Morgunblaðið - 26.11.1996, Page 8

Morgunblaðið - 26.11.1996, Page 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR Lofgjörð einfaldleikans BOKMENNTIR Skáldsaga LÁVARÐUR HEIMS eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Vaka- Helgafell, Reykjavík 1996. Prent- vinnsla: Oddi hf. 221 bls. ENGINN vafi leikur á því að Ólaf- ur Jóhann Ólafsson kann að segja sögu. Það hefur hann sýnt aftur og aftur með bókum sínum, allt frá því að sú fyrsta, Níu lyklar, kom út árið 1986 og þar til að Sniglaveislan kom út fyrir tveimur árum. Nýjasta bók Ólafs Jóhanns heitir Lávarður heims og ber kunnáttu höfundar síns einnig glögg merki; handbragð- ið er sem áður nánast óaðfinnan- legt, að minnsta kosti hvað bygg- ingu sögunnar varðar. í hana vantar hins vegar allan frumleika, það vantar þor, áræði og leik; það er eins og höfundur forðist að reyna eitthvað nýtt, koma lesandanum á óvart, áreita hann. Sagan er fyrir- sjáanleg, hún er klisja. Bókmennt- imar hafa löngum fengist nokkuð við að snúa út úr klisjum, að rífa þær niður og endurvinna og er ný- legt og gott dæmi um þetta skáld- saga Hallgríms Helgasonar, Þetta er allt að koma. í Lávarði heims er klisjan hins vegar beinlínis endur- nýtt, hún er skrifuð aftur án úr- vinnslu. Bókin segir í stuttu máli eftirfar- andi sögu: Maður nokkur, sem skar- ar á engan hátt fram úr, ofmetnast er hann kemst óvænt í miklar álnir. Hann reynir með sæmilegum árangri að kaupa sér virðingu og vinsældir samborgar- anna og styrkja þannig stöðu sína í samfélag- inu en þegar kona hans yfirgefur hann með barn þeirra áttar hann sig á því að hann hefur breytt rangt og ákveð- ur að snúa af villu síns vegar. Eg rek ekki sögu- þráðinn nánar til að stela ekki glæpnum frá bókinni en þetta er sagan um það hvernig peningar geta breytt venjulegum manni í algjört flón, um það hvernig menn verða af aurum apar. Hún hefur þann stórslæpta boðskap að peningar skipta ekki öllu máli. Þetta er sagan um að læra að meta það sem maður hefur og það sem hefur raunverulega þýð- ingu. Þetta er líka sagan um iðrun- ina og yfirbótina, um að falla í freistni, um að fyrirgefa, um að brejda rétt. Þetta er sagan um að hið hversdagslega líf geti verið margra peninga virði; þetta er lof- gjörð einfaldleikans, tilbreytingar- leysisins eða eins og segir um aðal- söguhetjuna, Tómas Tómasson, eft- ir að hún, undir lok sögunnar, hefur fundið ,,íangþráð[an] frið[] í sál- inni“ (216): Tómas vildi að tíminn stæði ístað. Eina ráðið að leyfa hveijum degi að vera öðrum líkur, segir hann við sjálfan sig, þá er eins og tíminn líði ekki. Og horfa ekki of lengi á neitt sem maður vill ekki að breytist (216). Þetta er gömul saga og segir okkur ekkert nýtt. Þetta er saga sem við á seinni árum þekkj- um aðallega úr kvik- myndum sem koma úr mjaltavélum drauma- smiðjunnar í Hollývúdd; sem nýleg samanburð- ardæmi mætti nefna It Could Happen to you og Indecent Proposal. Textinn er svolítið tví- bentur í lok sögunnar og gerir þannig tilraun til að læða að efasemdum um tilgang og gæði hins einfalda lífs en sú tilraun er afskaplega máttlaus og undirstrikar í raun og veru aðeins ófrumleika sögunnar. Persónusafn bókarinnar er svart/hvítt; persónurnar eru ýmist góðar eða vondar. Sú eina sem tek- ur einhvetjum breytingum í rás sög- unnar er Tómas Tómasson sjálfur. Hans saga fjallar um paradísarmissi og paradísarheimt; þetta er saga um mann sem týnir sjálfum sér í musteri mammons en finnur sig aftur þegar hann hefur brennt þá höll til grunna. Og til að