Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 33
32 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRl: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STEFNU- BREYTING Isetningarræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær gekk Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður flokksins, skrefi lengra en hann hefur áður gert til þess að leggja drög að stefnubreytingu Framsóknar- flokksins í sjávarútvegsmálum. í þeim kafla ræðunnar, sem fjallaði um málefni sjávarútvegsins, sagði formaður Fram- sóknarflokksins m.a.: „Ég er hins vegar sammála því, að greiðslur fyrir afla- heimildir eru of háar. Þær eru mun hærri en nokkurn gat órað fyrir í upphafi ... Ekki verður komizt hjá því að ræða, hvernig við getum haft áhrif á hið háa markaðsverð veiði- heimilda. Þar kann að vera nauðsynlegt að gefa ótvírætt til kynna, að handhafar þeirra geti ekki treyst því að fá alla aukningu aflaréttinda í sinn hlut og vel má hugsa sér að ríkisvaldið leigi hluta þeirra á sama markaði og útvegs- menn verzla á. I þessu sambandi má nefna hluta af þeim aflaheimildum, sem koma til úthlutunar úr norsk-íslenzka síldarstofninum, aukna rækju- og loðnuveiði og e.t.v. auk- inn botnfiskafla síðar meir.“ Þá sagði Halldór Ásgrímsson ennfremur: „Margir út- vegsmenn eru trúlega andvígir þeim hugmyndum, sem hér eru viðraðar enda hafa þær sína galla. Hins vegar er ljóst, að svigrúm sjávarútvegsins til að skila meiru til samfélags- ins fer vaxandi ... Fram hjá þeirri undiröldu, sem er í þjóð- félaginu í þessu máli verður ekki litið og því tel ég skylt að ræða þessi mál opnum huga hér á flokksþinginu." Og loks sagði utanríkisráðherra: „Ekki er ástæða til að ræða um hugsanlega ráðstöfun tekna af leigu veiðiheim- ilda en ég bendi á nauðsyn sveiflujöfnunarsjóða í fiskveiði- hagkerfi eins og okkar og mikilvægi slíkra tækja til að styrkja gengi krónunnar, þegar áföll dynja yfir.“ Ræða Halldórs Ásgrímssonar við setningu flokksþings Framsóknarflokksins í gær, hugmyndir Framsóknarmanna á Reykjanesi, sem m.a. snúast um að þorskkvóti umfram 220 þúsund tonn fari á uppboð og aðrar umræður á vett- vangi Framsóknarflokksins undanfarnar vikur og mánuði sýna, að innan flokksins fer nú fram endurskoðun á stefnu og afstöðu Framsóknarmanna til sjávarútvegsmála. Sú endurskoðun á afstöðu annars stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar er eitt hið mikilvægasta, sem gerzt hefur í þessum málum í langan tima. ALVARLEGT ÁFALL NIÐURSTÖÐUR í alþjóðlegri rannsókn á þekkingu nem- enda í raungreinum eru alvarlegt áfall fyrir íslenzkt skólakerfi, svo alvarlegt, að ekki verður við unað. Yfirvöld skólamála og foreldrar verða að taka málið föstum tökum, því framtíð íslenzkra ungmenna og þjóðarinnar allrar er í veði. Að sjálfsögðu þarf að leita skýringa, svo unnt verði að grípa til réttra ráðstafana, en hins vegar verður að varast að drepa málinu á dreif í endalausum umræðum. Skjótra aðgerða er þörf. Rannsóknin var mjög viðamikil og náði til um 500 þús- und nemenda í 45 löndum og er talin fyllilega marktæk. Samanburður var gerður á námsárangri í stærðfræði, eðlis- fræði, efnafræði, líffræði og jarðfræði og náði til unglinga í 7. og 8. bekk grunnskólans. íslenzku nemendurnir voru í neðstu sætunum í öllum greinum ásamt þjóðum eins og