Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLA.ÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 C 3 FERÐALÖG Morgunblaðið/Hildur Friðriksdóttir MIÐALDAKASTALINN í Gent er þess virði að skoða hann. Þegar inn er komið er auðvelt að ímynda sér hvernig lífið var á miðöldum. Rómantíkin blómstrar í Gent VIÐ BYRJUÐUM strax á því að leita að upplýsingamiðstöðinni (i) þegar við komum inn til Gent. Af fenginni reynslu í Brussel og víðar vissum við að hótelherbergið feng- ist ódýrara með því að fá það í gegnum upplýsingamiðstöðina en að halda beint á hótelið. Munað getur hátt í 2.000 kr. fyrir tveggja manna herbergi á nóttina og það eru fjármunir sem eru fljótir að safnast saman, því sama verð gild- ir áfram detti manni í hug að fram- lengja dvölinni. Eiginlega höfðum við ætlað að fara til Brugge, því margir höfðu dásamað þann bæ fyrir gamlar byggingar og fallegt umhverfi. Við sáum að vísu þegar við fórum dag- part til Brugge að viðmælendur okkar höfðu haft rétt fyrir sér, en vorum hins vegar ánægð með að hafa valið Gent, því Brugge er óneitanlega gífurlega mikill ferða- mannabær. Þegar við skruppum þangað var svo mikill íjöldi í bænum að varla var laust pláss á kaffihúsi eða veitingastöðum. í Brugge er ýmislegt hægt að gera, s.s. fara í bátsferðir, hestakerrur eða fót- gangandi um bæinn, auk þess að skoða fjölda safna og ýmsar bygg- ingar að innan. Marglr á röltlnu Starfsmaðurinn í upplýsingamið- stöðinni hafði gefið okkur mjög góðan bækling um Gent þar sem allar mögulegar upplýsingar var að finna. Meðal annars voru þar merktar gönguferðir, þannig að með því að fylgja þeim lá leiðin framhjá merkustu stöðum bæjarins. Við ákváðum með það sama að hefja göngutúrinn og gátum ekki annað en skellt upp úr þegar í ljós kom að bæði á undan og á eftir okkur var fólk í sömu erindagjörð- um, allir með kortin á lofti að reyna finna réttu leiðina. Þrjár mjög fallegar miðaldakirkj- ur eru í Gent með aðeins örstuttu millibili. Þeirra fegurst að innan er St. Bavos dómkirkjan, en þar er meðal annars að finna nokkur merk málverk frá ýmsum tímum. Fræg- ast er málverkið eða altaristaflan „The Mystic Lamb“ frá 1432 eftir bræðurna Hubert og Jan van Eyck, sem jafnvel er talið eitt merkasta verk flæmskra málara þessa tíma. Er það málað á eik og skiptist verk- ið í 24 fleti sem sýna sögur eða atburði frá ýmsum tímum. Einnig er að fínna í sömu kirkju málverk eftir P.P. Rubens „The entry of St. Bavo into the monastery" frá 1623. Málverkið var nýlega komið aftur á sinn stað eftir að hafa verið í viðgerð, sem tók tæp tvö ár. Borðað í Qálgahúsinu í Gent eru fjöldamargar fallegar byggingar og minnir hún að mörgu leyti á gamlar, þýskar borgir fyrir utan síkin sem liðast á milli gatn- anna. Á rölti okkar um borgina einn daginn rákumst við á pínulítið kaffi- hús, ’t Galgenhuisje við Groenten- markt 5, þar sem við settumst nið- ur útivið. Forvitni rak mig inn í húsið, sem endaði með því að við ákváðum að borða þar um kvöldið í steinkjallara, sem rúmar aðeins um 40-50 manns. Yfir staðnum hvíldi dulúð og rómantík þó að ekki sé hægt að nota þá lýsingu í sam- bandi við matseðilinn. Hann var í takt við