Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 3
2 C MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 C 3 URSLIT Knattspyrna England Deikldarbikarinn 16-liða úrslit: Ipswich - Gillingham.............1:0 Oxford - Southampton.............1:1 Wimbledon - Aston Villa..........1:0 1. deild: Charlton - Grimsby...............1:3 Reading - Birmingham.............0:0 Sheffield United - Swindon.......2:0 3. deild: Chester - Cardiff..................0:1 ' Heimsbikarkeppni félagsliða Tokyo, Japan: Juventus - River Plate (Argentínu).1:0 Alessandro Del Piero 82. Ítalía Undanúrslit í bikarkeppninni, seinni leikur: Bologna - Cremonese...............2:1 • Bologna vann samtals 5:2. Spánn Valladolid - Atletico Madrid......0:3 - Juan Vizcaino (30.), Jose Luis Caminero (53.), Jose Luis Santamaria (66. - sjálfsm.). 21.000. Portúgal Porto - Maritimo..................4:1 Skíði Heimsbikarinn Park City: Stórsvig karla: 1. Josef Strobl (Austurr.)..2:31.42 (1:15.25-1:16.17) 2. Hans Knauss (Austurr.)...2:31.84 (1:16.13-1:15.71) 3. Michael Von Grúnigen (Sviss) ....2:31.90 (1:15.77-1:16.13) 4. Fredrik Nyberg(Svíþjóð)..2:32.17 (1:16.14-1:16.03) 5. Patrick Holzer (Ítalíu).....2:32.54 (1:16.19-1:16.35) 6. Hermann Maier (Austurr.)..2:32.60 (1:15.99-1:16.61) 6. Urs Kaelin (Sviss)........2:32.60 (1:16.16-1:16.44) 8. Rainer Salzgeber (Austurr.).2:32.66 (1:16.33.-1:16.33) 9. Ian Piccard (Frakkl.).......2:32.67 (1:16.56-1:16.11) 10. Steve Locher (Sviss)......2:32.68 (1:16.45-1:16.23) Staðan í samanlagðri stigakeppnni: 1. MichaelVon Grúnigen (Sviss)..154 2. Kjetil Andre Aamodt (Noregi)....136 3. Hans Knauss (Austurr.)..........130 4. SteveLocher (Sviss).............126 5. Josef Strobl (Austurr.)......114 6. Thomas Sykora (Austurr.)......102 7. Christian Mayer (Austurr.).....90 8. Urs Kaelin (Sviss).............85 9. Thomas Stangassinger (Austurr.).80 10. Fredrik Nyberg (Svíþjóð).......68 Körfuknattleikur NBA-deildin Leikir aðfaranótt þriðjudags: Orlando - Milwaukee............88:100 Washington - Minnesota.........105:98 Utah - New Jersey..............108:92 La Clippers - Chicago...........84:88 Handknattleikur 2. deild karla: Keflavík - Ögri.................34:28 Breiðablik - Fylkir.............27:25 Glíma ARNGEIR Friðriksson, HSÞ, varð sigurveg- ari í annarri Landsglímunni, sem fór fram á Húnavöllum á laugardaginn var - lagði alla keppinauta sína og fékk fjóra vinninga. Hann hefur hlotið 11 stig í Landsglímunni. Ingibergur Sigurðsson, sem varð í öðru sæti með þijá vinninga, hefur níu stig og Helgi Bjarnason, sem varð þriðji með þijá vinninga, er í þriðja sæti i Landsglímunni me_ð sex stig. I stigakeppni félaga er HSÞ með 14 stig, KR 12, Víkveiji 9, HSK 5 og Ármann eitt stig. Golf GS i' 12. sæti Sveit Golfklúbbs Suðurnesja varð í 12. sæti á Evrópumeistaramóti golfklúbba sem lauk um helgina á Vilamoura í Portúgal. Franskur klúbbur sigraði nokkuð örugglega en tveir af þremur keppendum hans urðu í tveimur efstu sætunum i einstaklings- keppninni. Bestur í sveit GS var Örn Hjart- arson, lék á 299 höggum, fór síðasta hring- inn á 69 höggum, og lenti í 14. sæti af 66 keppendum. Helgi Þórisson lék á 309 högg- um og Guðmundur Hallgn'msson var á 