Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ Tveir Þjóðverjar í jarðvísindaleiðangri drukknuðu í Öskjuvatni árið 1907 - ný bók um málið ■ - , í. * ■- . .1'- - ■ ' ■■ y_ _ . . AUK myndar af Öskjuvatni prýðir bók Schroeders fjöldinn allur af fallegum ljósmyndum sem hann hefur tekið á ferðum sínum hér á landi. Mörgum spurningum ósvnrnð um dnuðdngann í BÓKINNI Die Eisumschlungne Spurensuche in Island er sagt frá atburði sem gerðist hér árið 1907 er tveir menn sem voru í jarðvísinda- leiðangri drukknuðu i Öskjuvatni. 1 bókinni er dregið í efa að þetta hafi verið slys og gefið til kynna að um morð hafi verið að ræða. Árið 1907 gerðist sá atburður hér á landi að tveir Þjóðveijar, sem voru hér í vísindaleiðangri til að rannsaka eldstöðvarnar í Öskju, drukknuðu í Öskjuvatni. Þetta var jarðfræðingur- inn Walther von Knebel og vinur hans Max Rudolf sem var málari og ætlaði að vinna fyrir hann vís- indalega uppdrætti og teikningar. Þriðji maðurinn sem var með í för- inni var ungur námsmaður að nafni Hans Spethmann sem dvaldi hér á landi og var hann einn til frásagnar um það sem hafði gerst í Öskju. Á síðastliðnu ári var gefin út bók í Þýskalandi, á vegum LundiPress, sem ijallar um þennan atburð og er eftir Frank Schroeder. Höfundurinn er blaðamaður og rithöfundur, fædd- ur árið 1960 og býr í Berlín. Schro- eder hefur verið tíður gestur á ís- landi og í bókinni eru fjöldi mynda sem hann hefur tekið af landinu. Ekki er ætlunin að rekja nema í örstuttu máli innihald bókarinnar sem er spennandi því mörgum spurn- ingum er enn ósvarað um það hvern- ig dauða tvímenninganna bar að. En eftir því sem Spethmann segir fóru þeir út á báti á Öskjuvatn og drukknuðu en lík þeirra fundust aldrei þrátt fyrir leit. Fengu enga íslenska leiðsögumenn Knebel sem var virtur vísindamað- ur í Þýskalandi hafði fengið styrk til fararinnar meðal annars frá frá Konunglegu Prússnesku vísindaaka- demíunni í Berlín og frá Humbolt- stofnunni. í bókinni er rakið hvernig undirbúningurinn gekk fyrir sig en ýmis ljón voru í veginum eins og að ekki var hægt að fá íslenska leið- sögumenn til fararinnar og erfitt var að fiytja þungan bát sem þeir höfðu meðferðis á hestum. Bátinn átti að nota tii að fara út á Öskjuvatn til að taka sýni úr vatninu. Þurfti tutt- ugu og sjö hesta til fararinnar til að bera farangurinn sem var auk bátsins persónulegir munir, ýmis rannsóknartæki, tjaldútbúnaður og vistir. Það kemur fram að íslending- ur, Ögmundur Sigurðsson að nafni, sem færði þeim póst og vistir hefði varað þá við bátnum. Taldi hann ekki nógu þéttan og ætti báturinn, sem seinna var kallaður Helvítibát- ur, eftir að verða þeim að fjörtjóni. Segir að þeir Knebel og Rudolf hafi ekki gert mikið með þennan fyrir- boða. Frásögnum af atburöum ber ekki saman Spethmann segir svo frá að hinn örlagaríka dag hafi þeir allir lagt af stað samtímis. Þeir Knebel og Rudolf hafi ætlað að fara út á Öskju- vatn en sjálfur hefði hann gengið á norð-austurhluta Dyngjufjalla. Klukkan tíu um kvöldið kveðst hann hafa komið að tjaldstæði þeirra og furðað sig á að þeir væru ekki komn- ir. Hann beið þar til klukkan tólf að miðnætti en þá segist hann hafa farið af stað til að leita þeirra í mið- næturbirtunni. Gekk hann meðfram norðurhluta Öskjuvatns en sá hvorki til mannanna eða bátsins. Kveðst aðeins hafa séð för í sandinum þar sem bátnum hafði verið ýtt úr vör út á vatnið. Næstu fimm daga seg- ist Spethmann hafa verið einn í Öskju en þá hafi Ögmundur komið með póstinn. Þessar upplýsingar og fleiri koma fram í yfirheyrslum hjá þýska konsúlnum á Islandi. Þar er einnig rakið það sem Ögmundur Sig- urðsson segir um atburðinn. Segir hann að þegar hann hafi komið upp í Öskju hafí hann hitt þar fyrir, Spethmann sem var illa á sig kom- inn, örvinglaður og svefnlaus. Frá- sögnum Ögmundar og Spethmanns ber ekki alls kostar saman. Ögmund- ur segir að Spethmann hafi sagt sér að hann væri búinn að vera einn í Öskju í eitthundrað og tuttugu klukkustundir en í yfirheyrslunum talar Spethmann um sextíu klukku- stundir. Heitkonan trúlr að þeir séu enn á lífi Heima í Þýskalandi