nafn hússins og var festur í gálga, sem okkur fannst skemmti- leg framsetning. Maturinn var al- deilis frábær og kostaði ekki mikið og þjónustan var með ágætum. Sem betur fer voru ekki margir þarna inni um kvöldið því aðeins einn ljóð- ur var á staðnum, loftræstingin var ekki sérlega góð. Það kom að vísu ekki að sök þar sem gestir voru fáir. Eitt af því sem menn skyldu ekki láta framhjá sér fara er að skoða greifakastalann, Het Gravensteen. Þetta er ekta miðaldakastali sem gerður hefur verið upp í eins upp- runalegri mynd og mögulegt var. Hann var byggður 1180 af Philip greifa nokkrum af Elzás og gegndi hernaðarlegu hlutverki allt fram á 15. öld. Síðan þá hefur kastalinn gegnt ýmsum hlutverkum. Þar hef- ur verið myntsláttuverksmiðja, dómstóll eða réttur, fangelsi og bómullarverksmiðj a. Konan í krínólínunnl Ég sá ekkert af þessu fyrir mér heldur féll í þá freistni að ímynda mér lífið á miðöldum, þar sem kon- ur gengu um í krínólínum með þjón- ustustúlkur sér við hlið, karlarnir sátu við yfirhlaðin matarborðin með vínglös í hrókasamræðum meðan ungir menn spiluðu á lútu. Ég var í miðjum þessum hugarheimi þegar við stigum inn í „hryllingsherberg- ið“. Þá ákvað ég að miðaldir hent- uðu mér ekki lengur. Þarna var hreilt herbergi, að vísu ekki stórt, fullt af alls kyns pyntingartækjum og vel útskýrt hvernig þau hefðu verið notuð, ef einhver skyldi velkj- ast í vafa. Þetta var að sönnu áhugavert en óhuggulegt svo ég var fljót í gegn. Þegar við gengum niður tröpp- urnar í átt að útgöngudyrunum bárust allt í einu ljúfir hörputónar að eyrum okkar. Og viti menn, sat ekki maður „frá miðöldum" í and- dyrinu og spilaði á hörpu. Ég kleip mig í handlegginn; jú, ég var vak- andi. Hildur Friðríksdóttir ’T GALGENHUISJE eða Gálgahúsið er eins og lítið dúkkuhús við hliðina á stóru byggingunum. Niðri í kjallaranum á Gálgahúsinu var miklu meira pláss heldur en nokkurn tíma uppi. Pílagrímsferð á topp Fuji f jalls Sá maður er vitur, sem einu sinni klífur Fuji- fjall. Sá sem klífur það tvisvar er heimskur. Hlér Guðjónsson hefur klifið fjallið einu sinni. SAMKVÆMT þjóðtrú Japana eiga guðirnir sér bústaði í steinum, ttjám, fjöllum og öðrum fyrirbærum náttúrunnar. A mörgum, ef ekki flestum fjöllum landsins hafa verið reist lítil hof guðum þeirra til dýrð- ar. Þar geta menn ákallað þá sér til aðstoðar ef á þarf að halda. Þar sem Fuji er hæsta fjall Jap- ans þarf ekki að furða sig á því þó að það sé miðpunktur tveggja stórra trúarhópa sem eiga sér meira en fimm hundruð þúsund áhang- endur. í Fuji-fjalli búa sköpunar- guðirnir þrír, þar á meðal sólargyðj- an Amaterasu, ættmóðir keisara- fjölskyldunnar og allra Japana. Á hvetju ári kemur því fjöldi manna í pílagrímsferð á tind þess í morg- unsárið til að sjá Amaterasu hefja gylltan eldhnött sinn á loft. Ef einhver heldur að menn fyllist heilagri andakt við að ganga á Fuji, þá er best að eyða öllum rang- hugmyndum um það á stundinni. Fyrst eftir að lagt er af stað eru fáir á gönguleiðinni og ekki annað að sjá en tré og gróður. Bráðlega sameinast síðan stígar héðan og þaðan og skyndilega er fólki farið að fjölga verulega. Það birtast stór- ir hópar með