Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR íslendingar á Hafnarslóð BOKMENINTIR Æ v i þ æ 11 i r ÚR PLÓGFARI GEFJUNNAR eftir Bjöni Th. Björnsson. Tólf íslendingaþættir. Mál og menning 1996,145 bls. I ÞESSARI litlu og snyrtilegu bók eru tólf stuttir þættir af Is- lendingum á Hafnar- slóð frá ýmsum tím- um og af ýmsum til- efnum. Að vísu eru ekki allt beinlínis ís- lendingaþættir þó að íslendingar komi jafnan eitthvað við sögu. Þar segir frá Oddi Sigurðssyni lög- manni, sem kemur til Kaupmannahafnar þar sem hún er í brunarústum til að fá leiðréttingu mála sinna. Um ísleif seka er smápistill. Þá er hann að koma til að taka út refsingu sína í Stokkhús- inu. Þá er örstuttur leikrits- eða samtalsþáttur þar sem samtöl eru lögð í munn nokkrum kvenpersón- Björn Th. Björnsson um í Spunahúsinu. Draumur um Gamlahólm er sérstakur þáttur endum hvað eru staðreyndir og veiðislotinu Jægerspris. Saga af kurteisum manni er svolítil kó- mísk frásögn af sérkennilegum manni sem lifði fram á seinni hluta þessarar aldar og margir sem dvalist hafa í Kaupmanna- höfn kannast vel við. Kennitákn Kaupmannahafnar fjallar um höf- und hafmeyjarinnar frægu á Löngulínu og tengsl hans við ís- lenska listamenn. Þá er einkar skáldlegur þáttur um Guðríði nokkra frá Helludal sem dvaldist í Spunahúsinu í sjö ár en varð síðan þjón- usta Gottskálks Þor- valdssonar á eins konar ellihæli. Loks er sagt frá Bjarna Jónssyni sem eitt sinn var rektor Lærða skólans og lagt út af tveimur myndum af honum. Að lokum er greinargerð um heimildir að þáttun- um og skýring- argreinar við þá. Þar er skilmerkilega greint frá því hvað byggist á sögulegum staðreyndum og hvað er skáldskapur höfundar. Þetta er nauðsynleg greinargerð því að annars gæti það vafist fyrir les- um hinn skagfirska skipasmið Magnús Þorvaldson og frænda hans, Albert Thorvaldsen. Maður- inn á loftinu er örstutt skissa um vetrardvöl Sveinbjarnar Egilsson- ar í Kaupmannahöfn. Mórenskur draumur er einkar rómantískur þáttur þar sem stuðst er við dag- hvað er skáldskapur. Skáld- skapurinn er óneitanlega fyrir- ferðarmikill og er ekkert nema gott um það að segja fyrst le- sanda er forðað frá villum. Víst er hér á köflum listrænn skáldskapur og finnst mér raunar best á stundum að líta á suma bók Gísla Brynjúlfssonar. Helför þessa þætti sem eins konar prósa- Skafta (Tímóteusar Stefánsson- ar) er dramtísk frásögn af síðasta ævikvöldi Skafta og samvistum Jónasar og Konráðs við hann þetta kvöld. Varðar í skógi er lít- ilgrein um Friðrik prins og minn- isvarða um nokkra merka íslend- inga í Höjmose-skógi skammt frá ljóð þar sem áhrifamiklum svip- myndum er brugðið upp. Fyrir kemur þó að háfleygt málskrúð beri frásögnina ofurliði, einkum í fyrri hluta bókar. Þetta litla kver er einkar fal- lega útgefíð. Sigurjón Björnsson. UNG STÚLKA hnuplaði samlokum í stórmörkuð- um í Reykjavík. Til að refsa henni senda for- eldrar hennar hana í nokkra mán- uði út í sveit til ókunnugs bónda. I fornu íslendingasögunum frá 13. öld voru stórglæpamenn sendir á sama hátt inn í óbyggðir, en á þeim tíma jafngilti slíkt dauðadómi, enda er það landsvæði gríðarstórt, kalt og mannlaust. ísland: 250.000 íbú- ar á 100.000 ferkílómetrum. Til að rjúfa einangrunina (ég tek dæmi um lýsingu úr skáldsögunni) beina bændurnir kíkjum út í fjarskann og horfa á aðra bændur sem einnig eru búnir kíkjum. ísland: einangrað fólk sem fylgist hvert með öðru. Hver einasta lína í Svaninum, þessari æsku- og