Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 14
14 LAUGARbAGUR 23. NÓVEMBER 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Guðmundur Ölafur sem nýr eftir miklar endurbætur Morgunblaðið/Guðmundur Þór GUÐMUNDUR Garðarsson fyrsti stýrimaður, Maron Björnsson skipstjóri og Garðar Guðmundsson framkvæmdastjóri Garðars Guðmundssonar hf. sem á og rekur skipið. GUÐMUNDUR Ólafur ÓF 91 í heimahöfn í Ólafsfirði. Messur og samkomur AKUREYRARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli í safnaðarheimili kl. 11 á morgun. Guðsþjónusta kl. 14, séra Guðmundur Guðmundsson héraðs- prestur messar. Æskulýðsfundur kl. 17, farið út að borða eftir fund, fé- lagar taki með sér 500 krónur. Guðs- þjónusta á FSA kl. 17 á sunnudag. Biblíulestur í safnaðarheimiii kl. 20.30. GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur og bænastund verður í kirkjunni f dag, laugardag. Allir velkomnir. Pjöl- skylduguðsþjónusta á sunnudag kl. 11. Foreldrar hvattir til að koma með börnunum. Barnakór Glerár- kirkju syngur. Guðsþjónusta verður að Dvalarheimilinu Hlíð kl. 16. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Jóla- basar í dag kl. 15. Laufabrauð og kökur. Vöfflur og kaffi selt á staðn- um. Afmælishátíð Hjálparflokks í kvöld kl. 20. Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, samsæti fyrir heimila- sambandssystur kl. 15.30, samkoma í umsjá þeirra kl. 17. Krakkaklúbbur kl. 17 á miðvikudag, fyrir 6 ára og eldri, biblíulestur kl. 20.30. 11+ á fimmtudag kl. 17. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Sam- koma kl. 14 á morgun, vitnisburðir. Krakkaklúbbur fyrir 10 til 13 ára á þriðjudag kl. 17.30, safnaðarfundur kl. 20 á miðvikudag, krakkakbúbbur á föstudag kl. 17.15, unglingasam- koma kl. 20.30 á föstudagskvöld. Vonarlínan, sími 462-1210, símsvari með orð úr ritningunni. KFUM og K: Samkoma kl. 20.30. ræðumaður séra Guðmundur Guð- mundsson, samskot tekin til starfs- ins. Bænastund kl. 20. Allir vel- komnir. SJÓNARHÆÐ: Sunnudagaskóli á morgun, sunnudag, kl. 13.30 í Lund- arskóla. Almenn samkoma á Sjónar- hæð kl. 17. Ástjamarfundur á mánu- dag kl. 18 á Sjónarhæð. Unglinga- fundur á föstudag kl. 20.30 á Sjónar- hæð. Allir eru velkomnir. Skipið var lengt og burðargeta þess aukin Ólafsfirði. Morgunblaðið. LOÐNUSKIPIÐ Guðmundur Ólaf- ur ÓF 91 kom til heimahafnar í Ólafsfirði í vikunni, en það skipið hefur verið í Póllandi þar sem það var lengt um 8 metra og gerðar á því umfangsmiklar endurbætur. Með þessari lengingu eykst burð- argeta skipsins um 200 tonn, úr 600 tonnum í 800. Skipið er nú orðið 50 metrar að lengd. Endurbæturnar tóku ellefu vikur og voru gerðar í Gryf- ia skipasmíðastöðinni í borginni Szczecin sem er á landamærum Póllands og Þýskalands. Skipið var skorið í sundur í miðjunni og settur þar 6 metra bútur og þá var nýr skutur byggður sem lengdi skipið aukalega um 1,8 metra. Á skutinn var settur tog- búnaður og flottrollsbúnaður, þar með talin ný öflug flottrollsvinda. Þá var sett perustefni á skipið og skipt um stýrisvél. Nýtt járn er að stórum hluta í síðunum og fóru um 100 tonn af nýju járni í allt verkið. Lestarnar, sem eru þrjár, voru allar endurnýjaðar. Loks má nefna að ný austursskilja var sett í skipið en hún síar í sundur sjó og olíu. Með breytingunum stækk- uðu allir klefarnir neðan þilfars og voru endurnýjaðir. Þessar breytingar voru hannað- ar af Teiknistofu Karls G. Þór- leifssonar á Akureyri. Skipið var smíðað árið 1966 og fékk haffæriskírteini 9. nóvember sama ár, það má því segja að veg- lega sé haldiðupp á þrjátíu