Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 B 3 Klassísk bylting BÓKMENNTAVERÐLAUN Halldórs Laxness voru veitt í fyrsta sinn nýlega. Þau féllu í skaut Skúla Björns Gunnarssonar fyrir frumraun hans, Lífsklukkan tifar. Verkið inniheldur 12 smásögur sem skiptast jafnt niður á árstíðirnar fjórar. Lífsklukkan tifar er klassískt verk. Ertu klass- ískur höfundur? „Eg er ekki byltingarsinnaður póstmódernisti. Eg les módernísk verk jöfnum höndum en tel mig meiri klassíker. Stór þáttur í að skrifa er að elska orð og gæla við þau. Smásagan sem bókmenntaform stendur nær lýrík og drama en skáldsögu. Smásagnaformið hentar mér vel en það byggist á lýríkinni sem blundar í mér. Að meitla mál sitt er hegðun ljóðskálda og mér finnst skemmtilegra að hafa allt hnitmiðað en að Iáta móðan mása.“ Algengt einkenni ungskálda er hráleiki en hann er ekki að finna í þessu verki. Er það bylting þegar fyrsta verk höfundar er klassískt? „Það er það að vissu leyti og kannski eru menn vogaðir að velja slíkt verk sem verðlaunaverk. Það er ekki endalaust hægt að finna eitthvað nýtt í bókmenntum frekar en í öðrum listgreinum. Myndlist er komin út fyrir sinn ramma og bók- menntirnar stefna sömu leið. Bókmenntir geta sótt ferskleika í fortíðina ekki síður en nútíðina.“ Lesandi verður strax var við margvíslega hringi í sögunum. Sjónarhorn fer í hringi, hringrás vatns er lýst, talað um hring án enda og sjóndeildar- hringurinn nær allan hringinn. Ert þú upptekinn af hringforminu? „Hringurinn sem bókin sjálf er, kemur til af því ég skrifaði fyrst stuttu sögurnar sem opna hveija árstíð, síðan var hinum raðað inn eða þær féllu eiginlega beint inn. Bygging bókarinnar er meðvituð, hún er ein heild. Hringrás hverrar sögu er hins vegar ekki alltaf meðvituð. Lífið sjálft er hringrás og sögur sem fjalla um lífið verða hring- laga, hvort sem höfundur vill það eða ekki. Dauð- inn er svo stór partur af lífinu að það er ekki hægt að slíta hann frá þegar skrifað er um lífið. Þannig lokast hringurinn. Titillinn myndar umgjörð um allar sögurnar og visar um leið í hringrás lífsins sem er í sam- ræmi við innihald verksins." Lífsins tré LÍFSINS TRÉ eftir Böðvar Guðmundsson er fram- hald bókar hans Híbýli vindanna sem kom út í fyrra og sagði frá Ólafi fíólín og för hans vestur um haf seint á síðustu öld. „Það má segja að þetta sé beint framhald af fyrri bókinni," segir Böðvar, „en það mætti líka líta á hana sem sjálf- stæða sögu því að hún fjallar bæði um persónur sem komu fram í fyrri bókinni og svo fyrstu kyn- slóðina í Kanada, börn innflytjendanna.“ „Ég hef verið að vinna að þessu verki í um sex ár meira og minna. Hugmyndina að verkinu fékk ég fyrst þegar ég var við kennslu vestur í Kanada. Ég kom meðal annars til Winnipeg þar sem ég hitti Vestur-íslendinga sem reyna að halda tengslum við gamla landið og tala jafnvel íslensku. Þegar ég kom heim uppgötvaði ég að ég átti langafa og langömmu sem höfðu flutt til Kanada laust fyrir síðustu aldamót. Það var til mikið af bréfum á heimili mínu sem stafaði bæði frá þeim og börnum þeirra. Vestur-íslendingar skrifuðu heil lifandis ósköp af bréfum og það hafði reyndar aldrei verið skrifað jafnmikið af bréfum í mannkynssögunni eins og eftir að Þjóð- verjar, Englendingar, Norðurlandabúar og aðrar þjóðir fóru að flytja í stórum stíl vestur til Amer- íku. Þá varð til bókrnenntalegt hugtak, Ameríku- bréfin. Ég settist niður og las þessi bréf. Þau voru ótrúlega skemmtileg og fróðleg; þetta var heimur sem ég hafði ekki hugmynd um og sá strax að þarna var mikið efni í sögu. Síðan hef ég reynt að viða að mér vitneskju um