Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 4
FRJALSIÞROTTIR fKtttrgtmWtaMfe 40 ár frá þwí Vilhjálmur Einarsson hlaut silf urverðlaun í þrístökki á ÓL í Melbourne VERÐLAUNAHAFARNIR í þrístökki í Melbourne, f.w., Kreyer frá Sowétríkjunum, da Silwa er sigraði og Vilhjálmur. Ljóma var varpaðá nafn Islands Þó að vitað værí um getu Vilhjálms var þetta betra en nokkum hafði órað fyrir. Hið unga lýðveldi hafði eignast silfurhafa í þrístökki á mestu íþróttahátið samtímans, segir ívar Benediktsson, sem rifjar hér upp mesta afrek íslenskrar íþróttasögu. VILHJÁLMUR í stökk- inu sem færði honum silfurwerðlaun. Ídag eru liðin rétt fjörutíu ár síðan mesta afrek íslenskrar íþrótta- sögu var unnið á Olympíuleikunum í Melbourne í Astralíu. Þá stóð 22 ára gamall Austfirðingur, Vilhjálmur Einarsson, þrístökkvari úr IR í Reykjavík á verðlaunapalli og tók við silfurverðlaunum fyrir frammi- stöðuna um leið og hann sá íslenska fánann dregin að húni. Hann hafði komið á óvart með stórglæsilegri frammjstöðu þar sem hann hafði bætt Islandsmet sitt um 43 sm, stökkið 16,25 metra og átti ólymp- íumetið í tvo klukkutíma. Daginn eftir fór fréttin sem eldur í sinu um landið og var m.a. forsíðu- frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögn- inni „íslendingur kom öllum á óvart“. Segja má, að sigurbros hafi færst yfír andlit allra íslendinga þennan skammdegisdag. Þó að vitað væri um getu Vilhjálms var þetta betra en nokkum hafði órað fyrir. Hið unga lýðveldi hafði eignast silfurhafa í þrí- stökki á mestu íþróttahátið sam- tímans þar sem saman vom komnir fremstu íþróttamenn heimsins. „Það má segja að þjóðin öll hafí fagnað þessari góðu og glæsilegu frétt. Því nú hafa íslendingar eign- ast glæsilega fulltrúa í heimi andans og orkunnar, sem alheimur hefur tekið eftir,“ sagði Benedikt G. Wa- age, forseti ÍSI og fulltrúi íslands í Alþjóða Ólympíunefndinni í ávarpi til Ólympíufaranna sem birtist í Morgunblaðinu við heimkomuna 9. desember. Fulltrúi andans sem Bene- dikt nefnir er Halldór Laxness sem ári áður hafði hlotið bókmenntaverð- laun Nóbels. Af fjárhagsástæðum var ákveðið að aðeins yrðu sendir tveir keppend- ur til Melbourne og einn fararstjóri. Á fundi Ólympíunefndar íslands 3. október 1956 var þetta samþykkt og jafnframt að Vilhjalmur Einars- son, prístökkvari úr ÍR og Hilmar Þorbjörnsson spretthlaupari úr Ár- manni skyldu skipa íslenska liðið ásamt Ólafi Sveinssyni fararstjóra. Setti Norðurlandamet Islenska Ólympíulágmarkið í þrí- stökki var 15,25 m og segir Vilhjálm- ur í bók sinni, Silfurmaðurinn, sem kom út í fyrra, að nauðsynlegt hafi verið að stökkva tvisvar sinnum yfir þá lengd til þess að koma til greina sem keppandi. íslandsmet hans frá 1955 var hins vegar 15,19 m. Vil- hjálmur kom heim frá háskólanámi í Bandarfkjunum í júní og sneri sér strax að æfingum og keppni með þátttöku í Melbourne í huga. Á Opna meistaramótinu í Búkarest í Rúmen- íu 15.