Morgunblaðið - 26.11.1996, Síða 7

Morgunblaðið - 26.11.1996, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 B 7 BÆKUR Skipsdagbækur og forlagatrú Brot úr dagbók sjómanns, er ný skáldsaga eftir Guðjón Sveinsson. Hún segir af sjómanni sem vegna veikinda fer að gaumgæfa líf sitt. Sagan gerist allt í senn á íslandi, á sjónum og í Noregi þar sem sér- stakir atburðir eiga sér stað. - Guðjón, hvers vegna er undirtitill verksins Skáldsöguleg skýrsla? „í bókinni er að finna smáletruð brot úr skipsdag- bókum. Þau eru kveikjan að sögunni og afþví þau eru dagsönn fannst mér eðlilegt að kalla þetta skáld- sögulega skýrslu, þó allt annað sé skáldskapur. Auk þess er bókin stutt eins og allar skýrslur." - Ævintýri aðalpersónunnar Gunnars er í raun- inni ekki svik, frekar greiði, samtímis því sem hann er ábyrgur verðandi fjölskyldufaðir. Er karlmaður- inn alltaf að hugsa um aðra en sjálfa sig? „Nei, það held ég ekki. Hver er sjálfum sér næst- ur. Enda lítur hann ekki á sig sem algjöran mis- kunnsama samverja. Starf hans sem skipstjóri krefst hinsvegar ábyrgðartilfinningar sem verður samgró- in daglegri breytni hans, verður svo að segja inn- byggð í hann.“ - Það er eins og örlögin stöðvi Gunnar aftur og aftur með slysum og veikindum og knýi hann til að kannast við sjálfan sig. Hverju viltu komatil skila með sögu þessa manns? „Rauði þráðurinn í verkinu er forlagatrú. Eg er sannfærður um að ævi manns sé ráðin strax í upp- hafi. Einn er fæddur undir heillastjörnu, annar er fæddur hrakfallabálkur." - Þarf karlmaðurinn að vera veikur, eða slasað- ur, til að fá næði til að skoða líf sitt? „Ekki endilega. En ef það gerist þá kemur næðið ósjálfrátt. Aðalpersóna bókarinnar byrjar við þessar aðstæður að líta til baka. Skipsdagbækurnar opna honum sýn sem hann var ekki meðvitaður um og hrakfarirnar færa honum tíma. Hver svosem hefur skaffað honum þennan tíma.“ - Hefurðu kynnst lífi sjómanns af eigin raun? „Já. Ég stundaði sjó í rúman áratug svo þessi heimur er mér mjög kunnugur. Oft fjalla sögur af sjómennsku aðallega um lífið innan borðs og líf sjómannsins og tilfinningar hans sitja í bakgrunnin- GUÐJÓN Sveinsson um. Ég vildi varpa ljósi á sjómanninn ekki síður í landi og á sjó.“ Eg staulast upp, dreg tjöld fyrir gluggann, kveiki náttborðsljósið og halla mér með skips- dagbækumar. Hægt og fast stígur liðni tíminn fram, fyrst sem lind er losnar úr klakaböndum en fellur síðan hraðar og hraðar, magnast og streymir að lokum með þungum nið um hugans farveg. Ef fyrir- staða verður, fletti ég dagbókunum á víxl og með að- stoð þeirra ryð ég hindrunum úr vegi. Hljóð dagsins taka á sig náðir. Niður fjariægra radda tekur við. Ilmur angandi skóga, öldugjálfur, ískur í vind- um og blökkum, söngur um gulan kafbát, hlátrar, þögn, snæviþakið land, barnsgrátur, mannieg örlög læðast inn í herbergið. Úr Broti úr dagbók sjómanns Nýjar bækur • SALTFISKAR í strigaskóm er eftir Guðrúnu H. Eiríksdóttur. Guðrún hlaut íslensku barnabóka- verðlaunin árið 1994 fyrir bókina Röndóttir spóar. í kynningur seg- ir: „Óli, sem er þrettán ára, flyst til Portúgals í eitt ár með ijölskyldu sinni. Þar kynnist hann hressum strákum og stelp- um frá ólíkum löndum og dragast þau inn í æsi- spennandi atburðarás þar sem hættur búa við hvert fótmál. Með bókinni Saltfískum í strigaskóm sýnir Guðrún H. Eiríksdóttir enn á ný að hún skrifar sögur sem börn og unglingar kunna að meta.“ Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 173 bls. Jón Ágúst Pálma- son hannaði kápu en bókin erprent- uð og bundin IPrentsmiðjunni Odda. Leiðbeinandi verð: 1.680 kr. •’ Á FERÐ er eftir Andrés Guðnason. Hann kemur víða við í ferðasögum sínum en frásagnirnar eru afrakstur margra ferða inn- an lands og utan á undanförnum árum. Myndbönd af flestum ferðunum eru fáanieg hjá höfundi. „Höfund- ur er þeirrar trúar að flestir staðir eigi sögu sem er mikils- vert að varpa ljósi á svo nútíminn skynji uppruna sinn,“ segir í kynn- ingu. Höfundurgefur út. Bókin er204 bls. Kápumynd er afGrand Canyon. sýnir hinn svokallaða meton- íska hring settan þannig upp