Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 41 BJARNIÓMAR STEINGRÍMSSON ■4- Bjarni Ómar ■ Steingrímsson fæddist á Siglufirði 23. júlí árið 1959 og ólst upp í Stóra- Holti í Fljótum. Hann lést af slys- förum 12. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Svava Sigurð- ardóttir, sem er lát- in, og Steingrímur Þorsteinsson, sem dvelur nú á ellideild Sjúkrahúss Siglu- fjarðar. Bjarni var yngstur tíu systkina. Hann var athöfnin ókvæntur og barn- laus. Bjarni starfaði lengst af sem sjó- maður, ýmist sem háseti, kokkur eða vélstjóri og nú síð- ast var hann á Faxa RE sem gerður er út frá Reykjavík. Bjarni var búsettur á Grettisgötu 84 í Reykjavík. Utför Bjarna Ómars fer fram frá Barðskirkju í Fljót- um í dag og hefst klukkan 14. Mikið megum við mennirnir okkur lítils gegn náttúruöflunum. Enn einu sinni hefur hafið hrifið til sín einn af sínum bestu sonum. Þá fyrst þegar landkrabbinn stendur frammi fyrir slíkri ískaldri staðreynd skynjar hann í hvers kyns hættu sjómenn þessa lands eru daglega. Bjarni Steingrímsson vildi þó helst hvergi annars staðar starfa. Hann var nýbúinn að end- urheimta plássið sitt á Faxa RE eftir nokkurra mánaða hlé við störf í landi, og fór hann ekki dult með ánægju sína yfir að vera kominn aftur út á sjó. Enginn sér sína ævi fyrir og enginn gat heldur séð að sú röð tilviljana sem leiddi hann aftur til starfa á sjó myndi einnig leiða hann á vit örlaga sinna. En vegir Guðs eru órannsakanlegir og við efasemdarfólkið, sem eftir sitjum harmi lostin, verðum að trúa því að hvert lítið sem stórt atvik í þessu lífi hafi aðra og stærri merk- ingu þótt hún sé okkur sem eftir lifum kannski hulin enn um sinn. Kynni mín af Bjarna voru ekki löng, en samt sem áður mun ég sakna sárt hressilega Fljóta- mannsins sem alltaf kom mér í gott skap, þegar ég heyrði klingj- andi norðlenskuna hinum megin á símalínunni. Efst er mér í huga á þessari sorgarstundu innilegt þakklæti fyrir þá vináttu sem hann sýndi okkur báðum en þó ekki síst eiginmanni mínum, gömlum skips- félaga sem hann sá alltaf ástæðu til að hringja í og spyija um þegar hann sjálfur var í landi og sá síðar- nefndi við störf úti á sjó. Auðvitað hefðum við viljað njóta þessarar vináttu ennþá lengur, en tíminn verður ekki stöðvaður og atburða- rásinni því miður ekki snúið við. Því verða samverustundir á nýjum heimilum beggja, fyrirhugaðar heimsóknir til skyldmenna hans í Fljótunum eða ferðir upp í Borgar- fjörð að .bíða betri tíma. Því við HÉÐINN SKÚLASON + Héðinn Skúlason lögreglu- fulltrúi fæddist í Króktúni í Landsveit 26. ágúst 1929. Hann lést á öldrunardeild Landspítalans í Hátúni 10B 11. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaða- kirkju 19. nóvember. í gegnum árin hefur mér alltaf verið minnisstæður dagurinn sem Hilmar kynnti mig fyrir pabba sín- um. Við vorum til þess að gera ný farin að vera saman og það var ekki laust við að ég væri hálf óttaslegin, en sá ótti reyndist svo sannarlega ástæðulaus. Héðinn tók mér opnum örmum og mér fannst eins og ég hefði alltaf þekkt hann. Það var ekki svo sjaldan sem við Hilmar leituðum ráða hjá Héðni, við vorum bæði ung og óreynd og það var stundum ekki vanþörf á að reyna að leiðbeina okkur. Eftir að við fórum að búa var oft þröngt í búi á litla heimilinu okkar, þá komu Héðinn og Nanna oft færandi hendi með mat og annað þarflegt, það er gott að eiga góða að. Það kom aldrei annað til greina hjá mér en að skíra frum- burðinn Héðin í höfuðið á afa sín- um og ber hann það nafn með stolti. Því miður gátu þeirra sam- verustundir ekki verið margar vegna veikinda Héðins afa en minningarnar og myndirnar af þeim segja sína sögu. Ég hef fylgst með veikindum Héðins úr fjarlægð eftir að leiðir okkar Hilmars skildu og hef dáðst að dugnaði þínum og þolinmæði, Nanna mín. Kæra fjölskylda, ég votta ykkur samúð mína. Héðinn minn, guð blessi þig. