Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 876. þáttur HALLDÓR Blöndal skrifar mér svo: „Barði Friðriksson kenndi mér í sumar orðið „sjóarær", sem minnir á forna búskaparhætti á Sléttu. Faðir hans, Friðrik Sæ- mundsson á Efri-Hólum, hafði það búskaparlag, af því að hann bjó á landjörð og hafði því ekki fjörubeit, að hann samdi við bændur á Sléttu um, að þeir tækju til vetrarfóðrunar frá 5 kindum á bæ og allt upp í 30. Flestar voru á Hóli, en líka á Rifi, Blikalóni, Gijótnesi og á Harðbak a.m.k. misjafnlega margar frá ári til árs. Ærnar voru reknar síðast í nóvember og teknar aftur í byijun maí. Yfir- leitt voru sendar duglegar og hraustar kindur og voru þær flestar tvíiembdar. Ef til vill er rétt að láta það koma fram, að kindurnar voru oftast vel fram gengnar og nær aldrei bar á skjögri í lömbunum. Þessir bú- skaparhættir sýna, hversu for- sjáll og ráðagóður Friðrik á Efri- Hólum var. Nú leikur mér for- vitni á að vita, hvort orðið „sjóar- ær“ og þessir búskaparhættir þekkjast annars staðar. Gosið í Vatnajökli var stórfeng- legt og myndir af því lýsa tröll- auknum átökum elds og íss. Nú er auðvitað hægt að velja marg- vísleg orð til þss að lýsa náttúru- hamförunum, en ekki get ég fellt mig við að kalla þær „sjónarspil" eins og hver fréttamaðurinn tók eftir öðrum og aðrir eftir þeim. Með kærri kveðju.“ Ég þakka Halldóri þetta góða bréf. Ég verð að biðja iesendur hjálpar með orðið sjóarær. Ég finn það ekki í orðabókum og í seðlasafni Orðabókar Háskól- ans fundu þau það ekki. Athugasemd Halldórs um „sjónarspil“ er að mínum smekk fyllilega réttmæt. Mér hefur leiðst þetta orð í fréttum af nátt- úruhamförum. Orðabækur eru ekki margar með orðið, en í „Árnapostillu" er þetta: „1) (ómerkileg) sýning, sjónhverfing- ar. 2) leiksýning, sjónleikur. Um síðari merkinguna tjáist með tákni að hún sé „fornt og úrelt mál“. Hlymrekur handan kvað: í hugleiðslu Hlégerður patt (þeir heiðvirðu telja það satt um það harðsnúna fljóð) á höndunum stóð og hálfniræð á fæturna datt. ★ Kristján H. Benediktsson mál- arameistari sá þessa merkilegu spurningu í Degi-Tímanum: „Hefur þá frost aldrei farið upp fyrir núllið á þessum tíma?“ Og viðmælandi í sjónvarpsfréttum talaði af alvöruþunga um tafsama leið „frá Pontíusi til Pílatusar“. Þessi leið er þó tiltölulega skömm, því að P. og P. voru sami maður- inn. Hins vegar var Kristur send- ur milli Heródesar og Pílatusar. Og þá er hér síðari hluti bréfs frá Ornólfí Thorlacius, sjá næst- síðasta þátt: „Sandlægja er fomt heiti á skíðishvai, Eschrichtius robustur, sem áður lifði víða í Atlantshafí en finnst nú aðeins í Kyrrahafí. Nafnið höfðar til þess að dýrin halda sig með ströndum fremur en á hafí úti. Jón lærði Guðmunds- son, sem uppi var á 16. og 17. öld, greinir frá sandlægju hér við land í riti sínu Ein stutt undirriett- ing um íslands aðskilianlegar náttúrur og mun það eina skráða samtímaheimild þess að tegundin hafí lifað í Atlantshafí. (Nafnið sandlægja kemur að vísu fyrir í Snorra Eddu.) Annað heiti á þessu dýri, og mun flatneskjulegra, er gráhval- ur, dregið af lit dýrsins og heiti þess á málum grannþjóða okkar (grával, Grauwal, grey whale, baleine grise). Úr því farið er að minnast á hvali, hvort heldur bárur bijóta þá á sandi eða þeir liggja á hon- um, má geta þess að á latínu er hvalur cetus og lesið hef ég að samsvarandi rússneskt heiti sé kit. Þaðan er stutt í ísienska hvor- ugkynsorðið „kitti“, sem kemur fyrir í samsetningunni hafurkitti, en það er gamalt nafn á slétt- bak, Eubalaena