Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 16
16 D ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BIRNA Smith og Guðmundur Lárusson ásamt dótturinni Guðbjörgu Hlín og hundinum Frosta. Mynd þessi er tekin í stofunni á heimili þeirra að Laugarásvegi 27. Morgunblaðið/Ásdís HÚSIÐ stendur við Laugarásveg 27. Það er á þremur hæðum, 373 ferm. alls auk bílskúrs. Húsið stend- ur ofarlega í lóðinni, sem er rúml. 1000 ferm. Asett verð er 35 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Laufási. HÚSIÐ að Laugarásvegi 27 er án efa eitt af glæsileg- ustu húsunum í Reykjavík, en það er 373 fermetrar auk bíl- skúrs og stendur á mjög góðum stað við Laugarásveg. Húsið var reist á árunum 1956 - 1958 af Hirti Hjart- arsyni, stórkaupmanni og forstjóra fyrirtækisins J. Þorláksson og Norð- mann. Þetta fyrirtæki var eitt umsvifa- mesta verslunar- og innflutningsfyr- irtæki landsins á sínum tíma og verzlaði meðal annars með bygging- arvörur. Húsið ber þess glögg merki, að myndarlega var staðið að bygg- ingu þess, en það var teiknað af Herði Bjamasyni, arkitekt og hú- sameistara ríkisins og er afar stíl- hreint og reisulegt. Ekkert var til sparað til að húsið yrði eins vandað og vel úr garði gert og kostur var á, en það er á þremur hæðum og eru tvær íbúðir í húsinu. Á neðri hæð eru anddyri, gestasnyrting, stofur, eldhús og þvottahús. Út af þeirri hæð eru ver- andir, m.a. með nuddpotti og gengt af þeim út í garðinn. Á efri hæð eru 4 rúmgóð svefn- herbergi, búningsherbergi, setu- stofa, baðherbergi og stórar svalir. Milli hæðanna liggur fallegur snúinn stigi úr aðalanddyri hússins upp í setustofu á efri hæð, en þaðan er einstakt útsýni. I kjallara er tæplega 40 fermetra íbúð, sem auðvelt er að stækka í allt að 100 fermetra með sér inn- gangi, en þar eru einnig geymslur, tómstundaherbergi og líkamsrækt. Hátt til lofts og vítt tíl veggja Núverandi eigendur, hjónin Bima Smith heilsuráðgjafí og Guðmundur Lárusson tannlæknir, eignuðust húsið 1990. Þrátt fyrir að húsið væri þá fallegt og hannað út í hörgul af arki- tekt að utan sem innan, var það orð- ið bam síns tíma. Bima og Guðmundur tóku til hend- inni og er útkoman afar glæsileg. Þau hafa látið suma hluti halda sér eins og til dæmis fataskápa sem eru með Einstakt hús við Laugarásveg Lítið er um, að hús við Laugarásveg komi í sölu. Hér fjallar Magnús Sigurðsson um húsið að Laugarásvegi 27 í viðtali við Magn- ús Axelsson, fasteignasala í Laufási, þar sem húsið er nýkomið í sölu. í HÚSINU er nýtt eldhús, sem er opið inn í borðstofuna og er þetta rými ekki innan við 35 fermetrar. FALLEGUR gróður er í kringum húsið og þaðan er mikið útsýni yfir Laugardalinn út á Faxaflóa og til Snæfellsjökuls, en einnig vestur yfir borgina og Reykjanes. innbyggðri lýsingu sumir hveijir og sérhannaðir af arkitektum. Þar er m a. sérstaklega gert ráð fyrir hólfum til að geyma í trefla og vettlinga innan á hurðum skápanna. Einnig eru í þeim sérhannaðar hillur fyrir skó. Þá er taurenna úr baðher- berginu á efri hæð, sem liggur niður í þvottahúsið við hliðina á eldhúsinu. Af þessu eru mikil þægindi. — Það má segja að tekizt hafí að