t.d. íran, Kúwait, Kólumbíu, Kýpur og Suður-Afríku, sem íslendingar eru ekki vanir að bera sig saman við og sem eiga við margs konar erfið vandamál að stríða. Langbezt- um árangri náðu nemendur nokkurra Asíuþjóða, eins og t.d. Singapore, Suður-Kóreu og Japan, þar sem gífurleg áherzla er lögð á menntun ungmenna og strangur agi rík- ir. Þessar þjóðir líta á menntun, ekki sízt nám í raungrein- um, sem tryggingu fyrir efnahagslegum framförum og bættum lífskjörum. Ástæður fyrir slökum námsárangri íslenzkra nemenda eru vafalaust margvíslegar og verða ekki aðeins raktar til skólans. Ábyrgð foreldra verður þar ekki aðskilin né heldur þjóðfélagsins í heild. í því sambandi má minna á, að stjórnmálamenn og hagsmunahópar gera stöðugar kröf- ur um nýjar námsgreinar og nýtt námsefni, sem ætlað er að leysa margvísleg félagsleg vandamál í þjóðfélaginu eða breyta því. Afleiðingin er sú, að vægi grunngreina minnk- ar. Undirstaðan verður veikari og veikari. Þeirri þróun verður að snúa við eigi ekki að fara enn verr en orðið er. LÍFEYRISKERFI STARFSMANNA RÍKISINS Ríkisstarfsmenn eiga kost á að bæta réttindi sín Verði starfsmönnum ríkisins leyft að velja um hvort þeir greiða í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins eftir nýju eða gömlu kerfi kemur það til með að auka kostnað ríkissjóðs tímabund- ið. Óvíst er þó hve aukningin verður mikil. Horfur eru á að breytingar á lífeyriskerfí opinberra starfsmanna leiði til breytinga hjá fleirum. Þegar er ljóst að bankamir og sveitar- * félögin ætla að breyta sínu kerfi. Egill Olafs- son skoðaði lífeyrisréttindi opinberra starfs- manna og bar þau saman við réttindi á al- mennum markaði. SAMANBURÐUR A LSFEYRISRETTINDUM B-deild Lífeyrissjóðs starfsm. ríkisins (gamla kerfið) A-deild Lífeyrissjóðs starfsm. rikisins (nýja kerfið) Almennir lífeyrissjóðir Iðgjald iaunþega 4% af föstum launum í 32 ár1) 4% af heildarlaunum 4% af heildarlaunum Iðgjald launagr. 6% af föstum launum 1) 11,5% af heildarlaunum 6% af heildarlaunum Ábyrgð á skuldb. Hvílir hjá launagreiðanda Hvílir hjá launagreiðanda Hvílir hjá sjóðnum Ellilífeyrisaldur 65-70 ára2) 65 ára3) 67 eða 70 ára4) Ellilífeyrir Sjóðsfélagi vinnur sér inn árlega 2% lífeyrisrétt af föstum launum. Lífeyrir tekur mið af launum eftirmanns. Sjóðsfélagi vinnur sér inn árlega 1,9% lífeyrisrétt af heildarlaunum ef hann byrjar töku lífeyris 65 ára. Sjóðsfélagi vinnur sér inn árlega 1,8% lífeyrisrétt af heildarlaunum ef hann byrjar töku lífeyris 70 ára. Örorkulífeyrir Miðast við áunninn ellilífeyrisrétt. Miðast við áunninn ellilífeyrisrétt og til viðbótar réttindi sem viðkomandi hefði haft við 65 ára aldur. Miðast við áunninn ellilífeyrisrétt og til viðbótar réttindi sem viðkomandi hefði haft við 67 ára aldur. Makalífeyrir Maki á rétt til lífeyris til æviloka sem nemur helmingi af áunnum lífeyrisrétti + 20% af viðmiðunarlaunum. Maki fær 50% af örorkulífeyrisrétti sjóðs- félagans i þrjú ár og 50% makalífeyris í tvö. Óskertur makalífeyrir er greiddur þangað til yngsta barn riefur náð 22 ára aldri. Maki fær 50% af örorkulífeyrisrétti sjóðs- félagans í þrjú ár og 50% makalífeyris í tvö. Óskertur makalífeyrir er greiddur þangað til yngsta barn hefur náð 18 ára aldri. 