Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Kristinn Eyj- ólfsson, bifreið- arstjóri á Hellu, fæddist í Hvammi í Landsveit 24. febr- úar 1942. Hann lést á heimili sínu 13. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Eyjólfur Ág- ústsson, f. 9.1. 1918, bóndi og fyrrum sýslunefndarmaður í Hvammi, og kona hans Guðrún Sigríð- ur Kristinsdóttir, f. 9. 12. 1921, húsmóðir. Systkini Kristins eru: 1) Katrín, f. 19.9. 1943, póstfulltrúi í Reykjavík. 2) Ágúst,f. 5.6. 1945, málara- meistari í Svíþjóð. 3) Ævar Pálmi, f. 21.8. 1946, lögreglu- maður í Reykjavík. 4) Knútur, f. 7.1. 1949, strætisvagnstjóri í Reykjavík. 5) Selma Huld, f. 25.7. 1961, sjúkraliði og tölvu- „Stór, fallegur og vænn,“ sagði amraa, þegar mamma sagði að ég "■'5 væri óþægur. Orð hennar voru lög og mér var borgið. Hún var frá Hvammi og nú hefur harmurinn lostið fjölskylduna. Svo óvænt og óbærilegur. Hversu stór, fallegur og vænn var hann ekki, frændi minni í Hvammi. En hvar er nú amma og hvar er lausnin? Hvar er huggunin við þessum hræðilega dómi? Aðeins almáttugur Guð veit svarið, hann gaf okkur lífið og hann ákveður brottför. Því erum við hans, hvort sem við lifum eða deyjum. Minningar hrannast að. Pabbi nýdáinn og ég pjakkur með mömmu og systur minni að væfl- ast austur á Selfoss á jólunum. Inn í Ingólf vindur sér þriggja álna maður og eftir því þrekinn: „Þarft þú ekki að komast suður með krakkana, elsku frænka?“ Þetta var Eyjólfur bóndi í Hvammi, uppáhaldið hennar mömmu. Kvíð- vænleg ferð varð að stórri gleði. Svona getur eitt orð breytt dimmu í dagsljós. „Það er helmingi meiri kraftur í böllunum mínum, þegar strákarn- ir hans Eyfa mæta,“ sagði Gulli frændi jafnan og eru þó engir meðaljónar á íslenskum sveitaböll- um. Kristinn var eistur systkin- anna. Minningar sækja að. Eldgos í Heklu 1970. Bílastraumur upp Landsveitina. Best að kanna hesta- kost hjá Kristni frænda í Hvammi og ríða upp að eldfjallinu. Áð í sjoppunni í Skarði. Maður með hatt að afgreiða bensín og öl. „Er Eyjólfur í Hvammi frændi mömmu þinnar. Hvernig? Heyrðu, fáðu þér aðra flösku, því allir í sveitinni eru frændur hennar og ég er hrepp- stjórinn.“ Öskufall í Landsveit. Hætta á hagbanni. Við Kristinn rákum Hvammshrossin niður í Gunnars- holt. Fórum um Réttarnes og Rangá. Hvílík dýrð. Hekla, hátign- in, gnæfði alls staðar yflr. „Gat ei nema Guð og eldur, gert svo dýr- legt furðuverk." Komið við í Koti hjá öldruðum systkinum. Hann aðeins einu sinni komið til Reykjavíkur og nokkrum sinnum á Selfoss. Hún einu sinni á Selfoss, á ævinni. Riðin til baka leiðin, sem langafi okkar Landshöfðinginn, sem ungur maður, hafði raunverulega farið í draumi. Því hann elskaði langömmu í Skarði svo mikið. Áð í Skarði. Sigríður leit á rekstrar- manninn: „Hann er þó ekki með hljóðum. Hlýtur að hafa komið á hestbak áður.“ Landsmót í Skagafirði 1974. Riðið norður Sprengisand. Skugga- Jjclldwtrrn frá Kristni, besti hestur- — inn, óbilandi þrek og mýkt. Svo kom Kristinn norður með hrepp- ritari í Briissel. Hinn 29. desem- ber 1968 kvæntist Kristinn Onnu Magnúsdóttur tón- listarkennara, f. 6. mai 1944. Böm þeirra em: 1) Lóa Rún, starfsmaður hjá Flugleiðum, f. 17.10. 1965, fyrrv. sambýlismaður Baldvin Már Magn- ússon verktaki, f. 7.7. 