styrkja gengi krónunnar og stöðugleikann i og þar með grundvöl! framfaranna, þegar áföll dynja yfir í okkar samfé- » lagi, sem við verðum að gera ráð j fyrir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.