glacialis.. Geirfugl þreifst forðum langt suður með ströndum Atlantshafs og inni á Miðjarðarhafí. Fræði- heiti fuglsins er Pinguinus im- pennis og höfðar viðurnafnið til rýrra flugfjaðra. Ættkvíslarheitið er líklega latnesk gerð síðari tíma fræðimanna af enska orðinu penguin eða skyldu orði í öðrum tungumálum, sem var upphaf- lega heiti á geirfugli. En fleiri fuglar tengjast geir- fugli „að nafninu til“. Olafur Ól- afsson (Olavius) talar í Ferðabók sinni (1779) um „geirfugl eða Magellansgæs, sem sumir kalla“. (Þýðing Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum.) Hér er annað dæmi um nafn sem færst hefur milli heimshvela. Magellansgæs, Chloephaga picta, lifir sunnarlega í Suður-Ameríku. Nafnið hverfa tekur til flat- fiska sem snúa augunum öfugt við fjöldann. Sagan segir að flyðr- an hafí upphaflega verið eins og aðrir skikkanlegir fískar, með sitt augað hvorum megin. Einhvern tíma stóð jómfrú María hana að því að hræða börn með því að renna báðum augum yfir á sömu hliðina. Við þetta rann guðsmóð- ur í skap og hún sagði við fisk- inn: „Sértu svona kindin." Þar með skorðuðust báðar glyrnur flyðrunnar sömu megin og hafa ekki haggast síðan. Ekki hefur stríðni flatfíska ein- skorðast við flyðruna. Ættbálkur flatfíska, þeirra er þrífast hér við land, skiptist í tvær ættir, flyðru- ætt, með augu á hægri hlið, sem er víst algengast meðal þessara fiska, eins og menn skrifa flestir með hægri hendi. Hins vegar er svo hverfuætt, með bæði augun vinstra megin. Frávik þekkjast þó frá þessu, rétt eins og sumir menn eru örvhentir. Líkast til er ég nú kominn full- langt frá málfræðinni. Þú fellir þá niður það sem þér líkar ekki. Lifðu heili.“ Auk þess fær Haukur Ágústs- son prik fyrir að minna okkur á að dýr éta, en borða ekki. Aftur á móti gáfu villuráfandi menn ijúpu „að borða“ og á baksíðu þessa blaðs, á sunnudaginn, er þess getið, að snjótittlingar „borða brauðmylsnur“. ATH. Umsjónarm. letraði ógreinilegt núll í síðasta þætti, svo að 40. kafli Grettlu varð 4. Menn eru beðnir að leiðrétta þetta og bæta við s-i sem umsjm. láðist að setja í „Grettis sögu“. AÐSENDAR GREINAR * Eru Islendingar siglingaþjóð? Svar við grein Sigurðar Sigurgeirssonar I GREIN sinni 16. október fjallar Sigurð- ur Sigurgeirsson um vanda íslenskra sigl- ingamála út frá sjón- armiði fækkunar kaup- skipaflotans og bendir réttilega á að skipum undir íslenskum sigl- ingafána fer hraðfækk- andi. Með tilvísan sinni til annarra landa kemst Sigurður að þeirri nið- urstöðu að Norðmönn- um sér mjög umhugað um arfleifð sína sem siglingaþjóðar og að þeir hafi haft vissar áhyggjur af fækkun Borgþór S. Kjærnested nemenda sem sækja sjómannaskóla þar í landi. Sigurður bendir á að samkvæmt tölum frá Sambandi norskra kaupskipaútgerða eru um 8.500 norskir yfirmenn skráðir á kaupskip undir norskum og NIS fána í dag. Mér finnst Sigurður hagræða staðreyndum nokkuð, sennilega vegna skorts á upplýsingum, því allt kemur ekki fram í skýrslum norskra útgerðarmanna. Ég vil því vinsamlegast benda Sigurði á að alþjóðleg skipaskrá Norðmanna — NIS — var stofnuð árið 1987, m.a. til þess að komast hjá opinberum fjárframlögum stjórnvalda til kaup- skipaútgerðar með einum eða öðrum hætti. Kaupskipaútgerðin átti að geta staðist samkeppni við aðra í greininni og til þess að svo mætti verða var útgerðarmönnum gefið fullt frelsi til að gera kjarasamninga við hvaða stéttarfélag farmanna sem var, um heim allan. Samnings- rétturinn var með öðrum orðum tek- inn af norsku stéttarfélögunum. Mér fínnst