Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 2
2 D SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 D 3 BÍLAR BILAR Þréun yfir í dýrari bíla hjá VW samsteypunni VW með V8 vél og Audi með W12 Kosturinn við þessa tækni er sá að auðveldara er að stýra hve miklu magni bensíns er sprautað inn í strokkinn. Mitsubishi hefur fullyrt að bíll með GDI vél komist 15-25% lengra á lítranum í innanbæjarakstri en bíll með hefðbundna bensínvél. GDI vélin er nokkru dýrari og er fram- leiðslukostnaðurinn um 20% hærri. Auk meiri sparneytni er GDI vélin 10% aflmeiri en hefðbundin bensín- vél. Hún er þó engu að síður u.þ.b. 40% ódýrari en dísilvél með for- þjöppu og um 50% ódýrari en dísil- vél með forþjöppu og beinni innspýt- ingu. 280 hestafia V6 í 4x4 bílinn Fýrsti bíllinn fyrir Evrópmarkað með GDI vél verður Mitsubishi Car- isma um áramótin 1997 og 1998. Galant er einnig boðinn með nýrri 2,5 lítra twin-túrbo V6 vél í fjór- hjóladrifsútfærsluna af Galant. Hún skilar 260 hestöflum þegar bíllinn er með INVECS-II hálfsjálfskipt- ingunni og 280 hestöfl í beinskipta bílnum. Nýr Galant er að mestu leyti byggður á sömu línum og fyrir- rennarinn en er þó dálítið lengri, breiðari og hærri. ■ Hr FERDINAND Piech, stjórnarfor- maður VW samsteypunnar, hefur metnaðarfullar áætlanir fyrir Volkswagen og Audi. Hann segir að báðar gerðirnar verði boðnar í dýr- ari útfærslum. VW verði fáanlegur með V8 og jafnvel VI2 vélum og gerðirnar muni keppa í sex stærðar- flokkum. Piech segir að verði uppskeran eins og sáð var til verði hægt að bjóða sambærilega bíla og aðrir framleiðendur selja á 200 þúsund mörk á a.m.k. 50 þúsund mörkum lægra verði. Hann kveðst sjá fyrir sér að nýir VW bílar verði boðnir með enn meiri búnaði en Passat og segir hann að Audi eigi alltaf að vera einum gæðaflokki fyrir ofan VW. Næsta kynslóð Audi A8 kemur á markað árið 2000. Bíllinn gengur undir heitinu D3 og verður fáanlegur í tveimur gerðum. D3K heitir grunn- gerðin en einnig verður hann fáan- legur í lengri gerð, D3L, fyrir þá sem hafa bílstjóra. Audi hyggst útbúa dýrustu útfærslurnar með nýrri W12 vél. Vélina hannaði Audi fyrst í hug- myndabílinn Avalon. Hún er með þijá strokka í hverri röð og mynda strokkaraðimar fjórar bókstafinn W. Vélin er engu að síður fyrirferðar- lítil og lítið eitt styttri en 5 strokka línuvél Audi. Samkvæmt fyrstu fréttum verður nýja vélin 4,8 lítrar að slagrými og aflið verður 400 hestöfl en snúnings- vægið að hámarki 350 Nm. Líklegt er að endanlegt heiti bílsins verði A9 og hann verði að einhveiju leyti með öðru útliti en núverandi A8. VW-Audi ætlar að bjóða bíla í öllum stærðarflokkum I Vélastærð/ Væntanlegir gerð VW-Audi bílar | A00 VW Piccolo/Audi A1 (90 mpg ál bíll) A0 VWPolo J A WI Golf, Vento/Audi A3| B Audi A4 J B-plus VW Passat -J C Audi A6 J C-plus VW V8/Audi A7 B P Audi A8 J D-plus Audi A9 i Talið er að nokkm lengra verði að bíða VI2 vélar í VW en V8 verði fáanleg innan skamms tíma. Piech telur að VW verði að bjóða betur búna bíla og dýrari til þess að halda vissri fjarlægð frá öðrum merkjum sínum, þ.e. Skoda og Seat. Talið er víst að nýr Skoda Octavia muni fiska á sömu mörkuðum og VW og þess vegna verði að gera VW að virðu- legri kosti. ■ TILBOÐ ÓSKAST í Jeep Wrangler 4x4 árgerð '91, Dodge Dakota L.B. 2 W/D árgerð '92, Pontiac Grand Am. árgerð '90 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 26. nóvember kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA Morgunblaðið/Ásdís STÖÐ sem þessi frá Danita kostar kr. 13.990. Nýjar CB- stödvar með AM og FM NÝJAR CB-talstöðvar sem bæði er hægt að nota á AM og FM-mótun hafa nú verið leyfðar hérlendis en til þessa hafa slíkar stöðvar aðeins verið leyfðar með FM-mótun en margar eldri stöðvamar eru með AM-mótun. Eykur þetta notkunar- gildi þeirra að mun þar sem menn geta nú náð sambandi á hvoru svið- inu sem er. Stöðvar sem þessar kosta tæpar 14 þúsund krónur með