331 höggi. HANDKNATTLEIKUR HANDKNATTLEIKUR Ikvöld Handknattleikur Undankeppni HM kl. 20.40 Laugardalshöll: ísland - Danmörk SJONVARP Liverpool - Arsenal beint á Stöð 3 LEIKUR Liverpool og Arsenal í ensku deild- arbikarkeppninni í knattspyrnu, sem fram fer á Anfield Road í kvöld, verður sýndur beint á Stöð 3. Leikurinn hefst kl. 19.45. ■ Leik Middlesbrough og Newcastle verður þeint á Sky Sports kl. 19.45 Island - Danmörk Sýnt verður beint frá leik íslands og Dan- merkur í undankeppni HM á RÚV kl. 20.40. ísland þarf þrjú stig til að komast á HM íJapan EINA von íslenska handknattleikslandsliðsins til að komast á HM í Kumamoto í Japan virðist vera að ná þremur stigum út úr leikj- unum við Dani. Efstu liðin í hverjum riðli tryggja sér sæti á HM, en það lið sem nær bestum árangri í 2. sæti allra riðlanna spilar leik við lið úr Eyjaálfu, líklega Astralíu, um sæti á HM. ísland er með 7 stig og þarf því þijú stig til að komast upp fyrir Dani og í efsta sæti. Ef við gefum okkur að íslendingar vinni Dani í öðrum leiknum og tapi hinum fá þeir 9 stig á móti 10 stigum Dana. Ef staðan í riðlunum er skoðuð virðast 9 stig ekki duga til að ná bestum árangri liða sem lenda í öðru sæti. Lið úr 2. og 4. riðli virðast líklegust í stöðunni til að ná þessu aukasæti. í 2. riðli eru Ungverjar og Litháar með 6 stig og hafa lokið innbyrðis leikjum sínum. Sama má segja um Þýskaland og Portúgal í 4. riðli. Þau eru bæði með sex stig og hafa lokið inn- byrðis leikjum sínum. Það má því reikna með að þessi lið fái fjög- ur stig í viðbót úr þeim Ieikjum sem þau eiga eftir og enda með lOstig. Knstján Arason um leikina ájmóti Dönum Ottast leikinn í Álaborg Kristján Arason, þjálfari Wallau Massenheim í Þýskalandi, segir að leikimir á móti Dönum verði ís- lenska liðinu erfiðjr. Hann hallast þó frekar að sigri Islands í Laugar- dalshöllinni í kvöld en segir að róður- inn verði öllu þyngri í Álaborg. „Dan- ir eru með betra lið en oft áður og ég hræðist því leikinn í Álaborg. ís- lendingar eíga að vinna í Höllinni og ég trúi því að þeir geri það. Kalt mat á liðunum er að þau eru mjög álíka að styrkleika og því verður þetta spuming um dagsformið," sagði Kristján. Kristján sagði að leikurinn komi til með að vinnast á góðri vörn, markvörslu og hraðaupphlaupum. „Það er mjög mikilvægt fyrir ís- lenska liðið að Júlíus skuli vera kom- inn inn í það aftur. Hann er gríðar- lega mikilvægur hlekkur í Vörninni. Ungu strákarnir, Dagur, Ólafur og Patrekur eru líka betri leikmenn en áður og ættu að vera tilbúnir í svona slag.“ Morgunblaðið/Golli Jensen varla með DANSKI landsliðsmaðurinn Claus Jacob Jensen, sem leikur með TSV Bayer Dormagen í Þýskalandi, meiddist í leik liðs- ins gegn Fredenbeck á sunnudaginn og óvíst að hann geti leikið með Dönum í kvöld. Hann gat ekki tekið þátt í æfingu f gærkvöldi - hér er verið að huga að meiðslum hans. Anders Dahl-Nielsen viss um úrslitin íslendingar sítja eftir Daninn Anders-Dahl Nielsen, þjálfari Flensburg-Handewitt, sem er í fremstu röð í Þýskalandi, hefur fylgst grannt með alþjóða handboltanum og þekkir vel íslenska og danska landsliðið. „Þetta eru mjög jöfn lið og heimavöllurinn ræður úr- slitum - Islendingar sigra í Laugar- daishöll og Danir í Álaborg fyrir fullu húsi. Lið í öðrum riðlum standa mun betur að vígi,“ sagði fyrrum þjálfari KR og danska landsliðsins. „Islend- ingar fóru illa að ráði sínu í Grikk- landi og það getur reynst þeim dýr- keypt. Danir og íslendingar eiga skilið að fara í úrslitakeppnina en ég held að íslendingar sitji eftir heima, því miður.