Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÖRUNDUR ÁRMANN G UÐLA UGSSON + Jörundur Ármann Guð- laugsson var fæddur 20. október 1932. Hann lést 8. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 15. nóvember. Látinn er kær vinur okkar, Jör- undur Á. Guðlaugsson, múrara- meistari. Með fáum orðum viljum við þakka honum samfylgdina og velvild í gegnum árin. Jörundur var bóngóður maður sem alltaf var hægt að leita til ef á þurfti að halda. Og það var aldrei komið að tómum kofunum ef vandi steðjaði að, því að hans áliti voru vandamál aðeins til þess að leysa þau og voru ævin- lega leyst með brosi á vör hversu mikil og erfið sem okkur hinum virtust þau í fyrstu. Jörundur var mikill dugnaðarforkur, góður fag- maður og alls staðar vel liðinn enda var hann hvers manns hugljúfi og traustur vinur. Á sínum tíma tók Jörundur nánast fyrirvaralaust við mér á námssamning og sýnir það vel hversu mikill öðlingur hann var. Vil ég þakka honum sérstaklega trausta leiðsögn og velvilja í minn garð. Við eigum öll eftir að sakna þess að Jörundur komi við í kaffi og ræði málin. Þú geymist í minn- ingu okkar, kæri vinur. Við vottum Katrínu og fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lifsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Haraldur, Sigurður og Vilborg. + Björn Líndal Guðmundsson var fæddur að Sporðshúsum í Línakradal, V-Hún. 12. júlí 1906. Hann lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga 12. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Árnadóttir f. 14. júní 1873 að Mýrum í Hrútafirði, d. 23. ágúst 1955, og Guð- mundur Friðrik Jónasson, f. 26. mars 1868 að Efra-Vatnshomi, Kirkjuhvammshreppi, d. 22. júní 1939. Systkini Björns voru: Jónas Ágpúst, f. 20. ágúst 1899, d. 3. ágúst 1971, Ingibjörg María, f. 17. apríl 1901, d. 3. desember 1978, Jónína Finnbjörg, f. 7. júní 1902, d. 18. febrúar 1903, Finnbjörg Jónína, f. 25. ágúst 1903, d. 7. apríl 1980, Margrét Anna, f. 11. mars 1905, d. 14. apríl 1992, Petrea Guðný, f. 15. apríl 1908, Bjarnheiður Soffía, f. 20. maí 1909, Guðlaug, f. 25. júní 1910, d. 26. júní 1910, Víg- Iundur, f. 12. ágúst 1911, d. 26. júní 1952, Sigurbjörn Ragnar, f. 7. apríl 1913, Ragnheiður, f. 7. ágúst 1914, og Gunnþór, f. 19. júní 1916.Kona Björns var Ingibjörg Jónsdóttir frá Jörfa i Víðidal, f. 29. mars 1913, d. 29. janúar 1994. Börn þeirra era: 1) Skúli, hann dó á fyrsta ári. 2) Inga, f. 30. ágúst 1935, hennar maður er Kristinn Sigurðs- son, f. 7. september 1925. Þeirra börn eru fimm en áður átti Inga tvær dæt- ur. 3) Trausti, f. 8. febrúar 1938. Hans kona er Lilja Kol- brún Steindórsdótt- ir, f. 6. desember 1938, þau eiga tvö börn. 4) Ingi- mundur Smárij f. 28. apríl 1947, hans kona er Álfheiður Einars- dóttir, f. 28. október 1943, hún á þijú böra. 5) Jón Helgi, f. 24. desember 1948. Hans kona er Dagbjört Sveinsdóttir, f. 24. apríl 1943. Þeirra börn era tvö en áður átti Jón dóttur og Dag- björt tvö börn. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum að Lækj- arkoti í Víðidal. En síðar keypti hann Laufás, byggði þar upp og gerði miklar jarðarbætur. Um 1980 flutti hann á Hvamms- tanga, keypti þar lítið hús og stundaði tréskurð. Síðustu árin dvaldi hann á sjúkrahúsinu á Hvammsanga. Utför Björas fer fram frá Viðidalstungukirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. k GG6SS0PIZ6 Opnum í dag í Kringlunni BJÖRN GUÐMUNDSSON Vorið 1990 bárust okkur þær fregnir suður að aldraður maður á Hvammstanga hefði fest kaup á litl- um bæ þar á staðnum og væri byrj- aður að búa til mannamyndir úr viði. Næst þegar við skruppum norður heimsóttum við Björn Guð- mundsson frá Laufási í Víðidal á þessa vinnustofu hans til að kynn- ast honum og kaupa af honum verk ef föl