Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 23 NEYTENDUR Ekki feimin við að fara margar ferðir Tugir þús- unda þegar búnir að panta FYRIR nokkrum árum var desember g einna daufasti mánuður ársins á veitinga- húsum landsins. Núna er þetta annasam- qq asti mánuðurinn, pantanir farnar að ber- ^ ast á jólahlaðborð í september og þegar orðið upppantað um helgar á mörgum stöðum. „Við erum komnir með nálægt 3E fimm þúsund pöntunum á jólahlaðborðið okkar,“ segir Örn Garðarsson, veitinga- maður á Hótel Borg. Þetta er í fyrsta skipti sem hann sér um jólahlaðborð á Hótel Borg og hann segir að sig hafi ekki órað fyrir þessum fjölda gesta. „Fyrir nokkru varð ég að ráða tvo starfsmenn til að svara í síma og taka niður pantanir." Forsvarsmenn hjá Perlunni taka undir með Erni og segja að flestar helgar séu löngu upp- pantaðar, þúsundir pantana þegar komnar og ekkert lát á símhringingum. Sömu sögu er að segja af mörgum öðrum veitingastöðum á höf- uðborgarsvæðinu og úti á iandi og sem dæmi má nefna að á Flateyri er næstum fullbókað á jólahlaðborðið út desember. Við könnuðum vítt og breitt um landið þá staði sem bjóða jólahlaðborð. Það skal þó tek- ið fram að iistinn er ekki tæmandi og eflaust fleiri sem bjóða viðskiptavinum sínum upp á sérstaka jólamatseðla eða jólahlaðborð á kom- andi aðventu. Ekki reyndist unnt að telja upp þá rétti sem veitingastaðirnir eru að bjóða en yfirleitt skipta þeir tugum. Þá skai einnig undirstrikað að flest veitingahús bjóða stórum hópum upp á afslátt og er hans ekki getið hér í töflunni og ýmsir eru með uppákomur með hlaðborðunum sem ekki eru alltaf tíundaðar í töflunni. MARGIR sem hafa farið á jólahlaðborð verða vitni að því og standa sig eflaust sjálfa að því að yfírfylla diskinn sinn af ýmsu sem smakka á og allir þeir réttir sem matreiðslumeistararnir hafa lagt mikla vinnu í að búa til renna saman í eina allsheijar kássu. Kunna íslendingar að borða af hlaðborði? Fjórum til sex sinnum að borðinu Ingvar Sigurðsson, matreiðslumeistari á Arg- entínu steikhúsi, og Stefán Guðjónsson yfírþjónn mæla með að fólk hætti að takmarka ferðir sín- ar að hlaðborðinu við þrjár ferðir og fari frekar Qórum til sex sinnum. „Við höfum fylgst með þessu um árin og séð að yfirleitt fer fólk einu sinni að hlaðborð- inu til að fá sér for- rétti, í næsta skipti til að bragða á aðalréttum og í lokin til að ná sér í eftirrétti. Maturinn er allur í graut á diskinum og gestirnir fara á mis við að njóta bragðsins af hveijum og einum rétti," segir Ingvar. Feimið við að fara oft að borðinu - Er fólk ekki bara feimið við að vekja at- hygli fyrir að fara oft að fá sér á diskinn? „Eflaust er það stór hluti skýringarinnar. Það er hinsvegar miklu betra að hafa þann hátt- inn á. Þegar fólk fer til dæmis í forréttaferð þá borgar sig ekki að hrúga saman átta mismunandi síldarréttum, laxapaté, graflaxi, hunangslaxi og koníakslegnum laxi því þá hefur fólk í raun ekki hugmynd um hvað það er að láta ofan í sig.