leyfisgjaldi sem greitt er einu sinni. Aukaraf hf. í Reykjavík annast sölu og ísetningu þessara stöðva og býður stöðvar frá Danita, dönskum framleiðanda og segir Ingimundur Þór Þorsteinsson að nýju stöðvarnar séu skýrari og að á þeim sé minna um trufianir. CB stöðvarnar geta dregið að minnsta kosti 30 km í sjónlínu og segir Ingimundur að algengasta notkunin á þessum stöðvum sé meðal jeppamanna og annars ferðafólks sem ferðist til dæmis á mörgum bílum í samfloti og vilji geta rætt saman á leiðinni. Segir Ingimundur að mun þægilegra sé að geta haft völ á báðum kerfum og skipt á milli eftir því sem búnað- ur þeirra sem talað er við krefst. Verð á CB stöð frá Danita er kr. 13.990 að meðtöldu 960 kr. leyfis- gjaldi sem greitt er einu sinni. Ekki er um frekari afnotagjöld að ræða. Auk stöðvarinnar má gera ráð fyrir 10-14 þúsund króna kostnaði við loftnetsbúnað og ísetningu. Fjar- skiptaeftirlit ríkisins hefur nýverið veitt leyfi fyrir þessum nýju stöðv- um. RÝMI fyrir farangur er kannski ekki alltof mikið, 280 lítra, en er stækkanlegt. LUKTIR að aftan eru með sporöskjulagi. ÚTVARP er fellt inní mælaborðið eins og í Brava gerðinni. MITSUBISHI Galant er nú fáanlegur í Japan með GDI vélinni sem er 15-25% spar- neytnari en hefðbundar bensínvélar en jafnframt öflugri. Galant með GDI vélinni MITSUBISHI hefur sett nýjan Gal- ant á markað í Japan með nýju GDI vélinni sem var valin mesta hönnun- ar- og tækninýjungin af breska bíla- blaðinu Car í fyrra. GDI vélin er fyrsta fjöldaframleidda bensínvélin með beinni innsprautun, beint inn í strokkana. Vélin er 1.834 rúmsentimetrar að slagrými, með 16 ventlum, tveim- ur yfirliggjandi knastásum og skilar 150 hestöflum. Vél þessi var upp- haflega hönnuð af Volkswagen en Mitsubishi keypti hugmynd- ina og þróaði hana í framleiðsluhæft ástand. Kostur þessarar vélar er lítil elds- neytiseyðsla ásamt miklu afli. Kost- urinn við vélina er beina innspýting- in, þ.e. stýringin á eldsneytis- skömmtuninni og brunanum. Gald- urinn er mikið loft og lítið bensín. „Bein innsprautun" hljómar afar kunnuglega. Munurinn á henni og hefðbundinni innsprautun er tölu- verður. Venjuleg innsprautunar- kerfi sprauta bensíni inn í innsogs- greinina þar sem bensínið blandast lofti. Því næst sýgur lofttómið í strokknum bensínblönduna inn til sín í gegnum ventilinn. Tæknilega fullkomnust er svokölluð fjölinnsprautun, MPI, (multi point injection), en í henni er ein dísa fyrir hvern strokk. í ófullkomnari innsprautunarkerf- um eru tveir eða fleiri strokkar um hveija dísu. Dísan inni í strokknum í beinu innsprautunarkerfi eins og Mitsubishi hefur nú hannað er dísan inni í sjálfum strokknum, eins og í dísilvélum með beinni inn- sprautun. Stöðugt loftinnstreymi á sér stað í gegnum innsogsventilinn. VIRÐULEGUR A-Ford með tengdamömmusæti. Morgunblaðið/Öm Sigurðsson HANS Elmar Poulsen við hlið elsta bíls síns, Ford T frá 1917. AÐALSBÍLL frá Danmörku, Buick árgerð 1935. SJALDSÉÐUR hvítur hrafn, Chevrolet árgerð 1931. Færeyskt fornbílasafn ÞAÐ hefur lengi verið draumur íslenskra fornbílamanna að koma á laggirnar tækniminjasafni þar sem gamlir bílar skipa heiðurs- sess. Enn hefur þessi draumur ekki ræst, þó að nú sé hafin undir- búningsvinna á vegum Fornbíla- klúbbs íslands. Hjá frændum okk- ar Færeyingum er að finna lítið en merkilegt bílasafn sem byggt hefur verið upp af einum manni. Sá heitir Hans Elmar Poulsen og rekur hann gluggaverksmiðju í smábænum Vatneyri á eyjunni Vágum. Félagar úr Fornbílaklúbbi ís- lands dvöldu í Færeyjum í viku- tíma um síðustu Ólafsvöku, sýndu þar fornbíla sína og ferðuðust um eyjarnar. Undir lok ferðarinnar var þeim boðið að skoða bílasafnið á Vatneyri sem telur sjö fornbíla og eru þeir allir í eigu Hans Elm- ars. Auk þess er þar að fínna þijú forn mótorhjól og ýmsa muni er tengjast bílasögunni. Ford T blæjubíll Elsti bíll safnsins er Ford T blæjubíll frá árinu 1917. Tveir aðrir Fordar