þessi grunnstrúktúr sögunnar fari nú ör- uggiega ekki fram hjá lesandanum er hann dreginn upp á yfirborð text- ans með ofskýringum eins og þess- ari: En var Tómas hann sjálfur þegar röddin talaði? Hann vissi það ekki og varð hræddur þegar sá grunur læddist að honum að líklega væri hann hvorki hann sjálfur né Monsie- ur Jean Pian meðan þetta ástand varði. Kannski einhver annarlegur samsetningur . . . Kannski ekki neitt . . . Þegar hann var í þann mund að fara inn til sín, varð honum Ijóst að hann vissi ekki hvaða rödd það var sem hafði verið að velta því fyrir sér á leiðinni upp stigann, hvort hann væri hann sjálfur (124). Þrátt fyrir þessa annmarka koma ýmsar skemmtilegar týpur við sögu; þessi Jean Pian sem minnst er á í tilvitnuninni hér að framan hefur það til dæmis að starfi að breyta meðaljónum eins og Tómasi í stór- menni og beitir til þess ótrúlegustu klækjum, í sögunni á líka hinn grjót- harði og ósvífni íslenski stórkaup- maður sér verðugan fulltrúa í Gils Thordersen. Raunar þykir mér sagan taka eilítinn fjörkipp þegar hún berst hingað upp á ísland; frásögnin verð- ur beittari og snarpari eins og til dæmis í þeirri skopmynd sem dreg- in er upp af smáborgaralegum ís- lenskum bókmenntamönnum. Stíll bókarinnar einkennist af sama átakaleysi og efnistök hennar, hann er sléttur og felldur. Töluvert er af Ijóðrænum útúrdúrum í sög- unni og stemmningslýsingum sem stundum ná að undirstrika hugará- stand persóna en er stundum ofauk- ið. Einnig bijóta ýmiskonar textar, ÓLAFUR Jóhann Ólafsson bæði ljóð og laust mál, eftir Tómas Tómasson, sem er að bisa við að vera skáld, upp frásögnina. Þeir hafa bæði það hlutverk að sýna okkur inn í hugarheim hans sem tekur nokkrum breytingum í rás sögunnar og líka að varpa ljósi á meðalmennsku hans og hversdags- lega tilveru og þankagang. Sá texti Tómasar sem er eins konar formáli að bókinni og fjallar um máttleysi bókmenntanna og tilgangsleysi, um þreytandi og innantómar kröfur um frumleika setur bókina kannski í svolítið írónískt samhengi; hún átti kannski aldrei að verða annað en „hjáróma bergmál af ómerkilegum hversdagsviðburðum" (7). í bókinni ber eilítið á enskulegu máli sem lýtir kannski ekki textann þar sem sögusviðið er New York en stingur í augun þegar sagan berst upp á ísland. Það hljómar til dæmis afkáralega þegar íslenskur bókaútgefandi biður þjón um annan vodka og segir: „Og vertu viss um að hann sé tvöfaldur" (153). Á bak við klingir í enskunni: And be sure its a double one. Þessu hefði mátt bjarga fyrir horn með því að nota sögnina að gæta. Sumum þykir ef til vill ósann- gjarnt að leggja svo harðan dóm á þessa nýju bók Ólafs Jóhanns. Henni er hugsanlega fyrst og fremst ætlað að vera einhvers konar skemmti- efni, afþreying sem krefst lítils af lesandanum; bók sem segir sögu sem gengur auðveldlega upp í huga hans og hefur bjartan boðskap; bók sem lesandinn getur notið í augna- blikinu og gleymt síðan. Sem slík myndi þessi bók þjóna tilgangi sín- um ágætlega ef hún gerði sig ekki seka um að vanmeta um of skyn- semi og ályktunarhæfni lesandans. Þröstur Helgason. Átakasaga BOKMENNTIR Skáldsaga RIGNING MEÐ KÖFLUM eftir Ólaf Hauk Símonarson, Orms- tunga, 1996 - 174 bls. ÞAÐ er víða fiskur undir steini. Það nægir Ólafi Hauki Símonar- syni ekki að tvö af kryfjandi leik- verkum hans eru um þessar mund- ir sýnd á fjölum Þjóðleikhússins heldur er nýkomin út skáldsaga eftir hann, Rigning með köflum. Þótt veðrabrigði séu tíð í bókinni og oft skiptist á skin og skúrir, rigningartíð