Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR Augnayndi ogóvissa BOKMENNTIR Tönlistarbók SÍGILD TÓNLIST Sígild tónlisleftir John Stanley. íslenzkun: Friðjón Axfjörð Arna- son. Reed International Books Ltd. 1994 / Staka ehf. Prentuð f Kína. 272 síður. Verð (leiðb.): 5.890 kr. FRUMSAMDAR bókmenntir á íslenzku um tónlist geta sem kunnugt er ekki talizt miklar að vöxtum, enda drottning listanna kornung í landinu og hérlend tónlistar- kennsla enn ekki komin á háskólastig. Það ætti því að vera fengur að íslenzkri þýðingu á hverju snifsi sem hingað berst frá menn- ingarþjóðunum í suðri. I grömmum talið er „Sígild tón- list" meira en það; trúlega á annað kíló að þyngd, og þar á ofan svo auðug af glæsilegum lit- myndum, að við fyrstu sýn gæti maður haldið hana myndlistarsögu fremur en rit um klassíska tónlist. Þó að sumum kunni að finnast mynd- efnið bera tónefnið ofurliði, má bókin njóta þess sannmælis, að myndirnar eru flestar á einhvern hátt tengdar, ef ekki tónlistar- sögu Vesturlanda þá menningar- sögu þeirra, og yfirleitt vel valdar út frá því yfirlýsta markmiði að „fjalla í víðu samhengi um tíma- bilin sem veittu innblástur fyrir tónlistina," eins og segir á saur- blaði. Má innan um sjá fágæti eins og t.d. mynd eftir Dennis af J.S. Bach og þremur sonum hans frá 1730 sem undirritaður man ekki eftir að hafa séð fyrr. Við liggur að myndirnar séu pen- inganna virði einar sér. Margir munu eflaust kunna að meta hið breiða sögulega sam- hengi sem tónsköpun fyrri og seinni tíma er sett í, enda í fljótu bragði vandfundið annað verk á íslenzku í jafn stóru broti sem skákar þessu í því tilliti. Einkum þegar fram dregur á 19. og 20. öld koma upp fróðleikskorn sem varpa fersku ljósi á aðstæður tónskálda og tilurð verka, sem gætu sum verið mörgum tónlist- arunnendum fákunn. Þó að verk- ið standi að vísu ekki fjögurra binda tónlistarsögu Gyldendals á sporði hvað varðar innsýn í venju- lega lítt sinnt atriði eins og fjár- mál, markaðsaðstæður, útgáfu- mál, menntaumhverfi o.þ.h. - sú er raunar ítarlegasta dæmi um „félagstónsögu" handa almenn- ingi sem undirr. hefur augum lit- ið - þá er í aftari hluta bókarinn- ar ýmislegt sem gæti komið jafn- vel hagvönum tónkera á óvart. Bókin tekur 129 tónskáld fyrir sérstaklega í tímaröð frá Hilde- gard frá Bingen (12. öld) til Maxwells Davies og velur dæmi- gert verk eftir hvert þeirra, en getur fjölda annarra höfunda í framhjáhlaupi. Verkdæmin eru flest vel til fundin, en þar mun farið að vali tónlistartímaritsins Gramophone á „úrvalshljóðritun- um og lykilverkum tónskáld- anna." Hljóðritunardæmin eru vissulega ekkert slor, þó að vita- skuld megi alltaf deila um hvort t.d. Nigel Kennedy hafi bezt allra túlkað einleiksfiðlupartinn í Árs- John Stanley tíðum Vivaldis á hljómdiski, eða hvort hin merkjanlega yfirvikt brezkra flytjenda og plötumerkja sé að fullu réttlætanleg. En auðvitað má ekki gleyma því að þetta er brezkt rit. I því sambandi (meðan íslenzk bóka- forlög treysta sér ekki til að láta frumsemja neitt sambærilegt) mætti kannski benda á til mót- vægis, að þónokkrar fyrirtaks kynningarbækur um töfraheim sígildrar tónlistar eru til á nor- rænum granntungum; því miður vandfáanlegri en áður var, enda fer skandinavískan síþokandi fyr- ir ensku í hérlend- um bókaverzlunum. Mætti sem nýlegt dæmi nefna Introduktion til klassisk Musik eftir sjarmatröllið og vizkubrunninn Mogens Wenzel Andreasen, kunnan úr landsliði Dana í Kontrapunkt-sjón- varpskeppninni og fyrirlestrarför sinni hingað í hitteðfyrra. Islenzkum þýð- anda er sérstakur vandi á höndum þar sem er hin babelskennda óreiða í tónorðaforða landans, svo ekki sé beinlínis talað um orðaskort. Otar þar hver uppfræðari sínum tota, og virðist sem menn geti helzt verið sammála um eitt: að vera ósammála. Stöðlun og ný- smíði er orðin svo brýn, að þá sjaldan nýtt rit kemur út á frónsku um tónræn efni - jafn- vel þótt aðeins sé miðað við