Morgunblaðið - 26.11.1996, Side 1

Morgunblaðið - 26.11.1996, Side 1
Aó skyggnast undir yfirboróió Eysteinn Björnsson/2l LifsSns tré Böóvar Guómundsson3/ Gott ad rambq á góóa sögu Bragi Ólafsson/4 Menn Orkar og Drýsildjöflar Tolkien/ 5 Daqbækur Pushkms 6/7 Skipsdagbækur oq forlqgatrú Guójón Sveinsson/7 Lofgjöró einfaldleikans Ólafur Jóhann/8 orjjtmWfi í> ií) Bókablað, haus MENNING LISTIR ÞJÓÐFRÆÐI BÆKLR B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ÞRIÐJUDAGUR 26. NOVEMBER 1996 BLAÐ Lagst á dauð skáld Yondur skáldskapur og spillt hugarfar Breskir bókmenntagagnrýnendur stunda fimleika, eru íþróttamenn orðsins. Sá er mestur sem nær Englandsmeti í ill- kvittni. Jóhann Hjálmarsson víkur að þessu í tilefni umsagnar eftir skáldið Craig Raine um nýútkomnar bækur eftir nóbelsskáldið Jósef Brodskí. JÓSEF Brodskí er sagður skara fram úr í meðalmennsku. Nýjar bækur Sögur og kvæði af guðsmóður MARÍUKVER - Sögur og kvæði af heilagri guðsmóður er komið út. Maríukver hefur að geyma Maríu sögu, úrval jarteina eða kraftaverkasagna af Maríu, valin Maríukvæði, bænir, hómilíu og fleiri texta sem eru gefnir út í aðgengilegum búningi og með nútímastafsetningu. Maríu saga hefur ekki áður verið prentuð á íslandi. Hún er lífssaga Maríu guðsmóður og hef- ur lengi verið rómuð fyrir stíl og lærdóm. „Inn í frásögnina af ævi Maríu er ofið heimspekilegum og guðfræðilegum skýringum sem gerir söguna einstaka innan evróp- skrar Maríuhefðar,“ segir í kynn- ingu. Meðal jarteina er ein íslensk sögn - Frá konu í Kirkjubæ. Flest Maríukvæðin í bókinni eru í hópi yngri Maríukvæða og ort á 15. og 16. öld. Yngst þeirra eru Máríuvísur síra Einars í Eydölum. í inngangi er gerð grein fyrir helstu þáttum Maríudýrkunar á miðöldum og fjallað sérstaklega um Maríu sögu, jarteinasögur af Maríu og Maríukvæði. Útgáfuna önnuðust Ásdís Egilsdóttir, Gunn- ar Harðarson og Svanhildur Ósk- arsdóttir. Útgefandi er Hið íslenska bók- menntafélag. Maríukver er gefið út ísömu ritröð ogíslensk hómilíu- bók og Nýja testamenti Odds Gott- skálkssonar. Kápumyndir þeirra hefur Jón Reykdal listmálari gert. Bókin er prentuð í Prentsmiðjunni Odda og kostar 3.990 kr. BÓKMENNTAUMRÆÐAN breska er stundum með öðrum hætti en við eigum að venjast, getur orðið vægðarlaus og persónuleg. Þetta helgast af því að í greinum og rit- dómum í helstu bókmenntaritum og bókablöðum dagblaða eru skáld og gagnrýnendur að skrifast á og ekki síst bókmenntafræðingar sem viðra kenningar í von um að þær vekji athygli og gangi jafnvel upp. Þessi skrif geta orðið þannig að þau eru nær óhugsandi á íslandi þar sem menn freista þess, að vísu með misjöfnum árangri að rök- styðja það sem þeir hafa fram að færa. Bretar eru töluvert fyrir fim- leika í skrifum og hafa mjög gaman af fullyrðingum og staðhæfingum. Margt bendir til þess að þeir séu að taka upp þá iðju af endurnýjuð- um krafti að afhausa fræga höf- unda og þá helst dauða. Ljóðabók eftir T.S. Eliot sem ekki var ætluð til útgáfu, Inventions of the March Hare: Poems 1909- 1917 (útg. Faber), var gefin út nýlega og voru nokkrir gagnrýn- endur fljótir að finna í henni gyð- ingahatur. Philip Larkin, dáð skáld, hefur verið skorinn niður við trog og var þó nógu dauður fyrir, vegna kynþáttafordóma og afbrigðilegrar kynhneigðar sem menn telja að megi lesa úr bréfum hans, að auki hafí hann verið illa innrættur. Það eru fáir sem sleppa. Nóbelsskáld léttvægt fundið Nýjasta dæmi um iþrótt breskra bókmenntamanna er ritdómur eftir skáldið Craig Rain um tvær bækur eftir Jósef Brodskí, en hann lést sem kunnugt