að ein rún á við hvert hinna 19 ára í hringnum. • BÓKMENNTIR á lærdóms- öld „er ítarlegasta yfirlit sem til þessa hefur verið samið um íslensk- ar bókmenntir frá siðbreytingu og fram á miðja átjándu öld. Fjallað er um allar helstu bókmenntagrein- ar tímabilsins, allt frá rímum til galdrarita og sjálfsævisagna. Gerð er grein yfir áhrifum siðbreytingar og húmanisma á bókmenntir og fræðaiðkun í landinu og á skýran hátt dregnar fram meginlínur í umfangsmikilli kveðskapariðju 16., 17. og 18. aldar,“ segir í kynningu. Óskar Halldórsson (1921-1983) var um árabil kennari í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands. Eftir hann liggja fjölmargar grein- ar og rit um íslenskar bókmenntir og íslenskt mál, m.a. íslenskir málshættir og Bragur og ljóðstíll. Bókmenntir á lærdómsöld var upp- haflega samin til birtingar í ritröð- inni Saga íslands og kom fyrst út í fjöjriti 1977. Útgefandi er Hið íslenska bók- menntafélag. Bókin er 100 bls. og prentuð íSteinholti. Kápu gerði EgiII Baldursson. Guðrún H. Eiríksdóttir Andrés Guðnason BÓKMENNTIR Játningar JÁTNINGAR PUSHKINS eftir Alexander Pushkin í þýðingu Súsönnu Svavarsdóttur. Reykholt, 1996,155 síður. SAGAN SEGIR að þýsk spá- kona hafi sagt fyrir, fjóra at- burði í lífi rússneska skáldsins Alexanders Pushkins. Síðasti spádómurinn kvað á um að hann yrði allra manna elstur nema ógæfa henti hann á þrítugasta og áttunda aldursári í formi hávaxins, Ijóshærðs manns. Þessir spádómar munu allir hafa ræst. Ljóshærða ógæfan var yfirmaður í rússneskri herdeild, G.S. Dantes að nafni, sem varð skáldinu að bana í einvígi. Kveikjan að einvígi þeirra var heiftarleg afbrýðisemi Pushkins sem var þess fullviss að mark- mið Dantesar væri að draga konu sína á tálar. Sú hættulega bók sem hér kemur fyrir sjónir lesenda undir heitinu Játningar Pushkins á sér langa sögu. Frá því að leyni- dagbækur Pushkins, sem hann mun hafa skráð á síðasta æyiári sínu 1836-1837, komu í dags- ljósið um það bil hundrað árum eftir dauða hans hafa þær verið á bannlista í heimalandi skálds- ins. Sjálfur lagði hann blátt bann við því að þær kæmu fyrir sjón- ir samtímamanna sinna, enda er hér lýst öflugri reynslu en í flestum þeim játningabókum sem skrifaðar eru á okkar tím- um, hver kynlífslýsingin rekur aðra og verður vart við annað jafnað en verk markagreifans de Sade, þar sem girndin braut af sér allar hömlur með áður óþekktum hætti í bókmennta- sögunni. Forsaga þessarar bókar er allævintýraleg og rakin í skemmtilegum formála þar sem lýst er samskiptum upphaflega þýðandans og þess sem fylgdi útgáfunni úr hlaði á sínum tíma. YNDISLEGU HUGSANIR Þýðingu á handriti Pushkins, sem skrif- aði dagbækurnar á frönsku, var smygl- að úr landi árið 1976 og síðan þá hafa þær verið gefnar út víða um heim. Samsetn- ing þeirra er slík að engu er líkara en að Játningarnar séu skrifaðar eftir að lík- ami skáldsins var horfinn rotnuninni á vald enda læðist fljótlega að manni sá grunur að um fölsun sé að ræða og sá grunur, sem byggist öðru fremur á tilfinningu, gerir það að verkum að maður er hikandi að taka hér allt jafnalvarlega. Hér minnir raunar fátt á vinnu- brögð dagbókarritarans sem skráir reynslu sína og hugsanir í iok hvers dags. Bygging verks- ins minnir að mörgu leyti fremur á formgerð í verki höfundar sem veit strax við upphaf skrifanna hvernig síðasta setningin mun líta út. Þannig er engu líkara en að ljóshærð örlögin hafi þeg- ar hleypt af skoti úr byssu sinni áður en fyrsta setningin er skrif- uð. En hvort sem um fölsun að ræða eða ekki, sem ég er ekki í stakk búinn til að fullyrða nokkuð um, er hér að mörgu leyti vel að verki staðið og áhugaverð lesning á ferð. Höfundur stílar Játningarnar á hina fögru eiginkonu sína, Nataliyu Nickolayevnu Push- kinu, enda hjónabandið og af- brýðisemin meginviðfangsefni þeirra. Hjónaband Pushkins færði hon- um ekki þá ham- ingju sem hann sótt- ist eftir; því er hér lýst sem skrímsli eða gröf, enda mun skáldið fljótlega hafa hellt sér út í taumlaust framhjá- hald. Á pip- arsveinsárum sínum segir höfundur ekki hafa verið óalgengt