skálkasögu, er mótuð af íslensku landslagi. Samt bið ég ykkur umfram allt um að lesa söguna ekki sem „íslenska skáldsögu", eins og eitthvert fram- andi furðuverk! Guðbergur Bergs- son er mikill evrópskur rithöfundur. Drifkraftur listar hans er ekki áhugi á félagsfræði eða sagnfræði, og þaðan af síður landafræði, held- ur tilvistarleg leit, tilvistarleg dauðaleit sem staðsetur bók hans í miðju þess sem mætti kalla (að mínum dómi) hið nútímalega við skáldsöguna. Viðfangsefni leitarinnar er hin kornunga söguhetja („la petite" eins og hún er nefnd í hinni fallegu frönsku þýðingu), eða nánar tiltek- ið aldur hennar: níu ára. Mér verð- ur æ oftar hugsað til þess að þegar allt kemur til alls er öll reynsla okkar í lífinu spurning um aldur. Maðurinn er eingöngu til í áþreifan- legum aldri sínum, og allt breytist með aldrinum. Að skilja annað fólk þýðir að skilja aldursskeið þess. Gátan um aldurinn: eitt þeirra við- fangsefna sem einungis er hægt að varpa ljósi á í skáldsögu. Níu ára: mörkin milli æskunnar og ungl- ingsáranna. Aldrei hefur jafn skýru ljósi verið varpað á þau mörk eins og í þessari skáldsögu. Hvað þýðir það að vera níu ára? Það er að lifa og hrærast í þoku- kenndum draumaheimi. En ekki í ljóðrænum draumaheimi. Það er síður en svo verið að fegra æskuna í þessari skáldsögu! Það að láta hugann reika, gefa ímyndunarafl- inu lausan tauminn er aðferð telp- unnar til að takast á við ókunnan og illskiljanlegan heim. Fyrsta dag- inn í sveitinni stendur hún frammi fyrir framandi og að þvi' er virðist fjandsamlegum heimi og ímyndar sér að hún verji sig og „sendi hún í skyndi úr höfðinu ósýnilegt eitur um allt húsið. Hún eitraði herberg- ið, fólkið, dýrin, gróðurinn og loft- ið . . ." Hún getur ekki áttað sig á raun- verulega heiminum nema með því að beita hugarfluginu. Vinnumaður deilir með henni herbergi; hann er Gottað ramba á góða sögu „ÞAÐ stóð til að þetta yrði skáldsaga. Ég byrjaði á skáldsögu í fyrra, gerði síðan smá hlé og tók hana upp aftur f yrr á þessu ári en þá virkaði það sem ég var með ekki nógu vel. Sagan var hálf sundurslitin og tætt og ég bútaði hana niður og notaði í þessar sögur," segir Bragi Ólafsson um nýja bók sína, Nöfnin á útidyrahurðinni, sem er safn smásagna og skiptist í þrjá hluta. Fyrsti hlut- inn tengist æsku og upprifjun, í öðrum hluta eru sögurnar styttri og tengjast útlöndum en í þriðja hlutanum eru óhef ðbundnari sógur sem vísa fram á við, að sögn Braga. „Ég er ekki endilega svona margbrotinn persónuleiki heldur hef ég áhuga á svo mörgu, bæði í bókmenntum og tónlist. Margir myndu sjálfsagt kalla mig því agalega nafni, alætu." Bragi hefur gefið út fjórar ljóðabækur og samið leikrit en er það draumur allra skálda að semja skáldsögu? „Það er eflaust draumur flestra enda á skáldsagan sér fleiri lesendur en ljóð. Eg er ekki tilbúinn i skáldsöguna enn, en það hefur margt sprottið upp úr vinnu minni við þessa bók. Eftir ritun hennar sé ég betur hvernig sögur mig langar til að skrifa." Úrþröngu umhverfi f verkum Braga er sögusviðið jafnan borgin og í nýju bókinni eru ýmis kunnugleg atriði úr sam- tímanum. „Þetta eru eiginlega allt borgarsögur úr mj ög þröngu umhverfi. Eg hef enga þörf fyrir að fara langt aftur fyrir mig í tíma eða langt frá mínu umhverfi," segir Bragi. Hann vann verðlaun fyrir útvarpsleikrit í fyrra og sögðu dómnefndarmenn að þar kvæði við nýjan tón í leikritun. Gagnrýnandi Morgunblaðsins heyrði þó ekki þennan nýja tón. Var