5) Barnalífeyrir Börn látins sjóðsfélaga fá sem nemur helmingi barnalífeyris almannatrygginga þartil þau ná18 ára aldri. Börn eða kjörbörn látins sjóðsfélaga fá lífeyri sem nemur 10.000 kr. á mánuði mið- að við 174,2 stiga vísitölu neysluverðs þar til þau ná 22 ára aldri. Börn eða kjörbörn, yngri en 18 ára, fá helming af þeim barnalífeyri sem almanna- tryggingar greiða eða fasta upphæð sem breytist í samræmi við hækkun vísitölu neysluverðs. 1) Frumvarpið gerir ráð fyrir að ríkið greiði 10% iðgjald í LSR þegar starfsmenn öðlast iðgjaidafrelsi i sjóðinn eftir 32 ár. 2) Nái lífaldur sjóðsfélaga + starfsaldur samtals 95 árum má hann hefja töku lífeyris fyrr. Hann verður þ>ó að vera orðinn 60 ára. 3) Sjóðsfélagar geta hafið töku líf- eyris við 60 ára aldur en þá skerðist lífeyrisréttur. Fresti sjóðsfélagi töku lífeyris til 70 ára aldurs aukast réttindin. 4) Hjá mörgum sjóðum geta sjóðsfélagar hafið töku lífeyris við 65 ára aldur, en þá skerðist lífeyririnn. 5) Makaiífeyrisréttindi eru nokkuð mismunandi milli almennu lífeyris- sjóðanna, en hér er miðað við reglur Lifeyrissjóðs verslunarmanna. jáal Jón Jónsson hefur störf 25 ára og byrjar þá að greiða í lífeyrissjóð. YÍ? í upphafi eru mánaðalaun hans 116.667 kr. á mánuði, 83.333 kr í dag- AnIj\ vinnu og 33.333 kr. íyfirvinnu. Fyrstu 12 starfsárin hækka laun hans Vj tu um 2% af byrjunarlaunum á ári og 0,9% af byrjunarlaunum eftir það. L IT A® auki hækka ,aun hans ^rlega um 0,8% umfram verðlag í almennum kjarasamningum. Eftir 43 ára starf eru launin komin upp í 249.636 kr. | á mánuði og þá fer hann á ellilaun, 68 ára gamall. A-deild Lífeyrisj. starfsm. ríkisins B-deild Lífeyrisj. starfsm. rikisins Almennir lífeyrissjóðir Ellilífeyrir kr. 139.083 ámánuði1) Ellilífeyrir kr. 189.353 á mánuði Ellilífeyrir kr. 125.160 á mánuði Q Starfsfélagi Jóns, Ari Arason, sem hóf störf a með honum á sömu launum verður fyrir slysi Örorkulífeyrir Æk. 35 ára svo hann verður 100% öryrki. Kr. 23.024 á mánuði Kr. 77.681 á mánuði Kr. 73.592 á mánuði Slysið leiðir Ara til dauða 40 ára. Makalífeyrir Hann lætur eftir sig konu og tvö börn. Barnalífeyrir Kr. 34.798 á mánuði Kr. 5.397 á mánuði Kr. 38.840 á mánuði Kr. 7.500 á mánuði2) Kr. 36.796 á mánuði Kr. 5.397 á mánuði 1) Ellilaun í B-deild hækka samhliða almennum launahækkunum, sem er 0,8% á ári í þessu tiltekna dæmi. Fái eftirmaður Jóns launahækkun hækka ellilaun hans um sömu upphæð. 2) Barn 100% öryrkja fær u.þ.b. 7.500 kr. í lífeyri, en 10.000 kr. við andlát föður fram til 22 ára aldurs. MEÐ breytingum á Lífeyrissjóði starfsmanna rikisins er verið að takast á um mikla fjármuni. STJÓRNMÁLAMENN hafa í mörg ár haft uppi áform um að breyta lífeyriskerfi starfsmanna ríkisins, en lengi hefur legið fyrir að þetta kerfi sé meingallað. Steingrímur Ari Ara- son, formaður nefndar sem samdi frumvarp um breytt lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins, segir að kerfið hafi gjörsamlega gengið sér til húð- ar og útilokað sé að búa við það áfram óbreytt. Færsla grunnskólans frá ríkinu til sveitarfélaganna og breytingar á ríkisfyrirtækjum í hlutafélög hafi fært mönnum heim sanninn um að ekki sé hægt að bíða lengur með breytingar á kerfinu. Um síðustu áramót námu áfallnar skuldbindingar LSR 123 milljörðum króna ef miðað er við 2% ávöxtun umfram launahækkanir, en 102 milljörðum ef miðað er við 3% ávöxt- un. Bókfærðar eignir sjóðsins námu á