ára afmæli þess. Árið 1975 var skipið lengt og yfirbyggt og árið 1989 var nýr bakki smíðaður á það og einnig ný brú. Með þessum breyt- ingum, sem nú hafa verið gerðar á skipinu, er það orðið sem nýtt. Hætt að henda manni úr kojunni „Við erum mjög ánægðir með breytingarnar á skipinu, sjóhæfni þess hefur batnað og kom það mér mjög á óvart. Eg fann það á siglingunni heim að skipið veltur ekki eins og áður og er hætt að henda manni úr kojunni," sagði Maron Björnsson skipstjóri á Guð- mundi Olafi. Afkoma Kaupfélags Eyfirðinga kynnt á fundi Akureyrardeildar Landvinnslan tapar en útgerðin g’engnr vel „OKKUR þótti síðasta ári erfitt í vinnslunni, en í samanburði við þetta ár virðist það bara gott,“ sagði Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri Kaup- félags Eyfirðinga, þegar hann kynnti afkomu félagsins á fyrstu 8 mánuðum ársins á aðalfundi Akureyrardeildar KEA í vikunni. Hann sagði að þó frem- ur illa hafí árað í landvinnslunni gengi útgerðin vel og í heild væri rekstur á sjávarútvegssviði viðunandi. Tví- söngur SÖNGKONURNAR Signý Sæmundsdóttir og Björk Jónsdóttir ásamt píanóleikaranum Gerrit Schuil halda tónleika á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í Safnað- arheimili Akureyrar- kirkju á morgun, sunnu- daginn 24. nóvember kl. 17. Á ak, Haydn, Purcell, Rossini og efnisskránni eru einsöngs- og Strauss ásamt enskum og skosk- tvísöngslög eftir Brahms, Dvor- um þjóðlögum. Blaðberar Óskum eftir blaðburðarfólki til að bera út blaðið um leið og það kemur í bæinn. Kaupvangsstræti 1, sími 461 1600. Veita frystihúss féiagsins á Dalvík var rúmar 400 milljónir á tímabilinu sem er 2% samdráttur í veltu, en 4% samdráttur varð í veltu frystihússins í Hrísey sem var um 217 milljónir króna. Fram kom í máli kaupfélags- stjóra að verulegt tap væri á rekstrin- um, á Dalvík væri það meira en á sama tíma í fyrra en aftur minna í Hrísey. Stöðug vöruþróun er í gangi á frystihúsunum sem framleiða mikið í neytendapakkningar og hefðu margar prufur verið sendar utan. Vænti Magnús Gauti þess að meiri árangur yrði af starfinu strax á næsta ári. Hvað landbúnað varðar var velta í stórgripaslátrun um 140 milljónir og jókst milli ára, 29% samdráttur varð í veltu sláturhúss sem var um 92 milljónir. Velta mjólkursamlags var 792 milljónir og jókst um 3%, en um 25 milljóna króna velta var á rekstri mjólkurtankbíla og minnkaði um tæp 10%. Tap er á rekstri slátur- húss, en væntir kaupfélagsstjóri þess að reksturinn verði réttu megin við núllið í áramótauppgjöri. Afkoma mjólkursamlags er betri en í fyrra, en Magnús Gauti sagði að til lengri tíma litið væri ástæða til að hafa áhyggjur af samdrætti í mjólkur- framleiðslu í héraðinu. Mikið tap er á rekstri Hótels KEA og sagði Magnús Gauti svo hafa verið frá því í fyrrahaust. Hins vegar væri búið að grípa í taumana þannig að vonandi yrði ástandi betra á næsta ári. Velta á þjónustusviðinu var sam- tals 212,5 milljónir króna á fyrstu 8 mánuðum ársins, þar af velti Hótel KEA um 135 milljónum króna. Verslanir KEA veltu samtals um 2,4 milljörðum króna, þar af var veltan. í matvöruversluninni rúmur milljarður. Verslanir utan Akureyrar voru með samtals 508 milljón króna veltu, en fram kom í máli kaupfélags- stjóra að tap sé á rekstri allra útibúa félagsins. Hægt ætti að vera að reka verslanir í Ólafsfirði og Siglufirði án taps, en veikur grunnur væri fyrir verslunum í Grímsey, Hrísey og Grenivík. Velta í iðnaði á vegum félagsins var 391 milljón króna, 61 milljón í brauðgerð, 205 hjá Kjötiðnaðarstöð sem rekin er með tapi um þessar