þetta fólk, ekki bara forfeður mína heldur almennt um sögu þessara flutninga. Útkoman er þessar tvær bækur. Híbýli vindanna fjallaði um ástandið hér heima fyrir á harðindaárunum í kringum 1880 þegar allt var vægast sagt í kalda koli hérna. Það er hreint ótrúlegt að sjá skýrslur frá þessum tima. Það var vetur allt árið. Síðari hluti þeirrar bókar fjallar svo um sjálft landnámið á Nýja íslandi. Lífsins tré fjallar svo um fólkið sem fluttist ýmist kornungt með foreldrum sinum vestur eða fædd- ist þar. Jafnframt því að segja sögu þessa fólks sem fór vestur hefur mér verið hugleikið að skoða sambandið á milli þeirra sem fóru og þeirra sem eftir urðu. Það var mikið um að fjölskyldur tvístr- uðust; hluti barnanna fór með foreldrum sínum en önnur voru sett í fóstur hjá vinum og ættingj- um. Og þetta fólk vissi að það myndi aldrei sjást aftur því að ferðalagið yfir hafið fóru fæstir nema einu sinni á þessum árum.“ BÆKUR SKÚLI Björn Gunnarsson Ikvöld umlykur kyrrlátt húmið bæinn. Ljósastaur- ar varpa daufri skímu um götur nema á stöku stað þar sem suðar í einum og einum. Þunglama- legt fótatak heyrist greinilega í kyrrðinni þar sem ég sit við opinn glugga og les. Lít sem snöggvast upp úr blaðinu og út um gluggann. Um leið gengur hann fram hjá. Þrammar áfram með höfuðið bert og hendum- ar keyrðar niður í vasana á svörtum ullarfrakkanum. Skuggi sem fylgir fótataki sínu í átt til sjávar. Ég sný mér aftur að blaðinu en næ ómögulega að festa athyglina við fréttir og greinar um stríð og hörm- ungar í fjarlægum löndum. Hvað varðar mann um slíkt hér lengst norður á hjara veraldar? Síðustu vik- urnar hefur þetta harmþrungna fótatak bergmálað fyrir utan gluggann hjá mér á hvetju kvöldi. Alltaf á sama tíma, þegar ég er nýbúinn að slökkva á sjónvarp- inu eftir að hafa horft á fréttirnar og farinn að glugga í blaðið. Úr bókinni Lífsklukkan tifar. BÖÐVAR Guðmundsson Aþví er hvergi nokkurs staðar nein skýring hvers vegna Jens Duffrín lenti á vist með Mennónítunum í Steinbach. Þó fer það ekki á milli mála að það var að undirlagi Sighvats þingmanns. Nú kjósa Mennónítar aldrei til þings, svo varla hefur Sighvatur leitað þangað atkvæða, en hann vissi auðvitað eins og all- ir aðrir sanngjarnir menn að hvergi á byggðu bóli getur jafngrandvart fólk og þá. Líklega hefur hann fært þetta í tal við Steinbach-bændur einhvern tím- ann um haustið þegar þeir fluttu matvöru sína á markað í Winnipeg, úrvals kál og akfeit hænsn ásamt nýju brauði sem þeir kunna öðrum betur að baka. Á markaðnum í Winnipeg höfðu þeir ávallt fasta prísa á vörum sínum og þjörkuðu aldrei um verð. Kæmi það fyrir að einhver reyndi að prútta við þá tóku þeir ofan svarta hattkúfana og báðu Guð að gæta viðkomandi. Það er auk þess háttur Mennóníta að synja aldrei nokkrum manni sanngjarnrar bónar enda réðust örlög Jens Duffríns á farsælan hátt. Úr Lífsins tré. Nýjar bækur Málið og sköpunargáfan ætlað að leiða það í ljós,“ segir í kynningu. Ritið skiptist í tvo hluta og nefnast þeir Leikur orð- anna og Leikur heimsins. “ = •= -« —-0. Sumt af efninu hefur af því sem Þorsteinn hefur I hvergi birst áður t.d. nýj- sett á blað í aldarfjórðung M asta ritgerðin Mál og sál. um efni sem virðast lítt Útgefandi er Heims- skyld við fyrstu sýn. Þorsteinn kringla, háskólaforlag Máls „Annað er málið sem við Gylfason og menningar. Bókin er tölum og merking þess og 247 bls., kápu gerði Erling- hitt er sköpunargáfan. Þorsteinn ur Páll Ingvarsson og Prentsmiðj- telur að mál og sköpun tvinnist an Oddi hf. sá um prentvinnslu. saman á ýmsa lund og er bókinni Verð 3.480 kr. UT ER komin bókin Að hugsa