sama tíma hins vegar 22,2 millj- örðum, en samkvæmt endurmati voru eignirnar 24,7 milljarðar. Rík- issjóður og aðrir launagreiðendur sem borga í sjóðinn bera ábyrgð á mismuninum. Ef það samkomulag sem fjár- málaráðuneytið gerði við samtök opinberra starfsmanna um breyt- ingar á LSR verður lögfest á Ál- þingi verður gerð sú meginbreyting að ríkið borgar að fullu sinn hlut í sjóðinn um leið og skuldbindingin verður til. í dag borgar ríkissjóður 6% iðgjald af föstum dagvinnulaun- um í sjóðinn og það sem á vantar þegar starfsmaður tekur út lífeyri sinn. Ágreiningur um Ieiðir Ágreiningur hefur verið í samfé- laginu um hvernig eigi að breyta kerfinu. Öllum er ljóst að starfs- menn ríkisins búa við betri lífeyris- rétt en almennir launamenn og margir hafa hvatt til þess að dregið verði úr þessum mismun. Samtök opinberra starfsm'anna hafa ekki verið tilbúin til að gefa eftir réttindi sín og hafa réttilega bent á að áunn- in réttindi eru lögvarin af stjórnar- skrá. Dómar Hæstaréttar um bið- launarétt opinberra starfsmanna sýna glögglega að ríkið getur ekki skert áunninn lífeyrisrétt starfs- manna sem það hefur ráðið í vinnu. Ljóst er þó að ríkið gat farið þá leið að skerða lífeyrisrétt nýráðinna starfsmanna. Sú leið var farin í Vestmannaeyjum þegar Lífeyris- sjóði starfsmanna Vestmannaeyja- bæjar var lokað og nýjum starfs- mönnum var gert að borga í al- menna lífeyrissjóði. Hörð andstaða var við þessa leið af hálfu samtaka opinberra starfsmanna. Steingrímur Ari sagði að við und- irbúning þessa máls hefði verið gengið út frá því að lífeyrisréttindiu ættu að vera kjarasamningsatriði. Ef ríkið vildi skerða réttindin ætti það því ekki annan kost en að hækka laun nýráðinna starfsmanna til samræmis við réttindaskerðing- una. Þessi leið var aldrei skoðuð af neinni alvöru vegna andstöðu sam- taka opinberra starfsmanna. Lífeyr- isnefndin skoðaði fyrst og fremst tvær leiðir, í fyrsta lagi að breyta reglum LSR og í öðru lagi að loka sjóðnum og stofna nýjan sjóð fyrir nýráðna starfsmenn. í fyrravetur var fyrri leiðin skoðuð ítarlega og samið frumvarp sem byggðist á því að lagfæra verstu gallana á sjóðn- um. Ekki náðist samkomulag um málið og var frumvarpið aldrei lagt fram á Alþingi. í sumar náðist samkomulag milli ríkisins og samtaka opinberra starfsmanna um að skoða ítarlega seinni kostinn. Samkomulagið byggðist á tíu meginatriðum. * Núverandi starfsmönnum verði tryggður réttur til áframhaldandi aðildar að núverandi lífeyriskerfi, en jafnframt gefinn kostur á að flytja sig yfir í nýtt kerfi. * Nýir starfsmenn fái eingöngu aðild að nýju kerfi. * Verðmæti heildarréttinda í nýju kerfi verði hliðstæð því sem þau eru hjá Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins. * Iðgjald verði greitt af heildar- launum. * Sjóðsfélagar ávinni sér réttindi á grundvelli innborgaðra iðgjalda. * Ákvæði um réttindi verði lögbundin, en iðgjald launagreiðenda breytilegt. * Vægi ellilífeyris- og örorkulífeyrisréttinda verði aukið. * Réttur til töku ellilífeyris verði ekki háður starfslokum. * Réttindi verði verðtryggð með neysluverðsvísitölu. * Réttur til flýtingar/seinkunar á töku ellilífeyris verði almennur. Mismunandi réttindi Markmið lífeyrisnefndarinnar var að sníða reglur nýja kerfisins, A- deildar LSR, að reglum lífeyrissjóða á almennum