leiðsögumenn í farar- broddi. Foringjar þessara hópa bera sig fram úr hófi mannalega og hrópa í sífellu hvatningarorð að fólkinu sem á eftir þeim gengur. Af þessu hlýst með afbrigðum hvimleiður hávaði. Gróðurinn hverf- ur fljótlega og í staðinn rísa upplýst- ir kofar og skálar upp úr bröttum hraungrýtisskriðunum. í myrkrinu má sjá röðina af ljóskösturum alla leiðina upp á topp, og milli þeirra hlykkjast halarófan af glóðum lítilla vasaljósa. Fjallið minnir einna helst á jólatré sem búið er að skreyta með risavaxinni ljósaseríu. Hárauð- ir kóksjálfsalar fylla í myndina með litadýrð sinni og það vantar bara jólastjörnuna á toppinn. Sjoppur og súrefnlskútar Umferðin er svo mikil upp og niður hlíðarnar að það virðist vera grundvöllur fyrir sjoppum og núðlu- stöðum á nokkur hundruð metra fresti. Vafalaust þarf ekki að selja svo mikið til að græða vél, því að verðið er margfalt, jafnvel á jap- anskan mælikvarða. Þeir sem ekki eru nógu forsjálir til að taka með sér vatn og nesti verða að kaupa vatnslítrann á rúmar tvöhundruð íslenskar krónur og maturinn er auðvitað ennþá dýrari. Vinsælasti söluvarningurinn fyrir utan litla súrefniskúta eru göngustafir sem eigendurnir geta fengið stimplaða á nokkur hundruð metra fresti. Stimpillinn vottar að eigandi stafs- ins hafi unnið það afrek að komast upp í einhveija tiltekna hæð. Gönguhraði fjallagarpanna er til fyrirmyndar framanaf. Þegar menn eru komnir í um það bil 3000 m hæð yfir sjávarmál, fara málin þó að vandast, því að þar er loftið far- ið að þynnast verulega. Eftir það fer að hægja verulega á göngu- mönnum, og það sem af því hlýst er því miður ekki hægt að kalla annað en biðröð. Sú biðröð nær alla leið upp á topp. Sjálfsagt sjá Japanir ekkert athugavert við þetta. Fyrir Tokyo-búa, sem eru vanir að láta troða sér inn í neðanjarðarlest- ina á hveijum morgni, er þetta ekki neitt. Biðröðln flkrast hægt áfram Það er sérkennileg tilfinning sem grípur göngumenn þegar loftið fer að þynnast. Flestir verða hálf rin- glaðir af súrefnisskorti. Það er frek- ar notalegt fyrst í stað, eins og að vera dálítið hífaður, en því miður er erfitt að njóta þess sem skyldi. Biðröðin fikrast hægt áfram, en samt blása göngumenn allir eins SÓLIN gægist inn um guðahliðið, „torii“, á tindi Fuji-fjalls. KAMPAKÁTIR Frakkar láta sig ekki muna um það að bera litla kampavínsflösku upp á topp til að skála fyrir sólargyðjunni. og smiðjubelgir. Þeir sem fest hafa kaup á súrefniskútum, fara nú að reyna að bæta sér upp loftleysið. Það hefur auðvitað ekkert að segja, því að það er ekki hægt að anda úr brúsanum meira en 90 sekúndur og þá er allt búið. Nokkru ofar byijar fólk að örmagnast, og brátt liggur það eins og hráviði meðfram göngustígnum, ýmist hálf-meðvit- undarlaust eða ælandi. Sumir eru búnir eins og þeir séu að ganga á jökul, með allan nýjasta útbúnað, risastóra gönguklossa og goretex- galla. Það hjálpar þeim auðvitað ekki að anda og þeir verða margir að sætta sig við það að framúr þeim fari gamlar konur í strigaskóm og rósóttum blússum. Það kemur reyndar á óvart hve margt er af fullorðnu fólki sem ekki virðist eiga í neinum erfiðleikum með að klífa hæsta