1964. Dóttir þeirra er Anna Kristín, f. 5.12. 1988. 2) Inga Jóna, húsmóðir á Hellu, f. 8.10. 1966, í sambúð með Þórði Þor- geirssyni tamningamanni, f. 12.11. 1964. Sonur þeirra er Kristinn Reyr, f. 13.10. 1988. 3) Eyjólfur, f. 18. júní 1970. Utför Kristins fer fram frá Skarðskirkju í Landsveit í dag og hefst athöfnin klukkan 14. stjórann á nýja sjálfskipta Broncón- um. Þvílíkur bíll, þvílíkur bílstjóri. Gifting ári seinna. Brúðurin hrif- in vestur að leysa af póst- og sím- stöðvarstjórann í Ólafsvík. Brúð- kaupsferðin, ríðandi fjallabaksleið- irnar með Kristni, Önnu, Kollý og Kalla, án brúðarinnar. Villst á Grænafjall, Kristinn braust yfir Markarfljót á jeppanum. Þvílík gleði, þvílík dýrð. Minningarnar eru óendanlegar. Fjallferðir á Landmannaafrétt. Rosaleg vatnsveður, flotið niður Jökulgilið með féð í fanginu. Snjó- áhlaup. Allt svart eða hvítt. Skjóni uppgefinn. Osmondinn hættur að hrekkja. Snati þagnaður og Kátur kominn á hnakknefið með gimbr- inni. Þórður skáld meira að segja hættur að yrkja. Landbúnaðar- stefnan? Breytingar? „Adieu,“ bless. Nú var bara að duga eða drepast. Hestamót. Þórður að slá í gegn. Inga klappandi uppí brekku. Krist- inn brosandi. Allt gekk svo vel. Sigrar og sýningar. Ræktun, tamn- ingar og veðurblíða. Guð var líka góður að gefa okkur allt þetta. I einkalífinu var Kristinn mikill hamingjumaður. Hafsjóirnir brotn- uðu í brimgarðinum og heimilið var sú lygna og hlýja friðarhöfn, sem væringinn þráir. Stoltur fylgdist hann með börnunum sem uxu úr grasi. Kinkaði kolli tii Eyjólfs. „Hann stækkar þessi.“ Lóa og Inga, hvor annarri fallegri. Barna- börnin, hamingjan mikla. Tónlistarhæfileikar Önnu voru hámenning sveitarinnar og Krist- inn -var óþreytandi að skutla henni á æfingar og messur. Hljómmikill blandaður kórsöngur fyllti frístund- irnar. Unaður í bland við þá full- nægju að taka glæsta gæðinga til kostanna og stríðala alla ræktunina svo til var jafnað. Vinátta Kristins var bókstaflega eins og kletturinn í hafinu. Hversu sem brimaði var hún öllum ljós, alltaf til staðar og bifaðist aldrei. Stundum er sagt að menn séu eins og þeir sem þeir umgangast. Þá er líka sagt að umhverfið móti einstaklinga. Rangárþing var um- gjörðin um allt líf Kristins. Þessi undursamlega sýsla geymir sögu- slóðir einnar skærustu perlu heims- bókmenntanna, Njálu. Öll veröldin þekkir Heklu og Oddaveijar voru ein ríkasta aðalsætt Evrópu. Mægðir konugum, bergðu á visku- brunnum heimsins hvar sem þeir voru, ólu upp Snorra Sturluson og í Sæmundi á selnum sigrar ljósið og kærleikurinn myrkrið. Þetta er einnig ein búsældarlegasta sýsla landsins, þaðan fær þjóðin megnið af orku sinni og fyrir ströndum er stærsta verstöð landsins, Vest- mannaeyjar. En mitt í öllu dram- anu, stórfengleikanum og frægð- inni er lítil sólskríkja á grein líka að reyna að syngja, lækur að glitra og líf að eiga hreinan tón. Kristinn hefur sjálfsagt minnt margan á hinn stórbrotnari þátt heimaslóða sinna. Þeir sem kynnt- ust honum fundu þó ekki síður við- kvæmnina, blíðuna, tryggðina og einlægnina. Þá þætti, sem fyrst og síðast gera það þakkarvert fyrir aðra að vera hluti af mannlegu samfélagi. „Stór, fallegur og vænn,“ sagði amma og ég gat litið glaðan dag. Nú, við hina bugandi sorg af þessu gersamlega óvænta og ótímabæra fráfalli Kristins, þá þakka ég samt algóðum Guði, að hafa gefið mér líf með svo lýsandi vini um þá geisl- andi strengi, sem amma frá Hvammi dró í bernsku mína. Ég votta eftirlifandi eiginkonu, Önnu Magnúsdóttur, börnum, barnabörnum, foreldrum, ættingj- um og vinum öllum mína dýpstu samúð. Guð máttar og ástar taki nú Kristin minn sér að hjarta. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Hann Kristinn frændi okkar frá Hvammi í Landsveit er dáinn. Það er staðreynd sem okkur bræðrun- um þykir erfitt að horfast í augu við á þessari stundu. Ekki hefðum við trúað því að hann yrði kallaður til annarra starfa eins skyndilega og raun ber vitni. Kristinn var vel af Guði gerður, stór, sterkur, myndarlegur og ákaf- lega duglegur maður til vinnu. Og eitt var umfram aðra menn í fari hans, sem við bræðurnir höfum lit- ið upp til um alla tíð, það er hversu laginn hann var að umgangast og meðhöndla dýr. Hestar voru Kristni afar kærir félagar allt frá barn- æsku og engan mann höfum við þekkt um ævina sem kunni eins góð tök á þeim eins og hann. Það var stundum eins og hann gæti talað við þá, rétt eins og maður talar við mann. Hann var barngóður maður og minningar okkar frá uppvaxtarár- unum í Hvammi eru góðar, hlýjar og munu þær fylgja okkur um ókomna tíð. Kristinn var geðgóður og hóg- vær og stutt var í gamansemina þegar því var að skipta, hann tók hlutina af mátulegri alvöru. En ef skila átti af sér verki eða vinnu þá var samviskusemin og alvaran í fyrirrúmi. Við bræðumir munum sakna þín, Kristinn minn, en söknuður Ónnu, Lóu, Ingu, Eyjólfs og ann- arra í fjölskyldunni er mikill og með þessum fáu orðum viljum við biðja góðan Guð að styrkja ykkur á þessari skilnaðarstund. Guð veri með ykkur. Langt af fjöllum hríslast lækirnir og laða þig margir til fylgdar. En vegurinn er einn, vegurinn velur þig, hvert spor þitt er stigið. Og frá upphafi allra vega fór enginn þá leið nema þú. (Snorri Hjartarson.) Alúðarkveðjur, Ágúst og Stefán Þórðarsynir. Mig langar til að kveðja hann Kristin frænda með nokkrum orð- um. Það varð mér sannarlega áfall að heyra um andlát hans svo skyndilega. Mér varð hugsað til baka um nokkur ár þegar ég var í sveit í Hvammi hjá afa og ömmu. Þá var Kristinn vanur að koma þegar mikið var að gera og eitt- hvað stóð til. Þá tók Kristinn verk- stjórnina í sínar hendur og sagði okkur strákunum hvað við ættum að gera og hvernig. En það var alltaf stutt í stríðnina hjá Kristni og það var oft mikið fjör að loknum erfiðum vinnudegi. Það var mjög gott að vita af honum svona ná- Iægt ömmu og afa enda var hann ávallt boðinn og búinn að þjóta upp í Hvamm ef á þurfti að halda og er því ekki aðeins sonarmissir ömmu og afa mikill heldur hafa þau misst þann sem þau gátu allt- af treyst á að hjálpaði þeim ef á þurfti að halda. Ekki er hægt aÁkveðja Kristin án þess að minnast á hesta en í hestamennsku lifði hann og hrærð- ist síðustu árin. Oft þegar við hitt- umst gáfum við okkur tíma til að setjast niður og tala um hross. Ég man aldrei eftir því að við höfum verið sammála þegar við byijuðum að spjalla um hesta yfír kaffibolla. En þegar talinu lauk þá hafði sann- færingarkraftur