Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 37 AÐSENDAR GREINAR Tónlistarskóli Njarðvíkur 20 ára BÖRN í forskóladeild Tónlistarskóla Njarðvíkur flylja eigin tónlist á sögustund á Bókasafni Reykjanesbæjar. NÚ Á þessu hausti og í vetur fagnar Tónlistarskóli Njarðvíkur 20 ára afmæli sínu. Skólinn var stofn- aður árið 1976 og tók formlega til starfa í september það ár. Þetta var í kjölfar nýrrar lagasetningar, nr. 22/1975 um stuðning ríkisins við tónlistarskóla þar sem ríkissjóður skyldi gi’eiða 50% launakostnaðar skólastjóra og kennara við þá tónlist- arskóla sem uppfylltu viss lágmarks- skilyrði um nemendafjölda og starfs- tíma. Það sama ár, 1976, fékk Njarð- vík kaupstaðarréttindi og má því segja að Tónlistarskólinn hafí verið nokkurs konar gjöf bæjarbúa til sjálfra sín vegna þeirra tímamóta. Í kjölfar nýju laganna spruttu upp tónlistarskólar víðsvegar um landið og í dag nýtur þjóðin afraksturs þeirra í ríkum mæli. Með stofnun Tónlistarskóla Njarðvíkur tóku Njarðvíkingar mikilvægt skref fram á við í skóla- máium bæjarins og þeir hugsuðu stórt. Fram að því höfðu Njarðvík- ingar þurft að sækja tónlistarnám til Keflavíkur og voru ekki nema Mikilvægt er, segir Haraldur Árni Har- aldsson, að standa vörð um tónlistarskólana í landinu. 15 til 20 bæjarbúar að meðaltali sem það gerðu. En strax á fyrsta starfs- ári skólans urðu nemendur um 70 talsins og þessar frábæru undirtekt- ir bæjarbúa breyttu miklu varðandi tónlistaruppeldi í bænum enda fjölg- aði nemendum í um 120 árið eftir. Þáverandi skólanefnd tónlistar- skólans, bæjaryfívöld og bæjarbúar skynjuðu mjög fljótt þau áhrif og það mikilvægi sem góður tónlistar- skóli er hveiju byggðarlagi og að sú stofnun yrði að búa við viðun- andi aðstæður og starfsskilyrði. Það varð því að veruleika, aðeins tveim- ur árum eftir stofnun skólans að hann komst í varanlegt húsnæði, en fram að því hafði skólinn haft til afnota 2-3 kennslustofur í Barnaskólanum. Að komast í nýja húsnæðið, sem var fyrrverandi skólastjórabústaður, var mikil bylt- ing fyrir starfsemi Tónlistarskólans eins og gefur að skilja og er hann þar enn til húsa. Síðan þá hafa verið gerðar tölu- verðar breytingar á húsnæðinu, það m.a. stækkað árið 1987, en með til- komu viðbyggingarinnar varð mögu- legt að færa alla starfsemina undir eitt þak. Þá hafði lúðrasveit skólans haft æfingaaðstöðu um nokkurra ára skeið í Fjörheimum sem er félags- miðstöð fyrir börn og unglinga. Skólastjórar hafa verið tveir, Örn Oskarsson frá stofnun skólans til 1984 er undirritaður tók við. Skólinn hefur alla tíð haft á að skipa vel menntuðum og góðum kennurum og haldist vel á þeim. Sá kennari sem á að baki lengstan starfsferil við skólann eða frá 1978 til 1995, er Ragnheiður Guðmundsdóttir söngkona, sem byggði upp ein- söngsdeild skólans af miklum áhuga og skilaði starfi sem vakti athygli. í Tónlistarskóla Njarðvíkur fer undirbúningsnám fyrir yngri nem- endur fram í forskóladeild sem er eins til tveggja ára nám allt eftir aldri nemenda. Eftir það tekur