tind Japans. Vafalaust á Amaterasu vinkona þeirra þar hlut að máli. Flestir þeirra útlendinga sem búa í Japan hafa heyrt að það sé veit- ingastaður á tindinum. Fæstir trúa þessu auðvitað ekki og halda að þetta _sé skrýtla. En þetta er engin lygi. í 3776 m hæð er hægt að kaupa ofurlitla en jafnframt óhemjudýra skál af núðlum til að hlýja sér í napurri háijallanóttinni meðan beðið er eftir því að sólin komi upp. Tilkomumikil sólarupprás Sólarupprásin er mjög tilkomu- mikil. Fyrir neðan breiðir sig skýja- hafið og áður en sólin kemur upp, litast himinninn rauður. Fyrir neðan í hálfrökkrinu má sjá röðina af göngugörpum hlykkjast upp hlíðina eins og maura. Tindurinn er þéttset- inn fólki, og það myndar eins og krans á gigbrúninni þar sem það situr og horfir útyfir sjóndeildar- hringinn. Skyndilega stingur rauður hnött- urinn sér upp úr skýjunum. Það gerist á örskammri stundu og í eina eða tvær mínútur má sjá samfellda leifturblossa þegar þúsundir manna hleypa af myndavélunum sínum til að fanga þetta fagra augnablik. Fyrr en varir er kominn dagur og bjartir geislar sólarinnar verma þægilega eftir kalda nóttina. í þessu þunna lofti verða menn þó að passa sig á Amaterasu blessaðri því að þó að hún hlýi notalega þá getur húðin brunnið á ótrúlega skammri stundu. Eftir að bjart er orðið sést ýmis- legt sem skemmtilegra væri að sjá ekki. Fyrir neðan veitingaskálann á tindi fjallsins er jörðin þakin rusli. Víðast hvar annars staðar er reynd- ar ekki mikið af sorpi miðað við sögumar sem ganga um sóðaskap- inn á Fuji. Ekki alls fyrir löngu var svo mikið af áldósum um alla fjalls- hlíðina að gagnrýnar raddir fóru að spyija, hvort meiningin væri að setja álklæðningu á fjallið. Aðrir líktu Fuji við risavaxinn öskubakka. Eftir að komið er niður af fjallinu eftir að hafa verið á göngu alla nóttina, þá er fátt betra en að fara inn á einhvern þeirra ótal veitinga- staða sem þjóna ferðamönnum svæðisins. Þar er gott að láta líða úr lúnum beinum yfir skál af heitum núðlum og velta því fyrir sér hvort það geti verið satt, sem segir í ævafornu japönsku máltæki; Sá maður er vitur, sem einusinni klífur Fuji-fjall. Sá sem klífur það tvisvar er heimskur. ----------------------- PIACENZA |------------—---------------- Uppáhaldsveitingastaður Jóhönnu V. Þórhallsdóttur er ítalskur Alúöin á bak viö matinn DÓMKIRKJAN í Piacenza, veitinga- JÓHANNA V. Þórhallsdóttir söng- húsið Trattoria er rétt hjá henni, á kona situr að snæðingi. Hún dáir ít- horni Via Gaspare Landi og Via San alskar mömmur og ömmur vegna Stefano. matarins. JóHANNA V. Þórhalls- dóttir söngkona er sæl- keri og hefur borðað góð- an mat víða um heim. Hún á sér kæra staði í Rússlandi, á Spáni og í borgum eins og Brussel og London. Hún var í söngnámi í Manchester í fjögur ár og þar eru ágætir indverskir og kín- verskir veitingastaðir. „Hugurinn nemur samt staðar í Piacenza á Ítalíu, í leitinni að uppáhalds- veitingastaðnum,“ segir hún, en þar dvaldist hún í fímm mánuði árið 1992 og var í einkatímum hjá kennaranum Ratti. „Mér var einu sinni boðið að borða á dýrasta veitingastaðnum í Piac- enza,“ segir Jóhanna „hann heitir Antica Ost- eria del Teatro og er stutt frá leikhúsinu. Hann er mjög íburðarmikill, flott- ur og dýr. Vínflaskan er á íslensku verði, en ég ætla ekki að velja hann sem uppáhaldsstað þótt ég mæli með honum, heldur Trattoria veitinga- hús.