Morgunblaðið - 26.11.1996, Side 29

Morgunblaðið - 26.11.1996, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 29 LISTIR Nýjar hljómplötur • ÚT er kominn nýr hljómdiskur með söng Steins Erlingssonar við undirleik Ólafs Vignis AI- bertssonar. Nefnist diskurinn „Ó bjarta nótt. “ Á disknum eru íslensk oger- lend lög, 21 að tölu, bæði þekkt og óþekkt. í hópi tónskáldanna eru Sigvaldi Kaldajóns, Jón Asgeirsson, Karl Ó. Runólfsson og Magnús Kjartansson. Úr hópi erlendra tónskálda mætti nefna John Rutter og John Jacob Ni- les. Lög Jóns Ásgeirssonar „Sig- urður Breiðfjörð“ og „Spilafífl" hafa ekki verið hljóðritum áður. Lögin „Brúðkaupssöngur“ eftir John Rutter og „Ó bjarta nótt“ eftir Magnús Kjartansson eru hér í frumflutningi á íslandi við texta eftir Birgi Svan. Steinn Erlingsson hóf söngnám í Tónlistarskóla Keflavíkur en lauk einsöngvaranámi frá Tón- listarskóla Garðabæjar vorið 1985. Steinn hefur um langa hríð sungið með Karla- og Kirkjukór Keflavíkur, bæði sem kórfélagi og einsöngvari. Þá hefur hann komið fram sem einsöngvari með Skagfirsku söngsveitinni og sungið einn eða með öðrum við ýmis tækifæri bæði innanlands og utan. Upptökur Halldór Víkingsson. Grafísk hönnun Bragi Einarsson. Dreifing Steinn Erlingsson. Verð 1.999 kr. Freysteinn Bjamason er útgerðarstjóri Síldarvirmslunnar hf. Neskaupstað. Hann er • • • Starf hans felst í umsjón með útgerð og úthaldi fimm skipa sem Síldarvinnslan gerir út. Vélfræðimenntunin gerir það að verkum að Freysteinn hefur góða yfirsýn og innsýn í það sem lýtur að viðhaldi og innkaupum á flóknum tæknibúnaði til nútímafiskveiða. Nánari upplýsingar veitir: Vanti ykkur traustan starfsmann með víðtæka sérmenntun á tæknisviði, bæði bókiega og verklega, þá eru þið að leita að vélfræðingi. Vélstjórafélag íslands Borgartúni 18,105 Reykjavík Sfmi: 562-9062 Við skiptum vi|ð ^ i SPARISJÓÐ VÉLSTJÓRA Síðasta sýning á Grískri veislu í Hafnarborg ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda aukasýningu á uppsetningu Zorba hópsins á dagskránni Grísk veisla: Vegurinn er vonargrænn. Verður þetta fimmtugasta sýningin og sú allra síðasta. Frá því í haust hefur dagskráin verið flutt í Hafnarborg, menning- ar- og listastofnun Hafnarfjarðar. og er hér um að ræða efni sem dregið er úr verkum gríska Ijóð- og tónskáldsins Mikis Þeodorakis, ásamt frásögnum Sigurðar A. Magnússonar af lífi þessa skálds Grikkja á þessari öld. Sif Ragn- hildardóttir flytur lög Þeodorakis bæði á grísku og íslensku við und- irleik Jóhanns Kristinssonar á píanó og Þórðar Árnasonar á gítar og búsúki. Fyrir hvetja sýningu býður Jó- hann Sigurðsson matreiðslumeist- ari upp á gríska máltíð og einnig má kaupa veitingar í hléi. Máltíðin hefst kl. 18.30 en dagskráin sjálf kl. 20.30. Miðapantanir eru í Hafnarborg milli kl. 12 og 18 alla daga nema þriðjudaga, en þá er tekið við pöntunum milli kl. 12 og 16. Jólapakkar til Norðurlanda Tekið er á móti pökkum hjá BM flutningum, Holtagörðum, við hliðina á skrifstofum Samskipa, 2., 3. og 4. des. Skipið fer frá íslandi 5. des. og verður í Árósum 12. des., Moss 13. des. og Varberg 13. des. Nánari upplýsingar veittar hjá BM flutningum I síma 588 9977. SAIWISKIP Holtabakka við Holtaveg • Sími: 569 8300 • Fax: 569 8327 íslináu almanðkin 1997 Ásamt nýju landkynningarbókinni 4 1 j» w v, « j* 1 1* klandi toirandi landi msm f ’ ' 'Á' r Ta vinaog viðskiptamanna í átlöndum. Kiippið út og notið við innkaupin 11701 íslenska almanakið 11702 Breiða náttúrualmanakið 11703 íslenska náttúrualmanakið 11704 Stóra náttúrualmanakið 11705 íslenska hestaalmanakið 11706 (slenskir fossar (borðalmanak) ísland Töfrandi land, vönduð gjafabók með 80 Ijósmyndum frá helstu perlum landsins, Bókin er á 5 tungumálum. íslenska jólasveinadagatalið (á sænsku, ensku og þýsku) Jólakort 5 og 14 í pk. Útsölustaðir: bókaverslanir kaupfélög minjagripaverslanir Almanaksútgáfa í 15 ár Vandaðar gjafir frá Islandi almanaksútgáfa & náttúruljósmyndun Höfðabakki 3 132 Reykjavík Pósthólf 12210 Sími 567 3350 Fax 567 6671

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.