“ Ingvar og Stefán telja að hluti skýringarinnar hvers vegna fólk fer svona sjaldan að borðinu en hrúgar á diskana er að stundum mæta gestir seint og hafa þá takmarkaðan tíma til að borða. - Eru íslendingar óstundvísir gestir? „Það er óhætt að segja það,“ segir Stefán. Yfirleitt er gert ráð fyrir því að gestir séu seinir hér á landi og það er alls ekki óalgengt að ef fólk ætlar að mæta átta komi það klukkan níu, jafnvel hálftíu. „í mánuði eins og desember er hvert borð fullbókað og klukkutími til eða frá pöntuðum tíma raskar öllu skipulagi. Það er því gott að vera stundvís og borða í rólegheitum." Hreinn diskur í hvert skipti Stefán bendir á að á flestum veitingahúsum sé mjög góð þjónusta og um leið og fólk standi upp til að fá sér aftur af hlaðborðinu sé þjónninn mættur að borðinu til að fjarlægja óhreina disk- inn. „Það á alls ekki að nota sama diskinn aftur og heldur ekki sömu hnífapörin.“ Ingvar mælir með að fólk byiji á fiskréttum, prófi þijár til fjórar teg- undir í einu og fái sér síðan aftur ef það langar í meira. Þá mælir hann með að sama sé gert við aðalréttina, lítið sett á diskinn og farið aftur. Þegar fólk er orðið mett og búið að borða mæla bæði Stefán og Ingvar með að fólk standi upp og skipti um umhverfi. „Það borgar sig oft að íáta matinn sjatna og teygja aðeins úr sér áður en farið er að fá sér kaffi og koníak. Flest veitingahús eru með koníaksstofu og þar er tilvalið að drekka kaffi.“ - En hvað með drykki með matnum? „Um það gilda í raun engar reglur. Réttimir eru margir og úr ýmsum áttum og því ekki hægt að benda á eina vínteg- und með matnum á jóla- hlaðborði. Besta ráðið er líklega að velja vín- tegund sem viðkomandi er hrifinn af,“ segir Stefán. Hinsvegar segir hann að ljós og Iétt rauð- vín hafi í nokkur ár verið vinsæl og Beaujoulais Nouveou vínið sé eiginlega orðið jólavín hér á landi. „Ég er nú alltaf hrifinn af malti og appels- íni með jólamatnum," stingur Ingvar að. „Góður matur, ljúf jólatónlist og þessi þjóðardrykkur hjálpa manni að komast í jólaskap,“ bætir hann við. „Kampavín eða freyðivín er líka gott að drekka með ýmsum mat og því tilvalið með matnum á jólahlaðborðinu," segir hann. Morgunblaðið/Ásdís STEFÁN Guðjónsson yfirþjónn og Ingvar Sigurðsson matreiðslumeistari hvetja fólk eindregið til að fjölga ferðunum að hlað- borðinu, taka minni skammta á hvern disk og hreinan disk í hvert skipti sem nýir réttir eru prófaðir. Konfekt á tilboðsverði NÓATÚNSVERSLANIRN- AR bjóða viðskiptavinum sínum upp á tveggja kílóa dósir af Mackintosh konf- ekti á 1.675 krónur. Að sögn forsvarsmanna keyptu þeir inn mikið magn og geta þar af leið- andi boðið konfektið á þessu verði. Þá eru þeir einnig að bjóða 800 grömm af Bassett lakkrískonfekti á 275 krónur. Helgar- tilboð SÍÐASTLIÐINN fimmtudag féllu niður helgartilboðin hjá 10-11 verslununum og birtast þau því hér í dag. 10-11 BÚÐIRNAR GILDIR 21.-27. NÓVEMBER VerðVerð Tilbv. á nú áður moello. kr. kr. Strásykur 78 96 78 kg PTIIsb. hveítl 5 Ibs. 98 148 43 kg Ljómasmjörl. 2 stk. 198 nýtt 198 kg Tate & Lyle slróp 158 nýtt 158 kg Kelloggs Cocapos 165 208 440 kg Danskar smak. 'ýkg 298 nýtt 596 kg Enskt jólakex 698 nýtt 698 kg Sviss Miss kakómalt.275 355 '373 kg .ifkhJUŒ* 10-20% 6 ár eru síðan irið flu _ Af því tilefni gefum við 10-20% afmæiisafslátt af öllum vöram þessa helgi. A Laugaveginum Tískusýning kt. 15.00 í dag. Förðunarsýning frá No N. Opið laugaixJag kl. 10.00 Opið sunnuaag kl. 13.00-17. Útsölumarkaður: Verð sfcór 500 - buxur 500 -/alcfcar f.Si
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.