Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERÐIR EKKI aðeins var Atlanta- þotan sú fyrsta af þess- ari tegund sem lenti þar á þessu ári, heldur var hún drekkhlaðin Islendingum með væn búnt af dollurum í farteskinu og fátt gleður Kúbverja meira þessa dagana en gjaldeyrir. Nema ef vera skyldi iðandi og gleðirík tónlistin sem hvarvetna hljómar á Kúbu, oftast salsa, og heil hljóm- sveit ásamt dönsurum mætti sjón- um og eyrum íslendinganna þegar þeir stigu inn í flugstöðina eftir um átta tíma flug. Návist Bandaríkjanna greinileg íslenskt innrásarlið fékk um- svifalaust rommglös í hendur og ráðherra samgöngumála á eyjunni heitu ásamt embættismönnum og fulltrúum fjölmiðla brostu breitt við mektarmönnum frá eyjunni köldu, ekki síst forráðamönnum Samvinnuferða-Landsýnar sem skipulögðu ferðina og aðra til, viku síðar, jafn fjöhnenna. Landnám íslendinganna var viðburður og leikur lítill vafi á að yfirmenn ferðamála á Kúbu fýsir þess mjög að fleiri íslendingar leggist þangað í víking hið fyrsta, enda kaupmáttur þeirra mikill miðað við heimamenn, sem hafa að meðaltali átta dollara í mánað- arlaun, eða innan við sjö þúsund krónur á ári. Á hlaði flugstöðvarinnar var molluhiti þótt langþráð sólin væri ekki sjáanleg þegar íslensku ferða- langarnir höfðu staðist ítariega vegabréfaskoðun og fengið viðeig- andi stimpla. Menn höfðu að vísu nokkurt val um hvað væri blekfest í vegabréfið, því að Kúbveijar sögðu ferðamenn geta lent í úti- stöðum við bandaríska innflytj- endaeftirlitið skörtuðu þeir stimpl- um frá Kúbu, og væri þeim ljúft að sleppa þeim ef menn viidu. Þorri íslendinga lét þessar við- varanir sem vind um eyru þjóta og báðu sumir sérstaklega um Kúbu-stimpilinn á heimleiðinni, hefði hann ekki verið settur í vega- bréfið við inngönguna. Návist Bandaríkjamanna var raunar greinileg á fleiri sviðum, því vél Atlanta mátti hvorki fljúga yfir bandaríska fluglögsögu á leið til Kúbu né frá. Þótt þessi geð- illska Bandaríkjamanna kæmi ekki að sök, minnti hún áþreifanlega á stirð samskipti landanna tveggja frá því Fidel og Raúl Castro, Che Guevara og hinir félagarnir í Upp- reisnarhernum komust til vaida í á flugvellinum í Matanzas héraði á Kúbu þegar Boeing 747 breiðþota Atlanta flugfélagsins lenti þar og hóf um leið nýjan kafla í íslenskri flugsögu. Sindri Freysson brá sér með. RENNT fyrir fisk við strendur höfuðborgarinnar, með gamla hafnarvirkið í baksýn. Sökum bágs efnahagsástands hefur matarskortur sagt til sín á Kúbu undanfarin misseri og er matur oft ekki auðfáanlegur nema á verði sem hæfir aðallega efnum ferðamanna. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins KÚBVERSK blómarós stíg- ur af frumstæðum en vist- vænum farkosti á stræti í Havana, að baki henni má sjá uppistandandi forna framhlið bygg- ingar sem verið er að endurreisa. ársbyijun 1959. Kúba er enn kom- múnískur þyrnir í síðu Bandaríkj- anna og Bandaríkin eru enn hold- tekja ágengrar heimsveldisstefnu í augum Kúbu. Bandarískir dollarar voru hins vegar aufúsugestir eins og áður var getið og var verðlagið heldur hærra en margir bjuggust við, þótt ekki væri_ dýrtíðin umtalsverð miðað við ísland. En ísland sprengir líka flesta mælikvarða. Iðnaður í fæðingu Ekki má heldur gleyma því að vel var búið að íslendingum á svæði sem afmarkað er fyrir ferðamenn og ýmislegt þeim samfara, minjagripi, veitingastaði og afþreyingu hefðbundnum toga. I mínum huga var þetta gettó en aðrir glöddust yfir fábreytninni og ör- ygginu. Fátækt birtist í mörgum myndum, fleirum en þeim sem blöstu við sjónum örfáá metra frá dollarabúllum og diskótekum. Ferðamenn eru hins vegar eyðsluseggir og í þeim felst aug- ljós vaxtarbroddur í kúbversku efnahagslífi; hvarvetna mátti sjá byggingaframkvæmdir á mismun- íslend- ingar hernema
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.