“ Leikmenn Dan- merkur eru yngri og reynsluminni en leikmenn íslands en sex Danir hafa verið að gera það gott í þýsku deildinni. Anders sagði að það hefði ekkert að segja því þeir hefðu verið svo stutt í Þýskalandi. Hann sagði að bæði lið hefðu góðum einstakling- um á að skipa. „Þetta eru allt sterk- ir leikmenn og jafnir en helsti munur liðanna felst í betri markvörslu hjá Dönum og hún getur gert gæfumun- inn. Peter Nörklit og Sören Haagen eru báðir mjög góðir og i jöfnum leikjum geta þeir fleytt liðinu áfram.“ Konráð alltaf skorað KONRÁÐ Olavson hefur leik- ið átta landsleiki gegn Dönum og skorað í þeim öllum - hann skoraði sex mörk í þremur fyrstu leilqum sínum gegn Dönum, en alls hefur hann skorað 32 mörk í leikjunum átta. Gústaf Björnsson hefur leikið sex leiki gegn Dönum. Hann náði ekki að skora í ein- um leik — tapleik, en aftur á móti hefur hann fjórum sinn- um fagnað sigri og einu sinni verið með í jafnteflisleik. Bjarki Sigurðsson hefur leikið 15 leiki gegn Dönum. Hann hefur aUtaf skorað nema í tveimur tapleikjum. Síðast kom- ust Danir áfram ÍSLENDINGAR og Danir hafa einu sinni áður tekist á í undankeppni HM - 1966. Þá voru Danir sterkari, unnu 17:12 í Nyborg og 23:20 í Laugardalshöllinni. Danir komust á HM í Svíþjóð 1967, Islendingar sátu eftir með sárt ennið. Valdimar í símanum VALDIMAR Grímsson byrjaði í vinstra hominu á æfingunni í gærkvöldi en skipti fljótlega við Bjarka Sigurðsson. Valdi- mar rauk inn í búningsher- bergi, náði í GSM síma sinn og hringdi nokkur símtöl. Hann ræddi síðan við lands- liðsþjálfarann og rauk á dyr. Hann kom þó aftur og sagðist hafa orðið að fara til að koma tölvukerfi 11-11 verslananna í lag eftir rafmagnsleysið i Reylqavík í gær. Schefvert hættir ULF Schefvert, landsliðs- þjálfari Dana, hættir með landsliðið 1. mars á næsta ári, sama hvort lið hans trygg- ir sér rétt til þátttöku í loka- keppninni í Japan. Aðstoðar- maður hans, Keld Nielsen, tekur við af honum en Schef- vert hefur ráðið sig sem þjálf- ara þjá sænska liðinu Kroppskultur frá Uddevalla. Alltaf tilbúnir Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞORBJÖRN Jensson sýnir landsliðsstrákunum hvernig þeir eigi ávallt að vera viðbúnír að fá boltann. Lengst til hægri má sjá Gunnar Berg Viktorsson frá Vestmannaeyjum og hægra megin eru þeir Julian Duranona og Geir Sveinsson fyrirliði. Teffli öllu fram „NÚ er allt tilbúið fyrir morgun- daginn," sagði Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari eftir að æfingu íslenska landsliðsins lauk í Laug- ardalshöll ígærkvöldi. Hann sagð- ist að vísu eiga eftir að halda einn fund í dag þar sem menn myndu skoða Dani á myndbandi. Þorbjörn mun tilkynna leikmannahóp- inn í hádeginu í dag þegar leik- menn hittast yfír súpu og salati. En kemur til greina að hvíla einhverja menn í dag og nota þá síðan sem leynivopn á