Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 1
MARKAÐURINN SMIÐJAN LAGNAFRETTIR GRÓÐUR OG GARDAR HYBYLI FRETTIR Greiðslu- áætlanir VIÐ greiðslumat liggur yfírleitt ekki fyrir, hvaða íbúð á að kaupa eða byggja, segir Grétar J. Guðmundsson íþættinum Markaðurinn. Þegar ákveðin íbúð liggur fyrir, er kominn grundvöllur til að gera nákvæm- ari greiðsluáætlun. / 2 ? Lántaka og lögveð KÆRUNEFND fjöleignarhúsa- mála telur, að Iögveðsréttur húsfélags miðist við eitt ár frá greiðslu til verktaka vegna til- tekinnar framkvæmdar við sameign, en framlengist ekki umfram það vegna lántöku hús- félagsins. /16 ? Ú T T E K T Glæsihús við Laug- arásveg LAUGARÁSVEGUR hefur lengi þótt ein eftir- sóttasta gatan í Reykja- vík og hús þar ávallí verið í háu verði, enda mörg þeirra stór og vegleg. Hjá fasteigna- sölunni Laufási er nú til sölu húsið Laugarásvegur 27, sem er án efa eitt af glæsilegustu húsum borgarinnar. í viðtalsgrein við Magnús Axelsson, fasteignasala í Lauí - ási, er fjallað um þetta hús. Það er 373 ferm. auk bflskúrs og stendur á mjög góðum stað við Laugarásveg. Húsið var byggt á árunum 1956-1958 af Hirti Hjartarsyni, stórkaup- manni og forstjóra fyrirtækis- ins J. Þorláksson og Norð- mann. Núverandi eigendur eru Stöðugt fasteigna- verð hér á landi FASTEIGNAVERÐ hefur verið mun stöðugra hér á landi undanfar- in tíu ár en á hinum Norðurlöndun- um, eins og teikningin hér til hliðar ber með sér. Þróunin var þó áþekk í öllum löndunum að því leyti, að upp úr 1985 tók fasteignaverð að hækka mikið, en lækkaði síðan í kjölfarið. Þessi verðþróun endurspeglar að verulegu leyti efnahagsþróunina í þessum löndum. 011 bjuggu þau við efnahagsörðugleika, sem höfðu sín áhrif á fasteignaverð, en mismun- andi þó. Á hinum Norðurlöndunum varð nánast verðhrun á íbúðum, er þær gerðust illseljanlegar á almennum markaði, með þeim afleiðingum, að fjöldi fólks missti íbúðir sínar og sat síðan uppi með fasteignalán, sem það réð ekkert við. Hér á landi hef- ur þessi verðlækkun verið miklu minni og mun meira jafnvægi ríkt á þessu sviði. Á þessu ári hefur verið hér vax- andi eftirspurn eftir nýjum íbúðum og af þeim sökum má gera ráð fyrír hækkandi verði, ef eitthvað er. Hreyfing hefur líka verið meiri á notuðum eignum og umsvif á fast- eignamarkaðnum í heild mun meiri en í fyrr a. Að sögn fasteignasala rík- ir nú meiri bjartsýni á markaðnum en áður. Þessu veldur aukin atvinna ogbjartari horfur í efnahagslífinu. I Danmörku hafa orðið mikil um- skipti að undanförnu, en þar hefur eftirspurn, bæði eftir íbúðarhús- næði og atvinnuhúsnæði, vaxið til muna og verð hækkað á ný í kjölfar- ið. Svipaða sögu er að segja um Nor- eg. Verð á fasteignum í þessum löndum er þó enn langtum lægra en þegar það komst hæst á síðasta ára- tug. I Finnlandi hefur verðsveiflan verið hvað mest, en þar í landi komst fasteignaverð upp úr öllu valdi á þensluárunum í lok síðasta áratug- ar. Eftir það lækkaði verðið mjög mikið og hefur ekki náð að rétta aftur úr kútnum. Þróun fasteignaverðs á Norðurlöndum 1985-1995 (Vísitala, 1985 = 100) ISLAND 100< þau Birna Smith heilsuráðgjafi og Guðmundur Lárusson tann- læknir og hafa þau gert marg- víslegar endurbætur á húsinu. — Það hefur tekizt að breyta húsinu miðað við nú- tímaþarfir án þess að nokkuð af eldri virðuleik þess hafí glat- azt, segir Magnús Axelsson. Hærra er til lofts í húsinu en gengur og gerizt og er sal- arhæð 3 metrar á neðri hæð en 2,6 metrar á efri hæð og í kjallara. Húsið stendur ofar- lega í lóðinni, sem er rúml. 1000 ferm. og umgirt steypt- um garði. — Þetta er einstakt hús og sennilega bezta húsið, sem ég hef séð á 18 ára ferli mínum, sem fasteignasali, segir Magn- ús Axelsson. /16 ? Kynntu þér kosti Fasteignalána Fjárvangs hjá ráðgjöfum Fjárvangs ísíma 5 40 50 60 Ffárumgs Dæmí um mánaðariegarafbotganiraf 1.000.000 kr. Fasteignaláni Fjárvangs* Matir(%)10ár lSár 25ár 7,0 11.610 8.990 7.070 7,5 11.900 9.270 7.500 8,0 12.100 9.560 7.700 Miöað er við jafngreiðslulán. *Auk verðbóta Fjárvangur hf. RDBREFAFYRIRTÆKI Laugavegi 170, 105 Reykjavík, Sími 5 40 50 60, Fax 5 40 50 61

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.