markaði. Örorkulífeyr- isréttur opinberra starfsmanna er hækkaður, en makalífeyrisréttur lækkaður. Líkt og hjá almennu sjóð- unum verður lífeyrisrétturinn reikn- aður í stigum í A-deildinni. Iðgjalda- frelsi starfsmanna samkvæmt svo- kölluðum 32 ára og 95 ára reglum verður afnumið. Iðgjöld verða greidd af heildarlaunum en ekki föstum launum eins og verið hefur. Allt er þetta fallið til að færa LSR nær almennu sjóðunum. LSR verður þó áfram öðruvísi sjóður en lífeyrissjóðir á almenna markaðinum. Munurinn á réttindun- um sést best á því að iðgjöld í LSR verða 15,5% en þau eru 10% í al- mennu sjóðunum. Á meðfylgjandi töflu sést í hveiju munurinn liggur. Það sem skiptir einna mestu máli er að opinber starfsmaður vinnur sér inn árlega 1,9% lífeyrisrétt og getur hafið töku lífeyris 65 ára gamall. Launamaður á almennum markaði vinnur sér inn árlega 1,8% lífeyrisrétt ef hann fer á ellilaun 70 ára gamall. Það er einnig ljóst að elli- og örorkulífeyrisréttur opinberra starfsmanna verður umtalsvert betri í A-deild LSR en í B-deildinni enda var gengið út frá því í upp- hafi að svo yrði. Ástæðan fyrir þessu er tilfærsla frá makalífeyri og sú að ekki aðeins ríkið heldur einnig starfsmenn í A-deild greiða iðgjald af heildarlaunum. Iðgjöld starfs- manna af öðrum launum en föstum dagvinnulaunum skapa þannig auk- inn rétt. Rekstrarábyrgð áfram hjá ríkinu Launagreiðandinn ber alla ábyrgð á skuldbindingum LSR og þannig verður það áfram í nýja kerfinu en þó með öðrum hætti en í dag. Hjá lífeyrissjóðum á almenna markaðinum bera sjóðirnir sjálfir alla ábyrgð á að standa við skuld- bindingar sínar. Fjárhagsstaða margra sjóða var á tímabili mjög erfið, en hefur batnað á síðustu árum, m.a. vegna verðtryggingar sparifjár. Allmargir sjóðir hafa grip- ið til þess ráðs að skerða réttindi sjóðsfélaga til að laga fjárhagsstöð- una. Þessi aðferð verður ekki viðhöfð hjá LSR ef útiit er fyrir að tekjur sjóðsins dugi ekki fyrir skuldbind- ingum. Samkomulag er um að ríkið hækki iðgjaldagreiðslur sínar til að mæta hallanum. Þetta hefur tals- vert verið gagnrýnt og m.a. hefur framkvæmdastjóri VSI kallað þetta galið fyrirkomulag. „Við tökum mið af því ástandi sem er í dag. I dag ber ríkið meiri ábyrgð á LSR en aðrir launagreiðendur sem greiða til sjóðsins. Eftir breytinguna verða allir launagreiðendur sem greiða til sjóðsins jafnsettir, en aðeins rúm- lega helmingur sjóðsfélaga verður í vinnu hjá ríkinu eftir næstu ára- mót. Samtímis er verið að aukai rekstrarábyrgð sjóðsins með þessu nýja fyrirkomulagi. Að mörgu leyti má segja að ábyrgð stjórnar á rekstrinum sé engu minni en hjá almennu sjóðunum. Það er kapps- mál stjórnarinnar að tryggja það góða ávöxtun að hann megi standa við þau réttindi sem samþykktirnar segja fyrir um. Á sama hátt má segja að það sé kappsmál stjórnar- innar að ná iðgjaldaþörfinni eins mikið niður og kostur er því þar með væri hægt að lækka útgjöld eða skapa svigrúm fyrir launahækk- anir,“ sagði Steingrímur Ari þegar hann var spurður um þessa gagn- rýni. ASÍ gerir kröfur um aukin réttindi Verði lífeyrisfrumvarpið sam- þykkt á Alþingi má búast við átök- um um ýmis atriði sem tengjast því beint og óbeint. Á annað þúsund starfsmenn ríkisins eru félagar i ASI og þeir greiða allir í lífeyris- sjóði á almenna markaðinum. Nú þegar búið er