sunnudaginn í síðari leiknum? „Nei, ég tek enga áhættu og mun tefla fram öllu sem til er í fyrri leiknum," sagði Þor- björn og Davíð Sigurðsson liðsstjóri skaut inní að liðið hefði ekkert að gera til Danmerkur ef það tapaði fyrri leikn- um. „Fyrri leikurinn er lykilleikur og við verðum að vinna til að setja pressuna á Dani fyrir seinni leikinn. Ég tel að ef við vinnum fyrri leikinn verði talsverð pressa á Dönum þegar þeir mæta okkur á heimavelli. Þeir verða þá að vinna til að verða í efsta sætinu í riðlinum á sama hátt og við verðum að sigra í fyrri leikn- um.“ Þorbjöm var fyrirliði landsliðsins í mörg ár og hefur ósjaldan mætt Dönum. ,,Það er alltaf gaman að mæta Dönum og það er sérstaklega sætt að sigra þá. Einhvem veginn var það þannig að maður fór af meira lífi og sál í leikina gegn þeim en öðmm. Ég veit ekki af hveiju, en svona er þetta nú einu sinni.“ Landsliðsþjálfarinn sagði að allir leik- menn væru tilbúnir að gera sitt besta. „Það mæta allir heilir til leiks og það er mjög gott og eitt af því jákvæða fyr- ir þennan mikilvæga leik. Þó svo tölfræð- in segi okkur að við eigum að vinna, þá hefur hún ekkert með þessa leiki að gera. Þetta verða erfíðir leikir og örugg- lega skemmtilegir eins og aðrir leikir við Dani. Ég held að það sem skilur að þeg- ar flautað verður til leiksloka verði eitt til tvö mörk á annan hvom vegin og vonandi verður það á okkar veg. Það kæmi mér mjög á óvart ef leikurinn þróaðist öðruvísi og munurinn yrði meiri,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Geirtilbúinn í slaginn gegn Dönum Einsog þaðá aðvera Geir Sveinsson, landsliðsfyrir- liði íslands í handknattleik, segir landsliðsstrákana spennta að mæta Dönum í kvöld og allir séu staðráðnir í að gera sitt besta. „Æfingarnar hafa gengið vel og ég er sáttur við undirbúninginn, nema sjálfan mig á þessari æf- ingu,“ sagði Geir í samtali við Morgunblaðið að lokinni æfingu í Laugardalshöll í gærkvöldi. Geir hefur verið meiddur og óvíst var hvort hann gæti leikið í sókninni gegn Dönum, en á æfingu í gær var hann með, bæði í vörn og sókn. „Ég hefði ekkert haft á móti því að vera í betra ásigkomulagi, en það er víst ekki hægt að heimta allt og ég verð með á fullu.“ Geir hefur margsinnis mætt Dönum. „Leikurinn leggst mjög vel í mig. Mér finnst alltaf jafn- gaman að mæta Dönum og ekki síður í Danmörku en hér heima. Leikir í Danmörku eru alltaf skemmtilegir því þá fjölmenna ís- lendingar venjulega og stemmn- ingin er mikil. Leikir við Dani hafa alltaf verið jafnir og skemmtilegir. Það er mikið tekist á og leikirnir þróast venjulega þannig að þeir geta farið alla vega.“ Eru leikmenn að hugsa um báða leikina, eða einbeita menn sér að leiknum hér heima? „Ég held að menn einbeiti sér fyrst og fremst að leiknum hér Alla langar að vinna Dani ÆT Eg er til í slaginn og það er mikil stemmn- ing í hópnum. Okkur langar alla að komast til Japan,“ sagði Júlíus Jónasson, en hann er þriðji leikjahæsti maður lands- líðsins, aðeins Geir og Guðmundur Hrafn- kelsson hafa leikið fleiri leiki. „Okkur langar alla til að vinna Dani, það er ekkert sætara. Það leggst sem sagt allt á eitt um að gera þetta spennandi. Leikur- inn er mjög mikilvægur og það eru Danir sem við erum að leika við. Ég vona bara að það verði full Höll þannig að við tryggj- um okkur sigur í fyrri hálfleik. Síðari hálf- leikurinn verður síðan í Álaborg á sunnu- daginn. Það er alltaf gaman að leika við Dani, ekki bara fyrir okkur, heldur líka fyrir áhorfendur því leikirnir eru oftast jafnir og skemmtilegir.