Morgunblaðið - 26.11.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 26.11.1996, Síða 1
116 SÍÐUR B/G/D 271. TBL. 84.ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS 'fk CLtöfrL? WTrfTel Lúkashenko hrósar sigri í þjóðaratkvæðagreiðslu Reuter Saksóknari þjarmar að forsætisráðherra Ítalíu J25 manns Forsetinn sakaður um stórfelld svik í London KENNETH Clarke, fjármála- ráðherra Bretlands, heldur fjárlagaræðu sína á þinginu í dag og margir breskir ihalds- menn vonast til þess að ráð- herrann boði þar skattalækkun sem gæti aukið sigurlíkur íhaldsflokksins í kosningunum á næsta ári. Til að slíkt sé hægt þarf að spara og á myndinni er félagi í samtökum starfsmanna sjúkrahúsa og heilsugæslu- stöðva í jólasveinabúningi við þinghúsið að mótmæla áform- um um að minnka útgjöldin til heilbrigðismála. Vill Prodi fyrir rétt Róni. Reuter. ÍTALSKUR saksóknari lagði til í gær að Romano Prodi, forsætisráð- herra landsins, yrði sóttur til saka fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem formaður stjórnar ríkisfyrir- tækisins IRI. Prodi, sem hefur gegnt embætti forsætisráðherra frá því í maí, kvaðst saklaus af sakargiftunum og hafa fulla trú á ítalska réttar- kerfinu. „Beiðnin veldur mér hvorki áhyggjum né vandræðum," sagði hann. Málið snýst um meint lögbrot vegna sölu matvælafyrirtækisins Cirio, sem IRI seldi samsteypunni Fis. Vi í október árið 1993. ítalskar fréttastofur skýrðu frá því að saksókn- arinn vildi að Prodi og fimm aðrir stjórnármenn í IRI á þessum tíma yrðu saksóttir fyrir að hafa mis- notað aðstöðu sína. Fram- kvæmdastjóri Fis. Vi kynni einnig að verða ákærður. Krefjast ekki afsagnar Dómari tekur beiðnina fyrir og ákveður hvort birta eigi formlega ákæru á hendur mönnunum. Hann gæti einnig vísað málinu frá eða Prodi óskað eftir frekari rann- sókn. Verði Prodi fundinn sekur gæti hann átt 2-5 ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Stuðningsmenn og and- stæðingar stjórnarinnar á þinginu sögðust ekki ætla að krefjast þess að Prodi segði af sér vegna málsins. Prodi'er virtur hagfræð- ingur og haslaði sér völl í stjórnmálunum í fyrra. Hann var stjórnarformaður IRI mestan hluta síðasta áratugar og aftur í u.þ.b. ár frá maí 1993. fórust í flugslysi BJÖRGUNARSTARFI var haldið áfram á Comoro-eyjum í gær eftir að farþegaþota af gerðinni Boeing-767 hrapaði í Indlandshaf þegar hún varð eldsneytislaus á laugardag. Tókst björgunarmönn- uin að draga hluta vélarinnar á land og voru lík farþega enn í sætum, spennt í öryggisbelti. 175 manns voru um borð í vélinni. 50 manns björguðust og 125 létu líf- ið. A myndinni sjást björgunar- menn ganga framhjá hluta þot- unnar. ■ Síðasta höggið/21 Reuter Spamaði mótmælt hafði skipað Gontsjar sem formann kjörstjórnarinnar en Lúkashenko vék honum frá eftir að hann hafði lýst atkvæðagreiðsluna ógilda fyrirfram. Vill aðild að ESB Aðeins 7,9% kjósendanna studdu stjórnarskrárdrög þingsins. Kjósend- urnir höfnuðu ennfremur tillögum þingsins um að dauðarefsingar yrðu afnumdar og að ráðamenn í borgum og bæjum, sem forsetinn hefur skip- að, yrðu kjörnir í lýðræðislegum kosningum. Hins vegar studdu