hefð- bundið hljóðfæranám vjð og er kennt á öll helstu hljóðfæri. Starfsemi skólans hefur tekið miklum stakkaskiptum á þessum 20 árum og áhersla verið lögð á að skipuleggja skólann sem best. Jafn- framt hefur verið reynt að vera í takt við tíðarandann hveiju sinni. Árið 1992 voru stofnaðar tvær nýj- ar deildir við skólann, Suzuki-deild þar sem boðið er upp á hljóðfæra- kennslu fyrir börn allt frá tveggja ára aldri samkvæmt aðferð S.Suzuki og lítil djass-deild sett á laggirnar sem valgrein með almennu hljófæra- námi ásamt djass-hljómsveit í tengslum við hana. Haustið 1995 var enn stofnuð ný deild, tölvutón- listardeild, einnig sem valgrein með almennu hljóðfæranámi, en þar er nemendum kennt að vinna tónlist á tölvu. Sama haust var í fyrsta sinn boðið upp á fullt nám á rafmagnsgít- ar og rafmgansbassa en þær grein- ar höfðu fram að því aðeins verið í boði í formi stuttra námskeiða. Starfandi eru tvær lúðrasveitir í skólanum sem hafa í gegnum árin komið fram við hin ýmsu tækifæri í bænum og auðgað bæjarlífið á hátíðastundum. Auk tónleikahalds og ferðalaga hér innan lands, hefur eldri deild lúðrasveitarinnar komið fram í útvarpi og sjónvarpi, farið fjórum sinnum I tónleikaferðir til útlanda og er sú fímmta fyrirhuguð næsta sumar. Árið 1995 var Tónlistarskóli Njarðvíkur endurskipulagður og hann gerður að aldursskiptum skóla, eingöngu fyrir nemendur á grunn- skólaaldri í hefðbundið tónlist- arnám, en yngri börn allt niður í 2 ára, í Suzuki-nám. Það ber að þakka þeim sem á sínum tíma stuðluðu að vexti og viðgangi tónlistarskólanna með lagasetningum á Alþingi og góðum viðbrögðum yfirvalda heima í hér- uðum við þeim. Þær breytingar hafa verið gerðar að árið 1990 tóku sveit- arfélögin alfarið yfir rekstur tónlist- arskólanna. En það sem aftur á móti blasir við í dag í kjölfar auk- inna verkefna hjá sveitarfélögunum, er sú nauðsyn að almenningur í landinu standi vörð um tónlist- arskólana sína, því það er hveiju mannsbarni hollt og gott veganesti út í lífið að hafa kynnst tónlist af eigin raun. Megi tónlistarskólar þessa lands halda áfram að vaxa og dafna og skila auðugri einstakl- ingum til samfélagsins. Höfundur er skólastjórí Tónlisturskóla Njarðvlkur. , Mazda heíur vinninginn! Berum saman nokkrar gerðir 4ra dyra fólksbíla af millistærð: TEGUND MAZDA323 Toyota Corolla Nissan Almera MMC Lancer Suzuki Baleno OpelAstra I.ENGD 434,5 427.0 432.0 429.5 419.5 424.0 BREIDD 169.5 168.5 169.0 169.0 169.0 169.6 HJÓLHAF 260.5 246.5 253.5 250.0 248.0 251.7 (ÖIl mál eru í cm. og fengin úr bæklingum bifreiðaumboðanna). Hjólhaf segir mikið um lengd farþegarýmis og fótarými. Eins og sést er MAZDA 323 stærstur þessara bíla. Um gæðin þarf ekki að íjölyrða, en komdu, mátaöu og taktu í MAZDA 323, því stuttur reynsluakstur segir meira en mörg orð! MAZDA 323 sedan LXi kostar nú aðeins kr. 1.330.000. OPIÐ FRÁ KL. 9-18, LAUGARDAGA 12-16 - óbilandi traust! SKUIAGÖTU 59 - SÍMI 561 9550 Netfang: www.hugmot.is/mazda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.