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Ragnheiður Steinsen. trúum því að leiðir muni liggja saman að nýju, þó síðar verði. Ættingjum og vinum Bjarna send- um við okkar hugheilu óskir um að Almættið megi styrkja þau og leiða í sorg sinni. Dagmar Guðrún Gunnars- dóttir, Brjánn Arni Olason. Eyjan í norðri, sem við íslend- ingar byggjum, er ekki búin fjöl- breytilegum skilyrðum til lífsviður- væris. Guð hefur fært okkur hafið umhverfis landið og gætt það miklu sjávarfangi. Nú á tímum er mikið rætt og ritað um hafið og það sem það gefur og almennt er kallað auðlind þjóðarinnar. íslenskir sjómenn hafa sótt þangað björg í bú í aldanna rás. Það hefur ekki þótt auðvelt að sækja á hafið. Hættur vilja leyn- ast víða. Því hafa sjómenn oft orð- ið að sjá á bak félögum og vinum í greipar þess. Það er mikil fórn. Fórn sem veraldlegur auður fær ekki bætt. Við skipveijar á mb. Faxa RE máttum horfa á félaga okkar tek- inn frá okkur í miðri önn veiðanna. Er Bjarni Steingrímsson féll útbyrðis vorum við felmtri slegnir. Hafíð hafði tekið sinn toll. Líf var frá okkur tekið, en hinum jarð- nesku leifum skilað. Bjarni hafði verið skipverji um borð í mb. Faxa RE í fjögur ár, með nokkrum hlé- um. Hann var sá maður sem öllum þótti vænt um. Auk þess að vera góður og skemmtilegur, var hann mjög harður af sér, og ætíð stað- ráðinn í að gefa sig ekki, þótt stundum væri erfitt til athafna og ekki gengi allt sem skyldi. Bjarni var uppalinn og ættaður úr Fljótunum í Skagafirði. Hann var nýfluttur til Reykjavíkur. Honum varð tíðrætt um sveitina sína. Þaðan átti hann mætar minningar, sem greinilega höfðu mótað hann frá unga aldri. Bjarna þótti gaman að spila, og var nokk- uð glúrinn bridsspilari. Verður hans sárt saknað, þegar spila- stokkurinn verður lagður á borð- ið. Er við kveðjum Bjarna með trega og söknuði, sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til föður hans og systkina, og annarra ættingja og vina. Guð blessi ykkur öll. Ahöfnin á Faxa. Fyrir hönd okkar vélstjóranna á Faxa RE 24 langaj mig til þess að minnast Bjarna Ómars nokkr- um orðum, en eitt af því, sem hann tók að sér hér um borð, var að leysa okkur vélstjórana af, ef við þurftum að komast í frí. Bjarni var ákaflega þægilegur maður að hafa með sér og ávallt reiðubúinn í hvaða verk sem var, enda afar duglegur og góður verkmaður. Hann var fjarskalega glaðlyndur og hrókur alls fagnað- ar, og af því að minnst er á hrók, þá kemur í hugann, að hann var býsna glúrinn skákmaður og einn- ig vel liðtækur bridsspilari. Bjarni var einlægur og fann maður vel hve hjartahlýr og góður drengur hann var. Það getur enginn gert sér í hugarlund, hve skelfilegur at- burður það er, þegar skipsfélagi manns og vinur er skyndilega horfinn í hafið, án þess að nokkuð sé hægt að gera til þess að af- stýra því, og hve biðin er hræðileg á meðan hans er leitað í myrkr- inu, og lítið annað hægt að gera en biðja til Guðs um að hann finn- ist fljótt. En Bjarni heitinn fannst ekki nógu fljótt, svo nú er hann kom- inn yfir móðuna miklu, svo óra- langt um aldur fram, og við sem eftir lifum eigum aðeins minning- una um góðan dreng. Bjarni heitinn gekk til liðs við okkur á Faxa í byijun ágúst 1992, og fyrir