að reikna nákvæmlega út hver munurinn á réttindunum er má búast við að þessi hópur setji fram kröfu um að ríkið hækki sitt iðgjald úr 6% í 11,5%. Eins og Stein- grímur Ari bendir á er hér um kjara- samningsmál að ræða. Formaður starfsmannafélagsins Sókn og for- maður Rafiðnaðarsambandsins sögðu við Morgunblaðið fyrr í vik- unni að þetta mál yrði tekið upp í kjaraviðræðum af miklum þunga. Ef ríkið ætlar að bregðast við þess- um kröfum er ekki hægt að gera það nema með tvennum hætti, að hækka iðgjaldið eða hækka kaup- taxtana. Spytja má hver verði áhrifin ef ríkið fellst á að hækka iðgjaldið. Munu félagsmenn í Sókn sætta sig við að ríkið greiði 11,5% iðgjald vegna starfsmanna sem sjá um ræstingar á Ríkisspítölum, en vinnuveitendur á almennum mark- aði greiði 6% iðgjald vegna starfs- manna í Sókn sem þar starfa? Hvað gerir Póstur og sími? Ríkið þarf einnig að bregðast við kröfu starfsmanna Pósts og síma um að þeim verði tryggð sömu lífeyrisréttindi hjá nýju hlutafélagi sem tekur til starfa um næstu ára- mót. Pétur Reimarsson, sem er formaður nefndar sem unnið hefur að því að breyta Pósti og síma í hlutafé- lag, sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um hvort nýja fyrirtæk- ið myndi greiða 11,5% iðgjald. Hann sagði að það væri mjög erfitt fyrir fyrirtæki á samkeppnismarkaði að borga hærra iðgjald en samkeppnis- aðilarnir og raunar ekki hægt að búa við það. Við undirbúning máls- ins hefði verið gengið út frá því að núverandi starfsmenn Pósts og síma greiddu áfram iðgjald í LSR, en nýir starfsmenn greiddu í almenna lífeyrissjóði. Óvíst væri hvort frum- varp fjármálaráðherra breytti þess- um áformum. Steingrímur Ari sagði mikilvægt að hafa í huga að sú gagnrýni sem nýja kerfið hefur mætt væri ekki síst til komin vegna þess að nú sæju menn svart á hvítu hvað þessi réttindi kostuðu, en ekki vegna þess að verið væri að breyta þeim. Hann sagði vel koma til greina að semja um frekari breytingar á kerfinu síð- ar. T.d. væri hugsanlegt að áhugi vaknaði meðal opinberra starfs- manna á því að ríkið lækkaði ið- gjaldið gegn því að laun þeirra hækkuðu. Hann sagði að þegar búið væri að setja verðmiða á rétt- indin væri miklu auðveldara að semja um allar breytingar á kerfinu. Bakslag hjá bankamönnum Á undanförnum árum hefur verið talsverð umræða um hvort rétt sé að gera grundvallarbreytingar á líf- eyrissjóðakerfinu og taka upp svo- kallaða séreignasjóði, þ.e. að iðgjald hvers launþega sé fært inn á sér- stakan reikning á nafni hans. And- stæðingar þessa kerfis hafa bent á að ekki sé hægt að koma við sam- tryggingu í slíku kerfi, a.m.k. ekki með sambæilegum hætti. Maður sem verði öryrki á unga aldri geti ekki tekið út örorkulífeyri úr sér- eignasjóði ef hann eigi eingöngu að treysta á eig- ið iðgjald. Aukinn áhugi virðist hins vegar vera á að blanda saman séreigna- og samtryggingarsjóðum á þann hátt að atvinnurekendur og laun- þegar greiði iðgjald í séreignasjóð Lausráðnir ríkisstarfs- menn fá aðild að LSR Útilokað var að búa við óbreytt lífeyr iskerfi til viðbótar 10% iðgjaldi í almenna lífeyrissjóði. Þessi leið var farin þeg- ar íslandsbanki var stofnaður. Is- landsbanki greiðir 7% iðgjald í sér- eignasjóð ALVÍB vegna starfs- manna Islandsbanka, sem ráðnir voru eftir 1. janúar 1994, en með þessari viðbót er talið að