Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR JÓNA SIGRÚN SÍMONARDÓTTIR + Jóna Sigrún Símonardóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 15. ágúst 1945. Hún lést í Vestmanna- eyjum 11. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórhildur Bárðardóttir, f. 8. júní 1916, d. 7. júlí 1988, og Símon Bárðarson, f. 5. mars 1914, d. 10. maí 1981. Þau voru bæði frá Álftaveri. Sigrún átti einn bróður, Birgi Símonarson, f. 16 september 1940. Kona hans er Klara Bergsdóttir, f. 13. ágúst 1941. Hinn 12. september 1970 gift- ist Sigrún eftirlifandi eigin- manni sínum, Eðvarð Þór Jóns- syni, f. 8. júní 1944. Þau eignuð- ust tvo syni. Þeir eru: 1) Símon Þór, f. 29. nóv. 1968. Sambýliskona hans er Elín Sigríður Björnsdóttir, f. 29. júli 1976, sonur þeirra og eina barnabarn Sigrún- ar er Aron Máni, f. 2. febrúar 1996. 2) Siguijón, f. 14 des. 1970. Sambýliskona hans er Elísa Krist- mannsdóttir, f. 2. apríl 1976. Sigrún vann við fiskvinnslu, verslunarstörf og síðustu níu ár við aðhlynningu á Hraunbúðum, dvalarheimili aldraða í Vestmannaeyjum. Útför Sigrúnar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyj- um í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ég vil kveðja þig, elsku Sigrún mín, með fáeinum orðum. Þú varst alveg einstaklega hlý og góð kona, alltaf svo hress og kát. Ég gleymi aldrei kvöldinu sem ég og Símon fórum upp í Hrauntún til að segja ykkur að nú væri fyrsta ömmubarnið á leiðinni. Eins og vanalega brostir þú út að eyrum og óskaðir okkur til hamingju. Það má eiginlega segja að þetta kvöld hafi yndisleg vinátta tekist á milii okkar. Eftir að ömmustrákurinn fæddist leið varla sá dagur að þú kæmir ekki til að faðma hann og kyssa. Það var yndislegt að sjá hve montin amma þú varst. Það er erfitt að trúa að þú skul- ir vera farin frá okkur. Stórt skarð er rofið í hjarta okkar allra sem ekki verður fyllt. Elsku Sigrún mín, ég vil þakka þér fyrir yndisleg- an tíma og stundir sem þú tókst þátt í lífi okkar. Bið ég góðan guð að styrkja okkur öll í þessari miklu sorg. Minning þín mun ávallt lifa. „Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Spámaðurinn.) Elín Sigríður og Áron Máni. Það er svo erfitt að hugsa til þess, Sigrún mín, að þú sért ekki lengur hér hjá okkur. Þér fylgdi alltaf svo hressilegur blær, aldrei var nein lognmolla í kringum þig. Það var okkur svo dýrmætt að eiga ykkur Edda að vinum. Vinskapur sem staðið hefur í 20 ár, alveg frá því að við fórum til Noregs saman að sækja Herjólf 1976 og sigidum með honum til Eyja. Þær eru margar stundirnar sem við fjögur höfum átt saman í Vest- mannaeyjum, á Þingvöllum og hér í Garðabænum. Alltaf var jafn gaman hjá okkur og mikið spjallað fram undir morgun. Við eigum eft- ir að sakna þessara samverustunda okkar mikið. Vertu sæl, kæra vinkona, og líði þér vel hvar sem þú ert núna. nálæg blik í augum fjarlæg blik á himnum (Þyn' Halla Steingr.) Elsku Eddi, Símon og Siguijón, missir ykkar er mikill, við biðjum þess að þið fáið styrk til að takast á við sorgina. Alma og Steingrímur. Kæra Sigrún frænka og vinkona. Það voru erfiðar og sorglegar fréttir þegar pabbi hringdi um morguninn 11. nóvember og sagði að hún Sigrún frænka væri dáin. Ekki datt mér í hug þegar við töluð- um saman daginn áður að það yrði í síðasta sinn sem við töluðum sam- an. Þú varst svo hress og glöð og full af Jífsgleði eftir veikindin í sumar. Ég hlakkaði svo til að koma í heimsókn til þín, í smá kaffi- spjall. Það var alltaf svo notalegt að koma til þín og það var svo margt sem við töluðum