og flæsa, fjallar hún þó fyrst og fremst um átök mann- fólksins. Ölafur Haukur velur sér nokkuð þröngt sögusvið sem vett- vang þeirra átaka, afskekkta sveit við strönd undir fjalli og jökli þar sem héraðshöfðinginn og kotbýl- ingurinn búa hlið við hlið. Þeir og fjölskyldur þeirra standa í ilideilum og í fjörunni hjá þeim veltir Ólafur við steinum. Átökin eiga sér þó ekki augljós- ar ástæður. Kotbóndinn, Guðbjart- ur, viðurkennir að hann viti ekki hver eigi hina upphaflegu sök og skýringar annarra eru almennar og óljósar. Ríkidæmi héraðshöfð- ingjans er þó raunveruleg ógnun við smælingjana enda ásælist hann jörð kotbóndans. Eitt er víst að átökunum fylgja miklar og ramm- ar tilfinningar, óvægnir hrekkir og ískyggilegir atburðir. Sagan gerist í lok sjötta áratug- arins og inn í þennan átakaheim er aðalpersónunni, Jakobi Jakobs- syni, kastað. Jakob er ungur piltur sem býr við óöryggi heima fyrir, yfirvofandi skilnað foreldra og er sendur í sveitasæluna í fang kot- bóndans til að losna úr þeirri prís- und. Þarna í sveitinni kynnist hann fyrstu ástinni því að hann kemst í ástarsamband við Gunnvöru, dóttur bónda, og í vináttusamband við Auðbjörgu, dóttur höfðingjans. Jakob er viðkvæmur og listrænn piltur. Hann leikur á fiðlu og á sér draum um að verða tónlistarmaður. í sveitinni hrekst Jakob hins vegar inn í svo óviðráðanlegar að- stæður og kemst í kast við svo rammar og óskiljanlegar tilfinn- ingar og andstæður að hann hættir að skilja sjálfan sig: „Gunnvör, ég er ekki lengur ég, hvíslaði hann, ég er að verða einhver annar.“ Það þarf svo sem ekki að seil- ast langt í hugsun til að finna samsvörun smáheims sögunnar og samfélagsins. Átökin milli sveita- fólksins eiga þannig samsvörun í átökum foreldra Jakobs í borginni og það sem meira er, spegla á sinn hátt samfélagsleg átök. En at- hygli lesenda er þó einkum beint að stöðu Jakobs, hins viðkvæma listamannsefnis sem vill vera vinur allra en kemst ekki upp með það: „Helvítis fábjáni get ég verið, sagði hann stundarhátt, að ímynda mér að ég geti gengið inn í herbúð- ir óvinarins og snúið aftur til minna herbúða og látið sem ekk- ert sé!“ Velta má því einnig fyrir sér hvort Ólafur Haukur sé hér að fjalla um viðfangsefni sem stundum hefur verið ásækið í verk- um hans, stöðu menntamannsins í samfélagi átaka og stéttaskipt- ingar. Það er svo sem ljóst að sögusamúð höfundar er með kot- bónda og fólki hans. Það er þess vegna kaldhæðni verksins að þeg- ar upp er staðið á Jakob kannski að sumu leyti meiri samleið með höfðingjunum en kotbúum. Persónusköpun Ólafs er mark- viss. Flestar persónur dregur hann einföldum og skýrum dráttum. Það fer t.d. þytur um bók- ina í hvert sinn sem Gunnvör, dóttir kot- bóndans, kemur á vettvang. Hún er kynnt til sögunnar í átökum við bróður sinn og eina myndin sem fæst af henni í bráð er að hún sé „með augabrúnir eins og hrafnsvængi yfir hvössum, dökk- um augum.“ Athuga- semdir um hana eru margar, hún nefnd tröllkona, norn og skap hennar fornt. En allt undirstrikar það alþýðlega jarðnánd hennar og styrk. Hún er jafnframt ástríðu- full og ástheit. Auðbjörg, dóttir héraðshöfðingjans er aftur á móti eitilhörð og með ísköld augu. Rign- ingin breytist jafnvel í haglél í námunda við hana. Frásagnarháttur Ólafs er að miklu leyti raunsær þótt á stund- um nálgist skrif hans ímyndað raunsæi. Raunar einkennist stíll hans dálítið af ofhvörfum og jafn- vel „burlesku“. Þannig eru synirn- ir á báðum heimilum gjarnan nefndir þursar, bergþursar eða jafnvel erkiþursar og „burleskan" er ekki heldur fjarri í mannlýsing- um: „Kristófer var eins og glóandi vígahnöttur í framan með svarta hattkúfinn aftur á hnakka.