hans verið svo mikill að hann ’nafði snúið manni á sitt band. Kristinn átti góða hesta og á fjölskylda mín nokkra frá honum enda hittust hann og pabbi varla án þess að ræða hestakaup. Ef maður hafði verið óheppinn annars staðar með hestakaup þá var Krist- inn ávallt tilbúinn láta mann fá hest frá sér. Þannig maður var Kristinn, hann vildi alltaf gera gott úr öllu. Eyjólfur Pétur Pálmason. „Vinur þinn er svar þarfar þinn- ar. Hann er túnið sem þú sáir með ást og slærð með þakklæti. Hann er skýli þitt og arinn því þú kemur til hans með þitt hungur og þú leit- ar til hans til að fá frið.“ (Kahlil Gibran.) Kristinn Eyjólfsson var sannur vinur vina sinna, alltaf reiðubúinn að rétta hjálparhönd. Hann hafði sterkan persónuleika og var nátt- úrubarn, hreinn og beinn. Þar sem hann var málfær, skemmtilegur og glaður geðjaðist mér og fleiri krökkum í sveitinni vel að honum. Það var alltaf gaman í eldhúsinu í Hvammi þegar hann var viðstadd- ur. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að dvelja heima hjá Kristni og Önnu því þeirra heimili var ástríkt, líflegt og tryggt og ég átti margar góðar stundir þar. Ég mun sakna þess að geta ekki farið með Kristni í bíltúr að skoða hrossin og tala um lífið og tilveruna. Kristinn hafði einfalda og heilbrigða skoðun á lífinu og ég reyndi að hlusta á og fara eftir því sem hann sagði því ég virti hann mikils. í mínum augum var hann merkilegur maður sem hefur gert mikið fyrir mig og mína fjölskyldu. Anna og börn, ég sendi ykkur innilegar samúðarkveðjur og hugsa ávallt til ykkar. „Þegar þú ert aðskilinn frá vin, átt þú ekki að syrgja; því að það sem þú elskar mest hjá honum getur orðið sýnilegra í ijarvist hans, líkt og fjallið verður sýnilegra fyrir fjallgöngumanninn úr fjarlægð.“ (Kahlil Gibran.) Guðrún Ágústsdóttir, Svíþjóð. Mikið brá mér þegar ég frétti að hann Kristinn væri dáinn, mað- ur sem ekki fann til neins meins. En Guð ætlar honum eitthvað ann- að. Það var alltaf fjör í kringum hann Kristin hvar sem hann var, eins og systkinin öll. Hann var skemmtilegur, mikill húmoristi og glæsilegur, kvenfólkið heillaðist alltaf af honum. Kristinn var hörkuduglegur og ósérhlífinn, eins og hann átti kyn til. Hjálpsamur var hann og leitaði pabbi oft til hans þegar traktorinn bilaði og hæst stóð heyskapur. Þá var hringt í Kristin og ekki stóð á honum að koma á hvaða tíma sem var, Hestamaður var hann Kristinn og tamningamaður góður og gerði mikið af því að temja fyrir sjálfan sig og aðra, því honum tókst allt vel sem hann tók sér fyrir hendur. Kristinn giftist mikilhæfri og góðri konu, Önnu Magnúsdóttur, sem ég kynntist 12 ára gömul og studdi hún mann sinn í einu og öllu. Um skeið bjuggu þau í Norður- bænum í Hvammi. Svo fluttu þau á Hellu þar sem heimili þeirra hef- ur staðið síðan. En alltaf var Krist- inn kominn upp að Hvammi þegar stund gafst frá öðrum störfum til að hjálpa foreldrum sínum við bú- KRISTINN EYJÓLFSSON skapinn. Þegar foreldrar hans fóru út til hennar Selmu systur hans þá sögðu þau bæði: „Við höfum nú engar áhyggjur af búskapnum fyrst hann Kristinn tekur hann að sér.