Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 43 MINNINGAR MARIA FRIÐRIKSDÓTTIR + María Friðriks- dóttir var fædd í Efri-Miðvík, Aðal- vík, 4. júní 1905. Hún lést 18. nóv- ember síðastliðinn á Fjórðungssjúkra- húsinu á ísafirði. Foreldrar hennar voru hjónin Friðrik Finnbogason, fædd- ur 23. nóvember 1879 í Efri-Miðvík, dáinn 29. október 1969, og Þórunn Þorbergsdóttir, fædd 16. september 1884 í Rekavík bak Látur, dáin 9. mars 1975. María var fjórða í röð síuitján systkina. Þrjú þeirra dóu ung en fjórtán kom- ust til fullorðinsára. Þann 27. nóvember 1929 gekk María að eiga Vernharð Jósepsson frá Atlastöðum í Fljóti. Hann var fæddur 12. ágúst 1906 og dáinn 9. maí 1982. Þau hófu búskap í Neðri- Miðvík þar sem þau bjuggu í tvö ár en fluttust svo að Atla- stöðum. Þar bjuggu þau til 1935 er þau fluttu að Tungu í Fh'óti. Árið 1945 fluttust þau svo aftur að AtlastÖðum og bjuggu þar á nýbýlinu Skjaldabreiðu. Þann 16. júní 1946 fluttist fjölskyldan til Hnífsdals en alls fluttu fimm fjölskyldur úr Fh'óti og land- námsjörðin Atla- staðir fór í eyði. María og Vernharð bjuggu á Brekku í Hnífsdal til ársins 1982 er Vernharð lést. Síðustu árin bjó María á Hlíf, ísafirði. Þau María og Vernharð eign- uðust átta börn en María átti fyrir eina dóttur, Helgu. Hún er gift Hólm- geiri Líndal Magn- ússyni og eiga þau eina dóttur. Hin sem upp kom- ust eru: Þórunn, sem var gift Antoni Ólasyni og eignuðust þau fjögur börn. Seinni maður hennar var Andrés Hermanns- son sem nú er látinn. Herborg, gift Ingólfi Eggertssyni, eiga þau sex börn. Bára, gift Hjör- vari Björgvinssyni, eiga þau sjö börn. Sigrún, gift Guðna As- mundssyni, eiga þau fimm börn. Jósep, giftur Hrafnhildi Samúelsdóttur, eiga þau þrjú börn. Barnabarnabörnin eru fimmtíu og fjögur og barna- barnabarnabörnin þrjú. Börnin sem létust ung hétu Ragnar, Margrét og Selma. María verður kvödd í Hnífs- dalskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Þegar ég frétti lát Maríu frænku minnar kómu mér í hug orðin heið- arleiki og dugnaður en það voru aðal einkenni hennar lífs. Hún var fædd í Aðalvík og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Á seytjánda árinu fór hún að heiman til að vinna fyrir sér, meðal annars hjá þeim hjónum Margréti Þorsteinsdóttur og Hirti Guðmundssyni í vesturenda Brekkuhússins í Hnífsdal. Svo skemmtilega vildi til að María og Vernharð eignuðust norðurenda sama húss mörgum árum síðar. Eg var ekki hár í loftinu þegar ég kom fyrst í Tungu til Mæju frænku, því hún hafði mig í fóstri í 5 mánuði þegar ég var á fyrsta ári. Það kom til vegna veikinda móður minnar. Ég dafnaði vel þennan tíma, því ekki sparaði Mæja mín matinn og gott atlæti. Fyrsta ferðin sem ég man eftir yfir í Tungu mun hafa verið um jólin 1944. Ég fór með einhverju af fullorðna fólkinu á Atlastöðum, þar á meðal móður minni. Finney systir var dregin á sleða yfir ísinn á ósnum. Þá var nú gaman að hitta öll þessi frænd- systkini því við erum bræðra- og systrabörn. Ári síðar man ég eftir jólaboði á Skjaldabreiðu. Þá höfðu þær Þórunn og Bogga, eldri stelp- urnar, forframast í skóla á Látrum. Það var gengið kringum jólatréð, sungið og farið í leiki, eða einsog nú er sagt; Mikið gaman, mikið grín. Tunga lá um þjóðbraut þvera á búskaparárum Mæju og Venna þar. Finnbogi faðir minn, fyrrum bóndi að Atlastöðum, kveður kæra mág- konu og þakkar alla sambúðina á Atlastöðum og góðgerðirnar í Tungu því alltaf var komið þar við á leið út að Látrum og á heimleið. Sérstaklega rómar hann Tungu- skyrið hjá henni Mæju. Byggðin í Aðalvíkursveit eyddist á árunum 1942 til 1952. Þá voru ekki komnir styrkir í landbúnaði, enginn kvóti og ekki keyptur fullvirðisréttur af þeim sem bregða þurftu búi. Þetta fólk fór