Alþýðublaðið - 10.12.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.12.1920, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Ný bók, Öldur. Sðgur eftir Bene- dikt Þorvaldsson Grön dal. Bókaverzlun Guðm. Gamalíelssonar. 1920. Sögurnar eru sjö, sem Benedikt sendir hér frá sér, orktar á tíma- bilinu 1907—1919. Má urn þær segja, &ð laglega sé af st&ð fatið, og sýnilegt er að höf. veit hvað hann syngur. Málið á sögunum er hispurslaust og blátt áfrara og Jýsingarnar víða snildarlegar. AÍIs staðar gætir samúðar með smæl ingjunum. Fyrsta sagan: »Feldur harð- stjórid er saga írá æskuárunum, sem lýsir tilhlökkun, gleði og vonbrigð- um barns, sem fær að fara með út í eyjar til þess að ganga varpið en þegar minst varði verður fóstri hans þess var að ernir hafa gert hreiður sitt í stapa skamt frá varpínu, og verður þá lagt til lands. Vonin glæðist aftur í brjósti piltsins, er hann fær að vita það, að farin verði herferð á hendur örnunum. Er hann með í förinni og lýsir falli arnanna. Endar sagan á þessum orðum: „Og þá þegar varð mér það Ijóst, að það verður að steypa harðstjórunum af stóli, ef smœl- ingjarnir eiga að geta um frjálst höfuð strokið »Gullkistan« heitir næsta saga og segir frá atvikum frá æskuár- unum. Vel sögð saga og liggur meira á bak við hana, en það, sem finst við skjótan yfirlestur- y>Mesta lifshœltana er hrein snild á pörtum, t. d. lýsingar á því þegar Þrándur siglir í ófæru veðri eftir lækni handa konu sinni, sem er í barnsnauð. Þar er lýsingin svo stórvægileg og sönn, að fáum mundi betur takast, að Iýsa bar- áttunni við Ægi. »Ljósið<f. er 4 sagan. Hún segir líka frá viðureign m&nnanna við Ægi og því, hvernig hugulsöm og ráðsnjöl! kona bjargar heimilis- fólki sínu, sem kemur úr kaup- stað frá bráðum bana. Og lætur skáldið Jón bónda konunnar segja er hann hafði klætt sig úr sjókkeð- unum: „Hvílíkar perlur eruð þíð, hinar skynsömu, góðu konur?“ y>Stakkurinn« segir frá því hvernig „Jón á Hvammi", lendir f hríðarbil upp á heiði þegar hann, kemur frá því að fylgja lækni, er hann hafði sótt fyrir Bárð, er ríkastur var talinn í s'nni sveit. Jón viilist og hrapar f hamr- inum ofan við bæ sinn, en fyrir sérstakt snarræði bjargar hann lífinu og kemst heill heim. y>Milli góðbúannaa. er næst lengsta sagan í bókinni og segir frá viðskiftum bráðduglegs fjöl skyldumanns við prestinn sem er hreppsnefndaroddviti og síðar við- skiptum við kaupmanninn. Maður- inn vill íá lán hjá hreppnum til þess, að geta komið fótum undir sig, en prestur neitar og neyðist Brandur, svo heitir söguhetjan, til þess að ráða sig á iélegasta fiski skipið kaupmannsins, svo fjölskylda hans deyji ekki úr hungri. Kaup maður veitir honum góð kjör, og alt virðist Ieika í lyndi, en þá ferst skipið og Brandur druknar. — Hugsanir Brands, þegar hann er að velta því fyrir sér hvort betra sé að knýja á nánasar dyr skilningssljórrar hreppsnefndar eða ofurselja sig þrælbindandi sultar- kjörum harðdrægra vinnuveitenda." eru dregnar beint út úr huga al- þýðumannsins. Presíinum er ekki ver lýst. Aalt of oft á sér stað um þá stétt manna, er göfugastan hugs- unarhátt ætti að hafa allra stétta, að hún þvf miður er of bundin með anda sinn við „jarðnesk gæði*. Lýsingin á kaupmanninum er góð. Og ágætlega sagt frá siglingu Valsins í veðrinu því, sem Brandur ferst í. »Nábúaglettur« heitir síðasta og lengsta sagan í bókinni. Hún kemur víða við og er þar margar ósviknar lýsingar og setningar t. d. þegar Árni er að fara á sjóinn í síðasta sinn á æfi sinni og tfmir ekki að velcja konuna sfna til að kveðja hana, „tfmdi ekki að raska ró hennar, né spilla unaðsdraumum hennar." Þá er átakanleg Jýsingin á því þegar báturinn ferst vegna þéss, að eig- andinn sem er harðdrægur og ófyrirleitinn kaupmaður, hefir ekki tímt því að leggja til nýjan kaðal í stórseglsskaut. Viðureign þeirra kaupm og Láka maurapúka er ágæt. Það er óhætt að mæla með þessum sögum Benedikts, engan mun yðra, að hafa keypt þær og lesið. Þar er svo margt vel sagt og drengiiega. Og vonandi verður þetta ekki það síðasta, sem hmn lætur frá sér fara af þessu tægi. Pórir, Fyrirlestur heldur Pali Jónsson trúboði yfir sKortið frá eilífð til eilífðar«, samið eftir mr. L H. Jamisson í Vesturheimi. Kortið inniheldur dá- samlegan fróðleik, ssm allir ættu að kynna sér, Fyrirlesturinn byrjar kl. 8^2 í kvöld í Birusalnum. Allir velkomnirí V. K. f. framsókn. Háltvirtu féíagskonurl Athugið, að á ínorgun, laugar- daginn n. desbr 1920, er sfðasti dagurinn, sem eg tek á móti árs- tillögum í Aiþýðuhúsinu, frá kl. 4 til 6V2 síðdegis. Reynið því all- ar sem eftir eigið að borga að koma í dsg og á morguo. kVirð'ngRrfyIIst. Elinborg Bjarnadóttir. 50 krónuF fær sá, sem getur útvegað 2 herbergi og e!d- hús eða aðgang að eldhúsi. Upp- lýsingar á Laugaveg 24 (bílaverk- stæðið). 'V'erzluLiain. „Von“ selur sykur í heildsölu og með miklum afslætti í smásölu, danskar kartöfl- ur á 20 kr. pokann, ágætan lauk, afbragðs spaðsaltað kjöt, hangið. kjöt, smjör og flestar aðrar nauð- synlegar vörur. Gerið svo vel og reynið viðskiftin í „Von“. Vírðingarfylst. Gunnar Signrðssono Sími 448. Sfmi 448» Verzlunin Hlíf á Hverfisgötu 56 A selur meðal annars: strau- sykur, höggvinn sykur, hveiti, haframjöl, hrísgrjón, sagogrjón og baunir. Ýmsar tegundir af niður- soðnum ávöxtum, hið ágæta kókó og brensluspiritus. Fílabeins höf- uðkamba, stóra og ódýra, hár- greiður o, m. m. fl. Ath. S&kar ekki, þótt spurt sé um sykurverð- ið hérna áður en fest eru kaup í „Iækkaða sykrinum" anaarsstaðar. Ritstjóri og ábyrgðiarm&ðar: Ólafur Friðrikstsoa Prentsmiðjan tiuieiaherg

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.