þarf- ir alþýðu - þurfa aðstandendur nærri því að ráðast í frumrann- sóknir. Það er því ekki á allra færi að voga sér út í það kviksyndi sem felst í að gera upp á milli fyrirliggjandi tónlistarorða og smíða ný. Allra sízt ef þýðandinn hefur takmarkaða fagþekkingu til að bera, eins og manni sýnist eiga við í þessu tilviki. A.m.k. getur vart annað en gífurlegt tímahrak útskýrt þann mýgrút af þýðingarvillum og misskilningi sem lýtir lesmál þessa annars veglega rits. Hér er ekki rúm til að greina frá einstökum dæmum, en ef allur skalinn frá hinu um- deilanlega til hins hróplega er tekinn með, mætti sennilega fylla nokkrar síður. Ljóst er af fyrri hluta þessarar umsagnar, að margt í bókinni kemur til með að gleðja óbreytta lesendur sem gera engar sérkröf- ur til tónfræðilegra útlegginga, og hefði því sitthvað í þýðingunni ' svosem mátt liggja milli hluta, því myndefnið er ótvírætt augnayndi. En hér ber tvennt til. í fyrsta lagi er bókin sögð „skrifuð til að greiða úr ruglingi og óvissu sem stundum einangrar þessa list- grein" [...], eins og stendur aft- an á umslagi, og væntingar les- enda því að vonum miklar. í ann- an stað má ekki gleyma, að ís- lenzkt mál heyr nú baráttu við enska tungu upp á líf og dauða um hug ungu kynslóðarinnar, og sú viðureign er vonlítil, ef les- andinn getur ekki treyst gæðum þýðinga. Ef kastað er svo til höndum, að hann þarf hvað eftir annað að spyrja sjálfan sig hvern- ig tiltekið orð eða orðalag gæti hafa verið á frummálinu, svO hann botni í hvað þýðandinn er að fara, þá gefur auga leið að slík íslenzkun er verri en engin. Ríkarður Ö. Pálsson Heimurinn úti á landi SNÁKABANI er fyrsta skáldsaga Kristjáns B. Jónassonar, sem er tuttugu og níu ára gamall bókmenntafræðingur. Snákabani er líka fyrsta skáldverk hans en ritgerðir og smásögur eftir hann hafa birst í tímaritum. Kristján segir þetta um nýju bókina sína: „Það á að vera gaman að lesa hana. Þetta er mjög stytt gerð af upphaflegu sögunni sem ég skrifaði og þegar ég var að vinna þessa gerð sögunnar reyndi ég að setja í hana undirtón, húmor og þetta "drive" sem fær lesandann til að fletta á næstu síðu. Sagan er hugsuð sem félagsleg skáldsaga, þó er grunntónninn ekki réttlæti. I Snákabana veit enginn hvaða réttlæti býr á bakvið og hvert hlut- irnir stefna. Þar er engin útópía í sýn, engin lausn, enginn skilningur til á þeim sögulegu krðft- um sem stýra framvindunni eins og í öllum félags- legum skáldsögum. Ég er utan af landi og heimurinn þar er mér nákominn. Mig langaði að skrifa sögu sem ger- ist úti á landi. Nú á dögum er sveitamennskan ekki lengur til. Ekki til sérstakir menningar- heimar úti á landi þarsem l'ólk talar ákveðið tungumál og hefur sína siði. Nú horfa allir á sömu sjónvarpsprógrömmin og spila sömu tölvu- leikina. Við höfum eignast sameiginlegan menn- ingarbakgrunn í gegnum afþreyingarmenning- una. Norður við ysta haf standa skálar uppúr þökum húsanna og fólk horfir á Sky eða MTV eða klámrás og hvað sem er því þarna er allt til reiðu. Gott framboð á tækjum og menningu á þessum litla stað sem þó flýr ekki landfræðileg- ar takmarkanir sínar og hefur ekki tekist að brjóta upp sín íhaldssömu gildi, og sambönd fólks og hegðun eru njörvuð niður. Allt nýja dótið hefur komið ofan á það sem var fyrir hendi. Mig langaði til að lýsa þessu. Heiminum sem er á mörkum afþreyingarheimsins, gamaldags vinnuheims, náttúrunnar og hefðbundinna gilda og býr þarna í "anus mundi", lengst útí rassgati." KRISTJAN B. Jónasson Dugnaðurinn hleypur í mig Því hafði verið spáð. Einn daginn fór fiskeldisstöðin á haus- inn og ég missti bæði dugnaðinn og vinn- una. Hvað eftir annað var mér sagt að svona færi en ég lét það mig engu skipta. Ég var svo feginn yfir því að vera ekki þjakaður af sömu leiðindum og félagar mínir að ég tók ekkert mark á spádómum. Ég vann einfaldlega og vann. Ég vann á sama hátt og faðir minn og feður félaga minna höfðu eitt sinn unnið. Ég