frá öllum sínum eigum eins og flóttafólk þarf að sætta sig við. Þau vóru þó furðu fljót að ná sé upp í nýjum heimkynnum, því áræð- ið og dugnaðinn vantaði ekki. Þeg- ar María og Vernharð kómu til Hnífsdals, fluttu þau í gulu skemm- una á Brekkunni og áttu þar heim- ili næstu átta árin en þá fluttu þau í Brekkuhúsið sem fyrr er nefnt. Búskapurinn óx jafnt og þétt og veitti þeim mikla ánægju. Eftir lát Vernharðar kom erfitt tímabil í ævi Mæju minnar en það blessaðist allt um síðir. María er síðasta húsmóðir- in úr Fljóti sem kvatt hefur þetta líf. Þegar María fór í skemmtiferðir norður, varð hún ung í annað sinn. Til dæmis um dugnað hennar má nefna að hún óð yfir ósinn, komin yfir áttrætt, klædd í vöðlur og gekk yfir í Tungu og þá var minni skemmt. Móðir mín og María vóru mjög samrýndar enda lengst af stutt á milli þeirra og gott samband milli Ystabæjarsystkinanna. Það var föst venja hjá Mæju að gefa móður minni brodd þegar þannig stóð á og það var gaman að fá að smakka sveitamjólkina hjá henni meðan þau voru með kýrnar. María hélt þeim sið að halda jólaboð fyrir alla fjölskylduna í áratugi og börn hennar halda þeim sið til skiptis. María prjónaði mikið og bjó til marga fallega gripi í félagsstarfi aldraðra á Hlíf og á ég einn þeirra. Öllum þótti vænt um Mæju sem henni kynntust. Langri ævi er lokið og margt að þakka. Fjölskyldan úr gráu skemmunni þakkar allan kær- leika og vináttu frá Mæju frænku og biður Guð að blessa fjölskyldu hennar. Sælir eru dánir þeir sem í drottni deyja. Guðjón Finndal Finnboga- son frá Atlastöðum. Við fráfall ömmu Mæju streyma fram minningar um góða konu. Amma þurfti alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. Aldrei fél! henni verk úr hendi. Amma og afí bjuggu á Brekkunni í Hnífsdal og þangað leitar hugurinn nú. Á sumrin var þar margt um manninn og leituðum við mikið þangað. Amma átti alltaf bestu kanelsnúða í heimi úti í skúr- inni og hefur enginn leikið það eft- ir henni að baka þá „eins og amma gerði", eins og sagt var. Einnig muna margir eftir kandísnum í skálinni. Amma var alltaf kát og oft glettin. Margar af hennar bestu setningum heyrast enn þegar fjöl- skyldan kemur saman. Amma var mikill skörungur og töluðu barna- börnin því oft um hana sem „ömmu dreka". Nú er amma búin að fá lang- þráða hvíld og komin til afa. Viljum við minnast hennar með orðum Ingibjargar Sigurðardóttur: Hver minning dýrmæt perla að liðnum b'fsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. Jóhanna og Margrét. Ég man óljóst hvenær ég hitti Maríu systur mína fyrst, en ástæð- an er einfaldlega sú að í stórum systkinahópi eru þau elstu orðin fulltíða fólk þegar þau yngstu eru að vaxa úr grasi. Það hefur samt verið auðvelt fyrir mig að fylgjast með lífshlaupi hennar eftir að ég komst á legg og kemur mér í hug þegar hún hefur kvatt okkur, lítil kínversk saga. Trúboði mætti lítilli telpu sem rogaðist með strákanga. „Þú hefur þunga byrði að bera," sagði trúboðinn. „Þetta er engin byrði," svaraði hún. „Þetta er bróðir minn." Ef María systir mín hefði orðið á vegi kínverskra spekinga, þá hefði hún fengið góð og spakleg ummæli frá þeim, svo dugleg, óeig- ingjöm og hjartahlý var hún. María fæddist í Efri-Miðvík, Aðalvík, Norður-ísafjarðarsýslu, dóttir hjónanna Þórunnar Þor- bergsdóttur og Friðriks Finnboga- sonar. Hún ólst upp hjá foreldrum sín- um, sem fluttu til Látra í Aðalvík 1911 og bjuggu þar til ársins 1942. Árið 1929 gekk María í hjóna- band með unnusta sínum Vern- harði Jósefssyni og hófu þau bú- skap á Atlastöðum í Fljótavík í sama hreppi og bjuggu þar til árs- ins 1945 og fluttu þaðan til Hnífs- dals, en þar bjuggu þau á meðan bæði lifðu, en Vernharður er látinn fyrir mörgum árum. Að stunda búskap