“ Nú eigið þið ekki góðar minningar af HM hér í Höllinni. Eru menn búnir aðjafna sig á þeim leikjum? „Já, það held ég. Við æfðum reyndar hér í Höllinni á mánudaginn og fórum Þá í búningsklefann sem við vorum í á HM og allir strákarnir notuðu aðra snaga núna, þannig að menn muna alveg eftir HM. Heimsmeistarakeppnin er búin og nú erum við í algjörlega nýrri keppni þannig að það þýðir ekkert að velta sér upp úr fortíðinni. Okkur hefur gengið vel gegn Dönum í síðustu leikjum þannig að við getum borið höfuðið hátt og ég held við séum allir tilbúnir i þessi átök,“ sagði Júl- íus. Einungis eitt tap í Danmörku frá árinu 1984 Fra Leikir S J T 1984 9 5 3 1 1984 Óðinsvé Danmörk-ísland 19:21 Porbjöm Jensson landsliðsþjálfari var fyrirliði 1984 Horsens Danmörk-ísland 19:19 1986 Þorbjöm Jensson landsiiðsþjálfari var fyrirliði Árhus Danmörk-ísland 17:20 Þorbjöm, Geir, Július, Valdimar 1989 Slanelse Danmörk-lsland 22:24 Bjarki 2, Július 1 1990 Árhus Danmörk-lsland 24:24 Bergsveinn, Guðm. H„ Július 1115, Konráð 6, Geir 1, Valdimar 1 1991 Lyslrup Danmörk-ísland 20:19 Bergsveinn, Guðm. H„ Konráð 6, Július 4, Valdimar 1, Patrekur 1991 Rysskov Danmörk-lsland 19:28 Guðm. H„ Valdimar 7, Konráð 313, Július 1, Patrekur 1992 Solröd, Kaupm.h. Danmörk-lsland 27:27 Guðm. H„ Bergsveinn, Gúsfaf 9, Valdimar 4, Dagur 1995 Kaupmannahöfn Danmörk-lsland 20:22 Guðm, H„ Bergsveinn, Gústaf5, Patrekur4, Geir2, Bjarki2, Dagur 1, ÓlaturSt. 1 Þeir hafa leikið gegn Dönum áður Leikmaður Leikir Mörk B B B Geir 26 37 14 4 8 Júlíus 23 51 12 3 7 Guðmundur 17 0 7 4 6 Bjarki 15 41 10 2 3 Valdimar 14 26 7 2 5 Bergsveinn 10 0 5 3 2 Konráð 8 32 3 2 3 Patrekur 7 12 5 0 2 Gústaf 6 19 4 1 1 Dagur 5 8 3 1 1 Ólafur St. 2 9 1 0 1 Björgvin 1 1 0 0 1 heima. Hann skiptir höfuðmáli og við verðum að ná í stigin tvö, ann- ars erum við ekki með í dæminu, að minsta kosti ekki hvað varðar fyrsta sætið í riðlinum. Annað sætið getur þó gefið okkur færi á að komast í lokakeppnina. Það er mikil stemmning í hópn- um hjá okkur og ég heyri úti í bæ að fólk sem hefur ekki komið á leiki í langan tíma ætlar að láta sjá sig.“ Situr HM hér í Höllinni nokkuð í leikmönnum? „Nei, nei. Það er búið að taka græna gólfið og nú eru gömlu íjal- irnar komnar aftur þannig að þetta er eins og það á að vera,“ sagði Geir. STAÐAN I HM 1. RIÐILL Noregur..............4 3 1 1 91:86 5 Tyrkland.............4 2 1 1 96:92 5 Belgía...............4 1 1 2 86:95 3 Rúmenía..............4 1 1 2 85:85 3 ■Leikir sem eftir eru í riðlinum eru: Noreg- ur - Belgía, Belgía - Noregur, Tyrkland - Rúmenía, Rúmenía - Tyrkland. 2. RIÐILL Ungveijaland.........4 3 0 1 101:94 6 Litháen..............4 3 0 1 109:100 6 Úkraína..............4 1 1 2 84:81 3 Makedónía............4 0 1 3 . 80:99 1 ■Leikir sem eftir eru: Úkraína - Litháen, Litháen - Úkraína, Makedónía - Ungvetja- land, Ungvetjaland - Makedónía. 