“ Að jafnaði er þó texti Ólafs látlaus á yfirborðinu og á kjarngóðu alþýðu- máli en myndríkur og kraumandi þegar betur er að gáð. Stundum fær hann fyrir bragðið á sig ljóð- rænan og allt að því dulrænan blæ. Greina má nokkra breytingu á stíl ef miðað er við fyrri bækur Ólafs. Þótt bók hans sé ekki löng er hún efnismikil. Mér finnst text- inn hnitmiðaðri og fyllri en áður. Það er eins og dýrara sé hvert orð. Skafti Þ. Halldórsson Ólafur Haukur Símonarson Ognir á botni hversdagsins BOKMENNTIR Þýdd skáldsaga FYRIR EINA RÖDD eftir Susönnu Tamaro. Ólafur Gísla- son íslenskaði. Prentun Oddi. Set- berg 1996 - 160 síður SMÁSÖGURNAR fimm í Fyrir eina rödd samdi Susanna Tamaro á undan metsölubókinni Lát hjartað ráða för. Sögurnar tengjast allar svo að það er líkast því sem um sam- fellt skáldverk sé að ræða. Fleiri smásagnásöfn hafa vissulega verið byggð upp með þessum hætti og getur farið vel á því. Sú er reyndin með Fyrir eina rödd. Susönnu Tamaro lætur vel að skrifa eint- öl eins og langa sagan samnefnd bókinni sýn- ir. Sagan lýsir því með- al annars hvernig ’er að eldast: „Allt í einu ger- ist það að þú væntir þér ekki lengur neins meir, þú bíður bara hins versta og einskis ann- ars.“ Konan í sögunni hef- ur orðið fyrir dýrkeyptri reynslu, misst dóttur sína með voveiflegum hætti. Dóttirin hafði verið altekin af frásögnum blaða af morðum og ofbeldi og finnst kyrkt í lyftuklefa eftir mánaðar leit. Ekkert upplýsist í málinu. Þegar degi hallar er konan að lesa tímaritsviðtal við gamlan heimspeking. Honum verður tíðrætt um mildi náttúrunnar, hina dún- mjúku bið ellinnar. Konan er þessu ekki sammála: „Það er lygi að gam- alt fólk eigi sér ekki ástríður, gam- alt fólk á sér hryllilegar ástríður, það er samviskubitið sem kvelur það, knýr það áfram og veitir því kraft.“ I sögu eins og Fyrir eina rödd er það kostur eintalsformsins að meira er hægt að gefa í skyn en segja berum orðum, lesandinn fær að geta í eyðurnar. Þessi háttur er einnig í Lát hjartað ráða för en orðinn þró- aðri þar og markvissari. Andrúm óhugnaðar Minnisstæðasta sagan í Fyrir eina rödd er Love um tíu ára stúlkubarn með skarð í vör sem lendir á flæk- ingi og verður leiksoppur ókunn- ugra, lærir að stela og er notuð kynferðislega af eldri mönnum. Þrátt fyrir dapurlegan endi og and- rúm óhugnaðar hefur þessi saga í sér fólgna fegurð vegna þess hve mannleg hún er. Stúlk- an ráfar um í myrkri lífsins, þreifar fyrir sér en kann ekki að dæma aðra. Aftur mánudagur, Bernska og Undir fönn- inni eru prýðilegar sög- ur, en ekki verulega athyglisverðar. í Bernsku er skyndilega horfið frá raunsæislegri frásögn yfir í absúrd- isma, segja má að breytingin sé of hröð, sögulokin ekki nógu trúverðug innan marka sinna. Undir fönninni gerist að hluta í norrænu umhverfi, nánar tiltekið Helsingfors. Sögumaður er staddur á ráðstefnu þar, kann alls ekki illa við skammdegismyrkrið; upplýstir gluggar gefa hugboð um hlýju og gott heimilislíf, en „Hvað skyldu mörg smáhelvíti leynast þarna á bakvið tjöldin!" er spurt. Engu er þá líkara en finnskur rithöfundur sé tekinn við pennanum. Ólafur Gíslason þýðir Fyrir eina rödd og verður ekki annað séð án samanburðar en honum takist það að mestu með ágætum, um smá- muni má deila eins og gengur. Jóhann Hjálmarsson Susanna Tamaro

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.