það fölsun að taka yfirmanna- fjölda norsku skipaskráningarinnar og leggja hann saman við þá örfáu yfirmenn sem eftir eru í NIS- skránni, því það gefur ranga mynd af stöðunni. Hver er tilgangurinn með því hjá Sigurði? Fyrir hvern er hann að skrifa þessar greinar? Nú þegar NlS-skráin er að kom- ast á tíunda ár eru um 350 hásetar eftir í þessum flota, sjómannaskólar loka og norskir yfírmenn eru færri en 2.000. ITF hefur hótað að lýsa norska fánann hentifána að kröfu Tilboð á hreinlætistækjum Mikið úrval af sturtuklefum, sturtuhornum og hurðum. Athugaðu verðið! Verslið þar sem úrvalið er mest! Handlaugar, 17 gerðir á vegg og borð Opið 10-16 í dag VATNS VIRKINN HF. Ármúla 21, símar 533 2020 og 533 2021 Grænt númer 800 402(7 norskra farmanna. Nú eru stjórnvöld komin í hring í málinu. Nú á að veita styrki til út- gerðarinnar að því til- skildu að Norðmenn verði ráðnir um borð, með meiru. Það má því með réttu segja að til- gangurinn sem NIS- skráin átti að þjóna sé ekki lengur fyrir hendi, þar sem ríkisstyrkir eiga að koma til hvort sem er. Hins vegar hafa Norðmenn misst vinnu sína til sjós í þúsundatali á undan- fömum árum. Þetta finnst Sigurði greinilega bara allt í lagi þegar hann yppir öxlum undir lok greinarinnar og sendir íslenskum farmönnum heldur nöturlegar kveðjur. Flotanum verð- ur flaggað út hvort sem er, lítið mun þá verða til að semja um fyrir Þær leiðir geta tryggt, segir Borgþór S. Kjærnested, stöðu íslenskra siglinga með íslenskum farmönnum. íslenska farmenn og að staðreyndin sé einfaldlega sú að farmönnum fækkar í skiparekstri á alþjóðlegum markaði, eru nokkrar staðhæfingar Sigurðar. Til að Islendingar geti tekið þátt í þeirri hörðu keppni og boðið upp á samkeppnishæft rekstr- arumhverfi og helst til að geta boð- ið betur er ekkert athugavert við að henda íslenskum farmönnum bara í land, er boðskapur Sigurðar. Hvað verður þá um Sjómannaskól- ann ef við skoðum það í ljósi þess sem gerst hefur í Noregi, Sigurður? Nei, leiðin til lausnar er ekki að lippast niður og gefast upp. ITF, Alþjóða flutningaverkamannasarn- bandið — með aðsetur í Lundúnum, hefur náð fram kjarasamningum um borð í um 40% af hentifánaflota heims. Það má segja að ITF hafi ekki náð samningum um borð í 60% af þessum flota. En hafa verður í huga að vægi 40% af þessum flota sem samningar hafa náðst í er meira en 60% í þeim efnahagsrekstri sem þessum siglingum fylgja. íslensk farmannastétt mun að því mér skilst ekki láta einhveija spekinga segja sér að „svona er þróunin, þið verðið 'veskú að sætta ykkur við hana — í land með ykkur!“ Til að forðast þessa þróun, bæði hér og annars staðar, eru ýmsar leiðir til, sem margir útgerðarmenn hafa tekið höndum saman við stétt- arsamtökin og ITF um að fylgja. Slíkar leiðir munu geta tryggt stöðu íslenskra siglinga áfram, með ís- lenskum farmönnum um borð. Við skulum vona að svo verði, Sigurður. Persónulega vænti ég mikils af tillögum ESB á þessum vettvangi, þar sem ekki er gert ráð fyrir láglaunalausnum heldur styrkjum til þessarar atvinnugrein- ar. Það er mikið ánægjuefni að Halldór Blöndal samgönguráðherra skuli fylgjast svo grannt með þróun þessara mála að hann er búinn að fara til fundar við „samgönguráð- herra ESB“, Neil Kinnock, til að kynna sér og fá að taka þátt í því sem er að gerast á þessum vett- vangi. Þar er að fínna von um hald- bærar framtíðarlausnir frekar en í bölsýni Sigurðar Sigurgeirssonar og félaga hans. Höfundur cr eftirlitsfulltrúi ITF á íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.