um, bara við tvær. Mikið var gaman að gera þér greiða, þú varst alltaf svo þakk- lát og vildir allt fyrir mig gera í staðinn. Þegar ég átti börnin mín varst þú þeim sem amma, þú varst nú oft að grínast í fólki og sagðir að þú ættir mig og mér leiddist það ekki. Svo í febrúar sl. eignaðist þú ömmustrák og þú varstu svo stolt og glöð, en það er sárt að þú getur ekki verið meira með honum og séð hann vaxa. Elsku frænka, ég þakka þér fyr- ir allar ánægjustundirnar sem við áttum saman og ég minnist þín méð hlýju og söknuði í hjarta, en ég trúi því jafnframt að þú sért í góðum höndum og þér líði vel. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Eddi, Símon, Ella, Aron Máni, Siguijón og Elísa, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning þín. Jóhanna. Hún Sigrún Sím. er dáin. Þessi orð eru ofarlega í huga okkar þessa dagana. Það er erfitt að hugsa til þess að hún skuli ekki lengur vera hér á meðal okkar. Að við eigum ekki eftir að heyra hlátur hennar, eins og svo oft þegar hún og mamma sátu á sínu kaffispjalli, verða viðbrigði. Sigrúnu fylgdi allt- af mikil gleði og léttleiki. Hún var ein af bestu vinkonum mömmu. Þær voru ófáar stundirnar sem Sigrún og Eddi eyddu heima hjá foreldrum okkar og þá var oft glatt á hjalla, mikið spjallað og hlegið. Sigrún og Eddi hafa verið ná- grannar okkar frá því við munum eftir okkur og alltaf hafa dyrnar hjá þeim staðið opnar fyrir okkur íslCMSk jól í Vinir og ættingjar erlendis fá jólamatinn á réttum tíma • Þú kemur f Hagkaup og kaupir jólamatinn og jólagjafirnar. • Við búum tryggilega um sendinguna og sendum með DHL Hraðflutningum. • Starfsmaður DHL fer heim til móttakanda og afhendir honum jólapakkann persónulega. Sending til Evrópu tekur 1-2 daga en 2-4 daga til annarra landa. WORLDWfDE EXPRESS I fiö stöndum viö skuidbindingar þínar íslenskan jólamat því að leiðin að hjartanu um magann. HAGKAUP NýttogferskÞ og ávallt höfum við verið velkomin. Okkur var mjög brugðið við fréttirnar af andláti Sigrúnar. Spurningarnar hrönnuðust upp í huga okkar, en engin urðu svörin. Söknuðurinn er mikill og tómarúm- ið sem myndaðist í hjörtum okkar verður aldrei fyllt. Kannski er hægt að hugga sig aðeins við fallegar og skemmtilegar minningar sem eftir standa um lífsglöðu konuna sem svo oft var okkur sem móðir. Elsku Eddi, Símon, Siguijón, Ella Sigga, Elísa, Áron Máni og aðrir aðstandendur. Sorg ykkar er mikil. Megi Guð styrkja ykkur óg styðja í söknuði ykkar. Blessuð sé minning þín, Sigrún, um alla eilífð, með þökk fyrir góð kynni. Eiríkur, Valgeir, Ingunn og Arnór. Stórt skarð er nú rofið í hóp okkar sem vinnum hér á dvalar- heimili aldraðra, Hraunbúðum í Vestmannaeyjum. Sigrún Sím. var ein af okkar sterku hlekkjum í vina- og vinnu- hópnum. Hún hafði mjög góða ná- vist og því var gott að vera nálægt henni og ekki síður að vinna með henni. Hún var svo undur kát og hlýleg við heimilisfólkið hér og snögg að rétta hönd er á þurfti að halda. Við samstarfsfólk Sigrúnar eig- um erfitt með að átta okkur á að hún er farin svona allt of fljótt. En lífið er margslungið og undar- legt. Okkur er ekki gefið að skilja tilgang þess er góð kona í blóma lífsins er svo snögglega tekin í burtu frá ástvinum og vinum. Við sendum eiginmanni, sonum og öðrum ættingjum innilegustu samúðarkveðjur okkar. Fyrir hönd starfsfólks Hraun- búða, Rósa Magnúsdóttir. Skilafrest- ur minn- ingar greina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Blað allra landsmanna! -kjarni málsius!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.