einhver misskilning- ur þar á ferð? „Ég var sjálfur heldur ekkert viss um að þarna haf i verið einhver nýr tónn. Kannski er það eitt- hvað í sambandi við hvernig ég skrifa samtöl og hvernig ég forða mér undan því að leiða fram ein- hverjar sögur, sem þykir nýstárlegt. Mér finnst auðvitað gott að ramba inn á góða sögu en allur texti hjá mér sprettur af einhverri einni setningu eða hugmynd og þaðan tek ég upp textann. Boðskap- urinn liggur síðan oftast einhvers staðar á bakvið." Eg var ellefu ára. Við höfðum verið í sumarbústaðnum í fimm daga og síðustu þrjá dagana hafði rignt eins og maður ímyndaði sér að rigndi í regn- skógum Suður-Ameríku. Pabbi hafði notað tímann til BRAGI Olafsson að kenna mér að tálga með skátahnífnum mínum og ég man hvað mamma var pirruð þegar hún fann tré- spæni undir einum sófapúðanum, eftir að við höfðum hreinsað upp eftir okkur í kringum sófann. Hvernig okkur datt í hug að vera að tálga hérna inni sagðist hún ekki getað skilið en pabbi útskýrði það á einfald- an hátt: Það var ekki veður tii að skapa utandyra. Enda var það alveg rétt. Ég átti svolítið erfitt með að skilja hvað hún varð reið því báturinn sem ég hafði galdrað út úr stóra klumpinum sem pabbi fann undir bústaðnum var nefndur í höfuðið á henni. Rannveig systir, sem var ekki nema rétt rúmlega þriggja ára, gerði sér meira að segja grein fyrir hvers lags völundar- smíð þetta var, hún tók hann upp með báðum höndum og virti hann fyrir sér eins og hana væri að dreyma um að einhvern tíma fengi hún að sigla á svona fínleg- um báti. Síðan lagði hún hann mjúklega á borðið, í staðinn fyrir að henda honum frá sér eins og hún var vön að gera við leikföngin sín. Ég sá strax eftir að hafa ekki kallað bátinn Rann- veigu. Pabba tókst að milda skap mömmu með því að taka til í bústaðnum; ekki bara fjarlægja þessa spæni sem fundust undir sófapúðanum, heldur sópa og skúra í öllum herbergjunum. Og um kvöidmatarleytið var mamma ekki iengur reið, hún tók mig í fangið og hrósaði mér fyrir bátasmíðina og sagði að hún gæti ekki hugsað sér fallegri hlut til að halda nafni sínu á floti. Ég man að ég skildi ekki hvað hún átti við með því en lofaði samt sjálfum mér að týna aldrei þessum báti, og hvað sem kæmi fyrir, aldrei að breyta nafninu á honum. Svo sofnaði ég með hann siglandi á brjóst- inu um kvöldið uppi á svefnloftinu. Úr NöI'iiiiiiiiiii á útidyrahurðinni. Milan Kundera skrifar um Svaninn DAPURLEG 0< ÓENDANLEGA FÖ Skáldsagan Svanurínn eftir Guðberg Bergs- son kom út hjá Forlaginu árið 1991 og hlaut höfundurínn Islensku bókmenntaverðlaunin fyrir söguna það ár. Nýverið kom skáldsagan út hjá stærsta bókaforlagi Frakklands, Gallimard, í þýðingu Catherine Eyjólfsson. Af því tilefni skrífaði skáldsagnahöfundurínn og íslandsvinurinn Milan Kundera grein í _____vikurítið Le Nouvel Observateur._____ óhamingjusamur ógæfumaður; er það dóttir bóndans; okkur grun- hann léttir á hjarta sínu við telpuna ar að ástarsaga sé orsök þeirrar eingöngu vegna þess að hann veit hugsýki sem hrjáir hana; en telpan, að hún getur ekki skilið hann. Svo hvað getur hana eiginlega grunað? Það er haldin mikil hátíð í sveitinni; pörin dreifa sér um mó- ana; telp- an sér hvernig karlarnir leggjast á konurnar; hún heldur að þeir séu að skýla konunum fyrir hugsan- legum skúrum: enda er himinninn þungbúinn. Fullorðna fólkið er sífellt upptek- ið af veraldlegum áhyggjum sem Guðbergur Bergsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.