mundir, en afkoman er aftur betri en í fyrra í smjörlíkisgerð sem velti 43 milljónum króna. Safagerðin velti 79,5 milljónum. Samstarfsfyrirtæki KEA veltu samtals um 1,7 milljörðum króna. Mikil aukning varð á veltu Útgerðar- félags Dalvíkinga eða um nær 36%, en hún var alls um 563 milljónir króna. Samland velti 645 milljónum króna, Efnaverksmiðjan Sjöfn 347 milljónum, Kaffibrennsla Akureyrar 97 milljónum, Akva hf. 36,5 milljón- um og Akva USA 45 milljónum króna. Hlutabréf fyrir 310 milljónir KEA keypti hlutabréf á tímabilinu fyrir um 310 milljónir króna, mest í hlutafjárútboðið Útgerðarfélags Ak- ureyringa eða 180 milljónir króna. Kaupfélagsstjóri sagði að tekin hefði verið ákvörðun um að ráðstafa hluta þess hlutafjár annað, en ekki orðið af því enn. Þá keypti félagið hluta- bréf í Mel fyrir 50 milljónir og Gunn- arstindi fyrir 49 milljónir. Félagið seldi hlutabréf fyrir rúmar 95 milljónir og eignir voru seldar fyrir 21 milljón króna. AKOplast semur við Ríkiskaup AKOplast hefur gert samning við Ríkiskaup um plastvörur, en alls voru boðnar út 16 vöru- tegundir. Samningurinn er til tveggja ára en ákvæði eru í honum um framlengingu. Samningurinn felur í sér að AKOplast sér um þjónustu, sölu og dreifingu við allt að 500 opinber fyrirtæki og stofnanir um land allt. Áætlað er að heild- arnotkunin á plastvörum sé að andvirði 17-20 milljónir króna. Versli fyrirtækin fyrir meira en 10 þúsund í hvert skipti er flutningur vörunnar ókeypis, en almennur afhendingartími pantana er einn sólarhringur. Daníel Árnason fram- kvæmdastjóri AKOplasts segir að sumum þykir skjóta skökku við að flytja svo mikið magn af plastvörum suður til Reykjavík- ur, flutningarnir séu vanalega í hina áttina. Þessi hugsunarhátt- ur sé sem betur fer að breytast í kjölfar bættra samgangna og opnari viðskiptahátta. Viðurkenndu fíkniefna- neyslu FJÓRIR menn um tvítugt hafa viðurkennt við yfirheyrslur hjá lögreglunni í Ólafsfirði að hafa neytt fíkniefna. Neyslan upp- götvaðist í kjölfar innbrots. í vikunni kom í ljós að brot- ist hafði verið inn í Vöruaf- greiðslu Sveins Stefánssonar, nokkrir pakkar sem þar áttu að vera voru horfnir þegar átti að afhenda þá. Þrír ungir menn viðurkenndu að hafa brotist inn í vöruafgreiðsluna og haft pakkana á brott með sér. Við húsleit fundust tæki og tól til fíkniefnaneyslu og óverulegt magn af hassi. Fjórði maðurinn, búsettur á Akureyri, viður- kenndi að hafa komið með fíkni- efnin til Ólafsfjarðar og neytt þeirra með þremenningunum. Tónleikar í Freyvangi TÓNLISTARSKÓLI Eyjafjarð- ar heldur söngtónleika í Frey- vangi í Eyjafjarðarsveit á morg- un, sunnudaginn 24. nóvmeber, kl. 20.30. Þeir eru liður í stigs- prófi Önnu Júiíönu Þórólfsdótt- ur sem er að ljúka áttunda stigi í söng frá skólanum. Auk Önnu Júlíönu koma fram söngnem- endur og kennarar og flytja fjöl- breytta efnisská. Meðleikari Önnu Júlíönu er Dórothea Dagný Tómasdóttir. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Menning- arsnobb SNORRI Ásmundsson mynd- listarmaður flytur fyrirlestur í Deiglunni í Grófargili á morg- un, sunnudaginn 24. nóvember kl. 20.30. f fyrirlestrinum mun Snorri velta fyrir sér menning- arsnobbi í Listagili og víðar í þjóðfélaginu. Jerúsalem KVIKMYNDAKLÚBBUR Ak- ureyrar sýnir myndina Jerúsal- em í Borgarbíói kl. 17 á morg- un, sunnudaginn 24. nóvember. Myndin er eftir danska leik- stjóran Bille August og er gerð eftir sögu Selmu Lagerlöf. Með aðalhlutverk fara Maria Bonnevie, Ulf Friberg, Max von Sydow og Olimpia Dukakis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.