Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG Ð PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 27. NOVEMBER 1996 BLAÐ EFIMI Viðtal 3/5 Ulfar Steindórs- son og Aðalsteinn Jónsson Aflabrögð Aflayf irlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 6 Spáð í framtíð fiskveiðanna í heimitölvu- væddra markaða GREITT UR NETUIMUM • PETUR á Bárði frá Arn- arstapa greiðir úr netunum. Hann varð fyrir því óláni að Morgunblaðið/Birgir Þðrbjarnarson snurvoðarbatur dr6 yfir tross- urnar og kuðlaði þeim upp. Útflutningur SH á ferskum flökum stefnir í tvöföldun Vaxtarbroddurínn liggur í ferskleika og vöruþróun ÚTFLUTNINGUR Sölu- miðstöðvar hraðfrystihús- anna á ferskum flökum á Evrópumarkað nær tvö- faldast á þessu ári miðað við árið í fyrra. Eins og staðan er í dag, stefnir útflutningurinn á árinu í um 700 tonn, en á síðasta ári voru um 350 tonn af ferskum flökum seld á þessum sama markaði og 180 tonn árið 1994, sem var fyrsta árið sem SH hóf ferskfisk- útflutning á þennan markað. Ráðinn var sérstakur starfsmaður til söluskrifstofu SH í Hamborg, Valdimar Kr. Hannesson, til þess að sinna þessu verkefni fyrir tveimur árum, en að mati Kristjáns Hjaltasonar, forstöðumanns söluskrifstofunn- ar í Hamborg, liggur vaxtarbroddurinn í fjölmörgum vöruþróunarverkefnum, sem verið er að vinna að hér heima. Skrifstofa SH í Hamborg var sett á laggirnar árið 1981 og þjónar hún sam- tals þrettán löndum. Meginuppistaðan í útflutningnum eru fersk fiskflök, sem aðallega fara á Þýskalandsmarkað og tveggja til þriggja nágrannalanda. „Við erum að selja fersk flök til um þrjátíu viðskiptavina í Þýskalandi og að jafnaði erum við með um fjogur flug í viku. Þeir íslensku framleiðendur, sem verið hafa að framleiða flök fyrir okkur, eru 21 að tölu, þeirra stærstur er Grandi hf. Okkar framleiðendur hafa náð mjög góðum tökum á gæðum og mæta þörf- um markaðarins m.t.t. frágangs, en mestu máli skiptir ferskleikinn, kæling- in og hreinleikinn. Þá höfum við náð að byggja upp þessi viðskipti við rétta aðila og náð að laga okkur að þeirra kröfum. Það hefur gert okkur kleift að vaxa með þeirra möguleikum. Ef við hefðum hinsvegar hafið þessa starfsemi með einhverjum einum innflytjanda, hefðum við ekki náð þeim árangri, sem við sjáum í dag. Við erum að selja að meðaltali á hæsta verði, sem sést hér á markaði fyrir fersk flök, þrátt fyrir harða samkeppni, m.a. frá Færeyingum, Norðmönnum og uppboðsmarkaðnum í Bremerhaven," segir Kristján. Hann bætti við að erlendu viðskipta- vinirnir væru tilbúnir að borga hátt verð fyrir vöruna vegna þess orðstírs, sem færi af ferskum flökum frá SH. Og ekki síst hefði tollalækkun á ferskum flökum til Evrópu með tilkomu EES- samningsins bætt samkeppnisstöðu ís- lenskra framleiðcnda mjög, en tollur af ferskum karfaflökum hefur lækkað úr 18% í 7,9% á þremur árum og lækkar enn á næsta ári niður í 5,4%. „Tolla- lækkunin skapar auðvitað vissar for- sendur fyrir þessum góða árangri," seg- ir Kristján. Áhugi á tilbúnum íslenskum f iskréttum Að sama skapi hefur orðið vart mik- ils áhuga á tilbúnum fiskréttum frá ís- landi, að sögn Kristjáns, og þegar orð- inn ailverulegur sölukippur í þeim fram- leiðslugeira. SH á 25% hlut í íslensk- frönsku eldhúsi hf., sem flutt var til Akraness í sumar, en fyrirtækið fram- leiðir m.a. fiskrétti, tilbúna til