átti Knebel unnustu, Inu von Grumbkow að nafni, sem var þrjátíu og fimm ára gömul eða á svipuðu reki og Kne- bel. Með Inu leyndist von um að þeir Knebel og Rudolf væru enn á lífi því líkin fundust ekki, þrátt fyrir ítrekaða leit í Öskju og nágrenni. Henni fannst líka undarlegt að jafn góðir sundmenn og þeir voru, Kne- bel og Rudolf, hefðu ekki getað synt í land. Inu var bent á að vatnið hefði verið aðeins 1-2 gráður heitt og tölu- vert hvassviðri verið þennan dag. Annað sem viðheldur von Inu er sá möguleiki að þeir hafi gengið á Vatnajökul sem var í um þrjátíu kíló- metra fjarlægð og eitthvað hefði getað hent þá þar sem tefði för þeirra? Spethmann telur það ólíklegt því þeir hefðu aldrei farið upp á jök- ulinn öðruvísi en að láta hann vita. í skeyti biður Ina Spethmann að taka ekki upp tjöldin strax heldur leyfa þeim að standa lengur ásamt öllu sem í þeim er, vistum, svefnpok- um, fatnaði og rannsóknartækjum, þar á meðal öllum gögnum sem safn- að hafði verið og niðurstöðum þeirra rannsókna sem þegar höfðu verið gerðar ef verið gæti að þeir rötuðu til baka. En Spetmann hafði þá þeg- ar leyst upp tjaldbúðimar og pakkað öllu saman svo beiðni hennar kom of seint. í bréfi til Konunglegu Prúss- nesku vísindademíunnar kvartar Spethmann yfir því að Ina sé að væna hann um slæleg vinnubrögð varðandi allt þetta mál og að hún geti ekki treyst honum. Telur hann þetta mjög ómaklegt því hann hafi lagt sig allan fram í leitinni að þeim félögum. Við þetta bætist að þegar Ina fær sendar persónulegar föggur Knebels finnur hún filmu sem á er handskrifuð dagsetning sem hún telur án nokkurs vafa vera Kne- bels, en dagsetningin stemmir ekki því samkvæmt henni átti Knebel að hafa verið látinn í tvær vikur þegar skrifin voru gerð. Gat verið að um morð hafi verið að ræða? Þegar Ina ber þetta undir Spet- hmann segir hann að hann hafi skrifað dagsetninguna sjálfur en ekki tekið myndirnar. Inu var farið að gruna ýmislegt. Hafði Spet- hmann ef til vill myrt þá Knebel og Rudolf í þeim tilangi að geta nýtt sér þær vísindalegur athuganir og niðurstöður sem Knebel hafði þá þegar komist að? Eins og áður segir er ekki ætlun- in að rekja allt innihald bókarinnar en Ina von Grumbkow fer til íslands ásamt vini Knebels, Hans Reck, sem einnig var jarðvísindamaður og sam- an reyna þau að komast til botns í þessu undarlega máli. ■ Hildur Einarsdóttir. Engir mið- ar hjó Lufthansa Frá síðustu mánaðarmótum hefur þýska flugfélagið Luft- hansa hætt útgáfu sérstakra farmiða vegna innanlands- flugs félagsins. í staðinn er notuð greiðslukort eða sér- stök farþegakort. Farþegar sem ekki hafa slík kort geta þó fengið gömlu farmiðana - enn sem komið er að minnsta kosti. Til reynslu verður ennfremur hætt útgáfu á farmiðum í flugi Lufthansa frá Þýskalandi til London og Parísar. ■ Menning ►Sífellt fleiri ferðamenn vilja upplifa eitthvað ann- að en sól og strönd í fríum sínum. Þeir vilja sjá undir yfirborðið og kynnast rót- um þess staðar sem þeir eru að heimsækja hveiju sinni. Þessi tegund ferða- þjónustunnar kallast á ensku „Culture Tourism“, eða menningarferðaþjón- usta og er talið að um 5% ferðamanna teljist nú til svokallaðra menningar- ferðalanga. Hlutfallið fer ört vaxandi. ►Á árlegri ferðaráð- stefnu í Gautaborg 20.-23. mars nk. verður lögð sér- stök áhersla á þessa teg- und ferðaþjónstunnar, en til hennar telst m.a. það sem tengist sögulegum viðburðum, klaustur og kirkjur, ljóð, tónlist, leik- rit, klæðnaður, jafnvel hana- og nautaat. ►Samkvæmt upplýsing- um frá Evrópusamband- inu er búist við að umfang ferðaþjónustu í Evrópu tvöfaldist fyrir árið 2000. Aukningin er rakin til meiri menntunar, meiri frítíma og fjölgunar fólks á eftirlaunum. Er talið að stór hluti aukningarinnar verði í menningarferðum. Þátttakendur eru al- mennt taldir vera velmeg- andi, vel menntað fólk á aldrinum 35-75 ára, aðal- lega frá norður og mið Evrópu og Bandaríkjun- um. Vinsælust eru gömlu menningarsvæðin í kring- um Miðjarðarhafið en Suð-austur Asía, Indland og Suður-Ameríka eiga vaxandi vinsældum að fagna. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.