þeir þá tillögu forsetans að fijáls sala jarðnæðis yrði bönnuð. Hvíta-Rússland hefur einangrast vegna stefnu Lúkashenkos en forset- inn kvaðst í gær ætla að koma á efnahagsumbótum. Hann sagðist einnig stefna að því að Hvíta-Rúss- land fengi aðild að Evrópusamband- inu (ESB), en hingað til hefur hann lagt áherslu á að sameina landið Rússlandi. Mínsk. Reuter. ALEXANDER Lúkashenko, forseti Hvíta-Rússlands, kvaðst í gær hafa unnið stórsigur í þjóðaratkvæða- greiðslunni á sunnudag um hvort áuka bæri völd forset- ans. Andstæðingar Lúkas- henkos sökuðu hann hins vegar um stórfelld svik og lýstu atkvæðagreiðslunni sem „skripaleik". „Það verður mjög erfitt fyrir andstæðinga mína að halda því fram að brögð hafi verið í tafli, að þjóðaratkvæðagreiðslan hafí verið ólögleg. Yfirgnæfandi meirihluti studdi allar tillögur forsetans," sagði Lúkashenko á blaðamannafundi. Rúm 70% kjósendanna studdu drög forsetans að nýrri stjórnarskrá, sem heimila honum að breyta þing- inu, lengja kjörtímabil sitt um tvö ár og skipa helming dómaranna í stjórnlagaréttinum. Lúkashenko kvaðst vonast til þess að geta breytt þinginu fyrir jól þótt hann hefði áskilið sér rétt til að gera það á tveimur mánuð- um. Forsetinn hyggst stofna nýja þingdeild, efri deild, og fækka þingmönn- um. „Tölurnar út í hött“ „Þetta er skrípaleikur,“ sagði Semjon Sharetskí, forseti þingsins. „Hvíta- Rússland stefnir í að verða raunveru- legt einræðisríki." Kjörstjórnin sagði að meirihluti kjósenda hefði stutt allar fjórar til- lögur forsetans en hafnað þremur tillögum þingsins. Kjörsóknin var sögð 84% og einn af andstæðingum Lúkashenkos, Viktor Gontsjar, sagði það benda til kosningasvika. „Jafn- vel í forsetakosningunum árið 1994, þegar stjórnmálabaráttan náði há- marki, var kjörsóknin minni. Tölurn- ar eru einfaldlega út í hött.“ Þingið Lúkashenko APEC-fundur Fríversl- un og af- nám tolla Subic Bay. Reuter. FUNDI APEC, Efnahagsráðs Asíu- og Kyrrahafsríkja, lauk í gær á Filippseyjum með sam- þykkt um að aðildarríkin sam- ræmdu efnahagsstefnu sína og kæmu á fót einu fríverslun- arsvæði fyrir 2020. Þá var fallist á tillögur Bandaríkja- stjórnar um að vinna að algeru tollfrelsi á sviði upplýsinga- tækni og er litið á það sem mikinn sigur fyrir Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna. í lokasamþykkt fundarins er lýst yfir stuðningi við þá stefnu Bandaríkjastjórnar að afnema tolla á tölvum, minn- iskubbum og fjarskiptabúnaði en þó er hafður fyrirvari á hvað varðar tímasetningar. Lögðu Kínveijar áherslu á, að þar sem efnahagskerfi þeirra væri enn fremur vanþróað, gætu þeir ekki bundið sig við ákveðnar dagsetningar. Clinton og Jiang Zemin, for- seti Kína, áttu fund á sunnu- dag um bætt samskipti ríkj- anna og ósk Kínveija um aðild að Alþjóðaviðskiptastofnun- inni, WTO. Sagði Jiang, að kínverska stjórnin ætlaði að lækka innflutningstolla niður í 15% að meðaltali um aldamót en þeir eru nú komnir niður í 23%. Búast Kínvetjar við, að viðræðum þeirra við Banda- ríkjamenn um WTO-aðild ljúki á fyrra misseri næsta árs. ■ Stefnt að fríverslun/22

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.