á norðanverð- um Vestfjörðum hefur alltaf verið erfitt og það fengu hjónin að reyna en sakir dugnaðar þeirra beggja farnaðist þeim vel, enda var Vern- harður mikill mannkostamaður. Frændgarður þeirra, börn og þeirra afkomendur sanna svo ekki verður um villst að þarna var góð- ur efniviður sem blandaðist vel. Það hefur oft undrað mig hversu vinsæl hún María systir hefur alla tíð verið og er þá sama hvort hún hefur umgengist unga eða gamla. Núna áður en þessar línur eru settar á blað hef ég verici að vor- kenna mér að fljúga til ísafjarðar vegna systur minnar og vegna flughræðslu. Allir ættingjar sem ég hef rætt við taka í sama streng og segja: „En þetta er nú hún María systir þín og þú veist hvað öllum þykir vænt um hana." Það minnir mig líka á þegar við komum til hennar eftir stórafmæli og hún hafði sýnt okkur allar gjaf- irnar sem hún fékk og sagði síðan: Nú verð ég að ganga frá þessu dóti og gefa ykkur kaffi og með því. Þetta lýsir henni vel, hún gerði sér alltaf grein fyrir aðalatriðunum og vissi að hlutir sem tínast, brotna og gleymast eru minna virði en hlýtt viðmót og gestrisni, sem gerðu hana svo vinsæla hjá öllum sem kynntust henni. Nú hefur hún María okkar kvatt og ánægjustundimar með henni verða ekki fleiri að sinni. María á góða fjölskyldu og ég vil minna hana á, að slíka konu er óþarfi að gráta, hún dó södd lífdaga, hafði skilað góðu dags- verki og gefið okkur öllum gott fordæmi. Hún bar byrðar sínar með sama hugarfari og kínverska telpan sem minnst er á hér að framan, með æðruleysi og trú á framtíðina. Ég undirritaður og fjölskylda eram þakklát fyrir að hafa fengið að vera Maríu samferða. Blessuð sé minning hennar. Þorbergur Friðriksson. JORUNN HELGADÓTTIR + Jórunn Helga- dóttir fæddist á Þursstöðum í Borgarhreppi 9. ág- úst 1910. Hún and- aðist á St. Fransisk- usspítalanum í Stykkishólmi 18. nóvember síðastlið- inn. Jórunn var ein átta barna hjón- anna Helga J. Jóns- sonar og Guðrúnar Magneu Þórðar- dóttur, búenda á Þursstöðum. Helgi var sonur Jóns Lýðssonar bónda i Hrafnadal í Hrútafirði og konu hans, Sig- ríðar Bjarnadóttur. Guðrún Magnea var dóttir Þórðar Jóns- sonar skipasmiðs i Gróttu og konu hans, Sigurbjargar Sig- urðardóttur. Eiginmaður Jórunnar var Sigurmon Símonarson, f. 11.2. 1898, d. 6.7. 1954, bóndi í Ein- arsnesi í Borgar- hreppi. Seinna bjuggu þau að Görðum á Snæ- fellsnesi. Eftir lát Sigurmons bjó Jór- unn áfram með sonum þeirra, sem eru: 1) Símon, kvæntur Svövu Svandísi Guð- mundsdóttur frá Dalsmynni og eiga þau fimm börn og sex barnabörn. 2) Helgi, kvæntur Þóru Kristínu Magnúsdóttur frá Vifilsstöðum og eiga þau einn son, fyrir átti Helgi son með Kristlaugu Karlsdóttur. 3) Guðmundur, kvæntur Jóninu Þorgrímsdótt- ur frá Húsavík. Þau eiga þrjá syni og tvö barnabörn. Útför Jórunnar fer fram frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 4 4 4 Jórunn ólst upp í stórum systkina- hópi. Snemma vandist hún á að vinna eins og þá var til siðs og var vel að sér til munns og handa. Hún giftist, rúmlega tvítug Sig- urmoni í Einarsnesi þar sem þau bjuggu til ársins 1947. Þar var oft langur vinnudagur hjá henni á stóru heimili, en í Einarsnesi leið henni vel og þar fæddust synir þeirra þrír. Þau brugðu búi og fluttust til Akraness og byggðu hús þar, en festu ekki yndi þar og keyptu Garð- ana árið 1949 og fluttu vestur. Stuttu seinna missti Sigurmon heils- una og dó 1954. Þessi ár voru erfið fyrir fjölskylduna og Jórunn hefur mátt taka á honum stóra sínum þá með ungling og tvo drengi. Sterk guðstrú hjálpaði henni mikið á þess- um árum. Jórunn í Görðum var merkiskona, annálaður dugnaðarforkur og fyrir- myndarhúsmóðir. Heimilið í Görðum var oft notað sem samkomuhús áður en félagsheimilið var