“ Kristinn og Anna eignuðust þrjú böm, tvö bamaböm og einn tengda- son. Hefur þessi fjölskylda mikið misst en minningin um góðan mann lifir. Elsku Anna mín og börn, Guð styrki ykkur og blessi. Eins ykkur, elsku Dúna og Eyjólfur, þið hafið orðið fyrir þungri raun því hann var ykkar hægri hönd. Elsku Kristinn minn, ég þakka þér fyrir öll gömlu góðu árin upp í Landsveit forðum daga. Sendi fjölskyldu þinni, foreldr- um, systkinum og öðram ástvinum samúðarkveðjur. Bjarney Guðrún Bj örgvinsdóttir. Það verður stundum svo, að þegar komist er í nálægð við ein- staklinga sem hafa náin tengsl við náttúruna og ganga í vorverk og haustverk í sveitinni með vitneskju um tilganginn, að mörgu borgar- barninu finnst það vera hálf utan- veltu. Utanveltu því allt í einu kemur önnur lífsspeki til sögunnar sem er nær lífinu sjálfu en hið daglega amstur á mölinni og margur heldur að sé hin eina rétta. Að hitta Kristin á Hellu, sem var eitt af þessum náttúrubörnum, var því alltaf af hinu holla því hann gaf öllum þeim sem nálægt voru eins konar jarðsamband og hlóð þá orku. Káffisopi með spjalli hjá Ónnu og Kristni á leiðinni austur undir Eyjafjöll var því miklu meira en líkamleg hressing því hugurinn varð um leið allur léttari. Hægt var að spjalla um daginn og veginn algjörlega á tæpitungulausan hátt og hafa léttleikann í fyrirrúmi. Skondna hliðin á tilverunni var oftar en ekki umræðuefnið og frá Kristins hendi var nauðsynlegt að sleppa öllu rósamáli við gestina. Þessi einlægni í samskiptum var sérstaklega notaleg enda ófáir sem sóttu i nálægðina við Kristin og á öllum aldri. Einhvers staðar leyn- ast líka í hugskotinu gamlar minn- ingar um þennan stóra mann í samræðum við barnið á forsendum sem voru allt öðruvísi en börn eiga að venjast. Öðruvísi verður að segjast, því að hann leit á börn sem einstaklinga sem þyrftu alveg jafn mikla athygli, virðingu og skilning og þeir sem eidri voru. Launin fyrir þessa athygli og virð- ingu í garð smáfólksins voru svo að sjálfsögðu endurgoldin marg- falt með barnslegri einlægni. Þeir sem eldri eru og nutu hjálpsemi frá hendi hans áttu hins vegar oftar en ekki erfiðara með að þakka honum fyrir greiðana. Að hlaupa undir bagga var svo sjálf- sagt mál frá Kristins hendi að ekki þurfti að biðja um það og víst er að verkin sem hann skilur eftir sig í Hvömmunum báðum verða seint metin. Einhvern veginn er það við hæfi að kveðja Kristin í Skarðskirkju. Þar sem Hekla með sínar axlir og elda blasir við, Þjórsá og Rangá eru á næstu grösum og angan af jörð og ijöllunum fyrir norðan berst með nóvemberkulinu. Með þetta útsýni gátum við félagarnir alltaf komist í hugarflug og farið að ræða ferðalög á afréttinn til Land- mannalauga, Veiðivatna og Jökul- gils en samt á mismunandi forsend- um. Hann horfði til afréttarins sem veiðimaður, að fanga silung í Litla- sjó eða sem bóndi að smala fénaði og náttúran og hann voru sem heild. Mér og mörgum öðrum sem leita á þessar slóðir í einhvers kon- ar sjálfsleit og því sem áhorfendur á náttúruna kom hann afturámóti að nýju í tengsl við raunveruleik- ann. Raunveruleikann sem hefur fylgt því að búa hér á landi í gegn- um aldirnar. Um leið og þakkað er fyrir sam- eiginleg gengin spor sendi ég sam- úðarkveðjur til Önnu, barna þeirra og annarra aðstandenda. Magnús Ásgeirsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.