neyslu, sem söluskrifstofa SH í Hamborg hefur unnið að markaðssetningu á. Sömuleið- is hefur Haraldur Böðvarsson hf. á Akranesi verið að feta sig inn á þessa braut með fiskrétt, sem kallaður er laxa- dropi með spínatfyllingu, aðallega ætl- aður veitingahúsum þar sem hann er svo gufusoðinn fyrir gesti. „Þetta eru mjög spennandi afurðir, sem líkað hafa vel og skilað hafa góðum árangri á markaðnum ytra. í ljósi reynslunnar, er nú verið að skoða svipaða möguleika hjá fleiri frystihúsum á íslandi sem fela það í sér að nýta þá yfirburði, sem við hófum, í ferskleika hráefnisins, verk- kunnáttu og metnaðarfullum húsum," segir Kristján. Frettir Gengur vel hjá ísfélaginu íEyjum • REKSTUR ísfélags Vest- mannaeyja hf. skilaði 285 milljóna kr. hagnaði á síð- asta reikningsári, 1. septem- ber 1995 til 31. ágúst sl. Er þetta eitt besta ár í 95 ára sögu félagsins. Heildarvelta ísfélags Vestmannaeyja hf. var 2.577 milljónir á nýliðnu reikningsári, 550 milljónum kr. meiri en árið á undan./2 Loðnuveiði í flottroll • „ÞAU skip, sem eru að fá loðnu í dag, eru að fá hana í troll og það hefur verið ágæt Ioðnuveiði í troll síðustu daga. Loðnan hefur verið svo dreifð að hún fæst ekki í nótina, en þeir hafa verið að f á ágætis köst í trollið," sagði Svanbjörn Stefánsson, vinnslustjóri Síldarvinnslunnar hf. í Nes- kaupstað, en skipin voru að koma að landi með fyrstu troll-loðnufarmana í gær- morgun./4 Verðlækkun á skreiðinni • EKKI blæs byrlega fyrir skreiðarverkuninni í Lófót- en en á síðustu níu árum hefur verðið lækkað um helming. Er hinum ínörgu útflytjendum skreiðarinnar kennt um hvernig komið er. í Lófóten er stór hluti aflans á vetrarvertíðinni hengdur upp og seldur sem skreið til ítalíu en sé litið á verðið kemur í ljós, að þróunin hefur verið heldur dapur- leg./7 Efla Hull sem fiskihöfn • HULL Fish Forum, eða Fiskiráð Hull-borgar, er skipað hagsmunaaðilum í fiskverslun og fiskvinnslu í Hull. Tilgangurinn er að efla Hull sem löndunar- og uppboðsstað sjávarafla og að stuðla að framgangi ann- arra hagsmunamála fisk- verslunar og vinnslu i Hull. Talið er að um fimm þúsund störf í Hull byggist á fiski. Það kann að hafa ýtt undir stof nun ráðsins að nýlega var byggður nýr fiskmark- aður í Grimsby með fjár- stuðningi frá Evrópusam- bandinu./8 Markaðir Fiskmarkaðir í stöðugri sókn • AFLAVERÐMÆTI f s- lendinga hefur aukist síð- ustu tíu ár þrátt fyrir meira en helmings samdrátt í veið- um á þorski frá upphafi kvótakerfis. Árið 1986, þeg- ar f iskmarkaðirnir voru ekki komnir til, fóru 83% af þorski í beina sölu, sjó- unnið var 3% og útflutt beint 14%. I ár nemur bein sala um 61%, 28% fara á fiskmarkaði, 9% er sjóunnið og 1% útflutt beint. Meðal- verð upp úr sjó 1986 var 19,24 kr. kg í beinni sölu, 38,46 kr. í sjóvinnslu og 40,51 kr. í útflutningi. 1996 er verðið 60 kr. i beinni sölu, 76,68 kr. á mörkuðum, 92,13 kr.íútflutningi. Ýsuverð skýrir sveiflurnar Þorskur '86'87'88'89'90'91 '92'93'94 "95 "96 • ARIÐ 1986 voru 72% ýsu seld beint, 1% sjóunnið og 27%útflutt.Áriðl996 stefnir í að 25% ýsu verði seld beint, 37% á fiskmörk- uðum, 15% sjóunnin og 23% útflutt beint. Hér verða sveiflur í magninu því bein sala er á liröðu undanhaldi. Markaðir sækja á svo og sjóvinnslan, en beini út- flutningurinn er nú nánast úr sögunni./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.