Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 1
Norðursigling fær viðurkenningu ?NORÐURSIGLING á Húsavík fékk nýlega viðurkenningu frá Samtökum breskra ferðablaða- manna eða Britísh Guild ofTravel Writers. Viðurkenningin var veitt á stórri ferðasýningu sem haldin er árlega í London og féll Norður- siglingu í skaut fyrir framlag á sviði hvalaskoðunarferða. Skilyrði fyrir viðurkenningunni er að verk- efnið sé bæði mikilvægt fyrir ferða- þjónustu og viðkomandi bæjarfé- lag. SUNNUD AGUR 24. NÓ VEMBER1996 BL AÐ C Aðgerðir Evrópuráðsins til þess að auðvelda fötluðu fólki að ferðast geta skapað milljarða verðmæti Mikið í húf i fyrir ferðaþjónustuna „LÉLEGT aðgengi og ófullnægjandi þjónusta á ferðamannastöðum kemur í veg fyrir ferðalög fatlaðs fólks. Það er mikil skammsýni aðila í ferða- þjónustu því þetta er stór hópur," segir Ingólfur H. Ingólfsson, stjórnarformaður Ferðafélaga ehf. - ferðaþjónustu fyrir fatlaða. Þetta mál var í brennidepli á ráðstefnu um ferðalög fyrir alla sem Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag íslands héldu um síðustu helgi. Að sögn Ingólfs er almennt talið að um 12-15% af íbúum Vesturlanda séu fötluð. Evrópuráðið telji hins vegar að um 30% íbúa aðildarríkja þeii'ra, um eitt hundrað milljónir manna, séu fatlaðir eða hafi skerta ferðagetu. „Aðeins lítill hluti þessa fólks ferðast eins og staðan er nú," segir Ingólf- ur. „Þess vegna hefur Evrópuráðið gripið til að- gerða til þess að auðvelda fötluðu fólki að ferð- ast og skapa þannig um leið milljarða verðmæti fyrir ferðaþjónustuna á nýjum markaði. Kannanir sýna að fjöldi fatlaðra, sem vill og getur ferðast, er talinn 36 milljónir innan ESB, 26 milljónir í Bandaríkjunum og 2,7 milljónir í Kanada. Aðgerðir Evrópuráðsins felast m.a. í því að sett var í gang sérstök starfsnefnd um umferð- armál fatlaðra innan Evrópusambandsins. Nefnd- in lauk störfum á þessu ári, og að sögn Ingólfs er stutt í að niðurstöður verði birtar. „Þá verða send út tilmæii til aðildarríkja sambandsins." Ingólfur segir fatlað fólk sem geti og vilji ferð- ast, en geri það ekki nú, bíði eftir tilboðum, en einkenni þessa hóps séu að hann vilji vera örugg- ur um að ferðalagið gangi upp og engar hindran- ir verði í veginum. Ef ferðin gangi upp, sé líklegt að fatlaðir ferðalangar fari aftur og aftur á sama stað. GóA auglýsing „Innan Evrópusambandsins hefur verið tekin lauslega út aðstaða fatlaðra á helstu ferðamanna- stöðum. íslendingar hafa verið þátttakendur í þeirri úttekt og það má búast við að upplýsingarn- ar verði gefnar út á næstunni á öllum tungumál- um aðildarríkjanna. íslenskra aðila er getið þarna ef aðgengi þeirra þykir gott fyrir fatlaðra og ég efast um að þeir aðilar geti fengið betri auglýs- ingu." Ingólfur nefnir ennfremur að gerð hafi verið merkileg könnun á tengslum efnahags og fötlun- Morgunblaðið/RAX VITI í Oskju. - Lélegt aðgengi og ófullnægj- andi þjónusta á ferðamannastöðum kemur víða í veg fyrir ferðalög fatlaðs fólks. ar sem sýni enga marktæka fylgni þar á milii. Fatlaðir ferðamenn eyði jafnmiklu og aðrir ferða- menn auk þess sem það sé eitt einkenni fatlaðra að þeir ferðist sjaldnast einir, fjöldi fylgdarmanna sé að jafnaði einn og hálfur með hverjum einum fötluðum. Þannig sé til mikils að vinna fyrir aðila í ferðaþjónustu. ¦ IMORRÆNAR KOIMUR ÁRIÐ1997 ?ÁRIÐ 1397 var lagður grunn- ur að sérstöku norrænu sam- starfi milli Svíþjóðar, Finn- lands, íslands, Noregs og Dan- merkur. Formlegir fundir voru haldnir í Kalmar í Svíþjóð og 20.-25. maí næstkomandi verður haldið uppá 600 ára afmælið með glæsibrag. Meðal þeirra sem ætla að láta til sín taka á afmælisfundinum eru Norrænar konur 1997. Nor- rænar konur er samtök um 250 aðila með það að markmiði að efla samstarf og samstöðu kvenna á Norðurlöndum. í frétt frá samtökunum kemur fram að stefnt sé að því að gera Kalm- ar að sérstokum fundarstað fyr- ir norrænar konur. Dagskrá afmælisvikunnar er mjðg fjöl- breytt, meðal annars með úr- vali námskeiða og fyrirlestra um list, handiðn, sijórmui, vinnu í nútíð og framtíð, heilsu, lík- ama og sál og íþróttir. Heimilisfang: Kvinnor í Nord- en, c/o Kalmar Kommun, Box 611,39126 Kalmar, Sweden. Sími og símbréf: 46 480 831 36. f->_r_[I nbbbmH Umba-Naggar í raspi ö 399,- SSS kr. w0 ** *" ' y.jijjjjnjA Goda-lambalaeri *^& Saltfiskur "% 200 mílur 598, Ýsrflökíraspi 200 mí/ur Úttekt á debctkortið þitt, allt að kr. 10.000,- í peninqum. rensásvegi - Norðurbrún - Rofabæ - Þverbrekku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.