væru. Þegar til kom vildi hann ekki selja neitt en sagðist gera það síðar þegar fjölgaði í hópn- um. Þá var í undirbúningi sýningin í hjartans einlægni sem haldin var í öllum sölum Nýlistasafsins og opnuð 5. janúar 1991 að viðstöddu miklu fjölmenni. Á þessari sýningu voru mörg verk eftir Björn, annars vegar 10 verk í okkar eigu og hins vegar 30 verk á hillu sem Kristján Guðmundsson, myndlistarmaður, festi sér strax á opnuninni. Þessi verk vöktu mikla hrifningu sýning- argesta enda báru þau höfundi sín- um fagurt vitni, vöktu upp kenndir sakleysis og barnslegrar gleði. Eftir þetta höfðum við verk Björns í umboðssölu í fáein ár og tíndum upp úr pappakassa handa ánægðum kaupendum, eða þangað til Safna- safnið var stofnað, þá ákvað hann að það sem eftir var í kassanum skyldi renna til safnsins, voru það 24 stykki til viðbótar þeim 23 sem við höfðum keypt. Þess má geta að Kristján Guðmundsson hefur rætt þann möguleika að Safnasafn- ið eignist þau verk sem hann keypti á sýningunni, þannig að staða Björns verður mjög sterk í lista- verkaeign þess. Það var lán fyrir Björn að eiga sér sálufélaga við Egil Ólaf Guð- mundsson og vita af verkum Þor- steins heitins Díómedssonar, en báðir þessir listamenn hafa lagt dijúgan skerf til alþýðulistarinnar. Hinn fyrrnefndi hefur dregið upp gamla tímann í smíðaverkum sínum af miklum þokka og sjaldgæfri al- úð, sá síðarnefndi tálgaði út fugla og málaði af mikilli snilld. Það er nokkurs virði svo litlu bæjarfélagi að búa að svo stórbrotnum mönn- um. Hér má nefna fleira fólk: Anna Ágústsdóttir býr til kátlegar fígúrur úr máluðum fjörusteinum, Snorri Jóhannesson rennir karla og kerl- ingar í tré sem Tryggva Eggerts- dóttir eiginkona hans málar lipur- lega, og ekki má gleyma Bardúsu sem selur þessa gripi. Bjöm Guðmundsson var hæglát- ur maður með prúðu fasi, eilítið stífur, viðræðugóður og broshýr. Hann átti sér í æsku þann draum að læra til smiðs en aðstæður leyfðu það ekki, hann fetaði í fótspor margra ungra manna þess tíma á vinnumarkaði sveitanna uns hans keypti sér jörð og hóf sjálfstæðan búskap. En draumurinn lifði hið innra, hugsjónin að skapa eitthvað fagurt til að fullnægja eigin þrá, ylja sér og gleðja aðra. Hvar kvikn- uðu hugmyndir hans? Þær liðu áfram í farvegi sínum í djúpi sálar- innar þar sem örveikt ljósið týrir og bíður þess að lífsandinn blási til að auka bjarmann, uns hann lýsir upp allt sviðið og formin taka á sig það eina rétta snið sem er spegil- gerð höfundar sins. Það sem einkennir mannamyndir Björns Guðmundssonar er spurnin sem skín úr andlitunum, ljómandi augun í hrekkleysi, eftirvætningu og tilhlökkun. Verkin eru einföld í formi, teinrétt og stolt, skrautlaus að kalla, þau eru sannur vitnisburð- ur um sálargöfgi listamanns sem fer varfærnum höndum um efnivið- inn og sníður hann að eðlislægri skynjun sinni. Einskis er vant, það er engu við að bæta, verkið talar til okkar á sinn hljóðláta hátt sem er inngróinn í barnslegt hjarta. Að Ieiðarlokum flytjum við yndis- legum listamanni þakkir okkar fyr- ir höfðinglega gjöf og notaleg kynni. Megi starf hans lýsa skært inn í framtíðina. Níels Hafstein og Magnhildur Sigurðardóttir, Safnasafninu. Elsku afi minn. Ég veit ekki með hvaða orðum ég á að kveðja þig. Sumar minning- ar eru svo ljúfar að erfitt er að færa þær í letur svo vel sé. Þú varst eins og afar eiga að vear, svo góður og glettinn. Þakka þér fyrir alla þolinmæðina, velvilj- ann og allt hrósið þegar ég var lít- il stelpa í Laufási hjá þér og ömmu. Þakka þér fyrir að leyfa mér að taka þátt í sveitalífinu eins og það var, afi minn. Frá heimilinu í Laufási fékk ég kjarngott veganesti út í lífið. Guð geymi þig, afi minn. Þín Dóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.