-17. september stökk hann 15,32 m og var þá hálfur sigur unn- inn. Að þessu móti loknum fór Vil- hjálmur til Svíþjóðar og æfði á ólympíuleikvanginum í Stokkhólmi hjá íþróttafélaginu Bromma sem ÍR var í tengslum við. Þar æfði Vilhjálm- ur í hálfan mánuð undir keppni sem hann hafði verið skráður til í Karl- stad þar sem bestu þrístökkvarar Norðurlanda mættu til leiks með heimamanninn og methafann Roger Norman fremstan í flokki. Strax í fyrsta stökki kom Vilhjálmur sjálfum sér og öðrum á óvart er hann stökk í fyrstu tilraun 15,83 m, setti Norður- landamet og fór með sigur af hólmi. Þar með var keppnisréttur á Ólymp- íuleikunum tryggður. Þessi árangur var sá fimmti besti sem náðst hafði í heiminum á árinu og ellefti besti frá upphafi. Eftir þetta kom Vilhjálmur heim en 21. október hélt hann ásamt Hilm- ari til Bosön í Svíþjóð þar sem þeir æfðu í 16 daga áður en þeir ásamt Ólafí fóru í hópferð með öðrum kepp- endum frá Norðurlöndunum til Melbourne. „Dvölin í Bosön var tví- mælalaust mikilvæg og örlagarík fyrir árangurinn í Melbourne. Án hennar hefði hitt ekki komið,“ segir Vilhjálmur í bók sinni. Sálræni þátturinn erfiðastur Eftir langt og strangt ferðalag yfir hálfan hnöttinn komu þeir félag- ar á áfangastað 13. nóvember og þar til kom að keppninni æfði Vilhjálmur eins og hann mátti til 24. „Eftir ali- ar æfíngarnar, sem gengu slysa- laust, hlaut eg að þurfa að hvílast vel, til að eiga eins mikinn kraft og hugsanlegt var, þegar kæmi í hina erfiðu keppni. Eg æfði því mjög lítið síðustu dagana fyrir keppnina og þá byijaði einn erfiðasti þáttur undir- búningsins, hinn sálræni þáttur," segir Vilhjálmur í bók sinni. Loks rann stóri dagurinn upp og nóttina fyrir hann segist Vilhjálmur lítið hafa sofíð. Fór á fætur upp úr klukkan sex er hann heyrði að Ólafur fararstjóri var kominn á stjá. Saman fóru þeir niður í morgunverð en Vil- hjálmur segir matarlystina hafa verið af skornum skammti, „samt kom eg niður einu glasi af ávaxtasafa, einu eggi, beikoni og einum og hálfum kaffíbolla, vel sætum. Ekki munaði nema hársbreidd að þetta góðgæti kæmi sömu leið til baka.“ Vilhjálmur var kominn niður á völl um hálf níu en keppni hófst klukkan tíu. Keppendur voru 35 og þurfti að stökkva 14,80 m til að komast í aðalkeppnina sem hófst klukkan hálf þijú. „Eg stökk í fyrstu tilraun 15,16 m og það var síður en svo að nokkrar silfurvonir hefðu vaknað í bijósti mínu við að sjá kapp- ana marga hveija hoppa um og yfír 15,50 m.“ Eftir þetta tók við erfíð- asti hlutinn að sögn Vilhjálms, biðin eftir aðalkeppninni. „Með aðstoð norsks manns, sem búsettur var í Melbourne, fékk eg að hvíla mig í herbergi nálægt vellinum. Þar vorum við Ólafur í tvo tíma, snæddum okk- ar skrínukost og gleymdum alveg ólympíska spenningnum um stund." Ólympíumetið slegið Þá var komið að aðalkeppninni og segir Vilhjálmur hugarástand sitt hafa verið heppilegt til afreka. Hann hafi ekki búist við sigri en heldur ekki viðurkennt tap fyrirfram. I fyrsta stökki gerði Vilhjálmur ógilt en heimsmethafinn og ólympíumeist- arinn frá 1952, Ademar Ferreria da Silva frá Brasilíu, tók forystu er hann stökk 16,04 m. Meðal annarra keppenda var Leonid Sjerbakov sem átti Evrópumetið 16,46 m. í annarri umferð stökk da Silva styttra en Vilhjálmur hitti hins vegar á drauma- stökkið. Ólafur Sveinsson fararstjóri greinir svo frá í íþróttablaðinu í des- ember 1956. „Vilhjálmur vandaði sig nú sem mest við atrennuna og hitti piankann ágætlega. Hann fékk