“ Kjúklingaréttlrnlr góðlr Piacenza er lítil og fal- leg borg rétt sunnan af Mílanó, hún flokkast ekki með ferðamannastöðum, en íbúarnir fagna útlend- ingum sem koma í heim- sókn, stöðva þá jafnvel á götu og lýsa sig reiðu- búna til að leiðbeina þeim. Veitingastaður Jó- hönnu er á horni gatn- anna Via Gaspare Landi og Via San Stefano og á bak við Dómkirkju borg- arinnar. Yfir útidyrunum stendur Tattoria sem er nafn yfir heimilislega og fremur ódýra veitinga- staði. „Ég steig inn á þennan veitinga’stað alveg mál- laus og símalaus," segir Jóhanna „en konan sem rekur staðinn með tveim- ur myndariegum sonum sínum, tók mér opnum örmum. Ég fékk að hringja hjá henni og aðrir máttu hringja til hennar og biðja hana um skila- boð til mín.“ , „Réttirnir eru mjög girnilegir, góðir og ódýrir og vín var á borðum. Þarna var allt ekta, til dæmis mozarella ostur og ólífuolía. Ég minnist sem dæmi Gnocci-réttar með gordonzola sem er pasta úr kartöflum með tómatsalati. Kjötið hjá henni var mjög gott og kjúklinga- réttirnir voru í uppáhaldi hjá mér.“ Jóhanna borðaði á Trattoria staðnum nokkr- um sinnum! viku og var kölluð „Söngkonan frá íslandi". Hún sótti stað- inn með félögum sínum eftir vinnu dagsins og ekki var óalgengt að setið væri fram að háttumál- um. Afhverju erégekkl fædd ó Ítalíu? „Vera mín í Piacenza er með betri minningum í lífí mínu,“ segir Jó- hanna. „ítalir kunna að njóta lífsins, þeir kunna að slaka á og njóta mat- arins. Einu sinni var mér boðið í hádegismat á páskum hjá gömlum hjónum. Máltíðin hófst klukkan tólf með mörg- um fjölskyldumeðlimum og henni lauk ekki fyrr en klukkan fjögur. Þá fóru allir heim og lögðu sig. Ég skil ekki af hveiju ég er ekki fædd á Ítalíu. Þar er stórfjölskyldan enn í fullu íjöri.“ Þegar gengið er inn á Trattoria staðinn hennar Jóhönnu virðist hann vera lítill bar, en fyrir innan hann eru tvö her- bergi með borðum og stólum og í marz, eftir að hlýna tekur, er opnað út í fallegan bakgarðinn. Staðurinn er ekki íburð- armikill en alúð eigand- ans og afbragðsgóð elda- mennska gerir gæfumun- inn og slær út marga háttskrifaða veitinga- staði. ■ Feneyjar eru engu líkar ÚT er koniin bókin Feaeyjnr engu líkar, níunda bókin í Grænu leiðsöguritum Fjölva eftir Jónas Kristjánsson rit- stjóra. Meginhluti bókarinnar er til- vísun um gönguleiðir og báts- ferðir um merkisstaði þessarar sögufræðu borgar. í fréttatil- kynningu frá Fjölva segir að Jónas sannprófi allt sjálfur. Hann gefi sig ekki fram fyrr en að greiddum reikningum og leggi þannig áherslu á að ferða- menn geti treyst ráðum hans. Bókin er 96 síður í handhægu broti með um 200 myndum og kortum í fullum litum. Auk ótal góðra ráða og leiðbeininga er vikið að sögu Feneyja sem um margar aldir var drottning Mið- jarðarhafsins og verslunarhöf- uðborg allrar Evrópu jafnframt því sem hún gegndi höfuðhlut- verki í hvers kyns iðnum og list- um. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.