breyta húsinu miðað við nútíma þarf- ir án þess að nokkuð af eldri virðu- leika þess hafí glatazt, segir Magnús Axelsson, fasteignasali í Laufási. — Allt útlit hússins að innan er nýtt og betra en nokkru sinni. í húsinu er nýtt eldhús sem er opið inn í borðstof- una og er þetta rými ekki undir 35 fermetrum. Með þessu mynduðu þau Bima og Guðmundur fjölskylduvænt alrými sem er miðpunktur heimilisins. Stofan er með ami og fast að 50 fermetrum. Allar innihurðir eru nýjar og úr mahogny og allir gluggar eru úr tekki og tvöfalt gler í þeim. Á gólfum er Ijós ítalskur marmari, vand- að parket og flísar. Baðherbergi er nýtt og var gólfíð í því og búnings- og hjónaherberginu allt brotið upp til að koma þar fyrir nýjum hitalögnum. Hærra er til lofts en gengur og gerist og er salarhæð 3 metrar á neðri hæð en 2,6 metrar á efri hæð og í kjallara. Svalir eru flísalagðar með frostþolnum flísum. Þrátt fyrir stærð hússins er ákaf- lega létt að búa í því. Aðalíbúðin er á tveim efri hæðunum og við val inn- réttinga og gólfefna réð það sjónar- mið miklu að auðvelt yrði að búa í húsinu. Skipulag hússins býður einnig upp á auðveld þrif og öll vinnuað- staða er til fyrirmyndar. Tæplega 30 fermetra bílskúr var byggður árið 1990. Fjögur yfirbyggð bifreiðastæði eru framan við hann og eru þau með snjóbræðslu. Þar er skjól í öllum veðrum og þægilegt að at- hafna sig t.d. þegar komið er úr inn- kaupum og bera þarf böm og vörur inn í hús. Yfír 1000 ferm. lóð Húsið stendur ofarlega í lóðinni, sem er rúml. 1000 ferm. og umgirt steyptum garði. Göngustígur er frá Laugarásveginum, en ekið er að hús- inu um Kleifarveg og þar er mjög friðsæl og þægileg aðkoma. Fyrir ofan húsið er stórt óbyggt svæði. Þar ríkir kyrrð og friður, rétt eins og komið væri út úr þéttbýlinu. — Til gamans má geta þess að Kærunefnd fjöleignarhúsamála Lántaka framlengir ekki lögveðsrétt KÆRUNEFND fjöleignarhúsa- mála komst nýverið að þeirri niðurstöðu í álitsgerð að lögveðsréttur vegna tiltekinnar kröfu húsfélags á íbúðareiganda hefði fallið niður við nauðungarsölu á íbúð eigandans. Málavextir voru þeir að fjölbýlishús var málað að utan og tók húsfélagið lán til fjögurra ára til að greiða verk- taka þeim sem annaðist verkið. Hálfu ári síðar var ein íbúð í húsinu seld nauðungarsölu vegna vanskila eig- andans við tiltekinn lífeyrissjóð. Sá sem eignaðist íbúðina í Iqölfar nauðungarsölunnar neitaði síðan að taka þátt í því með öðrum eigendum að greiða síðari afborganir af um- ræddu láni og kærunefnd taldi honum það heimilt. Stafaði það af því að kröfunni var ekki lýst við nauðungar- söluna, svo sem húsfélaginu hefði borið að gera. Sérstaka athygli vekur að kæru- nefnd telur að lögveðsréttur húsfélags miðist við eitt ár frá greiðslu til verk- taka vegna tiltekinnar framkvæmdar við sameign, en framlengist ekki umfram það vegna lántöku húsfélags- ins. Afdrifarík niðurstaða Að sögn SiQar Guðjónsdóttur, lög- fræðings hjá Húsnæðisstofnun ríkis- ins, en hún er jafnframt ritari og starfsmaður kærunefndarinnar, getur þetta getur reynst afdrifa rík nið- urstaða. Þannig er algengt að húsfélög taki lán til margra ára vegna fram- kvæmda