á íslensku eftir Þor- stein Gylfason, prófessor í heimspeki við Háskóla ís- lands. Hún er safn fjórtán rite'erða otr nevmir maret Þórsmörk frá öndverðu ÚT ER komin bókin Þórs- mörk - Land og saga eftir Þórð Tómasson, safnvörð í Skógum. í bókinni er rakin saga Þórsmerkur frá önd- verðu, fjallað um búsetu, landnýtingu, friðun og flest annað sem viðkemur Þórs- mörk. í kynningu segir: „Þórs- mörk skipar stóran sess í huga þúsunda íslendinga, enda er hún ein helsta perla ís- lenskrar náttúru. Með þessari bók Þórðar Tómassonar er bætt úr brýnni þörf því ekki hefur áður komið út bók um Mörk- ina.“ Bókin er litprentuð og eru í henni nærri 300 ljós- myndir, teikningar kort. Þórður Tómasson á að baki nærri 50 ára feril sem höfundur rita um þjóðleg fræði og liggja eftir hann yfir tuttugu bækur. Bókin er öðrum þræði gefin út í tilefni af 75 ára afmæli höfundar á þessu ári. Útgefandi er Mál og mynd. Bókin er 304 bls. að stærð í brot- inu 18,5x24,5. Verð 5.980 kr. Þórður Tómasson Hjörtun taka kipp GETA englar talað dönsku? HHH|pUg| um skeið. Hér er dregin heitir ný unglingabók eftir H|^^ Hj upp mynd af lífi unglinga Þórð Helgason. Þetta er Hp ■ í efsta bekk grunnskóla. fyrsta unglingabók Þórðar Ht 1 Sagan gerist á einni viku en áður hefur hann sent frá ^B og fjallar bæði um gaman sér nokkrar ljóðabækur og og alvöru mannlífsins," hlotið verðlaun fyrir smá- HH|°fir9|| segir í kynningu. sögur og ljóð. Útgefandi er Mál og „Erna er í tíunda bekk f/BsSMBSB menning. Bókin er 142 bls., og samræmdu prófin nálg- Þórður prentuð í Prentsmiðjunni ast. Skyndilega birtist nýr Helgason Odda hf. og kostar 1.880 kennari, hjörtu stúlknanna kr. Ámundi Sigurðsson taka kipp og Erna missir fótanna gerði kápu. • TVÆR nýjar bækur sem skráð- ar eru miðaðar við þarfir yngri lesenda eru komnar út. Sögur og kvæði úr öllum heimshornum í þýðingu Árna Árnasonar og Hjörleifs Hjart- arsonar með teikningum eftir Önnu Cynthiu Leplar og Stein- músin eftir Jenny Nimmo með myndum eftir He- len Craig, einnig í þýðingu Árna Árpasonar. 1 bókinni Sögur og kvæði úr öllum heimshornum segir af dýr- um og fólki af ólíkum menningar- svæðum heimsins. Bókins skiptist í tvo hluta, í fyrri hlutanum eru sögur af fólki en í seinni hlutanum sögur af dýrum. Flest af því efni sem bókin hefur að geyma birtist hér í fyrsta sinn í íslenskri þýð- ingu. Bókin er 104 bls. Steinmúsin segir af mús úr steini sem leikur stórt hlutverk í lífi systkinanna Ellu og Jonna sem fara með foreldrum sínum í sumar- ferð. „Steinmúsin fjallar um þörf- ina fyrir vináttu og tilfinningar henni tengdar, tilfinningar sem krefjast þess að vera tjáðar,“ seg- ir í kynningu. Höfundar bókarinn- ar hafa unnið til alþjóðlegarar verðlauna fyrir bækur handa börn- um. Steinmúsin er 62 bls. Báðar bækurnar eru gefnar úr af Barnabókaútgáfunni. Mynd- og filmuvinnsla fór fram hjá Prent- hönnun ehf., bókband hjá Flatey hf, ísafoldarprentsmiðjan hf. prentaði. Bóksala kennaranema sér um dreifingu bókanna. • Á MILLI landshorna II er framhald fyrri bókar Sigurðar Sigurmundssonar frá Hvítár- holti sem lauk þar sem höfundur var 17 ára. Héreru árin aðeins 10 frá því að fjölskyldan tvístrast eftir árs dvöl í Reykjavík til ársins 1942 er hann hóf búskap í Hvítárholti. Lýst er kosn- ingum og pólitísk- um átökum bæði norðanlands og sunnan og koma margir við sögun s.s. Sigurður Greipsson í Hauka- dal, Steingrímur Steinþórsson, skólastjóri á Hólumn og Jörundur Brynjólfsson, alþingismaður. Útgefandi er höfundur. Bókin erlOl bls., prentuðíPrentsmiðju Suðurlands ehf., Selfossi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.