er í janúar á þessu ári. Þessi „afhausun" verður afar áhri- farík vegna þess að Brodskí fékk Nóbelsverðlaun fyrir Ijóðlist og sá sem einkum greiddi götu hans á Vesturlöndum var enginn annar en Wystan Hugh Auden, hið afar breska skáld sem af einhveijum undarlegum ástæðum hefur þó fengið grafarró þótt af nógu sé að taka úr einkalífi hans, óhófleg áfengisneysla og samkynhneigð meðal þess. Grein Craigs Raine kom í Fin- ancial Times 17. þessa mánaðar. Tilefnið er útgáfa tveggja eftirlá- tinna verka: ljóðabókarinnar So Foith: Poemes og ritgerðasafnsins On Grief and Reason (útg. beggja bókanna Hamish Hamilton). Craig Raine sem er gott skáld virðist ekki hafa þolað frama Brodskís. Það mun hafa komið illa við hann í hve miklum hávegum Brodskí var hafð- ur eins og viðbrögð við láti hans sýndu. Hann sendir Alan Jenkins, aðstoðarritstjóra The Times Liter- ary Supplement, tóninn fyrir að hafa sett verk Brodskís í fyrirrúm og amast við því að Seamus Hean- ey og Paul Muldoon ortu „hjart- næm“ ljóð til minningar um liann í blaðið. Næst hefur hann á hornum sér að David Remniek skrifaði langa lofgrein í New Yorker og skáldin Anthony Hecht, Mark Strand, Carol Rumens og Glyn Maxwell heiðruðu minningu Brodskís í ljóðum í sama riti fyrir skömmu. Jósef Brodskí er miðlungsskáld og tæplega það, að mati Craig Raines, „skarar aðeins fram úr í meðalmennsku". Það sem verra er að vald hans á ensku er bágborið, en skáldið orti og skrifaði á ensku jafnframt því sem hann sagði ekki skilið við móðurmál sitt, rússnesku. í So Forth: Poemes og fleiri bókum gerir Brodskí sig sekan um klúðurs- legt málfar og á stundum ranga málbeitingu, að mati Craigs og hann vitnar til Roberts Hass og Seamus Heaneys í því skyni að styðja mál sitt. Ofnotuð orð, viðvan- ingslegar endurtekningar í ljóði, hreint út sagt vond enska er það sem fer fyrir brjóstið á Craig. Miklir andar og litlir Brodskí sagði um velgjörðar- mann sinn, Auden, að hann væri „mesti andi tuttugustu aldar“. Sem hugsuður er Brodskí grunnhygginn og útjaskaður í augum Raines og hann er naumlega hæfur gagnrýn- andi. Niðurstaðan er að Brodskí hafi verið taugaóstyrkt meðalmenni í heimsklassa og blekkingameistari. Hér verður ekki dæmt um ensku Jósefs Brodskís. Ljóst var þó að í ljóðum sínum á ensku reyndi hann að túlka samtíð sína, óróleik og öngþveiti í ljóðum sem voru ákaf- lynd og_ spyijandi, gátu verið herská. í einu af síðustu ljóðum sínum orti hann eins og fleiri skáld um það að lenda á rangri stjörnu; heimur dagsins birtist honum sem framandlegur. Brodskí var eitt þeirra örfáu skálda sem kunni að yrkja hátt- bundið án þess að vera beinlínis úreltur og hafði gaman af að tjá sig með hástemmdum hætti. Þessi slitni farangur fór á köflum í taug- arnar á undirrituðum því að hann gat minnt á annað skáld, W.H. Auden, sem eins og svo margir Bretar eru sífellt að riíja upp klass- íska menntun og eru á kafi í goða- fræði. Það versta við Brodskí var það sem hann lærði af breskum skáld- um. Meðan Anna Akhmatova, Mandelstam og önnur rússnesk skáld voru leiðarljósin var tónninn hreinn og óvenju sterkur. Sumar greinar hans um bókmenntir eru óvenju vel stílaðar og skáldlegar, margfalt dýpri en yfirborðshjal bresku bókapressunnar. Eitt ljóðanna eftir Eliot í Inventi- ons of the March Hare fjallar um afgreiðslukonu í postulínsbúð sem brosir gegnum falskar tennur Hún er með blýant bak við eyrað og sölumannsleg. Eliot yrkir: Líf manns er máttvana, stutt og dimmt það er ekki á ínínu færi að kæta liana.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.