all- langt hopp, risaskref og frábærlega hátt og langt stökk. En hann stakk niður höndinni - stökkið gat því ekki verið mjög langt, þótt mér sýnd- ist það. Dómararnir við plankann voru lengi að skoða hann, en réttu svo upp hvíta veifu til marks um að stökkið væri gilt. Þá létti mér ákaf- lega. Nokkur stund leið, áður en stökklengdin var birt á töflunni. Ég trúði ekki mínum eigin augum og spurði þann sem sat næst mér hvort þetta væri heldur 15,25 eða 16,25 m. Hann sagði eins og var - 16,25! Það hoppaði í mér hjartað. Rétt á eftir kvað við rödd þulsins, er sagði: „Number 638 Einarsson of Iceland, has just set a new Olympic record by jumping 53 feet 4 inches, 16,25 meters." Þarna var það! Hvorki meira né _minna en Ólympíumet!" í þriðju umferð stökk da Silva 16 m og Vilhjálmur 15,63 m en í þeirri fjórðu, tæpum tveimur tímum eftir að Vilhjálmur setti ólympíumetið tókst da Silva að stökkva 10 sm lengra. Við því átti Vilhjálmur ekk- ert svar og fór 15,81 m. Þá tóku sig upp gömui meiðsli og 5. stökkið mis- heppnaðist af þeim sökum og ekkert varð úr því sjötta. Sjerbakov Evrópu- metshafí náði sér aldrei á strik og varð sjötti með 15,80 m. „Þetta var orðið langt og strangt. Enginn matur og sífelld spenna. Ég hef aldrei verið eins þreyttur eftir nokkra íþrótta- keppni," sagði Vilhjálmur við Morg- unblaðið eftir heimkomuna. Silfrið var í höfn hjá Vilhjálmi. „Það var ólýsanleg tilfinning að standa á verðlaunapallinum og sjá íslenska fánann dreginn að húni með þeim brasilíska sem var í miðjunni og þeim rússneska til vinstri," segir Vilhjálmur í bók sinni. „Ljóma var varpað á nafn Islands og sagan flaug víða,“ sagði í Morgunblaðinu daginn eftir. „Nafn Vilhjálms Einarssonar flaug um Ólympíuleikvanginn og út um allan heiminn frá útvarpsstöðvum allra landa, að keppni lokinni. „Undramaðurinn“ frá Islandi, mað- urinn sem svo gersamlega kom á óvart, að sjaldan eða aldrei hefur slíkt gerst. Það reiknaði enginn með „sveitadrengnum frá íslandi," sagði ennfremur. Óiympíuförum fagnað Afrek Vilhjálms spurðist fljótt út sem nærri má geta og snerti strengi í þjóðinni sem bjó í þessu tólf ára gamla lýðveldi sem hafði metnað til að sanna að hún gæti staðið ein og óstudd og náð árangri á hvaða vett- vangi sem var. Þjóðin hreifst af hin- um glæsilega íþróttamanni sem hafði unnið mesta afrek íslenskrar íþrótta- sögu. „Afrek sitt hefur Vilhjálmur einn íslendinga unnið og þó teljum við öll, að með því hafi vaxið ekki aðeins hans eigin hróður heldur þjóð- arinnar í heild,“ segir í Reykjavíkur- bréfi Morgunblaðsins sunnudaginn 2. desember. íþróttamennirnir lögðu af stað frá Ástralíu 2. desember og komu heim viku síðar, sunnudaginn 9. desem- ber. Mikill mannfjöldi safnaðist sam- an við flugskýli Flugfélagsins til að fagna ólympíuförunum er Sólfaxi lenti með þá. Ólympíunefnd íslands gekkst fyrir móttöku og mennta- málaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, flutti ávarp og afhenti Vilhjálmi bik- ar frá ríkisstjórninni og sagði m.a. „Sérstaklega bjóðum við velkominn Vilhjálm Einarsson. Við óskum hon- um til hamingju með glæsilegt afrek hans, mesta afrek íslendings í frjáls- um íþróttum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.