þann tíma veit maður eðlilega frekar lítið um hans líf. Þó sagði hann okkur ýmislegt sem hent hafði á æskustöðvunum í Fljótunum, og það leyndi sér ekki hve hjartfólgin sveitin hans var honum. Einnig tók maður fljótt eftir því, hve náin tengsl voru á milli hans og fjölskyldunnar, því það liðu aldrei margir dagar á milli þess, að þeir hringdu hvor í aðra bræðurnir, aðeins til að spjalla saman og heyra hver í öðrum. Eins lét hann aldrei hjá líða að skreppa til föður síns á elliheimilinu á Siglufirði, þegar við komum þar inn til löndunar og hann átti frí. Ég votta fjölskyldu hans, öllum ættingjum og vinum, okkar dýpstu og innilegustu samúð og bið Bjarna heitnum og ykkur öll- um Guðs blessunar. Stefán Unnar Magnússon. RAGNHEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR + Ragnheiður Björnsdóttir fæddist í Reykja- vík 6. júní 1904. Hún lést í Sjúkra- húsi Akraness 29. október síðastlið- inn. Ragnheiður fluttist með for- eldrum sínum til Akraness 1915 og átti þar heima síð- an. Arið 1926 gift- ist hún Júlíusi Ein- arssyni, f. 1902, d. 1973, sjómanni frá Bakka á Akranesi. Þau eignuðust sjö börn. Börn Ragnheiðar og Júlíusar: Ein- ar, f. 1927, d. 1981, Gunnar, f. 1928, Grétar, f. 1928, d. 1993, Guðmundur, f. 1929, Júlíus, f. 1932, d. 1981, Fríða, f. 1942, Valur, f. 1945. Útför Ragnheiðar fór fram í kyrrþey 4. nóvember síðast- liðinn. Mig langar til að minnast með fáeinum orðum hinnar mætu konu Ragnheiðar Björns- dóttur. Ég þekkti Röggu, eins og hún var ætíð kölluð, frá barnæsku, en hún var gift Júlíusi Einarssyni, föðurbróður mínum. Fyrir rúmlega þremur áratugum tóku þau hjónin mig inn á heimilið sitt til vetrardvalar vegna skólagöngu, sem þá var ekki í boði í heimabæ mínum. Þar naut ég umhyggju þeirra, „eina barnið á heimilinu“, sem ég kunni vel að meta, komin úr stórum systkina- hópi. Aðumefndan vetur missti ég föður minn og einnig móðurbróð- ur, sem ég hafði alist upp með. Þó að Ragga væri ekki opinská á tilfinningar sínar, kunni hún með framkomu sinni að sefa sárustu sorgina. Þessi vetrardvöl fannst henni alltaf hafa verið sjálfsögð, þótt ekkert endurgjald kæmi fyrir. Á milli okkar Röggu myndaðist vinátta, sem aldrei féll skuggi á, og svo varð einnig síðar um eigin- mann minn og dætur. Nokkrum sinnum dvaldist hún hjá okkur yfir sumartímann, og var það sér- staklega ánægjulegt. Það var Röggu sárt að missa mann sinn, og tæplega áratug síð- ar varð hún, öldruð kona, að þola enn mikil áföll, þegar tveir synir hennar létust af slysförum með um það bil mánaðar millibili. Ragga ól upp dótturson sinn og augastein, Erling. Undanfarin ár hefur hann verið við nám í Banda- ríkjunum með fjölskyldu sína. Var henni tíðrætt um hann og auð- fundið að hún saknaði hans mikið. Síðustu sex árin dvaldist Ragga á dvalarheimilinu Höfða í heimabæ sínum, nema skamman tíma sem hún var á sjúkrahúsinu áður en hún lést. Aðstandendum sendi ég samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning vin- konu minnar, Ragnheiðar Bjöms- dóttur. Sofðu vel, sofðu rótt. Nú er svartasta nótt. Sérðu sóleyjarvönd. Geymd'ann sofandi í hönd. Þú munt vakna með sól. Guð mun vitja um þitt ból. Krístín Helgadóttir. Skilafrest- ur minn- ingar- greina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. J3ásamlegar sannanir og dularfull fyrirbrigði Frægustu miðlar íslands settu þjóðfélagið á annan endann. Voru þeir í beinu sambandi við annan heim - eða ómerkiiegir loddarar? Bjami Guðmoreson og PdJ Ásger Ásgeirsson höfiindcr bókarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.