eru á safninu, vöru- bíll módel TT árgerð 1922, en pallur hans var hlaðinn krásum þegar íslensku gestina bar að garði, og virðulegur A-Ford coupé árgerð 1930 með tengdamömmu- sæti í stað farangursrýmis. Hvítur Chevrolet árgerð 1931 vakti at- rúmar 40 þúsund krónur og er sjálf- sagt að ráðleggja mönnum að taka þann með stærri vélinni þar sem þessi verðmunur ræður vart úrslit- um. Af helsta búnaði í Bravo SX má nefna loftpúðana tvo og hemlalæsi- vörn. Þá er bíllinn búinn fímm höf- uðpúðum, vökva- og veltistýri, raf- drifnum rúðum að framan, hreyfil- tengdri þjófavörn hæðarstillingu á ökumannssæti, snúningshraðamæli og útvarpi og segulbandi. Lítill verðmunur Verðið á Brava SX 1,6 er kr. 1.339.000 og 1.298.000 á SX út- gáfunni með minni vélinni. Þetta er tvímælalaust hagstætt verð fyrir þennan knáa og sportlega bíl með svo ríkulegum búnaði. Verðmunur- inn er ekki svo mikill að óhætt er að mæla með að menn velji heldur þann með aflmeiri vélinni, hún er ágætlega snörp og óþarfi að horfa í þennan mun - hann myndi jafnvel skila sér í endursölu því þótt kaup- endum myndi nægja minni vélin er hugsanlegt að sá næsti myndi vilja hafa þá aflmeiri. ■ jt ÍSLENSKUR Chevrolet frá 1957, áður Ó-500. BRAVO er annar hinna nýju bíla sem nýja Fiat umboðið, ístraktor í Garðabæ, kynnti á dögunum. Er þetta þriggja hurða framdrifinn og fimm manna bíll, boðinn með 1,4 eða 1,6 lítra vélum og kostar 1.298 þúsund krónur eða 1.339 þúsund. Bravo er heldur styttri en Brava en með sama hjólhaf og ágætlega rúmgóður hið innra. Hér á eftir verður skoðaður Fiat Bravo SX með stærri vélinni. Bravo er ekki síðri en bróðir hans Brava, skemmtilegur í hönnun og öllu útliti. Framendinn er nánast hinn sami, breiður og bogadreginn með ávölum framhornum og samlit- um stuðara. Hliðamar eru einnig bogmyndaðar og breikka neðan við rúður sem eru nokkuð stórar og fínlegur listi neðarlega. Að aftan gefur að líta fíngerðan stuðara og skemmtilega sporöskjulagaðar aft- urluktir. Þokkalegt rými Að innan er Bravo svipaður Brava hvað snertir allt útlit og hönnun og má aðeins endurtaka að sætin eru fyrsta flokks og skemmtilegur frágangur er á inn- fellda útvarpinu í miðju mælaborðs- ins. Þá er rýmið þokkalegt og ág- ætt að komast í og úr aftursætum. Framstólarnir renna hygli gesta enda fáir slíkir til á íslandi og enginn þeirra ökufær. Annar aldinn og sjaldgæfur höfð- ingi á safninu er Fiat Balilla ár- gerð 1927, en glæsilegasti bíll safnsins er án ef svartur Buick árgerð 1935 sem Hans Elmar festi nýlega kaup á í Danmörku, en þar var bíllinn áratugum saman í eigu aðalsmanna. Allir bílarnir í safninu hafa ver- ið fluttir inn til Færeyja á síðustu tíu árum, enda hefur mikil rekja og hafrænt loftslag verið færeysk- um bílum óvilhollt. Nokkra bílana hefur Hans Elmar keypt á forn- bílasýningum í Bandaríkjunum, en aðra hefur hann fengið frá Dan- mörku og Englandi. Einn fombíl keypti Hans Elmar frá íslandi, en það er Chevrolet Bel Air árgerð 1957 sem lengi var búsettur á Ólafsfirði og bar þá einkennis- stafina Ó-500. Að lokinni ánægjulegri heim- sókn í bílasafnið á Vatneyri voru íslenskir fornbílamenn sannfærðir um nauðsyn þess að opna þyrfti svipað safn á íslandi, og það ekki stórt, því mjór er mikils vísir. Örn Sigurðsson. Sportlegur Fiat Bravo og rúmgóður auðveldlega fram þegar menn smeygja sér afturí og fara síðan aftur í upphaflegu stöðuna. Helstu mál Bravo eru: Lengd 4,03 m, breidd 1,75 m, hæð 1,46 m og hjólhaf 2,54 m. Bíllinn er 1.075 kg að þyngd. Tvær vélar Vélaframboðið í Bravo er einnig það sama og í Brava. / Er þar annars vegar boðin 1,4 lítra og 80 hestafla vél og hins vegar 1,6 lítra vél sem er 103 hestöfl. Helsti munur á þeim er örlítið lægri hámarkshraði á minni vélinni, held- ur minni eyðsla og hægara viðbragð en ekkert þessara atriða skiptir verulegu máli í daglegri notkun. Verðmunurinn á þessum bílum eru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.