3. RIÐILL Tékkland..............4 4 0 0 109:80 8 Hv-Rússland.........4 3 0 1 118::87 6 ísrael..............4 1 0 3 87:112 2 Holland..............4 0 0 4 80:115 0 ■Leikir sem eftir eru: ísrael - Holland, Holland - ísrael, Hv-Rússland - Tékkland, Tékkland - Hv-Rússland. 4. RIÐILL Portúgal.............4 3 0 1 101:88 6 Þýskaland............4 3 0 1 94:88 6 Pólland..............4 2 0 2 93:89 4 Slóvakfa.............4 0 0 4 83:106 0 ■Leikir sem eftir eru: Portúgal - Pólland, Pólland - Portúgal, Slóvakía - Þýskaland, Þýskaland - Slóvakía. 5. RIÐILL Danmörk..............4 4 0 0 115:74 8 ísland...............4 3 1 0 110:77 7 Grikkland............4 0 1 3 73:114 1 Eistland.............4 0 0 4 78:111 0 ■Leikir sem eftir eru: Grikkland - Eistland, Eistland - Grikkland, ísland - Danmörk, Danmörk - ísland. 6. RIÐILL Slóvenía.............4 2 0 2 81:72 4 Sviss................4 2 0 2 93:91 4 Austurríki...........4 2 0 2 89:94 4 ítalia...............4 2 0 2 74:80 4 ■Leikir sem eftir eru: Ítalía - Austurríki, Austurríki - Ítalía, Sviss - Slóvenía, Slóven- ía - Sviss. ■Þau lið sem verða efst í hveijum riðli tryggja sér þátttökurétt á HM í Kumamoto f Japan á næsta ári. Það lið sem nær besta árangri í öðru sæti leikur við lið frá Eyja- álfu, lfklega Ástralíu, um sæti á HM. Fimm sigur- leikir i roð i Höllinni ÍSLENSKA landsUðið hefur Ieikið fimm sigurleiki i röð gegn Dönum í Laugardals- höUinni, frá því að Danir unnu þar síðast 17:211985. Þá léku Þorbjörn Jensson, Geir Sveinsson og Júiíus Jón- asson með. Síðan þá hafa íslendingar fagnað öruggum sigrum - 22:19 1987,24:18 og 26:22 1988,25:19 og 24:19 1993. Fyrstj leikur- inn í Álaborg ÍSLENDINGAR hafa leikið 23 landsleiki gegn Dönum í Danmörku. Leikurinn á. sunnudaginn fer fram í Ála- borg á Jótlandi, þar sem ís- lendingar hafa ekki leikið áður landsleik. Júlíus með flest mörk JÚLÍUS Jónasson er sá landsliðsmaður sem hefur skorað flest mörk í landsleik gegn Dönum - hann skoraði 11/5 mörk í Árhus 1990, í jafnteflisleik 24:24. Krislján Arason skoraði 10/4 mörk í sigurleik, 21:20, í Reykjavík 1988. Gústaf Björnsson skor- aði 9 mörk í sínum fyrsta leik gegn Dönum - í Solröd 1992, 27:27. Sigursæll fyrirliði GEIR Sveinsson hefur verið sigursæll fyrirliði í leikjum gegn Dönum. Hann hefur verið fyrirliði í átta leikjum gegn Dönum, fagnað sex sinnum sigri, í einum leikn- um var jafntefli og einn tap- aðist. Tap eftir fimm sigra D ANIR fögnuðu sigri í sið- asta landsleiknum gegn ís- lendingum, í Voss í Noregi 3. febrúar í ár, 29:28. Fyrir þann leik höfðu íslendingar fagnað sigri í fimm Ieikjum í röð gegn Dönum. Þess má geta að íslenska landsliðið lék án sjö lykilmanna í Voss, þar sem Geir Sveinsson, Júl- íus Jónasson, Valdimar Grímsson, Gústaf Bjarnason, Bergsveinn Bergsveinsson, Konráð Olavson og Julian Róbert Duranona léku ekki með. Stuttur undir- búningur EFTIR æf ingaleikinn við Fram í gærkvöldi kallaði Þorbjörn Jensson landsliðs- strákana saman og fór yfir hvernig málum yrði háttað í dag. Hann byijaði reyndar á að segja: „Jæja, strákar, þá er æfingatímabilið búið.“ Landsliðið kom saman á mánudaginn þannig að æf- ingatímabilið var mjög stutt!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.