að hann tæki fimm konur á dag: „Fjöl- breytnin forðaði mér frá því að koðna nið- ur og stöðug þörf fyrir tilbreyt- ingu varð öxullinn sem líf mitt snerist um“ (15). Áhugaleysi sitt á konu sinni skýrir hann meðal annars með geldandi fegurð hennar og þeirri hjónabands- blíðu sem leysti hinar egghvössu kenndir hans af hólmi. Einnig skiptir minnimáttarkennd hans vegna eigin útlits máli í þessu samhengi: „Allan tímann fannst mér ég vera að svíkja náttúr- una; ég, dvergur með apa- smetti, átti gyðju“ (17). Pushkin átti ekki aðeins í vanda vegna óhaminna girnda sinna heldur einnig vegna daðurs eiginkon- unnar (sem hann kallar daðrara af guðs náð) og fyrrnefndrar afbrýðisemi út í Dantes - „refsi- vönd“ forlaganna - sem hann áleit að myndu að lokum typta hann fyrir hans eigið siðleysi. Hver bókstafur, hvert greinar- merki færir hann þannig með ógnarhraða nær óumflýjanleg- um dauða: „Ég horfi á hönd mína þar sem ég rita þessar lín- ur og reyni að sjá hana fyrir mér dauða, hluta af beinagrind minni, djúpt í moldu" (14). Allt er þetta gott og gilt svo langt sem það nær. Vissulega var nítjánda öldin öld guðlausra játninga; forms sem hafði brotist út úr hinu trúarlega samhengi sínu um leið og kynlífið varð að einhvers konar duldu orsakalög- máli, nánast almáttugri merk- ingu. Við trúum því sennilega enn í dag að sá sem talar um kynlíf sitt hafi afhjúpað sinn innsta mann og neðar verði ekki kafað ofan í hin víðfrægu sálar- djúp. Játningar Pushkins stað- festa þessa hugsun svo um mun- ar; maðurinn er það sem hann þráir. Pushkin kemur hér fram sem rómantískur uppreisnar- maður, siðlaus nautna- og saur- lífisseggur (eins og heilagur Ágústínus í fyrstu níu bókum Játninga sinna, svo textinn sé borinn upp að ræfilslegri ásýnd „annars" dýrlings) sem rekinn er áfram af helgibrotsáráttu. Um leið og kynlífið er orðið að hluta af venjum, sem hann segir byggjast á fáfræði, er það óeftir- sóknarvert að mati siðleysingj- ans. Hæfileikar höfundarins gera þessa bók að öðru og meira en bara venjulegu klámriti. Segja má að meginþema Játninganna séu kynlíf og dauði sem tengjast órofa böndum í hugarheimi skrá- setjara og eru hornsteinar þeirr- ar mærareynslu sem virðist hafa gefið lífi hans gildi, ef marka má dagbækurnar: „Við fengum samfarir í staðinn fyrir marg- Alexander Pushkin endurtekinn dauða. Um leið og við höfum hvílt okkur eftir einn ljúfan dauða, erum við ólm að reyna hann aftur“ (143). Þrá skrásetjarans eftir algleymi á sér ekki síst birtingarmynd í ein- vígum sem hann leit á sem „áhættusaman brandara" en um leið forsendu æsilegrar tilveru: „En alsælan jrfir lífinu sem fylg- ir í kjölfar einvígis, var venjulega svo sterk að á tímabilum þung- lyndis leit ég á einvígi sem með- al [...]. Það gerðist einkum ef einhver móðgaði mig á slæmum dögum. Einvígið var eins og blóðtaka, án þess að blóði væri úthellt" (132-33). í lok Játninganna talar skrá- setjari um að hann þori ekki að sýna nokkrum núlifandi manni dagbækur sínar; hann hefur ekki einu sinni kjark til að lesa þær yfir af ótta við sínar „eigin gjár“ (147). Mærareynslan leiddi í hans tilfelli - og margra annarra sem gengið hafa á skjön við ríkj- andi siðferðishugmyndir - af sér sætan dauða. Þegar hann fékk fullnægingu í síðasta sinn fannst honum „hver gusa af sæði vera byssuskot“, enda lýkur Játning- unum á þessari setningu (150). Og þannig er þessi bók; eins og blóðtaka án þess að nokkru blóði sé úthellt; enda vafasamt hvort höfundurinn lýsir reynslu af eig- in holdi og blóði eða hvort hann var bara nafnlaus skuggi sem skellihlær í eilífsdalnum að öllu saman. Mér virðist sem Súsanna Svav- arsdóttir hefði mátt vanda örlítið betur til þýðingarinnar því text- inn virkar nokkuð snöggsoðinn á köflum. Prentvillur eru allnokkr- ar og enskar gæsalappir eru ekki til að vekja traust á þessum ann- ars kræsilega og stórhættulega texta, sem útgefendur hafa séð ástæðu til að banna inn á sext- án. Sömuleiðis hefði formáli þýð- anda eða einhvers annars sem vel þekkir til verið vel þeginn. Eiríkur Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.