réttindi eldri og yngri starfsmanna séu sam- bærileg. Nú er unnið að því að gera sam- bærilegar breytingar á Eftirlauna- sjóði Landsbanka og Seðlabanka og Eftirlaunasjóði starfsmanna Búnað- arbanka. Þessi breyting er hluti af vinnu sem miðar að því að gera bankana að hlutafélagi. Friðbert Traustason, formaður Sambands íslenskra bankamanna, sagði að í þessari vinnu hefði verið gengið út frá því að bankarnir þrír hækkuðu iðgjaldagreiðslur sina í lífeyrissjóð- ina og að sjóðirnir bæru ábyrgð á réttindunum en ekki bankarnir eins og nú er. Hann sagði að visst bak- slag hefði komið í samningaviðræð- ur bankanna og bankamanna um þessi mál þegar fréttist af sam- komulagi fjármálaráðuneytisins við samtök opinberra starfsmanna. Sú spurning hefði vaknað hjá banka- mönnum hvers vegna þeir ættu að fallast á að rekstrarábyrgðin yrði færð frá bönkunum til sjóðanna þegar ríkið treysti sér til að bera eitt áfram ábyrgð á skuldbindingum LSR. Aukinn kostnaður Þó gengið hafi verið út frá því að heildarverðmæti réttinda í A- og B-deild LSR verði hliðstæð er ekki þar með sagt að breytingin hafi engin áhrif á kostnað ríkissjóðs. Erfitt er að sjá fyrir hver kostnaður- inn verður þvi hann er háður ýmsum þáttum sem óvissa ríkir um. Það sem er háð mestri óvissu er hvað margir núverandi starfsmanna rík- isins færa sig yfir í nýja kerfið. Það liggur fyrir að kostnaður ríkissjóðs getur hækkað vegna valsins. Þeir sem færa sig yfir gera það væntan- lega vegna þess að þeir telja hags- munum sínum betur borgið í A- deildinni en B-deildinni t.d. vegna þess að verulegur hluti launa þeirra er yfirvinnulaun. Það ber þó að hafa í huga að sá sem vinnur mikla yfirvinnu í dag þarf ekki að gera það á morgun. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins verður lögð fram tillaga í efnahags- og viðskiptanefnd Al- þingis, þegar frumvarpið kemur til umíjöllunar í nefndinni, um að gerð verði tryggingafræðileg úttekt á nýja kerfinu með það að markmiði að skýra líkleg útgjöld ríkissjóðs vegna breytinga á lífeyriskerfinu. í fylgisskjali frá fjárlagaskrif- stofu íjármálaráðuneytisins, sem fylgir frumvarpinu, er reiknað með að rekstrarkostnaður ríkissjóðs á meðan breytingin á sér stað aukist um 100-200 milljónir á ári. Þá er byggt á þeirri forsendu að ríkið ráði 900 nýja starfsmenn til starfa á næsta ári, 30% núverandi starfs- manna ríkisins flytji sig úr B-deild yfír í A-deild og allir ríkisstarfs- menn í stéttarfélögum opinberra starfsmanna með aðild að Söfnunar- sjóði lífeyrisréttinda færi sig yfir í A-deild. Miðað við þessa forsendu gerir fjármálaráðuneytið ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs aukist um 600 milljónir á næsta ári og um allt að 1.200 milljónir á árinu 1998. Rétt er að leggja áherslu á að þessar tölur endurspegla útgjöld á greiðslu- grunni. Hækkunin stafar af því að ríkið greiðir útgjöld sín til sjóðsins um leið og þau falla til en ekki eft- ir á. Hingað til hafa allir lausráðnir starfsmenn ríkisins og starfsmenn með starfshlutfall innan við 50% greitt í Söfnunarsjóð Iífeyrisrétt- inda. Samtök opinberra starfs- manna lögðu mikla áhersiu á að þessi hópur fengi beina aðild að LSR og ríkið féllst á það. Gert er ráð fyrir að iðgjöld vegna þessa hóps nemi 170 milljónum á ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.