bjó mig ekki undir starf mitt í hundrað ár heldur rauk í það beint eftir grunnskólann. Ég þurfti ekki að hlýða á spámenn og vitringa áður en ég tók til hendinni. Ég byrjaði einfaldlega að vinna og hélt því áfram þangað til yfir lauk. Úr Snákabana í nábýli við herinn Draumar undir gaddavír, heitir nýjasta skáldsaga Elíasar Snælands Jónssonar og segir af unglings- stráknum Jóni Mikael og gerist í lok sjötta áratug- arins. Veikindi koma honum burtu að heiman og í framhaldi af þeim dvelur hann í þorpi suður með sjó hjá frændfólki sínu. A þessum stöðum kynnist hann af eigin raun þessum stóru tilfinningum, ást, vináttu og missi og nábýlinu við ameríska herinn. Elías Snæland hefur skrifað fjðldann allan af bókum, sagnfræðilegs eðlis, barna- og ungl- ingabækur og framhaldsleikrit sem flutt er í Ríkis- útvarpinu þessa dagana. Draumar undir gaddavír er fyrsta skáldsaga hans fyrir fullorðna. -Hinar raunverulegu dísir í bókinni eru valda- lausar öðruvísi en grísku gyðjurnar sem vinur Jóns Mikaels á berklaspítalanum segir honum frá. Og þó dísirnar hafi áhrif á Jón Mikael breyta þær ekki lífi hans. Hvað viltu segja um kvenpersónurn- ar sem þú hefur búið til í þessari sögu? „Kvenpersónurnar eru afskaplega ólíkar, bæði aðstæðurnar sem þær lifa við og eðliseiginleikar þeirra. Ég held nú reyndar að sumar þeirra breyti Jóni Mikael. I gegnum þær kynnist hann í fyrsta sinn ást og afbrýði." -En í sjálfu sér eru þær valdalausar, lifa óöruggu tilfinningalífi undir stjórn karlmannanna. Jón Mikael stjórnar sér heldur ekki sjálfur. Hvers vegna ákvaðstu að gera pabba stráksins að presti? „Sagan fjallar m.a. um trúna og um það hvernig menn geta glatað trúnni. Þess vegna hentaði það söguefninu að gera föðurinn að hefðbundnum tals- manni trúarinnar. Vegna atburðanna, sem Jón Mikael verður vitni að, missir hann trúna og kannski af því hann er prestssonur verður vandi hans stærri og sárari." -Heldur þú að karlrithöfundar nú á dögum séu að skoða karlmennskuna uppá nýtt? „Þetta er söguleg skáldsaga sem gerist á ofan- verðum sjötta áratugnum og tekur mið af andrúms- lofti þess tíma. Þjóðfélagið var gjörólíkt því sem það er í dag þó ekki sé lengra síðan. Allt var ein- faldara en um leið mun fábreyttara. Sú karlímynd sem fram kemur í sögupersónunum miðar að því að lýsa karlpersónum í ljósi sjötta áratugarins." -Ég hef verið að lesa aðrar bækur eftir karlrithðf- unda þar sem veikindi aðalsöguhetjunnar, sem er karlkyns, koma á einhvern hátt sðgunni af stað. Getur verið að öðruvísi en veikur fái karlmaðurinn ekki leyfi til að skoða sjálfan sig, vera viðkvæmur og tilfinninganæmur? „Sagan kviknaði upphaflega í huga mér út frá ELÍAS Snæland Jónsson tveimur persónum, þeim Jóni Mikael og Jóhanni ísidóri, ungum uppreisnarmanni sem sá fyrrnefndi kynnist. Jón Mikael kemur sem gestur í þetta þorp með sérstaka reynslu á bakinu frá berklaspítalan- um. Hún setur mark sitt á viðhorf hans. Hann horf- ir á lífið með öðrum augum enjafnaldrar hans. Hvort þetta hafi verið eina leiðin til að nálgastþað viðfangsefni veit ég ekki en hún hentaði að minnsta kosti þessari sögu." Hann starir fjandsamlega á krossinn í lófa sér, en grýtir honum síðan á bryggjuna, dregur sverðið úr beltinu og lemur því hvað eftir annað á silfurlitaða armana, sem bogna og beyglast undan höggunum, þartil blaðið gefur sig og Kalíbúrnum brotnar í tvennt. Um stund horfir hann másandi á brotin, en varpar sverðbútnum síðan frá sér, beygir sig eftir margbeygl- uðum krossinum og kastar honum eins langt útá vatn- ið og hann mögulega getur. Það er fyrst þegar hann er á leiðinni tilbaka uppað spítalanum að Jón Mikael fínnur til kuldans og bleytunn- ar og særinda á hálsinum þarsem keðjan hafði legið. Hann strýkur hendinni annars hugar yfir hálsinn aftan- verðan og virðir svo svipbrigðalaust fyrir sér skærrauðu blóðtaumana í lófanum. Úr Draumum undir gaddavír.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.