við sameign og telji sig hafa lögveðsrétt í íbúðum eigenda í eitt ár miðað við hvem gjalddaga lánsins, verði húsfélagið þá fyrir fjárútlátum vegna vanskila einstakra eigenda. — Til nánari skýringar má taka dæmi um fjölbýlishús þar sem húsfé- lagið tekur lán til fleiri ára til þess að láta gera við húsið að utan, segir Sif. — Ef einhver íbúðareigandi greið- ir ekki hlutdeild sína í afborgunum af þessu láni, þannig að húsfélagið verður að leggja út fé vegna hans, eignast húsfélagið svokallað lögveð í íbúð hans fyrir greiðslunni. í því felst að krafa húsfélagsins vegna þessara fjárútláta nýtur sér- staks forgangsréttar og fæst greidd á undan kröfum annarra veðhafa, komi til nauðungarsölu á íbúð hins óskilvisa eiganda. Þannig á lögveðs- rétturinn að tryggja að húsfélagið verði ekki fyrir tjóni vegna vanskila eigenda. Samkvæmt lögum um fjöleignar- hús gildir þessi forgangsréttur í eitt ár frá þvi að húsfélag innti greiðslu af hendi vegna slíkra vanskila eða á gjalddaga hússjóðsgjalda ef um þess háttar vanskil er að ræða. Spumingin er hins vegar við hvað eigi að miða upphaf ársfrestsins. Samkvæmt niðurstöðu kærunefnd- arinnar miðast upphaf ársfrestsins við greiðslu til verktaka vegna fram- kvæmda við húsið. Krafa húsfélags vegna vanskila eiganda á afborgunum af láninu umrædda sem falla í gjald- daga eftir að eitt ár er liðið frá greiðslu til verktakans njóta hins veg- ar ekki lögveðsréttar. Brottfall lögveðsréttarins hefur þau áhrif að krafa húsfélagsins nýtur ekki lengur þessa sérstaka forgangs- réttar við nauðungarsölu íbúðar eig- andans heldur gilda einungis um hana almennar reglur. Hafí orðið eigendaskipti á íbúð, hvort heldur er við almenna sölu eða nauðungarsölu og lögveðsrétturinn er niður fallinn er ekki unnt að krefja nýjan eiganda um greiðslu heldur verður að beina kröfunni að þeim sem er persónulega ábyrgur fyrir skuld- inni, þ.e. fyrri eiganda. Slík innheimta getur þó verið tor- sótt. Oft er að sjálfsögðu um það samið við sölu íbúða að nýr eigandi taki við slíkum skuldbindingum, enda eiga upplýsingar um þær að liggja fyrir við sölu íbúðar. Ákvæði fjöleign- arhúsalaganna skapa hins vegar ekki sjálfstæðan rétt á hendur síðari eig- endum þegar lögveðsréttinum sleppir. Breytir engu fyrir lánastofnanir — Þetta breytir í sjálfu sér engu fyrir hagsmuni lánastofnana sem lána fé til framkvæmda við sameign í fjöl- býlishúsum, segir Sif ennfremur. — Slík lán eru á nafni viðkomandi húsfé- lags, óveðtryggð en með sjálfskuldar- ábyrgð. Komi til vanskila á láninu getur bankinn í sjálfu sér gengið að hvaða íbúð í húsinu sem hann kýs, enda eru allir eigendur ábyrgir gagn- vart kröfuhöfum húsfélagsins, einn fyrir alla og allir fyrir einn. En greiði einhver íbúðareigandi ekki sinn hlut í afborgunum eftir að árið er liðið, er krafa hinna íbúðareig- endanna, sem þurfa að leggja út fyrir greiðslunni, ekki nándar nærri eins trygg og áður var almennt talið. í stað þess að vera lögveðskrafa í íbúð skuldarans, sem greiðist á undan öðrum veðkröfum við nauð- ungarsölu, þá lendir krafan í al- mennri veðröð. Húsfélög þurfa að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.