byggt. Sveit- ungarnir komu, spiluðu félagsvist og dönsuðu. Kvenfélagið var með námskeið og skóli var starfræktur þar. Jórunn sjálf var hrókur alls fagn- aðar hvar sem hún kom og var virk í félagslífinu í sveitinni, bjartsýn og kraftmikil. Elsku Jórunn mín. Mér er í fersku minni þegar ég hitti þig fyrst fyrir rúmum 29 árum, þegar ég kom að Görðum með Símoni. Við sátum þrjú j eldhúsinu yfir kaffi og kökum, ég frá af feimni við þig og kunni ekki einu sinni að drekka kaffi, en þú varst svo indæl eins og alltaf. Vorið eftir þegar ég kom alkomin að Görðum sem tengdadóttir þín til þess að setjast í sæti þitt, fákunn- andi stelpa sem aldrei hafði haft áhuga á heimilisverkum og mat- reiðslu, þá tókstu mér ótrúlega vel, hjálpaðir mér og leiðbeindir eins og besta móðir. Ég lærði mikið þetta sumar, og alla tíð síðan hef ég getað leitað til þín með eitt og annað. Allt- af hefur þú verið boðin og búin að aðstoða við hvað sem var. Ég hef aldrei komist með tærnar þar sem þú hafðir hælana sem hús- móðir, en þar varst þú mér góð fyrir- mynd. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur hjónin, börnin okkar og barnabörnin, allar gjafirnar frá þér og heimsóknir þín- ar hingað, en þá var oft tekið í spil. Nú er ekkert gaman að spila rakka lengur þegar amma Jórunn er ekki lengur við spilaborðið. Elsku Jórunn mín. Þú þurftir að ganga í gegn um mikil veikindi sl. ár, en tókst á við þau af miklum hetjuskap og þolgæði. „Tíminn líður fljótt, bráðum kemur sumar aftur," sagðir þú um daginn. Við fjölskyldan þin erum afar þakklát fyrir þá frábæru umönnun sem þú fékkst á St. Fransiskusspít- alanum seinustu mánuðina. Þar var allt gert til að reyna að láta þér líða sem best. Ég er þess fullviss að nú sért þú loksins búin að hitta Sigurmon og nú verði himneskt sumar og ham- ingja hjá ykkur. Guð geymi þig. Svava. Jórunn í Görðum er látin. Þar fer elsti íbúi í Staðarsveit, 86 ára. Hún flutti frá Einarsnesi í Mýra- sýslu að Görðum árið 1949 ásamt manni sínum, Sigurmoni Símonar- syni, og þremur sonum þeirra hjóna, þeim Símoni, Helga og Guðmundi. Eftir fimm ára búsetu í Görðum lést Sigurmon. Þá stendur Jórunn ein eftir með drengina sína. Jórunn var dugnaðarforkur og hafði gott lag á að láta strákana hjálpa til við búskapinn svo þetta gekk allt vel. Jórunn lét ekki deigan síga því árið 1959 ræðst hún í, ásamt sonum sínum, að byggja tveggja hæða íbúð- arhús. Jórunn gerði fleira en að stjórna heimili og búi, hún var mjög félags- lynd og gekk fljótt í kvenfélagið. Þar vann hún ötullega að hinum ýmsu málefnum. Alltaf var hún jafn já- kvæð og hress, boðin og búin að taka að sér bakstur, halda fundi, vera með kvöldvökur og fleira. Ég minnist þess líka hve stóran þátt Jórunn átti í allri þeirri sjálf- boðavinnu sem sveitungarnir lögðu fram vegna byggingar Félagsheim- ilisins á Lýsuhóli. Þar sáu kvenfé- lagskonur um alla matreiðslu í gömlu íbúðarhúsi sem þá hafði staðið autt um tíma og nútímaþægindum var ekki fyrir að fara. Jórunn var góð húsmóðir og mjög gestrisin. Síðustu ár sín dvaldi hún hjá Guð- mundi syni sínum í Ytri-Tungu. Þaðan fór hún á Dvalarheimili aldraðra í Olafsvík og undi glöð við sitt þar til í fyrra að hún varð fyrir því óhappi að detta og lærbrotna. Eftir það fór heilsu hennar stöðugt hrakandi. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka Jórunni allt okkar góða samstarf. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Kristjana E. Sigurðardóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasima 5691115, eða á netfang þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp- lýsingar þar um má lesa é. heimasiðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega Hnuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.